Morgunblaðið - 25.02.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.02.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1995 19 FRETTIR: EVROPA Fríverslunar- samningur EFTA o g Slóveníu LOKIÐ var á fimmtudag í Genf gerð fríverslunarsamnings milli Fríverslun- arbandalags Evrópu, EFTA, og Slóveníu. Samningurinn verður formlega undirritaður í vor en hann mun taka gildi 1. júlí eftir að hafa hlotið stað- festingu í Slóveníu og EFTA-ríkjunum fjórum. Samvinna EFTA og Slóveníu byggir á sérstakri yfirlýsingu í þá veru sem samþykkt var á fundi í Reykjavík i maímánuði 1992. Yfir- lýsingin tekur til viðskiptatengsla og samvinnu á sviði iðnaðar og vís- inda. í henni er og kveðið á um þann möguleika að komið verði á fót fríverslunarsvæði með þátttöku Slóvena. Sameiginleg nefnd var síð- an skipuð til að hafa umsjón með framkvæmd yfirlýsingarinnar og kom hún fýrst saman til fundar í Ljublana í nóvember 1992. Aðlögunartími til 2001 Fríverslunarsamningurinn tekur til iðnvamings auk unninna land- búnaðarafurða, fisks og sjávar- fangs. Viðskipti með búvöra era háð tvíhliða samningum þar að lút- andi. Þar sem mikil efnahagsumskipti eiga sér nú stað í Slóveníu kveður samningurinn á um aðlögunartíma- bil til 31. desember árið 2001. EFTA-ríkin munu opna fyrir við- skipti við Slóveníu strax og samn- ingurinn gengur í gildi en tiltekriar vörategundir verða þó undanskild- ar. í samningnum er að fínna ákvæði sem taka til samkeppni, höfundar- réttar, einkaréttar og niður- greiðslna. í honum er tekið tillit til þess að Slóvenar eigi erfítt með að gangast undir nokkur þessara ákvæða þegar í stað og er því að fínna í samningnum sérstök aðlög- unarákvæði fyrir Slóvena. Frekara samstarf hugsanlegt Samningurinn hefur einnig að geyma ákvæði sem tryggir Slóven- um einhliða rétt til að grípa til við- eigandi ráðstafana í undantekning- artilvikum leiði umskiptin á efna- hagssviðinu til alvarlegrar félags- legrar spennu. Þá er og kveðið á um að sam- starf EFTA og Slóveníu geti þróast og tekið til sviða sem samningurinn nær ekki til svo sem trygginga og þjónustuviðskipta. Samvinna þessi mun þróast í samræmi við samruna- ferilinn í Evrópu og taka mið af gangi alþjóðamála. Að suki hafa EFTA-ríkin skuld- bundið sig til að leita leiða til að þróa og bæta upprunareglur í því skyni að stuðla að auknum viðskipt- um og framleiðslu í Evrópu. Engin viðskipti áttu sér stað á milli Islendinga og Slóvena á árun- um 1992 og 1993 en í fyrra fluttu íslendingar út vörur til Slóveníu fyrir 100.000 dollara. Útflutningur EFTA-ríkja til Slóveníu hefur hins vegar farið ört vaxandi en innflutn- ingur frá Slóveníu dróst saman á. síðasta ári samanborið við árin tvö þar á undan. Reuter EFTA-samskiptin rædd Samskiptin á vettvangi Fríversl- unarbandalags Evrópu, EFTA, voru efst á baugi er þau Grete Knudsen, utanríksviðskiptaráð- herra Noregs, og Jean-Pascal Delamuraz, efnahagsráðherra Sviss, komu saman til fundar í Lohn-byggingunni nærri Bern á fimmtudag. Framkvæmdastjóri WTO ESB hafnar tillögn Bandaríkjanna Brussel. Reuter. TALSMAÐUR framkvæmdastjómar Evrópusambandsins hefur hafnað þeirri hugmynd Bandaríkjamanna að þeir þrír sem lýst hafa yfir áhuga á að hreppa embætti framkvæmda- stjóra Alheimsviðskiptastofnunar- innar, WTO, dragi sig í hlé. Peter Guilford, talsmaður ESB, sagði í Brussel að engin ástæða væri fyrir sambandsríkin að hætta stuðningi við Renato Ruggiero frá Italíu. Aður hafði sendiherra Banda- ríkjanna hjá WTO, Booth Gardner, viðrað þá hugmynd að þremenning- arnir drægju sig í hlé til að greiða fyrir lausn þessa máls, sem þykir hið vandræðalegasta. Bandaríkjamenn hafa stutt fyrr- um forseta Mexico, Carlos Salinas de Gortari í embætti framkvæda- stjóra en Evrópuríkin hafa reynst treg í taumi. Auk þessara tveggja er Kim Chul-su, fyrrum viðskipta- ráðherra Suður-Kóreu í framboði. Samkvæmt reglum WTO þarf að nást samstaða meðal aðildarríkjanna um framkvæmdastjórann. Sendi- herra Singapore, K. Kesavapany, hefur verið falið að ná þeirri sam- stöðu fram. Hann segir að af 114 ríkjum WTO styðji 57 Ruggiero, 29 Suður-Kóreubúann og 28 fyrrum forseta Mexico. 12 ríki hafa ekki látið afstöðu sína uppi. Reuter Mótmæli sjómanna í Cherbourg FRANSKIR skipverjar á ferjum, sem sigla yfir Ermarsund, hlóðu og kveiktu í bálköstum í höfninni í Cherbourg í fyrradag til að mótmæla því, að um borð í ferj- unum væru menn að störfum, sem ekki væru frá Evrópu. Sögðu þeir, að þessir menn tækju vinnu frá frönskum og evrópskum sjó- mönnum auk þess sem þeir væru á allt öðrum og lélegri kjörum en giltu í Evrópu. FLutningaþjónusta í Evrópu í Rotterdam í Hollandi rekur Eimskip öfluga flutningaþjónustu á alþjóðlegum flutn- ingamarkaði. Hjá Eimskip í Rotterdam starfa um 30 manns - sérfræðingar í flutninga- málum á ákveðnum svæðum Evrópu, t.d. Hollandi, Ítalíu, Spáni, Portúgal, írlandi, Suður - Frakklandi og hluta af Þýskalandi. Þannig tryggir Eimskip farmflytjendum faglega flutningaráðgjöf. „Vanti þig ráðgjöf og vandaða flutningaþjónustu skaltu hafa samband við Eimskip." Höskuldur H. Ólafsson, forstöðumaður í Rotterdam Eimskip býður viöskiptavinum upp á heildarlausnir í flutninga- þjónustu, inn- og útflutning, vöruhúsaþjónustu, innanlands- flutninga, framhaldsflutninga og forflutninga erlendis. EIMSKIP Sími 569 71 00 *-Fax 569 71 79 Netfang: mottaka@eimskip.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.