Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 1995næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627281234
    567891011

Morgunblaðið - 25.02.1995, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 25.02.1995, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ + Steinþór Ing- varsson fæddist í Þrándarholti, Gnúpveijahreppi, 23.7. 1932. Hann lést á Landakots- spítala 16. febrúar siðastliðinn. For- eldrar hans voru Ingvar Jónsson bóndi í Þrándar- holti, f. 8.9. 1898 í Skarði, d. 25.8. 1980, og eftirlif- andi kona hans, Halldóra Hansdótt- ir frá Fitjakoti á Kjalarnesi, f. 14.8. 1905. Hálf- bróðir: Sverrir Andrésson, f. 30.3. 1930. Alsystkini: Guðlaug, f. 20.10.1933, d. 2.4.1947, Stein- unn, f. 13.10. 1934, Esther, f. 31.10. 1935, d. 23.1. 1986, Rann- veig, f. 26.3. 1937, d. 23.3. 1975, Þrándur, f. 16.2. 1943, og Guð- laug, f. 19.12. 1946. 23.7. 1960 kvæntist Steinþór Þorbjörgu Guðnýju Aradóttur, f. 23.9. 1938, sem lifir hann. Foreldrar Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Með þessum orðum séra Valdi- mars Briem sem var oddviti Gnúp- veijahrepps í 27 ár, vil ég þakka Steina oddvita fyrir vináttu og langt samstarf sem við höfum átt á vett- B*vangi sveitarstjómarmála. Steini hefur unnið sveit sinni mikið gagn á liðnum 20 ámm, sem íbúar henn- ar munu uppskera um ókomin ár, t.d. uppbygging byggðarkjamans við Ámes, þar sem nýr grunnskóli sveitarinnar er og aðstaða til mót- töku ferðamanna o.fl. sem hefur verið komið upp í tíð Steina sem oddvita. Á síðustu vikum fyrir andlát sitt var Steini að liðsinna samstarfsfólki sínu um hvemig best væri staðið að fyármögnun byggingar sund- laugar við Ámes; þannig var Steini alltaf vakandi um velferð sveitar sinnar sem seint verður fullþakkað. Steini var kosinn til margvíslegra trúnaðarstarfa fyrir sveit sína og hérað, hann sat í Héraðsnefnd Ár- nessýslu frá stofnun hennar í stjórn SASS þegar sameiningarmál sveit- arfélaga var mest í brennidepli og í stjórn Þjóðveldisbæjarins í Þjórs- árdal og ýmsum öðram nefndum og ráðum á vegum sveitarfélaga í uppsveitum Ámessýslu. Steini var oddviti Gnúpveija- hrepps í rúm 20 ár eða frá því í júlí 1974 til dauðadags, stærsta hluta þess tíma eða í hartnær 17 ár var skrifstofa hreppsins til húsa á heimili hans og Bubbu í Þrándar- lundi en þangað komu flestir íbúar sveitarinnar til að reka erindi sín við oddvitann, sem gefur augaleið að það hefur hvílt mikið á húsmóð- urinni á heimili oddvitans. Því starfí skilaði Bubba með miklum myndar- skap sem seint verður full þakkað. Elsku Bubba, við hjónin biðjum að Guð blessi þig, fjölskyldu þína og Halldóra móður Steina sem dvel- ur í hárri elli á Ljósheimum á Sel- fossi. Megi góður Guð veita ykkur öllum styrk í sorg ykkar og hjálpi okkur að varðveita minninguna um góðan dreng sem Steini var okkur öllum. Blessuð sé minning Steina. Benedikt og Ása, Búrfelli. Góður vinur er genginn. Allir sem til’þekktu vissu að ög- urstundin var í vændum, en við í sjálfselsku okkar neituðum að trúa, fyrr en yfír dundi. Það sem knýr okkur til að festa þessi fátæklegu orð á blað er fyrst og fremst þakklæti fyrir að hafa hennar, Ari Þorgils- son forstjóri, f. 19.2. 1900, d. 13.11. 1971, og Helga Jónsdóttir kona hans, f. 27.9. 1902. Börn: Helga Sigurðardóttir, f. 9.1. 1956, fóstur- dóttir Steinþórs, maki Simon War- rell; Anna Dóra, f. 6.4. 1960, maki Matthías Valdi- marsson; Ari Freyr, f. 6.9. 1967, maki Oddný Teitsdóttir; Þröstur Ingvar, f. 29.6. 1976. Barnabörnin eru átta. Steinþór var oddviti Gnúp- verjahrepps frá 1974 til dánar- dags. Hann var í sljóm Sam- bands sunnlenskra sveitarfé- laga, í héraðsnefnd Árnesinga og starfaði í ýmsum nefndum á þeirra vegum. Útför hans fer fram í Skál- holtskirkju í dag og hefst at- höfnin kl. 14, en jarðsett verður í Stóra-Núpskirkjugarði. fengið að kynnast þessum sérstæða manni. Sérstæða manni, kann ef til vill einhver að spyija, en Steini átti mjög marga kunningja en frem- ur fáa vini. Við hjónin teljum okkur það til tekna að hafa verið í þeim fámenna hópi sem Steini gat talað opinskátt við og látið hugann reika jafnt í gríni sem alvöru. Þær stund- ir eru okkur ógleymanlegar og munu geymast í sálarfylgsni okkar sem dýrmætar perlur. Steini og Bubba, eins og þau voru jafnan kölluð meðal vina, hófu búskap árið 1959. Sum okkar sem fylgdust með samdrætti þeirra og tilhugalífi hafa áreiðanlega spurt sig hvort ganga myndi, svo ólík sem þau voru um margt. Reykjayíkur- mærin unga, glaðvær, opinská, fín- leg og snör í snúningum, en Steini aftur hlédrægur, rólyndur, hávax- inn og hægur í hreyfingum þótt hamhleypa væri til vinnu. En líkt var og þegar blandað er saman sterkum litum, stundum verður það ómögulegt en stundum afar gott, og slíkt varð samband þeirra. Við Gnúpveijar höfum misst okk- ar foringja. Foringja segjum við. Var hann einhver foringi kunna margir að spyija. Hélt hann sínum skoðunum og hagsmunum hrepps- ins nógu ákveðið fram? Margir þeir sem ekki þekktu Steina munu áreið- anlega velta þessu fyrir sér. Hinir, þeir fáu sem þekktu Steina í raun, vissu annað, og óhætt er að líkja honum. við virtan þingmann um áraraðir, og einhveijum þótti lítið til koma vegna fámælgi í ræðustól. Aðspurður hvers vegna hann tæki ekki oftar eða lengur til máls, svar- aði hann að bragði: „Þeir eru nógu margir sem tala án þess að hugsa, og enn fleiri sem geta ekki hugsað án þess að fá að tala.“ Enn og aftur þökkum við fyrir samveruna og samvinnuna. Hún er okkur ógleymanleg. Líf okkar og sál er þrangið þakklæti. Bubba mín. Þótt lífið sé erfitt á stundum megum við ekki gleyma tilgangi þess. Steini er genginn á vit feðra sinna og þar verður hann metinn að verðleikum. Við sem eft- ir sitjum verðum að taka höndum saman og halda merki hans og sveitarinnar á loft. Samhugur, samheldni og heiðar- leiki vora einkunnarorð þessa fá- gæta manns. Fylkjum okkur undir því merki. Blessuð sé minning hans. Borghildur og Bjarni. Þegar ég var lítil stelpa var tví- býli í Ásum. „Vesturí“ bjuggu for- eldrar mínir, en „austarí" bjuggu Sveinn Ágústsson móðurbróðir minn og kona hans Þorbjörg Ás- bjarnardóttir. Ég var afskaplega MINNINGAR hænd að þeim og naut ástríkis þeirra í hvívetna. Á heimili þeirra dvaldi um tíma ung kona, Þorbjörg Aradóttir, Bubba, ásamt lítilli dótt- ur sinni, Helgu. Þær nöfnurnar vora systradætur. Þar sem ég var alltaf eins og grár köttur í austurbænum, varð ég vitni að því að þangað fór að venja komur sínar ungur glæsi- legur maður, og milli hans og Bubbu vora ofin þau bönd, sem aldrei slitnuðu. Þetta voru fyrstu kynni mín af Steinþóri Ingvarssyni. Þetta fallega unga fólk gifti sig og eignaðist glæsilegt heimili og mannvænleg börn. Þegar ég var uppkomin kynntist ég þeim betur, og þá fyrst og fremst Bubbu, hinni hjartahlýju og góðu konu, sem öll- um vildi vel. Það var ekki fyrr en ég fór að starfa í hreppsnefnd Gnúpveija undir stjórn Steina, sem ég kynntist honum að veralegu marki, og vora þau kynni öll á einn veg. Hann var ljúfmenni og drengur góður, hreinskiptinn, prúður og fá- máll, en bjó yfír mikilli kímnigáfu sem aldrei var illkvittin. Hann sagð- ist ekki eiga auðvelt með að tjá sig í margmenni, og hefur þar eflaust komið til meðfædd hlédrægni hans, jafnvel feimni. En óhætt var að taka fullt mark á orðum hans þeg- ar hann lét í ljós skoðanir sínar, því hann var mjög skarpur og mik- ill mannþekkjari, og aflaði sér óskiptrar virðingar á vettvangi sunnlenskra sveitarstjórnarmanna. Honum leiddist þegar óralöngum tíma var eytt í umræður um fánýta hluti, og var manna fljótastur að greina kjarnann frá hisminu á fund- um. Það var gott að læra af honum og leita hjá honum ráða. Mannlegi þátturinn í samskiptum fólks var alltaf í fyrirrúmi hjá honum, hlýja, skilningur á högum annarra og löngun til að rétta hjálparhönd. Heimili þeirra Bubbu og Steina stóð öllum opið, enda var skrifstofa sveitarinnar lengst af þar í oddvita- tíð hans. Verður Bubbu seint full- þakkaður hennar þáttur í farsælum störfum hans í þágu sveitarinnar. Nokkuð er umliðið síðan Steini kenndi þess meins er dró hann til dauða. Síðustu vikur hafa verið erf- iðar. Eiginkona hans vék ekki frá hlið hans og barðist með honum uns yfir lauk. Þótt líkaminn væri langt leiddur var sálin alltaf fyrir austan. Heima. Á köldum vetrardegi fylgja vinir hans honum síðasta spölinn, með sorg í hjarta. Fjölskyldu hans og ástvinum öllum bið ég blessunar. Megi minning hins mæta manns vera okkur öllum leiðarljós. Einn er hver á vegi þó með öðrum fari, einn í áfanga þó með öðrum sé, einn um lífsreynslu, einn um minningar, enginn veit annars hug. Samt er í samfylgd sumra manna andblær friðar án yfirlætis, áhrif góðvildar, inntak hamingju þeim er njóta nær. Því skal þér, bróðir, þessi kveðja allshugar send þó orðfá sé, því skulu þér þökkuð, bróðir, öll hin liðnu ár. (Guðm. Böðvarsson) Halla Guðmundsdóttir. Þrándarholt f Gnúpveijahreppi er landnámsjörð svo að snemma hefur þótt þar búsældarlegt. Víð- sýni er þaðan mikið, staðarlegt heim að líta og við túnfótinn niðar Þjórsá. í þessu umhverfi ólst Steinþór Ingvarsson upp í stóram systkina- hópi um miðja þessa öld, þegar breytingar og framfarir í landbún- aði hafa.orðið hvað stórstígastar. Foreldar Steinþórs, Ingvar og Hall- dóra, létu ekki sitt eftir liggja að gera jörðina að myndarlegu býli, og er þau fóru að reskjast tóku þeir bræður Steinþór og Þrándur við búi og héldu uppbyggingunni áfram af atorku og myndarskap. Þegar Steinþór festi ráð sitt og kvæntist Þorbjörgu Aradóttur, reistu þau nýbýli skammt neðan Þrándarholts, og nefndu Þrándar- lund. Varð það réttnefni, þar sem mjög fallegur tijágarður prýðir nú staðinn. En árið 1974 verður breyting á högum þeirra hjóna, þegar Steinþór er kjörinn í sveitarstjórn og um leið oddviti hreppsnefndar. Því starfi gegndi hann í rösk 20 ár, allt til dánardægurs. Á þessum 20 áram hafa oddvitastörf aukist mjög að umsvifum svo að óhjákvæmilegt varð fyrir Steinþór að draga saman búskap og hætta honum loks að fullu. Þegar mér nú verður litið til baka koma í jiugann margar góðar minn- ingar. Ég minnist með þakkæti ótal ánægjustunda á fallegu heimili Steinþórs og Þorbjargar, gestrisni þeirra og glaðværðar á góðum stundum. En fyrst og fremst var Steinþór maður starfsins, þótt hann nyti sín líka vel við léttara hjal þegar tóm gafst til. Ekki naut hann langrar skólagöngu, stundaði nám tvo vetur í Héraðsskólanum á Laugarvatni, auk bókhaldsnámskeiða. En hann var vel greindur og varð mjög vel fær í öllu bókhaldi, svo að til fyrir- myndar þótti. Kom þar einnig til reglusemi og samviskusemi sem honum var í blóð borin. Á sveitar- stjórnarmálum hafði hann staðgóða þekkingu og naut almenns trausts og álits á þeim vettvangi. Hóg- værð, prúðmennska og yfirvegun einkenndi fas hans allt og fram- komu, jafnvel svo að jarðraði við hlédrægni. En tillögur hans og af- staða til málefna var traustvekjandi og laus við alla sýndarmennsku þótt ekki hefði hann uppi langar tölur. í samstarfi var hann laus við einsýni og ráðríki, virti annarra skoðanir en gat staðið fast á sínu máli ef honum þótti ástæða til. Um árabil hefur Steinþór átt í höggi við illvígan sjúkdóm sem að lokum gat ekki endað nema á einn veg. Samt sem áður sinnti hann starfi sínu af kostgæfni, æðraðist ekki né kvartaði, enda voru jafnað- argeð, þrautseigja og þrek ríkir þættir í fari hans á hveiju sem gekk. „Hvorki mun ég á þessu níðast né öðru því sem mér er tiltrúað," svaraði Kolskeggur er Gunnar vildi snúa aftur og ijúfa sættina. Vísast eiga margslungnar persónulýsingar Njálssögu margar hliðstæður á okk- ar dögum. Gunnar er fyrirferðar- mikill í sögu og bókmenntum, hljóð- ara hefur verið um Kolskegg, en hetjuskapur birtist með ýmsum hætti. Mér virðist svar og efndir Kolskeggs vel hæfa Steinþóri í Þrándarlundi og ekki kann ég betri eftirmæli um góðan dreng. Þorbjörgu, börnunum, aldraðri móður og systkinum sendum við Ragna innilegar samúðarkveðjur. Haraldur Bjarnason. í Þrándarholti í Gnúpveijahreppi er einstaklegaJJlkomumikið og fag- urt bæjarstæði. Bærinn stendur þar í túnhallanum sem veit mót suðri, undir lágum klettaási og er þar til- komumikið útsýni til vesturs, suð- urs og austurs, en Þjórsá rennur straumhörð og vatnsmikil við tún- fótinn. Á björtum sumardögum brosir bærinn við vegfarendum og býður þeim að njóta fegurðar staðarins og lífsins, en þegar dimmt er yfir og áin er í vexti og ryðst fram kolmórauð og þung regnský grúfa yfir, er staðurinn eins og umgjörð alvarlegra atburða. Þannig sá Jó- hann Brún listamálari staðinn fyrir sér, á hinu þekkta málverki sínu af komu Þórðar Andréssonar og fylgdarliðs að Þrándarholti til fund- ar við Gissur Þorvaldsson 1264, en ■þeir hikuðu þá við á suðurbakka fljótsins, því þeir þóttust sjá að ár- straumurinn væri blóðlitaður, sem þeir töldu að vissi á eitthvað annað en gott. STEINÞÓR INGVARSSON Já, í Þrándarholti hafa oft miklir atburður gerst, allt frá þeim dögum er landnámsmaðurinn Þrándur mjög siglandi nam þar land, og þar hafa skipst á skin og skúrir í mann- lífinu, ýmist verið lifað þar kyrrlátu lífi og búið við það sem landkostir staðarins færðu ábúendum baráttu- lítið í skaut, eða tekist var á við vandamálin, og umtalsverðir sigrar unnir, sem gaman hefur verið að fylgjast með. Eg man eftir því, að ég kom fyrst að Þrándarholti þegar ég var innan við fermingu. Þá bjuggu þar þijú systkini á áttræðisaldri og svo var þar uppeldissonurinn Ingvar Jóns- son frá Skarði, hár maður og festu- legur, en hann var þá hálfþrítugur. Allt var þarna í gömlum stfl, hús öll gijóthlaðin og með torfþaki, tún- ið þýft og öll vinuaðstaða erfið. Allir vissu að Ingvar undi illa þeirri kyrrstöðu, sem þarna var ríkjandi, en hann fékk engu ráðið um það, að ráðist yrði í einhveijar umbætur á jörðinni. Hann óskaði því eftir að komast eitthvað burt að heiman og var hann nokkur ár vinnumaður á nokkram góðbýlum í héraðinu, m.a. á Stóra-Hofi á Rangárvöllum. En tími gömlu systkinanna í Þrándar- holti var nú brátt útrunninn og svo var það árið 1930, að þau gerðu boð eftir Ingvari að koma heim og taka við búinu. Þó að það væri í rauninni langt í frá aðgengilegt að taka þar við búi, þá tók Ingvar þessu boði fegins hendi og nú gat hann farið að láta ýmsa drauma rætast, sem hann hafði þráð allt frá æskuárum, og á ótrúlegá skömmum tíma byggði hann öll hús á jörðinni frá granni og hóf stórfellda tún- rækt, bæði sléttun á gamla túninu og útfærslu þess. Hann var svo heppinn að hann kvæntist duglegri og myndarlegri konu, Halldóru Hansdóttur, sem kom að Þrándar- holti á fyrsta búskaparári hans með lítinn son sinn Sverri Andrésson með sér og hefur hún staðið við hlið manns síns öll búskaparárin sem urðu 50. Heimilið varð fljótt mannmargt, því að auk Sverris, sem þau ólu upp sem sitt barn, fæddust þeim sjö börn, tveir drengir og fimm dætur. Ein dóttirin lést á barna- skólaaldri og önnur stúlka dó rúm- lega tvítug, en hin börnin sex stofn- uðu öll heimili og eignuðust mörg mannvænleg börn, sem komu oft heim til afa og ömmu að Þrándar- holti í heimsókn og til dvalar. Synirnir tveir, þeir Steinþór og Þrándur, byggðu báðir yfir sig myndarleg íbúðarhús í Þrándarholti og bjuggu fyrst félagsbúi með föður sínum, en nú um allmörg ár hafa þeir verið með sjálfstæðan búrekst- ur og sérhæfðan. Ég fylgdist að sjálfsögðu með þessu búskaparafreki í Þrándar- holti, þar sem tókst að gjörbreyta allri búskaparstöðu af litlum efnum en frábærri verklagni, iðjusemi, ráðdeild og viljafestu. Þá má nefna, að í Þrándarholti var reist fyrsta hjarðfjósið hér á landi með tilheyr- andi mjaltarbásaaðstöðu, og hafði sú bygging mikla þýðingu fyrir framþróun mjólkurframleiðslunnar hér á landi. Það kom í minn hlut fyrir nálægt því 10 árum að skipta jörðinni milli bæðranna, Steinþórs og Þrándar. Þegar skiptin höfðu verið ákveðin í aðalatriðum, þá var farið að at- huga hvort yngri bróðirinn, Þránd- ur, hefði kannske fengið öllu lakari hluta af túnunum. Eg fór því til Þrándar og spurði hvort hann teldi sig afskiptan í þessum skiptum. Hann sagði þá að þetta væri allt í lagi, því að hann vissi að Steinþór myndi leyfa honum að nýta sín tún eins og hann þyrfti ef svo væri. Nei, það varð enginn hávaði út af skiptunum, og næstum útilokað að það gæti orðið nokkur ágreiningur, því að á báða bóga stjórnaðist þar allt af velvilja og réttsýni. Og það er ánægjulegt að frú Halldóra hefur getað fylgst með þesum happasæla búskap í meira en 60 ár, þó að hér hafi einnig komið erfiðleikar af ýmsu tagi, sem erfitt hefur verið að fást við og bera, bæði í markaðs- málum og svo af heilsufarsástæð- um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 47. tölublað (25.02.1995)
https://timarit.is/issue/127161

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

47. tölublað (25.02.1995)

Aðgerðir: