Morgunblaðið - 25.02.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.02.1995, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Daglegt líf skóla- nema úr skorðum ÞESSA dagana í verkfalli kennara eyða böm og ungl- ingar höfuðborgar- innar frítíma sínum meðal annars í Kringlunni en aðrir sækja iþróttanám- skeið á vegum íþróttafélaga. Það er ef tíl viU til marks um vanda foreldra skóla- bama að átta ára gamall nemandi í Isaksskóla sem blaðamaður talaði við í Kringlunni í fyrradag var þar einn síns liðs. Kennarar í verk- fallsvörslu standa vaktína í Kennara- húsinu á Laufás- vegi. Þar fjalla þeir um undanþágu- beiðnir, taka á ýms- um vafamálum en líka við stuðningsyflrlýsingum frá kennarasamböndum í öðr- um löndum. Aðspurðir sögðust kennararnir ekki kannast við að þeir væm í fríi þótt verk- fall stæði yfir því vinnudagur- inn í gamla Kennarahúsinu væri leng^ri og annasamari en þeir ættu að venjast. A göngum Kringlunnar var töluverður fjöldi unglinga og barna og margir nýttu sér frí- tímann til að spila í tölvuleikja- sal. Viktor Guðbrandsson, 16 ára nemandi í Verkmenntaskól- anum á Akureyri, var í Reykja- vík vegna jarðarfarar en ílent- ist hér syðra vegna verkfalls- ins. Hann var ekki frekar en fé- lagar hans, Bjami Bjarkason og Bjarki Magnússon, ósáttur við verkfallið en taldi þó að það gætí haft áhrif á framvindu námsins. Bjarai, sem er 12 ára, er í Varmárskóla og sagði hann að það væri gaman í verkfalli. Hann fer gjarnan i Kringluna til að skoða í búðir og borða á matsölustöðunum fyrir vasa- peningana að heiman. Bjarai kvaðst styðja kröfur kennara en lagði til að þeir gerðu kröf- ur um 200 þúsund kr. mánaðarlaun. Bjarki, sem er 15 ára, er á íþrótta- braut í Fjölbrauta- skólanum í Breið- holti. Hann sagði að það væri ágætt að fá fri úr skólanum. Hann sagðist sjald- an koma í Kringl- una en oftar nú þegar verkfall er. Stundakennarar við vinnu Einn hópur kenn- ara stendur þó fyrir utan verkfallið, en það era stunda- kennarar sem kenna níu tíma eða minna á viku og eru í öðrum föstum störfum. I Menntaskólan- um í Reykjavík eru þetta sex kennarar og í Menntaskólanum í Hamra- hlíð eru samtals 1.600 tímar á viku en aðeins átta tímar falla undir þetta. Gunnlaugur Ast- geirsson formaður verkfalls- stjórnar kennara sagði að í flestum tílfellum væri þessi kennsla felld niður. „Það er gífurlega mikið af málum sem koma hingað inn. Stór hlutí er fyrirspurair um ýmis mál eins og t.d. hvaða störf falli undir verkfallið. Það eru greinilega mjög margir sem vita ekki gjörla hve langt verkfallið nær. Við fáum marg- ar fyrirspurair af þessu tagi,“ sagði Gunnlaugur. „Við höfum ekki ennþá þurft að beita valdi en við höfum þurft að fara á staði og tala við fólk. Það hefur yfirleitt dugað og flestir farið að okkar tilmælum. Við höfum engin dæmi um hrein og klár verk- fallsbrot, við vitum ekki um neinn sem hefur ætlað sér að kenna þrátt fyrir verkfall. Við höfum eitt dæmi um foreldri sem hafði kallað saman heilan bekk og ætlaði að kenna honum i skólanum að kvöldi til hér í nágrannasveitarfélagi. Fulltrú- Hildur Sunna Rún- arsdóttir og Erla Kristín Gunnars- dóttir, 15 ára nem- endur í Arbæjar- skóla, vildu að verk- fallið færi að leys- ast, en þær drepa tímann með því að skoða í búðar- gluggana. Morgunblaðið/Árni Sæberg Verkfallsvarsla GUNNLAUGUR Ástgeirsson og Sigrún Ágústsdóttir, formenn verkfallssljórnar kennarafélaganna funda ásamt kollegum sínum í Kennarahúsinu. Á leikjanámskeiði HRESSIR krakkar í Álftamýrarskóla voru á Ieikjanámskeiði hjá Fram. Það kostar 3 þúsund kr. á viku að taka þátt i námskeiðinu. Félagar í Kringlunni VIKTOR Guðbrandsson, Bjarni Bjarkason og Bjarki Magnússon, voru alls ekki ósáttir við verkfall kennara og undu hag sínum vel í Kringlunni. ar okkar á því svæði voru fljót- ir tíl að grípa í taumana." Fjárplógsstarfssemi Gunnlaugur segir að íþrótta- félögin hafi haft uppi tilburði í þessa átt en mörg þeirra hafi hætt við áform um einhvers konar leikjakennslu á skóla- tíma. Þau hafi séð þarna mögu- leika á að græða peninga. „Ég kalla þetta fjárplógs- starfsemi og ég nota neikvætt orð um þessa starfsemi þvi mér finnst að hún eigi ekki að eiga sér stað undir þessum kringum- stæðum,“ sagði Gunnlaugur. „Menn hafa viljað ætlað mér að vera mesti óvinur íþrótta- hreyfingarinnar. Það er alls ekki rétt. Verkfall kennara fel- ur í sér að skólastarf fellur nið- ur og þetta er lögleg aðgerð í kjarabarátta. Við viljum auðvit- að reyna að koma í veg fyrir allt sem slævir áhrif verkfalls- ins. Við höfum sett okkur upp á mótí því þegar ný starfsemi er sett upp á skólatíma í hús- næði sem skólarnir hafa haft tíl umráða í viðkomandi tíma. Þá teljum við að verið sé að ganga í störf kennara," sagði Gunnlaugur. Gunnlaugur segir að skort hafi á að foreldrar skólabarna hafi þrýst nægilega á samn- ingsaðila kennara. „Foreldrar hafa haft góðan skilning á því sem við erum að gera en mér finnst ekki hafa heyrst nógu mikið frá þeim. Þeir hafa ekki skapað nógu mikinn þrýsting á samningsaðilana til þess að koma þessu máli áfram,“ sagði Gunnlaugur. Betra fyrir börnin í íþróttahúsi Fram í Safa- mýri voru fimmtán krakkar á leikjanámskeiði sem stendur yfir frá kl. 13-17 á hveijum degi. Reynir Stefánsson þjálf- ari hjá Fram sér um leikjanám- skeiðin og sagði hann að starf- semin hefði hafist sl. mánudag. Reynir var á því að betra væri fyrir krakkana að koma á leikjanámskeiðin en að hanga í Kringlunni eða annars staðar þar sem foreldrarnir vita ekki af þeim. Hann sagði að þátttaka í leikjanámskeið- inu kostaði 3 þúsund kr. á viku. Farið er í ratleiki, handbolta og ýmiss konar útileiki. Börnin voru flest úr Álftamýrarskóla og voru þau ánægð með nám- skeiðin. Fyrsta símtalið í sjónvarpi FYRSTA sjónvarpssímtalið hér á landi átti sér stað í Reykjavík í gærmorgun, er samgönguráð- herra, Halldór Blöndai, ræddi við starfsfélaga sinn í Svíþjóð, Ines Uusmann. Samatalið fór þannig fram að ráðherrarnir ræddust við í síma, en á sjónvarpsskjá gátu þeir síð- an séð hvor annan. Halldóri Böndal á vinstri hönd situr ráðu- neytisstjórinn í samgönguráðu- neytinu Jón Birgir Jónsson, en ráðherranum á hægri hönd Ólaf- ur Tómasson póst- og símamála- stjóri. Við vegginn standa Guðmund- ur Björasson aðstoðarpóst- og símamálastjóri, Hrefna Ingólfs- dóttir blaðafulltrúi Pósts & sima og Þorvarður Jónsson yfirverk- fræðingur Pósts og síma. Hjúkrunarheimili í Suður-Mjódd Kópavogsbúar jákvæðir fyrir samstarfi við Eir FULLTRÚAR meirihluta bæjar- stjórna Kópavogs og Garðabæjar hafa átt í óformlegum viðræðum við fulltrúa stjómar hjúkrunar- heimilisins Eirar um að ganga til liðs við sjálfseignarstofnunina um byggingu hjúkrunarheimilis í Suð- ur-Mjódd í stað Reykjavíkurborgar sem slitið hefur samstarfí við Eir um nýja heimilið. Afstaða félaganna liggur ekki fyrir Meirihluti borgarráðs Reykja- víkur samþykkti á þriðjudag að óska eftir viðræðum við Eir um að hún gefi eftir lóð í Suður- Mjódd þar sem Eir og borgin ætl- uðu að byggja nýtt hjúkrunar- heimili. Nýr meirihluti borgar- stjómar vill byggja minna heimili á þessari lóð í samvinnu við Reykjavíkurdeild Rauða kross ís- lands og hefur boðið Eir og fleiri aðilum til samstarfs. Stjóm Eirar og fulltrúar þeirra félagasamtaka sem ætluðu að standa að byggingu hjúkrunar- heimilisins í Mjódd frestuðu því í gær að taka afstöðu til beiðni borg- arinnar. Séra Sigurður Helgi Guð- mundsson, forstjóri Eirar og Skjóls, segir að afstaða aðildarfé- laganna til málsins liggi ekki fyrir, fulltrúar þeirra vildu ræða málið betur í sínum félögum. Þau félög sem ætluðu að standa að bygging- unni með Eir og borginni em Versl- unarmannafélag Reykjavíkur, Ör- yrkjabandalagið, SÍBS, Verka- kvennafélagið Framsókn og Starfsmannafélagið Sókn. Lóðin grundvallaratriði Fyrir utan það að ganga til liðs við borgina og Rauða krossinn um uppbyggingu á nýjum nótum og/eða skila lóðinni kemur til greina að byggja hjúkrunarheimili í samvinnu við Kópavogskaupstað og jafnvel einnig Garðabæ. Séra Sigurður segir reyndar erfitt að fara þá leiðina í andstöðu við Reykjavíkurborg, menn hafi engan áhuga á að standa í illindum út af þessu máli. Gunnar I. Birgisson, formaður bæjarráðs Kópavogs, segir að sér lítist vel á þá hugmynd að ganga til liðs við Eir um byggingu heim- ilisins og sé nú verið að kanna við- ræðugrundvöll. Fyrst þurfí auðvit- að að liggja fyrir hvort Eir haldi lóðinni. Hann segir að mjög vax- andi þörf sé fyrir hjúkrunarheimili- Til greina komi að stækka Sunnuhlíð í Kópavogi en þátttaka í nýju byggingunni gæti einnig verið áhugaverður kostur. Með þvi móti fengi þeirra fólk aðgang að hjúkmnarheimilunum Skjóli við Kleppsveg og Eir í Grafarvogi. Hann segir að ekki hafi verið rætt um að reisa þessa byggingu > Kópavogi, hún væri ágætlega stað- sett í Suður-Mjódd, nálægt mótum Reykjavíkur, Kópavogs og Garða- bæjar. 1 L l » ft I E ft ft ft ft I ft ft ft ft ft \ ft ft ft ft ft ft I ft ft \~
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.