Morgunblaðið - 25.02.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.02.1995, Blaðsíða 1
80 SIÐUR LESBOK/C/D tvgmililiifeife STOFNAÐ 1913 47. TBL. 83. ARG. LAUGARDAGUR 25. FEBRUAR 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Franki fellur í óvissu París. Reuter. FRANSKI frankinn féll í gær gagn- vart þýsku marki vegna óvissunnar um niðurstöður frönsku forsetakosn- inganna í apríl og maí. Lækkunin átti sér fyrst og fremst stað þar sem fjárfestar breyttu sjóð- um, sem varðveittir hafa verið í doll- urum, í mörk í stórum stíl. Fjárfestar eru uggandi um niður- stöður kosninganna. Þeir hafa talið framboð Edouards Balladurs forsæt- isráðherra besta kostinn fyrir fjár- magnsmarkaðinn vegna fylgis hans við Myntbandalag Evrópu (EMU) og (festu í fjármálastjórn. Vantar hugrekki Eftir því sem nær dregur og fylgi Balladurs minnkar eykst þó ótti fjár- fesa um að hvorki hann né aðrir frambjóðendur hafi hugrekki til þess að grípa til þess stórtæka nið- urskurðar ríkisútgjalda, sem nauð- synlegur er eigi Frakkar að uppfylla skilyrði Maastricht-samkomulagsins fyrir myntbandalagið. Halli á ríkissjóði í Frakklandi er á bilinu 4,6-5% af vergri landsfram- leiðslu en verður að lækka í 3% sam- kvæmt forsendum Maastricht-sam- komulagsins fyrir EMU. ? ? ? Verkföll ógna öryggi Helsinki. Morgunblaðið. VERKFALL um 70.000 sjúkraliða á fmnskum ríkisspítölum hófst í gær. Jorma Reini ríkissáttasemjari sagði mikið bera í milli. Sjúkraliðar krefjast 10% kaup- hækkunar en stendur 2,6% hækkun til boða. Fyrr í vikunni hófst einnig verkfall slökkviliðs- og sjúkraflutn- ingamanna. Þá er kennaraverkfall boðað frá 11. mars. Verkföllin eru talin geta ógnað öryggi. Banna banana Ankaru. Reuter. BORGARSTJÓRNIN í Izmir í Tyrklandi lagði í gær bann við sölu á bönunum sem seldir eru undir vörumerkinu Dole. Með þessu vilja borgaryfir- völd mótmæla stuðningi bandaríska öldungadeildar- mannsins Bob Dole við Arme- níumenn. „Maðurinn er mjög fjand- samur Tyrkjum. Menn verða því að kaupa banana með öðru nafni," sagði talsmaður borgarráðsins. Dole þykir líklegastur til þess að hljóta útnefningu sem frambjóðandi Repúblikana- flokksins við forsetakosning- arnar á næsta ári. Rússar hafa misst 1.146 hermenn Moskvu, Goity. Reuter. RÚSSNESKUR embættismaður skýrði frá því í gær að 1.146 rúss- neskir hermenn hefðu fallið og 5.000 hermenn særst eða veikst í stríðinu í Tsjetsjníju sem hefur staðið í 11 vikur. Embættismaðurinn, Dmítríj Volkogonov, formaður nefndar sem Jeltsín forseti skipaði til að fjalla um stríðsfanga, sagði að 347 hermanna væri saknað. Áður hafði mannréttindafulltrúi Rússlands sagt, að stríðið hefði kost- að 25.000 óbreytta borgara lífið. Volkogonov sagði að ekki væri vitað með vissu um mannfallið í röð- um tsjetsjenskra hermanna, en sam- kvæmt grófri áætlun hefðu um 1.000 þeirra fallið. Barist sunnan Grosní Rússneskar hersveitir gerðu í gær stórskotaárásir á vígi Tsjetsjena sunnan við Grosní, höfuðstað héraðs- ins, og fregnir hermdu að Rússar væru að flytja hermenn og vopn suð- vestur af borginni. Tsjetsjenar hafa sagt að þeir ætli að heyja skæruhern- að gegn Rússum frá fjöllum í suður- hluta héráðsins. Reuter Sýknudómi mótmælt ÍSLAMSKIR bókstafstrúarmenn í Pakistan hrópuðu í gær á dauða yfir Benazir Bhutto, forsætisráð- herra landsins, dómurum og tveimur kristnum mönnum, sem dómararnir sýknuðu af að hafa lastað spámanninn f rá Mekka, en áður hðfðu þeir verið dæmdir til hengingar. Pakistanska mannrétt- indanefndin hefur fagnað úr- skurðinum sem „sigri réttlætisins" og hvatt til, að lögin um viðurlög við guðlasti verði afnumin. Akæruvaldið í Pakistan ætlar að áfrýja dómnum. Hér stumra nokkrir bókstafstrúarmenn yfir einum félaga sínuin, sem lét bug- ast af geðshræringu yfir sýknu- dóminum. Kvennaljóminn Giscard d'Estaing um Díönu prinsessu Gædd kattareðli Paris. Reuter. DÍANA prinsessa er gædd kattar- eðli, hreyfir sig hljóðlaust og er enn fallegri í raunveruleikanum en á myndum, að sögn Valery Giscard d'Estaings, fyrrverandi Frakk- landsforseta. I viðtali kvennablaðsins Femmes við forsetann fyrrverandi, sem er 69 ára gamall, minnist hann þess er hann var sessunautur bresku prinsessunnar í veislu í Versölum. Hann segir stór, blá augu Díönu hafa heillað sig upp úr skónum. Giscard d'Estaing er sagður hafa áhuga á að verða forseti á ný. Hann hefur þótt mjög upp á kven- Vel fór á með Valery Giscard d'Estaing fyrrum Frakk- landsforseta og Díönu prins- essu í glæsihöllum Versala. höndina og er hann var forseti árin 1974-1981 gaf háðblaðið Le Ga.na.rd Enchainé í skyn að hann hefði margsinnis haldið fram hjá eiginkonu sinni. í nóvember sl. sendi Giscard d'Estaing frá sér skáldsögu með djörf- um ástafarslýsingum, hún fjallar um veiði- mann sem verður ástfanginn af ungri konu við fyrstu sýn, gagnrýn- endur telja að um eigin reynslu höfundar sé að ræða. Reuter Fjölgun M-Evrópuríkja í NATO og ESB Stækkun get- ur tekið 10 ár Verkföll í Bæjaralandi FYRSTU verkföll í málmiðnaði í Þýskalandi í 11 ár hófust í gær. Beinast þau í fyrstu aðeins gegn framleiðslufyrirtækjum í Bæjaralandi en launþegasam- tökin IG Metall hóta að þau breiðist smám saman til annarra fylkja komi vinnuveitendur ekki til móts við kröfur verkfalls- manna. Krefjast þeir 6% hækk- unar Iauna og að loforð um stytt- ingu vinnuviku úr 36 stundum í 35 verði efnd frá 1. október. Vinnuveitendur vijja ekki hefja viðræður nema launþegasam- tökin fallist á að ræða leiðir til að draga úr kostnaði. Þannig hyggjast þeir mæta launahækk- unum. Á myndinni leggja tvær konur áherslu á kröfur sínar við hlið Siemens-verksmiðjanna í Nlirnberg. Bratislava. Reuter. RICHARD Holbrooke, aðstoðarut- anríkisráðherra Bandaríkjanna, sem fjallar um málefni Evrópu, sagði í gær, að 5-10 ár myndu að öllum líkindum líða þar til ríki Mið-Evrópu yrðu tekin inn í vestrænt varnarsam- starf á borð við Atlantshafsbanda- lagið (NATO) og Evrópusambandið (ESB). „Ríkjunum mun miða að þessu marki á sínum hraða hverju. Af Bandaríkjanna hálfu verður ekkert látið ógert tit þess að stuðla að þess- ari þróun," sagði Holbrooke. Holbrooke, sem er á ferðalagi í Slóvakíu, gaf ekki til kynna hvenær hann teldi að ríki Mið-Ameríku gætu fengið aðild að NATO eða ESB. Hann sagði í fyrradag, að NATO myndi engar ákvarðanir taka á þessu ári um væntanlega aðild Mið-Evr- ópuríkja að bandalaginu. Rússar andvígir Pólland, Tékkland, Ungverjaland og Slóvakíu fýsir að fá aðild að NATO þar sem þau eiga ekki_aðild að neinu varnarsamstarfi eftir að Varsjárbandalagið leystist upp. Rússnesk stjórnvöld hafa hins veg- ar lagst hart gegn þeirri hugmynd. Síðastur til þess að láta þá afstöðu opinberlega í ljós var Víktor Tsjerno- myrdín forsætisráðherra Rússlands, sem varaði í síðustu viku við stækk- un NATO í austurátt. Frelsi í flugi í N- Ameríku Ottawa. Reuter, SAMKOMULAG um aukið frelsi í flugi milli Bandaríkjanna og Kanada var undirritað í gær en Bill Clinton Bandaríkjaforseti er nú í opinberri heimsókn í Kanada. Clinton sagði að um sögulegt samkomulag væri að ræða sem væri til eftirbreytni fyrir önnur ríki. Það myndi leiða til aukinna viðskipta og skapa ný störf beggja vegna landamæranna. Samkomulagið hefur í för með sér, að innan þriggja ára verður nánast fullt frelsi í flugi milli Bandaríkjanna og Kanada orðið að veruleika.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.