Morgunblaðið - 25.02.1995, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 25.02.1995, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ERLINGUR A. JÓNSSON Erlingur Andrés Jónsson fæddist á Isafirði 15. október 1950. Hann lést á heimili sínu 16. febrúar sl. Erling- ur var kvaddur með athöfn í Lang- holtskirkju 23. febrúar. UNDIRRITAÐUR átti því láni að fagna að vera samferða gæfu- manninum Erlingi A. Jónssyni síðasta veg- spöl hans hér í mannheimum. Sagt er að gæfa og tregi séu tvær hliðar á sama peningi. Þannig er mér þungt um hjarta, nú er ég kveð góðan vin minn á krossgötum „lífs og dauða“. Örlögin höguðu því svo að við hittumst fyrst við útför Sveinbjarn- ar Beinteinssonar, sameiginlegs vinar okkar. Eftir útförina urðum við Erlingur samferða til Reykja- víkur og á leiðinni rifjuðum við upp gömul kynni okkar af Sveinbirni. Erlingi varð tíðrætt um heiðnar kenningar um hulda heima. Óskaði hann vini sínum góðrar dvalar á Gimli. Af því tilefni minntist Erlingur einhverrar fallegustu perlu Völu- spár: Sal sér hún standa sólu fegra, gulli þaktan á Gimlé. Þar skulu dyggvar dróttir byggja og um aldurdaga yndis njóta. Nokkrum dögum síðar tók Erl- ingur þátt í minningarblóti um Sveinbjörn, þá nýgenginn í Ásatrú- arfélagið, og var upp frá því góður blótmaður. Erlingur gekk til liðs við Ásatrúarfélagið á alvarlegustu ögurstundu þess. Sveinbjörn Bein- teinsson, allsheijargoði og stofn- andi félagsins, var fallinn, hvers skarð var vandfyllt og menn greindi á um leiðir. Skömmu fyrir allsherj- arþingið, sem-haldið var um þetta leyti, lýstu nokkrir stjórnarmenn, þ.m.t. undirritaður, því yfir að þeir gæfu ekki kost á sér til endur- kjörs. Það var því sem Erlingur væri sendur frá sjálfum Óðni. Erlingur sýndi, að hann hafði óbilandi metnað fyrir hönd félags- ins og bauð sig strax fram til lög- sögumanns. Erlingur reyndist full- komlega óumdeildur og farsæll í starfi u fyrir félagið. Hann hafði einstaka hæfileika til hvetja fólk til starfa með jákvæðum hætti og lagði aldrei illt til nokkurs manns. Erlingi var þetta jafneðlilegt og að draga andann, en hann minnti ábyrgðarfullur á heilræði Óðins: „Ríki sitt skyldi ráðsnotra hverr ...“ (menn eiga að fara vel með vald sitt). Þótt Erlingur væri ritstjóri Eiðfaxa, fjölskyldumaður, hestamaður, kvæðamaður, söðla- smiður með fjölda áhugamála og stóran frændgarð, var hann ekki aðeins óþreyttur, heldur bókstaf- lega óþreytandi í starfi sínu fyrir Ásatrúarfélagið. Séifi'æðingar í hlóiiiaskrcyliiigiini \ii) öll la‘kila‘i‘i Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími19090 Erlingur var friðar- ins maður, en stóð í fremstu víglínu, ef hann taldi á félagið hallað utanfrá. Verk hans voru þó fyrst og fremst unnin af trú- mennsku og í kyrrþey. Meðal þeirra mála, sem Erlingur vann að fyrir félagið, voru drög að hofi, grafreit fyrir ásatrúarmenn, en síð- ast en ekki síst lög og siðareglur félagsins, sem hann lauk við fár- sjúkur af krabbameini. Undir forustu Erlings efldist félag- ið bæði að félagatölu og innri styrk. I banalegunni, þegar Erlingur gerði sér ljóst hvert stefndi, sagði hann mér, að honum þætti verst hvað hann ætti margt eftir ógert. Hann tók örlögum sínum með full- komnu æðruleysi og dauðvona not- aði hann hvert tækifæri til hvetja mig til góðra verka. í einkasam- tölum okkar kom ítrekað fram, að hann teldi sig gæfumann vegna þess hve góða Ijölskyldu hann átti. Það er skarð fyrir skildi hjá okkur ásatrúarmönnum, sem ekki verður bætt í bráð. Meiri er missir nán- ustu ástvina. Erlingur lifir í verkum sínum og mun skipaður sá staður sem honum ber. í fyllingu tímans mun hann taka með sínu hlýja við- móti á móti þeim sem honum til- heyra. Goð og góðar vættir veiti ykkur styrk. Sigurður Þórðarson. Það var fyrir nokkrum árum þegar Eddi var 16 ára, ég var þá um sjö ára, að hann vakti athygli mína á eftirminnilegan hátt. Við erum systkinabörn í báðar ættir. Ég var þá nýkomin heim frá Flat- eyri frá mömmu þar sem hún lá eftir barnsburð bróður míns sem dó í fæðingu. Ég var ósköp þung- lyndur yfir þessum atburði og upp- tekinn af þeirri hugsun þar sem næst yngsti bróðir minn hafði dáið af slysförum nokkrum árum áður. Þegar ég kom heim var Eddi staddur á Brekku. Hann var eldri og þroskaðri en við strákarnir og við litum upp til hans. Hann hafði þessa einstöku frásagnarhæfileika þar sem allir hrifust af hans mælskulist og hlustuðu með and- akt. Hann var sá fyrsti til að fá mig til að líta upp eftir þá döpru daga sem á undan höfðu gengið. Hann var sigldur eins og það var kallað, búinn að fara út í heim og lenda í ævintýri sem hann sagði okkur frá. Ein sagan var þannig, hann var að borga leigubíl út í London, þá rétti hann leigubílstjór- anum fulla lúku af klinki og bað hann að telja. Á meðan fór Eddi að dunda við vasahnífinn sinn. Þeg- ar hann lítur upp, horfir hann beint inn í hlaup skammbyssu leigubíl- stjórans og um leið þrópar bílstjór- inn að hann skuli leggja frá sé vopnið og „get out“. Eddi horfir á bílstjórann og lokar vasahnífnum í rólegheitum og stingur honum í vasann og segir við hann nokkur vel valin orð á íslensku og kveður með sínum hætti. Við strákamir göptum yfír þessu hvað hann var klár og yfir- vegaður þrátt fyrir að hafa lent í lífsháska heimsborgarinnar. Við höfðum ennþá ekki einusinni lesið Alistair-Maclean. Þetta sama vor voru nokkrir strákar komnir í sveitina á In- gjaldssand. Edda fannst alveg til- valið að fara með okkur frændurna í smá ferðalag og sýna okkur heim- inn. Hann hafði verið í sveit heima á Brekku hjá foreldrum mínum bæði sem kúasmali og vinnumaður. Hannn var því hagvanur. Eddi var fararstjórinn, í Wrangler-gallabux- um, gallaskyrtu og strigaskóm, með uppbrettar ermar og jakkann á öxlinni og með kutann í beltinu. Við gengum í Nesdal sem er eyði- dalur og fyrir Barða meðfram björgum í sjó fram. Þessi leið er hrikaleg en ægifögur, full af fugla- lífi og sérkennilegum gróðri. Á leið- inni settist Eddi oft niður og sagði sögur um náttúruna og umhverfið á sinn spekingslega hátt eins og hann hefur oft gert á sinni lífsleið. Hann leit aldrei á klukkuna né spáði í matartíma heldur fylgdi sólinni og át hundasúrur og það sem náttúran gaf. Við þurftum að klífa björg og syllur og þótti það heldur glæfralegt að fara með okk- ur yngstu strákana, mig og Kidda Leifs (Bjössi í World Class) en okk- ur varð ekkert meint af því og máttum við margt af Edda læra, að fara þetta fumlausir og með rólegu yfirbragði og njóta staðar og stundar. Þannig er best að lifa lífinu. Eddi skilaði okkur heilum heim eftir þennan stutta og eftir- minnilega dag. Við settumst niður við sólarlagið á Sandi og sáum sólina taka að lyfta sér aftur og byija nýjan dag. í dag hefur Eddi kvatt okkur í þessari veröld og er farinn um borð í stóra farþegaskip- ið út í annan heim að takast á við önnur verk sem bíða hans þar. En við horfum á eftir Edda með trega og áttum okkur á að við förum ekki með núna, þar sem við höfum ekki lokið okkar hlutverki í þessum heimi. Finnbogi Kristjánsson, Brekku. Hún var stutt og snörp glíman sem Erlingur A. Jónsson glímdi við manninn með ljáinn og varð að lúta í lægra haldi. Þótt á brattann væri að sækja var lengi haldið í vonina um að Erlingur ynni í það minnsta stundarsigur en svo fór nú ekki og sitja nú vinir þessa góða drengs eftir með sorg í hjarta og hugsa um hversu grimm örlögin geta verið. Ég kynntist Erlingi eftir að hann settist í ritstjórastól tímaritsins Eiðfaxa vegna skrifa minna I blað- ið. í upphafi var samband okkar afar hlutlaust og leitandi en eftir því sem stundir liðu og samræðurn- ar og skoðanaskiptin urðu meiri náðum við sífellt betur saman, fór- um að treysta hvor öðrum. Framan af þótti mér Erlingur hafa lítt mótaðar skoðanir á hinum mörgu málefnum hestamanna en eftir því sem kynnin jukust fann ég glöggt að því fór ij'arri að svo væri. Þótt oft virtist skoðanaágreiningur um ýmis mál í byijun samræðna var nú oftast svo að við skildum sam- mála og ef ekki þá virti Erlingur aðrar skoðanir þótt ekki færu þær heim og saman við hans eigin. í öllum málum myndaði hann sér skoðun á vel athuguðum rökum þar sem allar hliðar málsins voru tekn- ar með. Af þessu einkenndust sam- skipti mín við Erling sem voru ein- staklega ánægjuleg, illmögulegt að rífast við þennan yfirvegaða, stað- fasta rólegheitamann. í hvert sinn sem hugmynd um efni í grein var komin fram var rætt um allar hlið- ar málsins og undirstrikað hvaða sjónarmið eða áherslur þyrftu að koma fram. í hverri einustu grein sem ég skrifaði fyrir Eiðfaxa í rit- stjórnartíð Erlings átti hann alltaf eina eða fleiri hugmyndir, stórar eða smáar. Þetta ágæta samstarf var komið í ákveðinn farveg, málin afgreidd á mjög áreynslulítinn hátt. Aldrei sá ég Erling skipta skapi í samskiptum okkar þótt ekki væri maðurinn skaplaus, aldrei sá ég streituna ná undirtökunum þótt mikið mæddi á honum þegar stytt- ist í að blaðið færi í prentun. Erling- ur var vel agaður og prúðmenni í samskiptum við annað fólk. í við- kynningu má Segja að hann hafí farið hægt af stað en hratt í hlað því alltaf var maður að kynnast nýjum og skemmtilegum hliðum sem ekki voru bornar á torg dags- daglega og eftir því sem lengra leið átti ég betri aðgang að þessum sparihliðum Erlings. Hagmælskur var hann vel og vatt sér léttilega milli bragarhátta, þar sem húmor- inn og gleðin réð oft ferðinni. Að leiðarlokum er við hæfi að þakka þessum ágætismanni fyrir góða og notalega samveru og sam- vinnu. Sigrúnu, börnum og móður Erlings flyt ég samúðarkveðju. Minningin um vaskan og góðan dreng mun lifa. Valdimar Kristinsson. Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Við erum gestir og hótel okkar er jörðin. Einir fara og aðrir koma í dag því alltaf bætast nýir hópar í skörðin. Þá verður oss ljóst að framar ei frestur gefst né færi á að ráðstafa nokkru betur. Því alls, sem lífið lánaði, dauðinn krefst í líku hlutfalli og Metúsalem og Pétur. (T.G.) Kveðja, Þorsteinn, Svava og dætur. Sú harmafregn barst hratt um hesthúsahverfí okkar fimmtudag- inn 16. febrúar sl. að Erlingfur A. Jónsson, félagi okkar, hefði látist þá um morguninn eftir harða bar- áttu við illvígan sjúkdóm. Erlingur var aðeins 44 ára og því í blóma lífsins þegar kallið kom sem allir verða að hlýða. Erlingur starfaði sem ritstjóri Eiðfaxa, tímarits hestamanna, og sem slíkur ávann hann sér virðingu allra unnenda íslenska hestsins. Hann var oft frumkvöðull að um- ræðu sem leiddi til framfara og fordómalausrar skoðunar á málefn- um hestamanna. Djúpstæð þekking og næmi gerði honum kleift að eiga ógleymanleg viðtöl við marga af þeim, sem mestan svip hafa sett á hestamennskuna í landinu síðustu áratugina. Sumir einstakir lífs- kúnstnerar að auki. Skarð það sem myndast við fráfall hans verður vandfyllt. Erlingur var sérstakur persónu- leiki, hæglátur og án allrar tilgerð- ar. Hann var unnandi þjóðlegra hefða, m.a. virkur meðlimur í Kvæðamannafélaginu. Sagt var að meðalaldur þar hefði lækkað til muna með inngöngu Erlings. Þá var hann lögsögumaður ásatrúar- manna. Erlingur bjó yfir hárfínni kímni- gáfu og var sérstaklega gaman að spjalla við hann um hin margvísleg- ustu málefni. Það fékk sá er þessar línur ritar margoft að reyna. Erlingur var gæfumaður. Átti æskuástina fyrir eiginkonu og glæsileg og mannVænleg börn, þau Sigrúnu yngri og Jóhannes. Gagn- kvæm virðing og hlýja þeirra hjóna hvort til annars svo augljós. Sigrún Sigurðardóttir kona hans er einn af þekktustu reiðkennurum lands- ins og hefur unnið ómetanlegt starf fyrir Hestamannafélagið Gust. Æskulýðsstarf að hennar frum- kvæði hjá félaginu hefur vakið at- hygli og verið fordæmi annarra félaga í landinu. Með Erlingi A. Jónssyni er geng- inn litríkur karakter sem setti svip á samtíð sína. Minning hans mun lifa í hjarta allra þeirra sem hann þekktu. Elsku Sigrún, böm og íjölskylda. Við vottum ykkur dýpstu samúð. Hugur okkar er hjá ykkur. Hallgrímur Jónasson, formaður Gusts. Við kynntumst Erlingi A. Jóns- syni fyrir rúmu ári við útför Svein- bjarnar Beinteinssonar allsheijar- goða og á þorrablóti er helgað var minningu hans. í kjölfar þess gekk Erlingur til liðs við ásatrúarmenn og var það mikið happ fyrir félag- ið. Erlingur ávann sér strax traust og virðingu og eftir fáar vikur var hann kjörinn lögsögumaður (for- maður stjórnar). Því féll það í hans hlut að stjórna félaginu á erfiðum tímum og fórst honum það vel úr hendi. Erlingur á heiðurinn af nýjum og ítarlegum lögum Ásatrúarfé- lagsins, sem voru samþykkt á alls- heijarþingi í október, og var hann þá endurkjörinn lögsögumaður. Erlingur stóð undir öllum þeim væntingum sem til hans voru gerð- ar og meira til enda voru þeir margir sem ætluðu honum enn meiri vegsemd og virðingu. En enginn veit sín örlög fyrir. Allan þann tíma sem Erlingur starfaði í Ásatrúarfélaginu var samstarf okkar mjög náið og varð kveikjan að góðri vináttu. Fyrir kom að við tókumst á en þegar upp var staðið virtist það ætíð treysta vináttuböndin. Oftast fór þó mestur tími í sameiginlegt áhugamál okk- ar, kvæði, sér í lagi vísur ortar undir rímnaháttum, enda var Erl- ingur góður kvæðamaður, vel hag- yrtur og virkur félagi í kvæða- mannafélaginu Iðunni. Erlingur var hár og myndarleg- ur, svipsterkur, lítillátur, vel að sér um fornan sið og forn fræði. Hann var vinur vina sinna, glaðlyndur, kurteis og dagfarsprúður en um leið áræðinn og ákveðinn auk þess að vera skarpgreindur. Vísa Steph- ans G. lýsir honum enda vel: Þitt er menntað afl og önd, eigirðu fram að bjóða hvassan skilning, haga hönd, hjartað sanna og góða. Við ásatrúarmenn höfum misst glæsilegan fulltrúa, íslensk þjóð hefur misst mætan mann en sárast- ur er missir fjölskyldu hans, vina og ættingja. En minningin um góðan dreng lifir. „Þá rækja menn best minning hinna látnu, er þeir taka þá sér til fyrirmyndar í öllu fögru og hefj'a merki þeirra hátt á framfarabraut- inni. Minning feðranna er framhvöt niðjanna.“ (Jón J. Aðils) Þagalt og hugalt skyli þjóðans barn og vígdjarft vera; glaður og reifur skyli gumna hver, uns sinn bíður bana. (Hávamál) Við vottum fjölskyldu Erlings okkar dýpstu samúð. Jón Ingvar Jónsson, Reynir Harðarson Það var mikið lán fyrir tímaritið Eiðfaxa þegar Erlingur kom þang- að til starfa í september 1988. Menn höfðu áður fylgst með störf- um hans í ritnefnd blaðsins og þótti mikill fengur að honum í ritstjóra- stól. Fyrir utan mikla þekkingu á hestum og málefnum hestamanna bjó Erlingur yfír ijölbreyttum fróð- leik um íslenskt mál og íslensk fræði af ýmsum toga. Starfsmenn Eiðfaxa urðu þess fljótt áskynja að Erlingur var eng- inn meðalmaður þótt hann léti ekki mikið yfír sér né færi með há- reysti. Allar ákvarðanir hans og gerðir einkenndust af rólegu og fumlausu öryggi. Á starfstíma Erl- ings óx og dafnaði Eiðfaxi undir ritstjórn hans. Erlenda útgáfan, Eiðfaxi International, varð til m.a. fyrir tilstuðlan hans og mikill metn- aður fyrir hönd þess blaðs tryggði strax góða útbreiðslu. Erlingur var kvæðamaður góður og nutu starfsfélagar hans þess. Fyrirvaralaust átti hann það til að fara með stöku eða stutt kvæði um einstaka starfsmenn eða málefni. Mörg þessara kvæða hafa varð- veist. Þrátt fyrir mikinn áhuga Erlings á þjóðlegum efnum og fræðum Ásatrúarmanna var það víðsýnin, umburðarlyndið og tak- markalaus þolinmæði sem voru hvað sterkustu persónueinkenni hans. Þetta varð til þess að starfs- mönnum þótti gott að leita til hans, hvort sem það var í þágu starfsins eða einkalífsins. Dómgreind hans var treyst. Við lítum á það sem gæfu okkar að hafa fengið tækifæri til að kynn- ast og verða samferða manni eins og Erlingi, innan starfs og utan. Framansagt kann að hljóma sem eintóna lof, en staðreyndin er sú
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.