Morgunblaðið - 11.02.1995, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 11.02.1995, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIB” MINIVIINGAR + KONRÁÐ JÚLÍUSSON frá Patreksfirði, áðurtil heimilis á Öldugötu 27, Hafnarfirði, lést á Sólvangí fimmtudaginn 9. febrúar. Aðstandendur. t Móðir mín og tengdamóðir, GUÐBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR, Álfaskeið 60, Hafnarfirði, lést á Sólvangi 10. febrúar. Fyrir hönd aðstandenda, Guðmundur Guðmundsson, Sólveig Guðbjartsdóttir. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, INGÓLFUR GUNNARSSON, Eyjaseli 5, Stokkseyri, lést á gjörgæsludeild Landspítalans 8. febrúar. Jarðarförin auglýst síðar. Sigurlaug Siggeirsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. + Dóttir okkar og systir, ÍRIS DÖGG ÓLADÓTTIR, lést í Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar þann 8. febrúar. Fyrir hönd annarra vandamanna, Guðrún Eiríksdóttir, Óli Tryggvason, Bjarney Inga Óladóttir. ERLA SIG URÐARDÓTTIR + Erla Signrðardóttir var fædd 29. desember 1929. Hún lést á heimili sinu i Reykjavík hinn 21. janúar síð- astliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 25. janúar. ÞEGAR Ragna, systir mín, til- kynnti mér lát Erlu, frænku minnar, fylltist hugurinn trega. Hugurinn reikaði aftur í tímann þegar Erla og systkinahópurinn kom á Hverfisgötuna í Hafnar- fírði. Móðir Erlu, Ólafía Brynjólfs- dóttir, hafði látist langt um aldur fram frá fimm bömum komung- um. Hún var gift Kristni Helga- syni, sem gekk Erlu í föðurstað. Það getur enginn sett sig í spor bama sem misst hafa ástríka móð- ur á viðkvæmasta skeiði og þá reynir ekki síst á samheldni, tryggð og ábyrgðartilfinningu. Og það era einmitt þessir mannkostir sem mér fínnst hafa einkennt allt líf Erlu Sigurðardóttur. Hún var elst í systkinahópnum og varð strax kjölfestan. Og allt fram á þennan dag hefur það einkennt systkinin að standa saman í meðlæti og mótlæti, gleðjast saman og syrgja saman. Þáttur Erlu í því hve vel tókst til verður seint metinn því að á þessum tíma var það undan- tekning að svo stór systkinahópur væri í umsjón einstæðs föður held- ur hópnum sundrað og komið í fóstur víðs vegar. Þessi eiginleiki að halda íjöl- skyldunni saman fylgdi henni alla tíð og svo sannarlega sést það á bömum hennar og Guðjóns. Þegar talað er um „bamalán" þá koma þau hjón, Erla og Guðjón, í hug- ann. Svo samhent hafa þau verið alla tíð að það heyrir til undantekn- inga að nöfn þeirra séu ekki bæði nefnd í sömu andrá. Barnahópur þeirra varð stór og vinnudagur langur, en alltaf virtist tími til að gleðjast með fjölskyldunni og svo sannarlega var mikið til að gleðj- ast yfir þegar litið er yfir bama- hópinn. Óg þegar bömin flugu síð- an eitt af öðm úr hreiðrinu var ekki setið auðum höndum og í fjöl- mörg sumur leigði Erla nokkur herbergi erlendum ferðamönnum á sumrin. Þó Erla hefði ekki lagt stund á erlend tungumál kom það ekki að sök og sama fólkið kom ár eftir ár og vildi hvergi annars staðar vera. Samband þeirra Erlu og Guðjóns og bama þeirra allra við Rögnu, móðursystur Erlu, var einstakt og hefur hún einnig misst mikið við fráfall Erlu. Þar var sem færi jafnt bestu vinkonur og móðir og dóttir. Á þessari stundu er hugurinn hjá Guðjóni og bömum þeirra, Rögnu og systkinunum öllum. Megi þær góðu minningar sem ávallt munu fylgja Erlu Sigurðar- dóttur sefa sárasta harminn. Rúnar og Dóra. í dag þegar við kveðjum og fylgjum til grafar Erlu Sigurðar- dóttur koma margar minningar í hugann. í mörg á bjuggum við í sama húsi í Goðheimunum. Alltaf dáðist ég að þessari einstöku konu. Vel átti við hana máltækið „þar sem er hjartarúm, þar er húsrúm“. Hennar mannmarga heimili stóð öllum ættingjum og vinum opið hvenær sem var. Það var enginn einn sem átti hana að vini. Margar vom morgunstundimar sem við sambýliskonur hennar áttum hjá henni. Þá var margt rætt og skipst á ráðleggingum allt frá matseld til bamauppeldis. Það voru ekki ómerkilegir fundir það. Oft undraðist ég þann kraft og óendanlegan dugnað sem þessi kona átti. Sex mannvænleg böm fæddi hún og ól upp ásamt sínum ágæta manni, Guðjóni Júníussyni. Öllum hefur þessum bömum vegn- að vel og em góðir og gegnir þjóðfélagsþegnar sem bera foreldr- um sínum gott vitni. Það var oft gleði og gaman hjá bömunum í Goðheimum á þessum ámm, en langskemmtilegast var hjá Erlu og börnum hennar, enda aldrei amast við þeim. Síðar fluttu þau í Breiðholtið og mér er minnis- stætt þegar ég kom í fyrsta sinn í Urðarstekkinn. Það var glæsilegt heimili sem bkr með sér snyrti- mennsku og dugnað húsbændanna og barna þeirra. Og nú er komið að leiðarlokum og við hjónin og börn okkar kveðj- um þessa góðu konu sem gaf öllum af hjartagæsku sinni. Við sendum þér, Guðjón, bömum ykkar og allri fjölskyldunni innilegar samúðar- kveðjur. Anna Pálmadóttir. Mig langar til að kveðja frænku mína, Erlu Sigurðardóttir, eða Eddu eins og hún var alltaf kölluð í minni fjölskyldu, með nokkrum orðum. Edda var hjartahlý kona, því fékk ég að kynnast þegar hún passaði mig þegar ég var lítil með- an mamma var á spítalanum. Þeg- ar ég læt hugann reika til baka em mér minnisstæðar margar stundimar í eldhúsinu í Urðars- tekknum, ég á háa tröppustólnum að gæða mér á heimabökuðu bak- kelsi og mamma og Edda að spjalla saman. Ég held að Eddu hafí allt- af fundist hún eiga svolítið í mér. „Hæ nafna,“ sagði hún alltaf þeg- ar við hittumst eða heyrðumst, það þurfti ekki frekari kynningu. Nú er nafna mín horfín yfír móðuna miklu og þar hefur án efa verið tekið vel á móti henni. Nú legg ég augun aftur, 6, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S.E.) Elsku Guðjón, börn og barna- böm, missir ykkar er sár og ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Guð varðveiti minningu Eddu frænku. Erla Magnúsdóttir. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGVELDUR JÓNSDÓTTIR frá Vatnsholti, Álftarima 5, Selfossi, varð bráðkvödd á heimili dóttur sinnar, Erlurima 6, þann 9. febrúar. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, MARINÓ MAGNÚSSON ■frá Þverá, Ólafsfirði, Bylgiubyggð 39A, Ólafsfirði, verður jarðsunginn frá Ólafsfjarðarkirkju mánudaginn 13. febrúar kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vilja minn- ast hans, er bent á björgunarsveitina Tind, Ólafsfirði. Margrét Hallgrímsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. + Þökkum vinsemd og auðsýnda samúð við andlát og útfpr RÓSU GUÐBRANDSDÓTTUR frá Prestsbakka á Sfðu. Ingólfur Guðbrandsson, Vilborg Ingólfsdóttir, Þorgerður Ingólfsdóttir, Rut Ingólfsdóttir, Unnur Marfa Ingólfsdóttir, Inga Rós Ingólfsdóttir. SVANHILDUR JÓNSDÓTTIR + Svanhildur Jóns- dóttir fæddist á Grundarhóli á Fjöll- um 27. nóvember 1917. Hún lést í Borg- arspítalanum 24. des- ember sl. og var kvödd í kyrrþey 30. desember. Foreldrar hennar voru Jón Þórarinn Sigtryggs- son, f. 26. desember 1884, d. 20. mars 1939, lögfræðingur; bóndi og síðar bæj- arstjóri á Seyðisfirði, og kona hans, Guð- rún Skúladóttir, f. 10. október 1894, d. 22. mars 1945. Svan- hildur átti þijú systkini: Mar- gréti, sem búsett er í Englandi, Skúla, sem búsettur er í Reykjavík, og Sigurveigu, sem lést 1945. Svanhildur átti einn son, Jón Rúnar Gunnarsson. Kveðja í morgun saztu hér undir meiði sólarinnar og hlustaðir á fuglana hátt uppí geislunum minn gamli vinur en veizt nú, í kvöld hvemig vegimir enda hvemig orðin nema staðar og stjömumar slokkna. (Hannes Pétursson.) Hún hét Svanhildur og var frum- burður foreldra sinna. Nafnið var ekki sótt í ættir hennar eins og nöfn hinna systkinanna, en foreldrunum þótti nafnið fallegt. Svan- hildur átti sín fyrstu spor á Grundarhóli á Fjöllum þar sem faðir hennar var bóndi á föðurleifð sinni. Er hún var sex ára göm- ul brá hann búi sök- um heilsubrests og fjölskyldan fluttist á Seyðisfjörð. Þar áttu foreldrar hennar heima upp frá því. En að Grundarhóli kom Svanhildur aldrei aftur. Sextán ára að aldri hélt Svanhild- ur til Reykjavíkur til starfa. í fyrstu stóð hugur hennar til hjúkmn- arnáms sem þó varð ekki af. Hún vann ýmis störf sem konum stóðu til boða. Þau rækti hún af stakri trúmennsku enda var hún á sínum yngri árum eftirsóttur starfskraft- ur. Mestan hluta ævi sinnar bjó hún í Reykjavík. Lengst leigði hún sér húsnæði á Sólvallagötu 57 hjá góðu fólki sem varð henni æ kærara og nákomnara eftir því sem árin liðu. Síðustu þijú árin bjó hún í Löngu- hlíð 3 þar sem hún naut umhyggju og ástúðar starfsfólksins. Þá var heilsa hennar á þrotum. Mér er sagt að Svanhildur hafí verið dreymin lítil stúlka sem átt hafí sér sinn hugarheim í ljóðum og virt fyrir sér fegurð náttúmnnar. Þessi áhugamál varðveitti hún til hins síðasta. Hún kunni ógrynni ljóða og hafði næma tilfínningu fyrir tungunni og hrynjandi hennar. Minni hennar var óbrigðult. Á full- orðinsámm, þegar tómstundirnar urðu fleiri, nam hún nokkur tungu- mál af eigin rammleik og fór létt með. Hún hafði af því mikla gleði. Tilgangurinn var einkum sá að geta lesið erlend ljóð. Hún var drátthög eins og svo vel má sjá á örfáum teikningum sem eftir hana eru. Svanhildur hafði alla tíð ríka samúð með þeim sem minna máttu sín. Sjálf var hún því hlutskipti ekki alveg ókunnug. Hún barðist ein áfram með son sinn án hjálpar enda er mér til efs að hún hefði •þegið hana. Henni var oft þungt í sinni, raunar stundum sárþjáð, en það var henni kappsmál að bera höfuð hátt og láta aldrei bilbug á sér fínna. Hún blandaði geði við fáa, var seintekin og hlutaðist lítt um hagi annarra sem og aðrir um hennar. Samt var það svo að hún átti nokkra góða vini sem gleymdu henni ekki og þegar lífið brosti naut Svanhildur sín vel og sýndi þá stundum sína ríku kímnigáfu. Svanhildur var lágvaxin kona, grönn vexti, létt í spori og snör í snúningum fram eftir aldri. Hún naut góðrar líkamlegrar heilsu lengst af. Síðustu fimm árin voru henni erfið og hallaði þá jafnt og þétt undan fæti. Hún lést að morgni aðfangadags, 77 ára að aldri. Ilún kvaddi þennan heim fátæk af jarð- neskum eigum en rík af ýmsu því sem sjaldnar er metið til fjár. Svo lengi sem hún mátti mæla var hún staðföst í trú sinni á þau gildi sem mótað höfðu lífsviðhorf hennar; vinnusemi, nægjusemi, hógværð og samúð með lítilmagnanum. Ástin til afkomendanna brást heldur aldr- ei. Margrét Jónsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.