Morgunblaðið - 25.02.1995, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 25.02.1995, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 199; MORGUNBLAÐIÐ RAÐA UGL YSINGAR Skrifstofustarf Viljum ráða nú þegar starfskraft í heilsdags- starf. Starfssvið er bókhald, tollskýrslugerð, innheimta og símavarsla. Aðeins fólk með starfsreynslu og góða bók- haldskunnáttu kemur til greina. Umsóknir leggist inn á afgreiðslu Mbl., merktar: „Skrifstofa - 2301“, fyrir 3. mars. Leikskólastjóri óskast! Staða leikskólastjóra við leikskólann að Flúð- um í Hrunamannahreppi er laus til umsókn- ar. Um er að ræða fullt starf til eins árs. Skriflegum umsóknum, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, skal skila á skrif- stofu Hrunamannahrepps, Flúðum, fyrir 15. mars 1995. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 15. apríl nk. Nánari upplýsingar gefur Loftur Þorsteins- son, oddviti, sími 98-66617 og formaður leikskólanefndar, Eiríkur Ágústsson, sími 98-66754. Leikskólanefnd. Staða sendikennara í íslensku við Björgvinjarháskóla Við stofnun norrænna mála og bókmennta við Háskólann í Björgvin er laus til umsóknar staða amanuensis/fyrsta amanuensis í ís- lensku máli og bókmenntum. Ráðið verður í stöðuna frá 1. ágúst 1995 til fjögurra ára. Umsækjendur verða að hafa íslenskt cand. mag. próf eða sambærilega menntun og ís- lenska verður að vera móðurmál þeirra. Sá, sem hlýtur stöðuna, verður að kenna íslenskt mál og bókmenntir á öllum stigum, bæði byrjendum og þeim sem lengra eru komnir. Kennsluskylda er allt að 10 tímum á viku. Laun skv. launakerfi háskólakennara í Noregi eru á bilinu frá NOK 201.000 til 265.900 á ári. Umsóknir í þremur eintökum, með rækilegri greinargerð um menntun og fyrri störf, ásamt prófskírteinum og öðrum vottorðum, skal senda til Universitetet í Bergen, Nordisk institutt, Sydneplassen 9, N-5007 Begen, fyrir 20. mars nk. Umsækjendur skulu einnig senda þrjú eintök af vísindalegum verkum sínum, ásamt lista yfir þau, til stofnunarinnar fyrir sama tíma. Stofnun Sigurðar Nordals veitir nánari upp- lýsingar um stöðuna í síma 562 60 50. Reykjavík, 23. febrúar 1995. Stofnun Sigurðar Nordals. Taktu þátt í uppbyggingarstarfi í Mosambík Borgarastríði í Mosambik, sem staðiö hefur í yfir 10 ár, er nú lokið. Þúsundir flóttamanna snúa heim frá nágrannalöndunum. Vilt þú, í samstarfi við Þróunarhjálp frá þjóð til þjóðar, ieggja þitt af mörkum til að tryggja frið og þróun í landinu, meö því að vinna að verkefnum fyrir nokkrar fjölskyldur? Þú tekur þátt í því að leiö- beina og koma á fót tómstundastarfsemi og grænmetisræktun í 5 skólum, sem nýbúið er að koma á fót í Tete-héraðinu. Ungur eða gamall, faglærður eða ófaglærður - það eru not fyrir þig. Verkefnið tekur 12 mánuði: 5 mánaða námskeið í Farandháskó- lanum (Den rejsende Hojskole) í Danmörku - 6 mánaða vinna við verkefnið - námskeið í einn mánuð í Danmörku; unnið úr upplýsing- um. Byrjað 3/4 eða 25/9. Starfiö er ólaunað. Til að fá nánari upplýsingar, sendið símbréf 00 45 43 99 59 82 eða bréf með heimilisfangi þínu til: Lillian Christensen, Den rejsende Hajskole, Tástrup Valbyvej 122, 2635 Ishej, Danmörku. U-landshiælD fra Folk til Folk oa Den reisende Hoiskole. Hús úti á landi óskast Má þarfnast endurbóta. Allt kemur til greina. Greiðist með yfirtöku lána og veðskuldabréfi í eigninni. Nánari upplýsingar í síma 91-887826. Til sölu SAAB 9000 Turbo, árg. 1987, eign þrotabús, til sýnis og sölu við skrifstofu vora á Reykjavíkurvegi 60. Tilboð óskast - bein sala. Upplýsingar í síma 655155 frá kl. 13-17. Ingi H. Sigurðsson, hdi. Ólafur Rafnsson, hdl. Gunnar Ólafsson, lögg. fast. Reykjavíkurvegi 60, Hf.t sími 655155. LÖGMENN HAFNARFIRÐI Frá Bæjarskipulagi Kópavogs KÓPAVOGSBÆR Fífulind 1-15 Breytt deiliskipulag Tillaga að breyttu deiliskipulagi lóðanna Fífu- lind 1-15 í Fífuhvammslandi auglýsist hér með samkvæmt gr. 4.4 í skipulagsreglugerð nr. 318/1985. í breytingunni felst eftirfarandi: 1. Fyrirhuguð fjölbýlishús á lóðunum nr. 2-4, 1 -3, 5-7, 9-11 og 13-15 við Fífulind verða fjórar hæðir með nýtanlegu risi í stað þriggja hæða með nýtanlegu risi. 2. Aðkomúhæð ofangreindra fjölbýlishúsa hækkar um allt að 1,4 metra miðað við útgefin hæðarblöð. 3. íbúðir í hverju húsi verða 14 í stað 12. Uppdrættir, ásamt skýringarmyndum, verða til sýnis á Bæjarskipulagi Kópavogs, Fann- borg 2, 4. hæð, frá kl. 9.00 til 15.00 alla virka daga frá 27. febrúar til 27. mars nk. Athugasemdum eða ábendingum skal skila skriflega til Bæjarskipulags innan auglýsts kynningartíma. Skipulagsstjóri Kópavogs. Frá menntamálaráðuneytinu Verðandi bílamálarar vegna námskeiðs fyrir sveinspróf í bflamálun Gert hefur verið samkomulag við Fræðslu- miðstöð bílgreina um að halda námskeið fyrir sveinspróf í bílamálun. Námskeiðið er sérstaklega ætlað: 1. Nemum á lokaáfanga í bílamálun, sem eiga ólokið fagbóklegum og verklegum fögum. 2. Sveinar úr öðrum iðngreinum, sem hafa lokið almennum greinum en ekki faggrein- um, og starfað hafa í bílamálun. 3. Samningsbundnir nemar sem hafa „opinn“ samning í bílamálun. Námskeiðið, sem fyrirhugað er í apríl og maí nk., verður ca 150 kennslustunda langt og verða þátttakendur metnir inná námskeiðið með hliðsjón af gildandi námskrá. Þeir, sem hafa hug á að taka þátt í námskeiðinu, eru beðnir að tilkynna væntanlega þátttöku sína til Fræðslumiðstöðvar bílgreina í síma 581- 3011/fax 581-3208 í síðasta lagi 6. mars nk. Námskeiðið verður kynnt sérstaklega síðar. Leiklistar- og leikjanámskeið fýrir börn,6-10 ára.verður haldið í Tónabæ á vegum Furðuleikhússins. Leiklist og tjáning. Námskeiðið er frá kl. 13-17 alla virka daga og hefst 27. feb. og lýkur 3. mars með leiksýningu. Skráning í síma 889412, Ólöf og 46271, Eggert milli kl. 13 og 17 í dag og á morgun. Stangaveiðimenn athugið! Flugukastkennslan í Laugardalshöllinni fellur niður nk. sunnudag. K.K.R. og kastnefndirnar. Nemendafélag /í^öldungadeildar MH heldur félagsfund í Menntaskólanum við Hamrahlíð 2. mars kl.-18.45. Dagskrá fundarins er kosning í stjórn og málefni deildarinnar. Nemendur fjölmennið. Öldungaráð. Verkamannafélagið Dagsbrún Dagsbrúnarmennn Félagsfundur verður haldinn í Bíóborg við Snorrabraut mánudaginn 27. febrúar kl. 13.15. Fundarefni: Afgreiðsla nýrra kjarasamninga. Félagar fjölmennið. Stjórn Dagsbrúnar. Uppboð Framhald uppboðs á eftirtöldum elgnum verður háð á þelm sjálf- um sem hér segir: Hellisbraut 20, ásamt vélum og tækjum, Snæfellsbæ, þingl. eig. Jökull hf., gerðarbeiðendur Fiskveiðasjóður (slands, Landsbanki ís- lands og Vátryggingafélag (slands, 1. mars 1995, kl. 12.00. Hraunás 5, Snæfellsbæ, þingl. eig. Baldur G. Jónsson, gerðarbeið- endur Byggingarsjóður ríkisins, innheimtumaður ríkissjóðs, Lífeyris- sjóður sjómanna, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins og (slands- banki hf., lögfræðideild, 1. mars 1995, kl. 12.30. Víkurflöt 8, Stykkishólmi, þingl. eig. Ragnar Berg Gíslason og Elín E. Sigurjónsdóttir, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins, 1. mars 1995, kl. 15.30. Sýslumaðurinn í Stykkishólmi, 24. febrúar 1995. Uppboð Fimmtudaginn 2. mars nk., kl. 14.00, munu byrja uppboð á eftirtöld- um eignum á skrifstofu embættisins, Ránarbraut 1, Vík i Mýrdal: Bakkabraut 16, Vík í Mýrdal, þinglýst eign Sigurðar Guðjónssonar og Brynhildar Sigmundsdóttur, að kröfu Húsnæðisstofnunar ríkisins. Vfkurbraut 32, Vík í Mýrdal, þinglýst eign Stefáns Pálssonar, að kröfum Féfangs hf. og Mýrdalshrepps. Garðávaxtageymsla á Ytri-Sólheimum, Mýrdalshreppi, talinn eigandi Ræktunarfélag Sólheiminga, að kröfu Mýrdalshrepps. Skagnes I, Mýrdalshreppi, þinglýstur eigandi er Jarðasjóður ríkisins en ábúandi Paul Richardsson, að kröfum Húsnæðisstofnunar rikisins og Mýrdalshrepps. Austurvegur 13, Vík í Mýrdal, þinglýst eign Símons Gunnarssonar, að kröfu Húsnæðisstofnunar ríkisins. Steig, Mýrdalshreppi, þinglýst eign Ólafs Stígssonar, að kröfum Stofnlánadeildar landbúnaðarins og Húsnæöisstofnunar ríkisins. Langholt, Skaftárhreppi, þinglýstur eigandi er Jarðasjóður ríkisins en ábúandi Marta G. Gylfadóttir, að kröfum Stofnlánadeildar landbún- aðarins og Skaftárhrepps. Sýslumaðurinn Vík í Mýrdal, 24. febrúar 1995.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.