Morgunblaðið - 11.02.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.02.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 1995 17 NEYTENDUR IMýjar bækur Pasta að íslenskum hætti Neysla á pasta hefur aukist mjög hérlendis allra síðustu ár. Nú hef- ur Vaka-Helgafell sent frá sér bók um pasta- rétti.Brynja Tomer gluggaði í bókina. BÓKIN heitir Pastaréttir og kostar kostar 1.680 krónur og eru rit- stjórar hennar Björg Sigurðardótt- ir og Hörður Héðinsson. Pasta-neysla hefur aukist veru- lega hér á síðustu árum og árið 1993 borðuðu íslendingar rúmlega 600 tonn af pasta. Bókin Pasta- réttir er sú fyrsta í nýjum flokki matreiðslubóka frá Vöku-Helga- felli, sem ber heitið íslenskar úr- valsuppskriftir. Meðal efnis eru verðlaunauppskriftir úr sam- keppni sem Nýir eftirlætisréttir efndu til, en alls bárust yfír 1.000 uppskriftir. Kostir og gallar Hráefni er miðað við íslenskar aðstæður og eru litmyndir af öllum réttum í bókinni. í kynningu kem- ur fram að hún sé alíslensk og brýn þörf hafi verið á slíkri bók. Það er reyndar umdeilanlegt, enda smekksatriði hvort hinar íslensku uppskriftir séu góður kostur. Þær eru all langt frá pasta-matreiðslu í heimalandinu Ítalíu og mikið ber Stafir á handklæði SUMIR eru enn svo myndar- legir að sauma upphafsstafi á rúmfatnað, viskustykki og handklæði. Yfirleitt hefur fólki reynst auðvelt að merkja viskustykki og rúmfatnað með því að koma stöfunum á með kalkipappír og sauma svo. Þetta hefur reynst erfið- ara með handklæði, stafirnir hafa ekki komið í gegn. Les- andi sendi línu til Daglegs lífs og bað um upplýsingar um hvernig ætti að koma stöfun- um á handklæði. „Mér hefur reynst best að teikna stafina eða mynstrið á örþunnt strauflíselín og þræða síðan flíselínið á handklæðið þar sem mynstrið á að koma“, segir Guðrún Erla Skúladóttir hjá hannyrðaversluninni Erlu á Snorrabrautinni. „Það má alls ekki strauja flíselínið á efnið. Þegar búið er að þræða flíselínið við efnið er stafurinn saumaður á handklæðið með flatsaum eða þeim saumi sem vill.“ Erla segir að eftir að búið er að sauma stafinn á efnið sé flíselínið rifið í burtu, það rifnar líka þægilega við saumaskapinn. „Ef eitthvað verður eftir af flíselíni hverfur það í næsta þvotti.“ Erla segir að þessa aðferð sé líka gott að nota á flauel og annað efni sem ekki er þægilegt að teikna á. á því viðhorfi að pasta sé varla matur, heldur miklu fremur með- læti. Ein fárra undantekninga er ágæt uppskrift að Spaghetti alla carbonara, með beikoni, parmes- an-osti og eggjum, en það er ein hinna sígildu ítölsku pasta-upp- skrifta, þar sem pasta er í aðal- hlutverki. Þessa uppskrift er líka hægt að finna í öðrum matreiðslu- bókum. Helsti kostur þessarar bókar er hversu vel er gert við myndir, svo ekki fer milli mála hvernig réttir eiga að líta út. Einnig telst það til kosta, að uppskriftir eru ein- faldar og fljótlegar og eru skipu- lega upp settar, þannig að auðvelt er að fara eftir þeim. Bókin hentar þeim sem vilja borða pasta með sínu nefí, en hætt er við að þeir sem unna ítalskri matreiðslu, eða þekkja vel til hennar, verði fyrir vonbrigðum. 35 uppskriftir eru í bókinni og kostar hver þeirra því tæplega 50 krónur. Hvaða GSM-sími hentar þér? Tegund Alcatel HB 100 Ascom AT & T 3242 Beocom 9500 Bosch SC Bosch SL 2) Ericsson GH 198 Seljandi Bónus, Holtagörðum Reykjavík 1) Nýherji hf., Skaftahlíð 24, Reykjavik Símvirkinn — Símtækni hf., Hátúni 6a, Reykjavík Pósturog simi, Kirkjustræti, Reykjavík Bræðurnir Ormsson, Lágmúla 9, Reykjavík Bræðurnir Ormsson, Lágmúla9, Reykjavík Framleiðslu- iand Frakkland Svíþjóð Þýskaland Svíþjóð Þýskaland Þýskaland Korta- MeðCE Þyngd stærð merkingu 350 g 325 g 278 g 225 g 315 9 240 g Stór Lítil Stór Lftil. Lftll Lítil Lítil Nei Nei Já Já Nei Nei Já Verð 47.900 90.000 59.900 84.979 63.525 69.900 59.900 Ericsson GH 198 Nýherji hf., Skaftahlíð 24, Reykjavík Svíþjóð 325 g Lítil Nei 59.900 Ericsson GH198 Radíómiðun hf., Grandavegi 9, Reykjavik Svíþjóð 325 g Lítil Já 59.937 Erícsson GH 337 Bónus, Holtagörðum, Reykjavík 1) Svíþjóð 225 g Lítil Já 79.700 Ericsson GH 337 Hátækni hf., Ármúla 26, Reykjavík Svíþjóð 225 g Lítil Já 84.900 Ericsson GH 337 Nýherji hf., Skaftahlíð 25, Reykjavík Svíþjóð 225 g Lítil Já 94.200 Ericsson GH 337 Póstur og simi, Kirkjustræti, Reykjavík Svíþjóð 225 g Lítil Já 84.979 Ericsson GH 337 Radíómiðun hf., Grandavegi 9, Reykjavík Svíþjóð 225 g Lítil Já 83.900 Hagenuk MT 2000 Bónus, Holtagörðum, Reykjavík 1) Þýskaland 420 g Stór Já 31.900 Mobira 3000 Hátækni hf., Ármúla 26, Reykjavik Þýskaland 275 g Stór Já 59.900 Mobira 3000 Nýherji hf., Skaftahlíö 25, Reykjavík Þýskaland 275 g Stór Já 59.900 Mobira 3000 Radíómiðun hf„ Grandavegi 9, Reykjavík Þýskaland 275 g Stór Já 59.900 Mobira 5000 Hátækni hf„ Ármúla 26, Reykjavik Þýskaiand 240 g Lítil Já 89.700 Mobira 5000 Nýherji hf„ Skaftahllð 25, Reykjavik Þýskalana 240 g Lítil Já 88.600 Mobira 5000 Radíómiðun hf„ Grandavegi 9, Reykjavík Þýskaland 240 g Lítil Já 89.782 Motorola7200 2) Póstur og sími, Kirkjustræti, Reykjavík Þýskaland 240 g Stór Nei 69.980 Motorola 7200 2) Bónus, Holtagörðum, Reykjavík 1) Þýskaland 240 g Stór Já 59.900 Motorola8200 2) Bónus, Holtagðrðum, Reykjavík i) Þýskaland 149 g Stór Já 89.100 Motoro!a8200 2) Póstur og simi, Kirkjustræti, Reykjavík Þýskaland 149 g Stór Já 98.900 Nokia 2010 Hátækni hf., Ármúla26, Reykjavik Þýskaland 275 g Stór Já 59.900 Nokia 2010 Nýherji hf„ Skaftahlíð 25, Reykjavík Þýskaland 275 g Stór Já 59.900 Nokia 2010 Radíómiðun hf„ Grandavegið, Reykjavfk Þýskaland 275 g Stór Já 59.900 Nokia 2010 Radíóbúðin hf„ Skipholti 19, Reykjavík Þýskaland 275 g Stór Já 59.900 Nokia 2110 Hátækni hf.( Ármúla 26, Reykjavik Þýskaland 240 g Lítil Já 89.700 Nokia 2110 Nýherji hf„ Skaftahlíð 25, Reykjavík Þýskaland 240 g Lftii Já 89.900 Nokia 2110 Radíómiðun hf„ Grandavegi 9, Reykjavík Þýskaland 240 g Lítil Já 89.782 Orbitel PPU-902 Varmás, Dvergholti 18, Mosfellsbæ Bretland 295 g Stór Nei 58.900 Philips PR-747 Heimiiistæki hf„ Sætúni 8, Reykjavik Þýskaland 235 g Litil Já 89.900 Philips PR-810 Heimilistæki hf„ Sætúni 8, Reykjavik Þýskaland 470 g Lítil Nei 59.900 Pioneer PCC-D700 Hljómbær hf., Hverfisgðtu 103, Reykjavík Þýskaland 280 g Stör Já 59.900 Pioneer PCC-D7102 Hljómbær hf., Hverfisgðtu 103, Reykjavík Þýskaland 245 g Stór Já 71.500 Pioneer PCC-D7102 Radíómiðun hf., Grandavegi 9, Reykjavík Þýskaland 245 g Stór Já 73.505 Siemens S3+ Bónus Radíó, Grensásvegi 11, Reykjavík Þýskaland 278 g Stór Já 65.900 Siemens S3+ Radíóbúöin hf„ Skiphofti 19, Reykjavík Þýskaland 278 g Stór Já 65.900 Siemens S3+ Smith & Norland hf„ Nóatúni 4, Reykjavík Þýskaland 278 g Stór Já 58.500 Símonsen Freeway ístel hf.( Siðumúla 37, Reykjavík Bretland 290 g Stór Nei 69.900 Sony CM-D200 Hátækni hf„ Ármúla 26, Reykjavik Þýskaland 280 g Stór Já 69.900 Sony CM-D200 Japis hf„ Brautarholti 2, Reykjavík Þýskaland 280 g Stór Já 59.900 Sony CM-D200 Nýherji hf„ Skaftahlíð 24, Reykjavík Þýskaland 280 g Stór Já 59.900 1) Bónus er aðeins með símana til sólu á fimmtudógum. 2) Aukarafhlaða fylgir Bosh SL og Motorola símtækjum. Misjafnt verð á GSM-farsímum SAMKEPPNISSTOFNUN hefur kannað verð á farsímum í stafræna GSM-farsímakerfinu og náði könn- unin til fimmtán verslana á höfuð- borgarsvæðinu. Könnunin var gerð í janúar og fyrstu daga febrúar. í töflunni, sem fylgir, kemur fram hvort viðkomandi tæki tekur lítið eða stórt kort, en áskrift að kerfinu er bundin við kort en ekki sjálfan farsímann. Einnig kemur fram verð og aðrar upplýsingar, svo sem þyngd tækis og framleiðslu- land. Þá var athugað hvort viðkom- andi tæki væri með CE-samræm- ingarmerki en frá og með 1. mars nk. er óheimilt að flytja til landsins og selja tæki, sem ekki er með CE-samræmingarmerki. Þau tæki, sem standast kröfur Evrópusam- bandsins, eru merkt með Evrópu- merkinu CE. HJA 43 stofum nam hækkunin 1-5%, hjá tíu stofum hækkaði verðlag um 6-10%, hjá einni stofu hækkaði verðlag um 13% og hjá annarri um 20%. Frjósem- ismælir DONNA heitir fijósemismælir sem kominn er á markað og seldur er í apótekum. Mælirinn er á stærð við varalit og með munnvatnsprufu á hann að geta sagt konum hvort þær eru fijóar eða ekki. Þegar konur eru fijóar eru í munnvatni þeirra smáörður sem líkjast burknum í útliti. Þegar þær eru ófijóar eru aðeins óreglulegar og komóttar einingar í munnvatn- inu. Fijósemisprófíð byggist því á að sjá þessar breytingar því mælir- inn er eins og lítil útgáfa af smásjá. „Burknamynstrið" kemur fram í munnvatni 3-4 dögum fyrir egg- los og heldur áfram í 2-3 daga eftir egglos. Fijósemistímabilið er um 6 dagar. Þegar komótt munst- ur kemur fram í munnvatni þá fijóvgast egg ekki. Verð hjá hársnyrtistofum nánast óbreytt Þjónustuliðir hækkuðu að meðaltali um 0,75% frá október 1993 til nóv- ember 1994. NYLEGA gerði Samkeppnisstofn- un verðkönnun hjá 172 hár- greiðslu- og rakarastofum á höf- uðborgarsvæðinu. Hún náði til fjórtán þjónustuliða, t.d. klippingu kvenna, karla og barna, lagningu, hárþvotts, litana og permanents, en sambærileg könnun var síðast gerð í október 1993. Þegar athuguð ér verðbreyting hjá stofunum á þessu tímabili kemur í ljós að þær hækkuðu þjón- ustuliði að meðaltali um 0,75% frá október 1993 til nóvember 1994. A sama tíma hækkaði launavísi- tala um 1,6%, en framfærsluvísi- talan lækkaði um 0,5%. Á tímabilinu hafa 46 stofur lækkað verð lítillega, en verðlag reyndist óbreytt hjá 35 stofum. Hjá 43 stofum nam hækkunin 1-5%, hjá 10 stofum hækkaði verð- lag um 6-10%, en hjá einni stofu hækkaði verðlag um 13% og hjá annarri um 20%. Ekki fékkst upp- gefið hjá Samkeppnisstofnun um hvaða stofur væri að ræða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.