Morgunblaðið - 11.02.1995, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 11.02.1995, Blaðsíða 58
58 LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ Hef opnað lækningastofu í Læknastöðinni, Álfheimum 74. Tímapantanir í síma 568 6311. Einnig í St. Jóefsspítala í Hafnarfirði. Tímapantanir í síma 53888. Tryggvi Stefánsson. Sérgrein almennar skurðlækningar. EIRAPRO Næsta námskeið til aukinna ökuréttinda hefst mánudaginn 13. febrúar kl. 18 Námskeiðið kostar kr. 95.000 staðgreitt Afborgunarkjör. innritun eftir kl. 13 alla virka daga í síma 670300. eða 989-61030. ÖKUSKÓLINN í MJ( arabakka 3, Mjóddinni, sí LADA SAMARA Frá 624.000,- kr.\ 156.000,- kr. út oö 15.720,- kr. í 36 mánuði. Tökum notaða bíla sem greiðslu upp í nýja og bjóðum ýmsa aðra greiðslumöguleika. Tekið hefur verið tillit til vaxta í útreikningi á mánaðargreiðslum. ÁRMÚLA 13 • SÍMI: 568 12 00 • BEINN SÍMI: 553 12 36 I DAG Farsi BRIPS Dmsjón Guðm. Páll Arnarson LEGAN þarf að vera hag- stæð til að 4 hjörtu vinnist í spili dagsins. Suður gefur; enginn á hættu. Norður ♦ 64 f KG97 ♦ 873 ♦ 10753 Suður ♦ Á5 V ÁD108 ♦ Á652 ♦ ÁK6 Vestur Norður Austur Suöur 2 grönd Pass 3 lauf Pass 3 hjórtu Pass 4 hjörtu Allir pass Útspil: spaðagosi. Hvemig á suður að spila? Það er vissulega mögu- leiki að litlu hjónin í laufi falli undir ÁK. En sagnhafi þarf ekki endilega að treysta á svo fjarlægan draum. Besta spilamennskan er að drepa strax á spaðaás og taka þrisvar tromp. Þau verða að falla 3-2. Síðan er slagur gefinn á tígul. Vömin tekur væntanlega slaginn á spaða og spilar aftur tígli. Sagnhafi drepur á tígulás, tekur ÁK í laufi og spilar því þriðja. Hann er að vonast eftir legu af þessu tagi: Norður ♦ 64 ▼ KG97 ♦ 873 ♦ 10753 Vestur Austur ♦ G1082 ♦ KD973 ▼ 62 IIIIH 543 ♦ KG109 * 942 ♦ DG8 Suður ♦ Á5 V ÁD108 ♦ Á652 ♦ ÁK6 Austur fær þriðja slaginn á laufdrottningu og á ekkert eftir nema spaða. Sagnhafi trompar hann heima og hendir tígli úr borði. Lauf- tían verður síðan tíundi slagurinn. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Aðstoð þökkuð KONA, sem velti bíl sín- um á aðrein Mikiubraut- ar að Reykjanesbraut sl. mánudag og var með sex böm sín í bílnum, hringdi. Hún vill koma á framfæri kæmm þökk- um til allra þeirra sem bragðust skjótt við og hjálpuðu henni og börn- um hennar út úr bílnum. „Svíf þú fugl“ JÓNA Vilhjálmsdóttir, Ægisgrund 2, Skaga- strönd, hringdi og sagði að sér þætti ekki birtast nóg af gömlum ljóðum í dagblöðum. Einnig bað hún Velvakanda að grennslast fyrir sig um það hvor einhver kannist við ljóð sem eftirfarandi hendingar em úr: Svíf þú fugl, yfir sævar- djúpið víða, senn tekur dimma nótt... Hún biður þá sem þeklqa þetta ljóð að hafa samband við sig í síma 95-22658. Tapað/fundið Taska tapaðist BRÚN leðurtaska tapað- ist í innkaupakörfu í Hagkaup í Kringlunni um hádegisleytið föstu- daginn 3. febrúar sl. í töskunni vom öll skilríki eigandans, seðlaveski með tékkhefti o.fl., áteknar filmur, gleraugu og aðrir persónulegir munir. Finnandi vinsamlega skili töskunni til lögregl- unnar eða hringi í ör- yggisgæsluna í Kringl- unni í síma 689200. Góð fundarlaun. Armband tapaðist BREITT gullarmband með tíglamunstri tapað- ist mánudaginn 6. febr- úar. Skilvís finnandi vin- samlega hringi í síma 687752. Fundarlaun. Gleraugu töpuðust KVENGLERAUGU í dökkri umgjörð töpuðust síðast í nóvember í fyrra. Finnandi vinsamlega hringi í síma 93-61328. Úr og hringur GULLÚR og hringur fundust á skautasvellinu við Garðaskóla, Garðabæ. Upplýsingar í síma 5657513. COSPER HVERT ég er að fara? Bara út í sjoppu að kaupa tóbak. EGLA -röð ogregla Margir litir margar stærðir. Þessi vinsælu bréfabindi fást í öllum helstu bókaverslunum landsins. Múlalundur Vinnustofa SÍBS Símar: 628450 688420 688459 Fax 28819 Víkverji skrifar... VÍKVERJI komst í hann krapp- an í síðustu viku í Fossvogs- hverfi. Hverfið er þannig hannað að þar er urmull göngustíga og er oft gaman að ganga þar á góð- viðrisdögum. En í hlákunni í síð- ustu viku varð hálkan þar svo mikil að vart var hægt að fóta sig milli húsa. Ekki datt Reykjavíkur- borg í hug að strá sandi, sem bjargað getur miklu þegar svo er ástatt. Síðustu viku mun líka slysadeild Borgarspítalans hafa fyllzt dag hvem af viðskiptavinum, sem hrasað höfðu í hálkunni og meitt sig. Beinbrot eru algeng, þegar slíkar hálkuaðstæður em og er eins víst að sandaustur á göngu- stíga getur bjargað mörgu manns- beininu frá broti og eigendum þeirra frá leiðindum og óþægind- um. Það er því óskiljanlegt, hve lítið Reykjavíkurborg hugsar fyrir fyrirbyggjandi slysaaðgerðum, sem sandaustur er. xxx VÍKVERJI var staddur í banka á dögunum og bað um að fá 10 þúsund krónur í reiðufé. Gjaldkerinn fór í skúffuna sína og týndi upp fimmþúsund króna seðil og 5 eittþúsund króna seðla. En málið var ekki svo einfalt. Gjald- kerinn þurfti að leita að ósködduð- um seðlum, því að seðlamir í skúffunni voru allar afskaplega snjáðir og fjöldinn allur rifínn. Honum þótt þó ekki boðlegt að láta Víkveija fá rifna seðla og leit- aði því að órifnum. Seðlarnir voru þó langt frá því að vera nýir og allir afskaplega lúnir. Ástæður svo lélegra seðla sagði gjaldkerinn, að Seðlabankinn léti bankanum í té þessa ónýtu seðla og skýringin hlyti að vera sú að bankinn hefði ekki undan að láta prenta seðla en notkun þeirra hafí stóraukizt, fólk notaði seðlana í æ ríkari mæli, eftir að ávísanir urðu svo dýrar. Gjaldkerinn kvað þessa seðla áður hafa farið í brennslu og nýja hafa komið í staðinn, en nú virtist svo sem Seðlabankinn ætti ekki nýja seðla og því væru þessir látnir vera áfram í umferð, þótt ekki væm þeir boðlegir nein- um. XXX SAKAMÁL í Bandaríkjunum hefur vakið mikla athygli og hefur verið sjónvarpað frá réttar- salnum, þar sem málið er flutt, í tíma og ótíma. Á sakamannabekk fyrir að hafa myrt konu sína og ástmann hennar er O. J. nokkur Simpson, sem frægur varð fyrir kunnáttu sína í amerískum fót- bolta og síðar fyrir leiktilburði á hvíta tjaldinu. íslenzkir fjölmiðlar hafa skýrt frá réttarhaldinu, en heldur finnst Víkverja lítið leggj- ast fyrir ljósvakamiðlana, þegar fréttaþulirnir nefna sakborning „Ó Djeij Simpson“ upp á engilsax- nesku í stað þess að nota íslenzk- an framburð og segja bara „O Joð Simpson" rétt eins og menn hafa sagt „Joð Err“ um olíukónginn fræga í Dallas-þáttunum. Það getur vel verið að mönnum finnist þetta í lagi, en það er í raun og veru allt bölvað við slíkan framburð í íslenzkum fjölmiðli. Lítil atriði sem þetta læða því inn hjá fólki að allt í lagi sé að kveða að með framandi framburði, þegar það er eðlilegasti hlutur að bera stafína fram á íslenzku. Víkveiji væntir þess að heyra þetta ekki enn einu sinni á ljósvakanum. En hvernig væri nú að upplýsa fólk fyrir hvað O-ið stendur og þá einn- ig Joðið. Jú, maðurinn heitir Oren- thal James Simpson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.