Morgunblaðið - 25.02.1995, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 25.02.1995, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1995 43 MINIMINGAR GUÐMUNDUR SVEINSSON + Guðmundur Sveinsson fædd- ist í Djúpuvík í Strandasýslu 11. desember 1946. Hann lést í Borgar- spítalanum 17. febr- úar síðastliðinn og var jarðsunginn frá Hafnarfjarðar- kirlqu 23. febrúar. FALLINN er frá einn af hornsteinum Fim- leikafélags Hafnar- fjarðar, Guðmundur Sveinsson kennari, langt um aldur fram. Guðmundur kenndi við Öldutúns- skóla í Hafnarfirði að loknuk kenn- aranámi og átti glæstan kennarafer- il. Eiginleikar hans nutu sín svo sann- arlega vel í kennslunni. Hann hafði yndi af börnum og unglingum og náði eyrum þeirra svo unum var. Sem fræði- og skólamaður var hann ein- stakur og ætíð tilbúinn að tileinka sér nýjar hugmyndir og aðferðir í kennslunni. Okkar kynni urðu fyrst veruleg er hann gerðist stundakennari við Flensborgarskólann með kennara- náminu, þá um tvítugt. Þrátt fyrir ungan aldur vann hann hug og hjarta okkar unglinganna og í þessum hópi urðu síðan margir góðir vinir hans. Það var þetta hlýja og manneskju- lega viðmót og réttsýni sem við fund- um strax er gerði Guðmund að frá- bærum kennara og félaga. Guðmundur var aldrei keppnis- maður í íþróttum en engu að síður áttu þær hug hans allan. Hann var í forystusveit Fimleikafélags Hafn- arfjarðar yfir 30 ár. Hann kom víða við, sat m.a. í stjóm Handknattleiks- deildar, var dómari í knattspyrnu í mörg ár og kom á fót Dómararáði Hafnarfjarðar sem hann veitti for- mennsku í mörg ár. En knattspyrnan var þó í fyrirrúmi og átti hann sæti í stjóm knattspymudeildar í mörg ár. Sl. átta ár hefur hann verið rit- ari hennar og haft yfirumsjón með útgáfumálum deildarinnar. Hann lagði mikinn metnað í öll útgáfumál og bera FH-fréttir þess glöggt merki. Þar var fagmaður að verki. Sem fé- lagsmaður var Guðmundur einstak- ur, ætíð tilbúinn til allra verka og alltaf hafði hann tíma fyrir FH. Þá var gott að eiga hann að er erfið og viðkvæm mál komu upp, því hann var næmur að fínna bestu lausnirn- ar. Guðmundur var mjög félagslynd- ur og hrókur alls fagnaðar. Oftar en ekki var hann í aðalhlutverki á sam- komum FH-inga; sem veislustjóri, í FH-bandinu, stjórnandi fjöldasöngs og eða í hlutverki einsöngvara. Allt þetta gerði Guðmundur snilldarlega. Við FH-ingar eigum Guðmundi margt að þakka og hans verður minnst sem félaga sem þótti sælla að gefa en að þiggja. Elsku Gulla og börn. Guð styrki ykkur í sorginni. Minningin um góð- an dreng mun lifa. F.h. Knattspyrnudeildar FH, Þórir Jónsson. Það var á miðju sumri 1965 að ég frétti af tveim ungum mönnum úr Hafnarfirði í kennaranámi. Ég var þeim nokkuð kunnugur og vissi að þar fóru tvö ágæt kennaraefni. Til þess að laða þá að skólanum bauð ég þeim nokkra fasta tíma í stunda- kennslu. Annar þessara manna var Guðmundur Sveir.sson. Starf hans I hafði því staðið í hart nær 30 ár við Oldutúnsskóla þegar hann lést. Hann ' átti mikinn þátt í mótun skólans og þess starfs sem þar hefur verið unn- ið. Eigi voru þar ráð ráðin öðru vísi en hann kæmi þar nálægt. Það er því stórt skarð fyrir skildi þegar svo góður starfsmaður hverfur á braut eftir langa og góða þjónustu við sömu stofnun. Guðmundur var ekki bara starfs- | maður minn, hann var einnig félagi I °g vinur. í mörg ár hittumst við fimm félagar vikulega og ræddum þjóðfé- i 'agsmál. Þar sat höfðinginn Þorgeir Ibsen í öndvegi en nær þrír áratugir skildu þá Guðmund og hann að í aldri. Við höfðum allir breytileg viðhorf til þjóðfélags- mála. Þannig að skoð- anaskiptin auðguðu okkur að víðsýni og skilningi. Guðmundur átti ekki síst þátt í þeim gjöfum sem þessar samverustundir veittu. Guðmundur var list- rænn maður. Kom það ekki hvað síst fram í tónlistinni. Hinn bjarti tenór hans naut sín oft á góðum stundum enda varð hann burðarás í söngflokknum Randver sem kennarar úr Öldutúns- skóla stofnuðu. Þegar nokkrir kennarar við skól- ann hófu útgáfu vikublaðsins Fjarð- arfrétta var Guðmundur einn í þeim hópi og síðar varð hann ritstjóri blaðsins. Þannig væri hægt til að taka fjölda mála sem Guðmundur lagði gjörva hönd á, en hann átti sæti um lengri tíma í stjómum bæði Byggðasafns og Bókasafns Hafnar- fjarðar. Það sem lengst lifir og ríku- legastan ávöxt ber eru þau frækom kærleika og fróðleiks sem hann sáði í hjörtu nemenda sinna. Hann var mjög næmur á barnssálina og ólatur að hlúa að henni. Fljótur að sjá út þá sem halloka stóðu og veita þeim hjálparhönd. Þessir mannkostir hans sköpuðu nemendum hans góð vaxt- arskilyrði sem endurspeglast í þeirri tryggð og vináttu sem þeir hafa sýnt honum í veikindum hans. Sjúkdómsbarátta hans var bæði löng og ströng. Þar sýndi hann það æðruleysi og þann kjark sem ein- kennir sterkan einstakling. En engin fær flúðið sín örlög og hvíld og frið- ur tekur við eftir hart stríð. Söknuður vina og ættingja er mik- ill. Það er mikill missir þegar svo ágætur drengur er kallaður burt á besta aldri. Hjartans samúðarkveðjur vil ég senda henni Gullu og börnunum þeirra og hlýtt faðmlag henni Emmu móður hans sem ávallt bar svo mikla umhyggju fyrir honum Guðmundi sínum. Guð veri með ykkur. Haukur Helgason. Mig setti hljóðan þegar sú harma- fregn barst mér frá íslandi að Guð- mundur Sveinsson væri látinn, langt fyrir aldur fram, en hann hafði bar- ist hetjulega við illvígan sjúkdóm úm nokkurt skeið. í mínum huga var Guðmundur einstakur maður, lítillátur, góðhjart- aður og alltaf tilbúinn að hlusta, staldra við og spjalla þegar manni lá eitthvað á hjarta. Oftast var talað um fótbolta og þar var ekki komið að tómum kofunum, enda Guðmund- ur einn mesti FH-ingur sem ég hef kynnst. Eftir leiki í Krikanum var farið upp í Sjónarhól og málin rædd. Leikurinn var krufinn til mergjar og ýmis atvik sem honum tengdust. Guðmundur var ávallt jákvæður og álit hans skipti mig mikiu máli. Hann hallmælti engum leikmanni þrátt fyrir að þeir ættu misjafna daga, „þetta kemur bara næst“ var iðulega viðkvæðið. í mörg ár var Guðmundur kynnir á heimaleikjum FH í fótboltanum. Hann gerði það á sinn hátt, ekki með látum og öskrum heldur með virðuleik og stolti. Guðmundur starf- aði fyrir knattspymudeild FH svo lengi sem ég man eftir mér. Á sínum yngri árum dæmdi hann oft leiki hjá okkur í yngri flokkunum og ekki þorði maður mikið að gagnrýna dóm- gæsluna enda Guðmundur mikill að sjá með sitt mikla skegg. Auk þess að vera stjórnarmaður í knattspymudeild FH sá hann alfarið um blaðaútgáfu KD-FH og gerði það raunar allt til dauðadags. FH-fréttir, hans hugarfóstur, hófu göngu sína í kringum 1980 og hafa með elju Guðmundar komið reglulega út síð- an. Hann hélt utan um alla tölfræði sem tengdist FH, leikjafjölda leik- manna o.fl. Hann gerði þetta ekki skyldunnar vegna heldur hafði hann einfaldlega gaman af þessu. Þrátt fyrir að vera mjög veikur skrifaði hann í jólablað FH knattspyrnuanná- linn fyrir 1994 og gerði hann það af sinni alkunnu vandvirkni og já- kvæðni. Þessi annáll reyndist vera sá síðasti sem Guðmundur Sveinsson skrifaði fyrir FH. Guðmundur vann sín verk af hreinskilni og fórnfýsi og aldrei heyrði maður hann hreykja sér af þeim störfum sem hann vann fyrir KD-FH. Hann skilur eftir sig stórt skarð hjá FH sem einhver besti félagsmaður sem við í knattspymu- deildinni höfum átt. Ég votta fjölskyldu hans mínar dýpstu samúðarkveðjur, en orð era fátækleg á slíkri stundu. Ég mun sakna þess mikið að geta ekki rætt við hann um fótboltann, fengið ráð- leggingar og krufið leikina til mergj- ar. Því miður get ég ekki verið við útför Guðmundar þar sem ég er staddur erlendis en hugur minn og hjarta verða heima á íslandi. Minn- ingin um Guðmund Sveinsson mun aldrei víkja úr huga mér, röddin sem glumdi í Krikanum í gegnum árin er kannski þögnuð en minningamar lifa áfram um einstakan mann. Barcelona, 21. febrúar 1995. Hörður Magnússon. Okkur langar að skifa nokkurð orð um kennarann okkar, Guðmund Sveinsson. Ekki datt okkur í hug að við ætt- um eftir að skrifa minningargrein um hann. Öll báram við virðingu fyrir honum enda var hann góður kennari. Okkur finnst svo stutt síðan að hann kom hress og kátur í stofuna okkar á tréklossunum sínum. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Við sendum fjölskyldu hans okkar innilegustu samúðarkveðjur. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Kveðja, 8. bekkur K, Öldutúnsskóla. + Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúö og vinarhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTÍNAR EINARSDÓTTUR frá Vestmannaeyjum, Hraunbæ 128, Reykjavík. Bjarni Bjarnason, Jónína Bjarnadóttir, Erna Bjarnadóttir, Magnús Karlsson, Helga Bjarnadóttir, Hjalti Jóhannsson, Einar Bjarnason, Ester Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, sonar, bróður og tengda- sonar, JÓNS STEINSEN. Sérstakar þakkir til Guðmundar M. Jó- hannessonar, starfsfólks D-11E Land- spítala og Heimastoðar Karítas. Fyrir hönd aðstandenda, Brynja Sigurðardóttir, Rakel Steinsen, Steinunn Steinsen, Eggert Steinsen. + Innilegar þakkir til allra, er sýndu okkur samúð og vinóttu við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, BIRNU BJÖRNSDÓTTUR, Ólafsfirði. Borghildur Kristbjörnsdóttir, Magnús Ólason, Gígja Kristbjörnsdóttir, Arngrímur Jónsson, Rakel Kristbjörnsdóttir, Hreinn Bernharðsson og barnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður minnar og tengdamóður, GUÐBJARGAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Álfaskeiði 60, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks annarrar hæðar Sólvangs. Guðmundur Guðmundsson, Sólveig Guðbjartsdóttir. + Innilegar þakkir til þeirra, er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför föður míns, tengdaföður, afa og langafa, MARÍUSAR G. GUÐMUNDSSONAR Hrafnistu í Hafnarfirði. Dagmar Marfusdóttir, Hólmbert Friðjónsson, Friðjón Hólmbertsson, Sæunn Magnúsdóttir, Ásgerður Hólmbertsdóttir, Marius Hólmbertsson, og barnabarnabörn. Dalvegi 24, Kópavogi Almenn samkoma í dag kl. 14.00 í umsjá unglinga. Allir hjartanlega velkomnir. FERÐAFÉLAG © ÍSLANDS MÖRKINNI 6 SÍMI 682533 Sunnudagur 26. febrúar - dagsferðir F.í. Kl. 10.30 Skíðagönguferð: Stfflisdalur - Svartagil. Mjög skemmtileg skíðagönguleið í Þingvallasveit. Gengið í 4-5 klst. Frá Stiflisdal liggur leiðin um Kjósarheiði, sunnan Búrfells að Svartagili. Kl. 13.00 Þingvellir - Öxarár- foss. Kjörin fjölskylduferð. Gengið frá Vatnskoti um Skógar- kot að Öxarárfossi (í klakabönd- um). Kynnist Þingvöllum í vetrar- búningi. Kl. 13.00 Skíðaganga á Mos- fellsheiði. Skíðaganga fyrir þá, sem vilja styttri og auðveldari göngu. Gengið í um 3 klst. Verð í ferðirnar er kr. 1.200, frítt fyrir börn m/fullorðnum. Brottför frá Umferðarmiðstöð- inni, austanmegin og Mörkinni 6. Allir eru velkomnir í ferðir Ferðafélagsins, en félagar fá fría dagsferð eftir 10 ferðir - geymið farmiðana! Næsta myndakvöld F.í. verður miðvikudaginn 1. mars í Breið- firðingabúð. Ingvar Teitsson frá Ferðafélagi Akureyrar sýnir myndir frá gönguleiðum norð- anlands. Ferðafélag Islands. Hvftasunnukirkjan Ffladelfía Bænastund kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Dagskrá vikunnar framundan: Sunnudagur: Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðumaður Hafliði Kristinsson. Miðvikudaguar: Skrefið kl. 18.00. Biblíulestur kl. 20.30. Föstudagur: Unglingasamkoma kl. 20.30. Laugardagur: Bænastund kl. 20.30. Hallveigarstíg 1 »sími 614330 Dagsferð laugardaginn 25. febrúar kl. 10.30 Kjörganga um Álftanes. Verð kr. 500. Skíðaganga sunnudaginn 26. febrúar kl. 10.30. Gengið verður frá skíöasvæðini í Bláfjöllum að Þrengslavegi. Reikna má með um 5 klst. langri göngu. Verð 1.000/1.100. Brott- för I dagsferðir er frá BSl bensín- sölu. Miðar við rútu. Helgarferð 4.-5. mars Skíðaganga við rætur Hengils. Gist á þeim fráþæra stað Nes- búð. Fararstjóri Óli Þór Hilmars- son. Nánari uppl. á skrifstofu Útivistar. Myndakvöld 2. mars Á næsta myndakvöldi mun Sig- urður Sigurðarson sýna m.a. vetrar- og sumarmyndir frá Að- alvík, frá vetrarferð yfir Vatnajök- ul og fleira. Útivist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.