Morgunblaðið - 25.02.1995, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 25.02.1995, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1995 49 BRÉF TIL BLAÐSINS Svona eiga vinnu- veitendur ekki að vera Frá Ragnhildi Gestdóttur: MAÐURINN minn vann hjá Tré- smiðju Snorra Hjaltasonar. Mjög erf- itt var að innheimta laun hjá fyrirtæk- inu. Þegar innistæðan hafði náð vissu marki hætti hann störfum, 10. desem- ber sl. Hann hefur síðan reynt að rukka inn vinnulaunin. Alltaf lofaði eigandinn að greiða, þennan daginn eða hinn, en stóða aldrei við það. Henti kanski í hann smáaur af til. Að lokum, í byijun febrúar, fer maðurinn minn.á skrifstofuna til að fá gerð upp mál sín, því þá var fyrir- tækið búið að senda á hann launaseð- il fyrir árið 1994. Þar fékk hann ekk- ert annað en óbótaskammir - og það í áheym annarra. Þetta var á föstu- degi. Þá var samt lofað að ávísun fyrir ógreiddum launum yrði til á mánudag. Það kom í minn hlut að sækja ávísunina. Þegar ég kom var eigand- inn ekki við. Konan hans, sem vinnur þama, hringdi í hann og spurði, hvort hann væri tilbúinn með greiðsluna. Hann sagði svo ekki vera. Þá bað ég hana að hringa aftur og leyfa mér að tala við hann. Ég væri kominn til að sækja laun manns- ins míns og færi ekki fyrr en ég fengi þau. Hann sagðist þá koma en skip- aði mér að standa úti og bíða þar. Ég fór náttúrulega út fyrir, því það var búið að „henda mér út“, og beið þama í 12 stiga frosti í klukkutíma. Þá kom bíll merktur fyrirtækinu og spurði ég manninn, hvort hann væri eigandinn, því ég hafði aldrei séð hann áður. Hann kvað svo ekki vera, en þetta var verkstjórinn. Eftir góða stund kom annar bíll, jeppi, og öku- maður fór inn. Þegar mér þótti biðin orðin nokkuð löng úti í frostinu kom ungur maður út og ég spurði, hvort hann vissi hver væri á þessum jeppa. Hann sagði það vera eigandann. Þar eð ég vissi að hann hafði séð mig, þegar hann kom, bankaði ég aftur upp á, og sagði við hann, að það væri lágmarkskurteisi að hann hefði kynnt sig, þegar hann kom, vitandi að ég beið úti í kuldanum. Þá tryllt- ist eigandinn og skipaði mér í tvígang að koma mér út. Ég sagðist fara þegar hann hefði gert upp. Loks bauð hann mér inn á skrifstofu. En þá brá svo við að hann hafði lækkað reikninginn/laun- in langt niður fyrir helming. Ég spurði hvers vegna önnur fjárhæð væri gefinn upp til skatts. Sagði jafn- framt, að ég gæti með engu móti fallist á þessa málsmeðferð, hefði ekkert umboð til slíks. Þá trylltist hann á nýjan leik. Jós sér yfir mig. Sagðist myndu láta verkstjóra sinn mæla verkið upp. Við hjónin komum síðan aftur á þriðjudaginn og þá kom í ljós að allir útreikningar hjá manninum mínum voru réttir - og meira að segja gaf hann eftir það sem hann vann síðasta daginn. Nú var ákveðið að ég mætti á skrifstofunni kl. 10 á miðvikudags- morgun, sem ég gerði, og enn var greiðslu neitað, heldur þrefað og þras- að. Loks sættist ég á ákveðna upp- hæð, því ég vissi að annars fengi maðurinn minn aldrei neitt. Þegar ég var búin að taka við ávísuninni og kvitta fyrir hana sagði ég ég mætti víst þakka fyrir að hafa komizt út af skrifstofunni á mánudaginn heil á húfí... Ég segi þessa sögu því eg hefí aldr- ei orðið fyrir öðrum eins ruddaskap og dónaskap - og það frá manni sem ég hafði aldrei séð fyrr. Mér skilst að þessi eigandi sé ofarlega á lista hjá Sjálfstæðisflokknum en ég hefí studd þann flokk í fjölda ára og hefí unnið fyrir hann. Éf það eru fleiri þessum líkir þar á bæ um þessar mundir þá styð ég þann flokk ekki framar, né fölskyldufólk mitt. RAGNHILDUR GESTSDÓTTIR, Þórufelli 14, Reykjavík. Til umhugsunar fyrir framsóknarmenn í Keflavík Frá Ingigerði Guðmundsdóttur: KALDAR voru þær kveðjumar er við fulltrúar framsóknarmanna feng- um á kjördæmaþinginu 20. nóv. síð- astliðinn. Ekki get ég sagt að mann- úðarstefnan hafi verið höfð þar í fyrirrúmi, a.m.k. ekki frá þeim félög- um okkar frá Keflavíkurfélaginu. Þessi dagur átti að vera mikil hátíð hjá svokallaðri Kaupfélagsklíku, eins og hún er kölluð hér suður með sjó. Tilhlökkunin var mikil, a.m.k. hjá þeim allra nánustu sem voru búnir að planleggja að flagga þegar stóra stundin rynni upp. Síðan var farið að lesa félögin upp, hvert á fætur öðru, en aldrei var Njarðvíkurfélagið lesið upp. Það átti að afmá elsta félagið hér á Suð- umesjum. Viðstödd þessa aftöku var móðir mín, Ingibjörg Danivalsdóttir, eða Lóa í Njarðvík, eins og flestir þekkja hana. Þessari konu, sem er 81 árs gömul og stofnaði þetta félag ásamt fleirum á sínum tíma, var sýnd sú mesta vanvirða sem hægt er að sýna nokkurri manneskju. Þessi kona sem hefur mestan hluta ævi sinnar stutt Framsóknarflokkinn varð vitni að ógeðslegu níðingsverky Niðurrifsstarfsemi nokkurra ófélags- lyndustu manna er ég hef kynnst. Því miður, vinir mínir, þetta er ekki mannúðarstefna sem þið fylgið, heldur er þetta helstefna. og eitt get ég sagt ykkur sem þið skuluð hafa í huga í nánustu framtíð, enginn kemst áfram með slíku- hugarfari. Og sem betur fer fyrir okkur hér á Suðurnesjum þá eru dagar þessarar klíku brátt á enda og er ég viss að flestir fagna því. Því það er löngu tímabært að við framsóknarmenn förum að hreinsa til hjá okkur ef ekki á að fara fyrir Framsóknarflokknum eins og farið hefur fyrir öllum er illa koma fram. Hið illa eyðir sjálfu sér. Þið skuluð hafa það í huga, vinirn- ir er stóðu að níðingsverkinu 20. nóvember, því brátt rennur upp stóri dagurinn ykkar 8. apríl. Illgjamir njóta myrkrar hamingju (Victor Hugo). Ég vona að þeir geti dregið lær- dóm af þessum orðum mínum er eiga fyrir því og biðji Ingibjörgu Danivals- dóttur afsökunar, því ef einhver kona hér á Suðurnesjum á það skilið þá er það hún. Ef það verður ekki gert þá sannast það að ekki er allt með felldu með þennan félagsskap ykkar lengur. Og enginn er svo sem hissa því vinimir sem standa svo þétt saman eru alltaf með það í huga hvemig þeir geti þurrkað framsóknarfélagið okkar hér í Njarðvík út. Ég læt þetta nægja í bili en ég geri fastlega ráð fyrir að einn af vinunum hljóti að svara og það verður gaman að sjá hver það verður. Það mætti bæta því við að fram- koma framsóknarmanna í Keflavík við bæjarfulltrúann okkar, Drífu Sigfúsdóttur, í kosningabaráttunni í haust var þeim til háborinnar skammar og er örugglega efni í heila bók ef út í það væri farið. INGIGERÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Klapparstíg 7, Njarðvík. Um kynþætti Frá Ingólfi Sigurðssyni: VILHJÁLMUR Örn Vilhjálmsson skrifar bréf til blaðsins 14. desem- ber sem hann nefnir: „Kristilegar rannsóknarniðurstöður“. í því skorar hann á skoðanabræður og -systur Þorsteins Guðjónssonar að koma úr fylgsnum sínum og leggja málstað hans lið. í þessari grein minni ætla ég aðallega að gagnrýna j,vísindin“, eins og þau em í dag. Ég er ekki sáttur við vísindi sem hafna þeim niðurstöðum sem ekki styðja þá mynd af veruleikanum sem þau vilja draga upp af honum. Erfðafræðingar nútímans hafna margir hveijir hugtakinu kynþætt- ir þar sem þeir þykjast ekki geta fundið „náttúruvísindalegar sann- anir“ fyrir notkun þess. Vísindi nútímans eru komin að fótum fram því þau stuðla að sundrungu en ekki sameiningu, en sundrungin er fyrsta skref allrar eyðilegging- ar. Enda hafa vísindi nútímans aðallega stuðlað að eyðileggingu náttúrunnar. Hluti af sannleikanum Örnólfur Thorlacius kemur fram með þau rök máli sínu og annarra erfðafræðinga til stuðnings að DNA þættir innan hvers kynflokks séu svo ólíkir að þeir séu ólíkari en DNA þættir einstaklinga af ólíkum kynþætti. Þetta veit ég. Þetta er satt. En þetta er ekki all- ur sannleikurinn. Þetta er aðeins hluti af sannleikanum. Vísindamenn nútímans gera sig seka um sömu mistök og aðrir vís- indamenn hafa gert sig seka um í gegnum tíðina, sömu skyssuna og trúarbrögðin gera sig sek um, það er að menn álíta sig hafa fund- ið hinn endanlega sannleika. Sá sannleikur hefur alltaf verið af- sannaður hingað til og lengi enn verður hann afsannaður. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson gerir sig sekan um nasistahatur og nasistaótta, sem er engu skárra en gyðingahatur, það er raunar sami hluturinn. Nasistaofsóknir eru jafnslæmar og gyðingaofsókn- ir. Það er fáránlegt, en margir eru haldnir nasistaótta á okkar dögum. Það er fáránlegt að hræðast Hitler einan en ekki alla hina, Napóleon, Stalín og alla hina, sem þó hafa sumir verið álitnir hetjur, og eru jafnvel álitnir enn vera hetj- ur, af sumum. Það er grundvallarskilyrði fyrir þroska og viðgang íslensku þjóðar- innar að menn láti sig rannsóknir um kynþætti miklu varða. Annars mun íslenska þjóðin missa sjálf- stæði sitt, sem því miður er hætta á að gerist. Grein Vilhjálms miðar að eyðileggingu íslensku þjóðar- innar, þar sem hann dregur í efa mikilvægi íslenskunnar, okkar fagra tungumáls. Það er ómenning að vilja eyðileggja þjóð sína, en ekki að stuðla að framsókn hins aríska kynstofns. Sannleikurinn mun koma í ljós, þessi umræða er rétt að byija, þótt af litlum skiln- ingi hafi verið ritað að þessu. INGÓLFUR SIGURÐSSON, Digranesheiði 8, Kópavogi. Tveir heimar Frá Gísla Baldvinssyni: MENN verða seint sammála um hve stórt hlutfall af þjóðarfram- leiðslunni eigi að fara í mennta- mál. Öllum er þó ljóst að tvöfalt minna, eða um 4%, fer í það á Islandi, miðað við nágranna okkar í austri eða vestri. Þetta er hluti þeirrar kjaradeilu sem kennarar og ríkisvaldið heyja. Margir, þar á meðal Morgun- blaðið, eru þeirrar skoðunar að enn um sinn verði kennarar að bíða svo verðbólguskriðan fari ekki af stað á ný. Skoðun kennara er sú að þeir hafi beðið nógu lengi. Tvennt þarf að koma til til að deilan leysist. Kennarar þurfa að fá hið minnsta og aðrar stéttir sem þeir hafa borið sig saman við. Þar munar allt að 18% eða í launaflokk- um talið 5-6. Þetta geta menn sannreynt. Hitt atriðið er að ef á að viðurkenna breytt skólastarf og aðlaga skólann betur að þjóðfélag- inu þarf kennsluskyldan að minnka. Öðru vísi verður ekki hægt að sinna öðrum verkefnum innan dagvinnuramma. Þessu er hafnað af samninga- nefnd ríkisins. Á meðan menn tala út og suður í þessum tveim heimum verður ekki samið. í heimi þar sem menn virðast ekki hafa metnað til að fjárfesta í menntun og í heimi kennara sem reyna oftast að gera gott úr öllu og eiga sjóð fullan af þolinmæði. Sá sjóður er eins og heimilisbuddan tæmd. GÍSLI BALDVINSSON, Keilusíðu 2a, Akureyri. Framsóknarflokkurinn í Reykjavík ræsir formlega kosningavélarnar með hátíð í bæ!! I dag, laugardag, 25. febrúar í bækistöð okkar að Hvefisgötu 33, kl. 15.00 Fólk í fyrirrúmi Finnur Ingólfsson Ólafur Ö. Haraldsson Amþrúbur Karlsdóttir Vigdís Hauksdóttir Þuríbur Jónsdóttir Ingibjörg Davíbsdóttir Fjölbreytt dagskrá ver&ur ásamt veitingum. Mebal gesta veröa: Halldór Ásgrímsson og allir frambjóðendur flokksins í Reykjavík. Laddi og Eiríkur Fjalar munu skemmta ungum og eldri. Silja Aðalsteinsdóttir rithöfundur les úr bók sinni. Hljómsveitin Skárr'en ekkert, leikur fyrir qesti. Allir velkomnir Sérstakt barnahorn og margt fleira. Kosninganefndin HVERFISGATA 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.