Morgunblaðið - 25.02.1995, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 25.02.1995, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1995 29 AÐSENDAR GREINAR Aætlaður sparnaður með tilvís- anakerfi og notkun reiknilíkana Ari Arnalds Guðni Ingólfsson AÐ undanförnu hafa verið miklar utnræður um tilvís- anakerfið. Heilbrigð- isráðuneytið fól Verk- og kerfisfræðistof- unni hf. (VKS) fyrir tveimur árum að gera reiknilíkan í sam- vinnu við ráðuneytið til að meta kostnaðar- breytingar við upp- töku tilvísanakerfis. Þetta reiknilíkan var yfirfarið og endur- skoðað nú í upphafi árs. Þann 21. febrúar sl. skrifar Högni Óskarsson geðlæknir grein í Morg- unblaðið þar sem hann fjallar um reiknilíkan þetta og byggist sú grein á þeirri skoðun hans að notast hafi verið við röng gögn eða eins og það er orðað í grein Högna „að verk- fræðistofunni virðast hafa verið gefnar bæði rangar tölur og villandi forsendur". í greininni gerir hann ekki athugasemdir við líkanið sem slíkt en gerir athugasemd við þessa starfsaðferð og telur sig færa rök fyrir því að gögnin séu röng og leiði því til rangrar niðurstöðu. Er niðurstaðan gefin fyrirfram? Högni gerir athugasemd við þá starfsaðferð að búa til reiknilíkan, þar sem breyta má forsendum og meta áhrif breytinganna. Hann telur það jafngilda því að ráðherra geti valið sér forsendur sem henta miðað við fyrirfram ákveðnar niðurstöður. Hér hljótum við að gera ágreining, því í reynd gerir reiknilíkan þær kröfur að lagðar séu til grundvallar tilteknar forsendur sem hægt sé að rökstyðja. Þessi starfsaðferð er því ótvírætt til bóta hvað þetta varðar. Ennfremur hlýtur að teljast kostur að geta nýtt slíkt líkan til að leita svara við því, hvaða forsendur þurfa að vera fyrir hendi til að ná til- teknum árangri. Hvernig voru gögnin valin? Í grein sinni gerir Högni heilbrigð- isráðuneytið ábyrgt fyrir gögnunum. Þó ráðuneytið hafi ásamt fleirum séð um að safna gögnum fyrir líkanið er ekki hægt að líta á VKS sem vilja- laust verkfæri í höndum ráðuneytis- ins. Gögnin voru ekki sett inn í reiknilíkanið athugasemdalaust og höfum við reynt að ganga úr skugga um að þau séu að minnsta kosti sennileg. Það ætti að vera ljóst að við verðum ekki ánægðir með líkan sem þetta nema við teljum að skyn- samleg gögn hafi verið notuð. Auk þess var athuguð næmni líkansins gagnvart þeim breytilegu forsendum sem notaðar voru og hafa þær at- huganir verið kynntar. VKS telur að vinnubrögð ráðu- neytisins í þessu máli hafi verið til fyrirmyndar og eru það einkum þrjú atriði í verklagi þess sem vert er að minnast á. í fyrsta lagi vegna þess að ráðu- neytið ákvað að búa til líkan til að greina ferli sjúklinga og fjármagns til heilsugæslu- og sérfræðilækna og nota það líkan til að hafa áhrif á ákvörðun þess varðandi tilvísana- skyldu. Með því er ráðuneytið að beita fræðilegum aðferðum til að taka ákvarðanir um flókið, umdeilt og mikilvægt málefni. í öðru lagi var vel staðið að því að greina upplýsingarnar og talsverð vinna var lögð í það að fínna sem réttust gögn. Að því stóðu starfs- menn heilbrigðisráðuneytis, fjár- málaráðuneytis og Tryggingastofn- unar. I þriðja lagi gefa vinnubrögð ráðu- neytisins kost á að fylgja málinu eftir og láta ekki staðar numið hér heldur safna upplýsingum um það hvernig tilvísanakerfið reynist, enda mun það ætlun ráðuneytisins. Þann- ig verður hægt að nota reynsluna til að breyta gögnum líkansins og nota það síðan til að spá fyrir um kostnað vegna þjónustu heilsu- gæslu- og sérfræðilækna til lengri tíma með meiri nákvæmni en nú er gert. Útreikningar á kostnaðartölum Það er ekki að öllu leyti í okkar verkahring að svara þeim athuga- semdum Högna, sem lúta að ná- kvæmni gagnanna, en þó eru nokkr- ar fullyrðingar sem hægt er að leið- rétta út frá tölum í líkaninu. Þar sem Högni ræðir um rangar forsendur vegna meðalgreiðslu sjúklings á heilsugæslustöð, þ.e. að hann sé 390 kr. en ekki 445 kr. eins og notað er í líkaninu, virðist hann reikna inn afslátt heilsugæslunnar sem við höfum valið að taka útfyrir og draga í staðinn af kostnaði sjúkl- inga annars staðar í líkaninu. Hitt skiptir meira máli, að í útreikningum sínum gerir Högni ráð fyrir breyt- ingu á föstum kostnaði heilsugæslu- stöðva vegna fjölgunar sjúklinga. Heilbrigðisráðuneytið hefur aftur á móti bent á, að 1992 þegar komu- gjöld voru tekin upp hjá heilsugæslu- læknum, fækkaði komum um 10% án þess að fastur kostnaður breytt- ist. Því hefur verið gert ráð fyrir, að þó að fjölgun verði á komum til heilsugæslulækna um 10 til að há- marki 20%, muni fastur kostnaður ekki breytast. Niðurstaða af þessu er sú að meðalkostnaður á sjúkling vegna heimsókna til heilsugæslu- læknis muni lækka. Þar sem gert er ráð fyrir að ekki verði hækkun á föstum kostnaði vegna heilsugæslu- stöðva, reiknar líkanið ekki út með- alkostnað vegna heimsókna. Ein- göngu eru teknar inn í það beinar greiðslur sjúklinga vegna heimsókna og beinn kostnaður ríkis vegna hverrar heimsóknar en ekki fastur kostnaður. Högni bendir á að rangt eininga- verð fyrir komur til sérfræðinga hafi verið notað. Notað var eining- arverðið 132,09 kr. sem var í gildi í september 1994, þegar fjárlög voru undirbúin. Hins vegar er ósamræmi í skýringartexta, þar sem segir að sá taxti sé í gildi í febrúar 1995, því rétt er að hann var þá 132,36 kr. Þetta ósamræmi skiptir þó ekki máli fyrir niðurstöðuna enda breytist hún aðeins um 0,02%, ef hinn taxt- inn er notaður. Högni gefur sér að í líkaninu séu þær forsendur að erfiðari og flókn- ari verk sérfræðinga flytjist til heilsugæslustöðva. Hið rétta er að í líkaninu er gert ráð fyrir að viss hluti þeirra sem áður leituðu til sér- Við teljum það til bóta að stjórnvöld skuli beita fræðilegum vinnubrögð- um, segja Ari Arnalds og Guðni Ingólfsson, til að komast að niður- stöðu í mikilvægum málefnum. fræðinga beint fari áfram án tilvís- unar, annar hluti fari til heilsugæslu- lækna og fái þar tilvísun til sérfræð- ings og þriðji hlutinn fái lækningu hjá heilsugæslulækni. I líkaninu er gert ráð fyrir því að heimsóknir þeirra sem fara beint til sérfræðings kosti að meðaltali það sama og heim- sóknir þeirra sem fara með tilvísun. Þetta er að sjálfsögðu einföldun þar sem búast má við að þeir sem fari án tilvísunar séu þeir sem viti það fyrirfram að heimsókn þeirra sé ódýr. Gefum okkur því að heimsókn- ir þeirra sem fara án tilvísunar kosti að meðaltali 2.200 kr. í stað 3.447 kr. Erfitt er að segja nákvæmlega til um meðalverð ódýrustu heim- sókna til sérfræðinga þar sem taxtar eru mismunandi eftir sérfræðigrein- um og verður 2.200 kr. að duga sem nálgun. Þeir u.þ.b. 30.000 sjúklingar sem fara beint greiða þá samtals 70 milljónir í stað 108 milljóna eins og líkanið gerir ráð fyrir. Munurinn er 38 milljónir, sem leggst þá á þá sjúklinga sem fara til sérfræðinga með tilvísun að 40% hluta, en ríkið að 60% hluta og er þá hluti ríkisins um 23 milljónir umfram það sem líkanið gerir ráð fyrir. Líkanið gerir ráð fyrir lækkun kostnaðar ríkis vegna tilvísanakerf- isins um rúmlega 122 milljónir en með því að gera ráð fyrir ofangreind- um forsendum verður lækkunin um 99 milljónir. Minnt skal á að í fjárlög- um er reiknað með 100 milljóna spamaði. Fjöldi heimsókna til lækna í grein sinni segir Högni að gert sé ráð fyrir að læknisheimsóknum í heild fækki. Það er ekki rétt, þó að sú niðurstaða hafi fengist í einni af fyrri útgáfum líkansins og hún verið fyrir mistök kynnt opinberlega. Gert er ráð fyrir að læknisheimsóknum í heild fjölgi um rúmlega 16.000 á ári. Kemur það til af því að gert er ráð fyrir að sjúklingar þurfi að fara sérstaka ferð til þess að ná í tilvís- un, sem þeir geta þó notað fyrir heimsókn til sérfræðings i 18 mán- uði. Ekki er því gert ráð fyrir að sjúklingar fái tilvísun um leið og þeir fá aðra þjónustu hjá heilsu- gæslulækni, sem þó má búast við að verði í einhveijum tilfellum og yrði ijölgunin þá minni. Einnig telur Högni að ásókn í læknisþjónustu í heild aukist eftir því sem erfiðara er að ná til sérfræð- ings. Til stuðnings máli sínu bendir hann á tölur sem sýna að heimsókn- ir til heilsugæslulækna eru tíðari þar sem aðgengi að sérfræðiþjónustu er erfiðara. Til að kanna hvort fullyrð- ing Högna standist þarf að fá tölur um það hvaðan þeir sem leita til sérfræðinga koma. Sé hlutfall koma til sérfræðinga óháð búsetu stenst fullyrðing Högna. Sé hlutfallið hins vegar hærra hjá þeim sem búa í nálægð við sérfræðinga,sem telja verður líklegra, stenst þessi fullyrð- ing ekki. Ekki fengust upplýsingar um þetta atriði og því var ekki unnt að rannsaka það nánar. Niðurstaða Við teljum það til bóta að stjórn- völd skuli beita fræðilegum vinnu- brögðum til að komast að niðurstöðu í mikilvægum málefnum. Við teljum að greiningarvinnan hafi verið vönd- uð og því rangt að halda því fram að heilbrigðisráðuneytið hafi gefið upp „villandi og rangar forsendur" eða gleymt „tilveru vel þekktra stað- reynda um neysluvenjur í íslenska tilvísanakerfinu“. Alltaf var reynt að meta gögnin sem notuð voru í líkaninu af skynsemi auk þess sem athuguð var næmni þess gagnvart ýmsum breytilegum stærðum. í lík- önum sem þessum, þegar verið er að spá fram í tímann, er þó alltaf einhver óvissa. Það eitt að búa til reiknilíkön yfir kerfi sem tilvísanakerfið veitir tals- verða vitneskju. Það neyðir menn til að afla allra upplýsinga sem varða málið, gefur mynd af sambandi mis- munandi þátta sem hafa áhrif á kerfið og gefur kost á því að skoða hvernig mismunandi forsendur hafa áhrif á hegðun kerfisins. Þannig er hægt að taka ákvarðanir án þess að afleiðingarnar þurfi að koma á óvart. Höfundar eru Ari, verkfræðingur, framkvæmdastjóri Verk- og kerfisfræðistofunnar hf., og Guðni, tölvunarfræðingur með meistarapróf í aðgerðarannsóknum. Besti vinur mannsins ÞAÐ er athyglisvert að á sama tíma og hundar hér á Islandi eru að bjarga mannslíf- um er til fólk sem á þá ósk heitasta að banna hundahald í Reykjavík með öllu. Við skulum vona að það sé af hreinni fáfræði, því eins og margir vita hefur hundurinn fylgt mann- skepnunni frá fyrstu tíð. Merkir fornleifa- fundir hafa sýnt fram á að þegar fyrir 10.000 árum var hundurinn kominn í þjónustu mannsins. Maðurinn hefur hingað til verið það viti borinn að geta nýtt sér þjónustu hundsins á margvíslegan hátt. Hver hefur ekki séð hunda aðstoða veiðimenn við að leita uppi bráð eða sækja bráð, hver hefur ekki séð hunda nýtta til þaula við ýmiss konar björg- unarstörf, s.s. við leit í snjóflóðum, hver hefur ekki séð hunda notaða sem fjárhirða i sveitinni, hver hefur ekki séð hunda vinna við löggæslu- störf, s.s. við leit að fíkni- og sprengiefnum, eða til að yfirbuga afbrotamenn, hver kannast ekki við að hafa séð hunda að- stoða blinda, hver kannast ekki við að hafa séð varðhunda veija húsnæði húsbónd- ans og allir hafa séð besta vin mannsins, heimilishundinn. Við þurfum ekki að líta langt til baka til að rifja upp frækileg björgun- arafrek hunda. Fréttir síðustu daga og mán- aða hafa leitt það í ljós að hundar hafa marg- sinnis bjargað manns- lífum, t.a.m. í tvö skipti Svernn I. þegar heimilishundur Magnússon vakti íbúa í brennandi húsi og stuðlaði þannig að björgun þeirra ög að sjálfsögðu við hin erfiðu björgunarstörf á Súðavík. Sóðadýr? Háværar raddir heyrast víða í borginni um að þessi „sóðadýr" skíti út um allt. Mikið rétt, hundar mat- ast og ganga örna sinna líkt og önnur spendýr. Því miður eru hund- arnir ekki komnir eins langt og við Vesturlandabúar á þróunarbrautinni að þeir notist við vatnssalerni, þrátt fyrir það er engin ástæða til að kalla hunda sóðadýr. Margir frumstæðir ættflokkar í Afríku og víðar notast ekki við salerni, ég ætla að vona að við förum ekki að uppnefna þá sem' „sóðadýr“ fyrir vikið, enda værum við þá að stimpla okkur sem kyn- þáttahatara. Auk þess þrífa flestir hundaeigendur upp eftir hunda sína. Síðasta sumar kom ágæt kona til máls við mig og hafði orð á því hve sóðalegt umhverfi Hljómskálagarðs- ins væri orðið eftir ágang hunda. Þetta vakti furðu mína, enda vissi ég sem var að óheimilt er að vera með hunda í garðinum. Gerði ég mér ferð um garðinn til að skoða þetta og sá þá að þar var allt útbíað í gæsaskít. Þannig að varast ber að hengja kóng fyrir prest. Fordómar og fáfræði Aðrir segja að hundar eigi ekki að búa í þéttbýli, því þeim líði best úti í náttúrunni. Það er vissulega skoðun. En hundar hafa aðlagast borgarlífinu vel eins og mannskepn- an hefur gert. Enda hefur verið ræktaður ótrúlega breiður hópur af hundategundum, bæði stórum og smáum, með ólíkar þarfir og ein- kenni, eins og glöggt má sjá á hundasýningum. Þannig að allir ættu að geta fundið sér hund við hæfí. Úrvalið er miklu meira en þekkist meðal annarra húsdýra. Rándýrseðlið er mjög mismunandi í þessum hundum, eftir tegundum. Innflutningur á fáeinum hundateg- undum hefur t.a.m. verið bannaður sökum þess að þær tegundir þykja vera með mjög ríkt rándýrseðli. En fólk ber að varast að hlaupa að þeirri ályktun að íjöldi fjölskyldna hér í Hvergi eru meiri fordómar gegn hundum en hér, segir Sveinn I. Magnússon, sem segir hundaeigendur minnihlutahóp — og fái svo sannarlega að finna fyrir því, borg haldi grimm óargadýr sem gæludýr. Ég leyfi mér að fullyrða að hvergi annars staðar í heiminum eru eins miklir fordómar gagnvart hundum og hér á íslandi, sem sýnir sig best í því að á Bretlandseyjum einum saman eru rúmlega fimm og hálf milljón hunda sem heimilisdýr. Sem þýðir að um 10% íbúanna þar eigi hunda. Það er góður vitnisburð- ur um hve eðlilegt Vesturlandabúum þykir að fólk haldi hunda sem gælu- dýr á heimilum. Hér í Reykjavík hins vegar eru um 1.100 hundar, þannig að rétt rúmlega 1% íbúanna hér heldur hund. Það gerir hundaeig- endur að algjörum minnihluta hóp í Reykjavík. Og við höfum svo sannar- lega fengið að finna fyrir því. Hundabannmerkjum er hent upp á flestum þeim stöðum sem eðlilegast væri að fólk fengi að viðra hunda sína. Borgaryfirvöld hækka álögur á hundaeigendur eftir sinni henti- semi án nokkurs rökstuðnings og ef við ekki borgum þá verður hund- urinn bara tekinn af okkur. Já, svona er nú lýðræðið í henni Reykjavík. Lifðu lífinu til fulls Við skulum vona að borgarbúar láti ekki fáfræði og fordóma ráða ferðinni þegar það tekur afstöðu til hundahalds í Reykjavík. Hundurinn hefur mjög jákvæð áhrif á mannfólk- ið umhverfis hann. Þessi ólýsanlegu tengsl sem myndast milli manns og hunds verða ekki skýrð á auðveldan hátt. Hið jákvæða hugarfar hundsins og trygglyndi hefur hrifið unga sem aldna, sjúka sem heilbrigða og verið hundaeigendum mikill styrkur. Ég dreg það í efa að nokkur geti lifað lífinu til fulls án þess að hafa ein- hvern tíma á lífsskeiðinu komist í náin kynni við besta vin mannsins. Höfundur er hundaeigandi í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.