Morgunblaðið - 25.02.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 25.02.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1995 21 Nýtt lyf gegn lifrarbólgu leyft vestanhafs Verið notað hér á landi í tvö ár LYFIÐ Havrix, sem notað er gegn lifrar- bólgu af A-stofni, og verður senn leyft í Bandaríkjunum, hefur verið notað með góð- um árangri á íslandi og í fleiri Evrópulönd- um í tvö ár, að sögn Haralds Briem, yfir- læknis smitsjúkdóma- deildar Borgarspítala. Sjúkdómurinn var allt- íður faraldur hér á landi frá aldamótum og fram yfir 1950 en er nú fátíður, helst að ferðamenn fái hann. Lifrarbólga af A-stofni veldur slæmum niðurgangi og uppköstum en veldur ekki varanlegu tjóni, mjög sjaldan dauða. Bandaríkjamenn oft seinni Haraldur sagði að Bandaríkja- menn væru oft seinni til að leyfa ný lyf en Evrópumenn. Fylgst væri með árangrinum af notkun lyfsins hér og yrði það gert áfram næstu árin, m.a. er kannað hve lengi mótefnið endist. íslendingar sem fæddir eru eftir stríð eru yfir- leitt ekki með mótefnið í blóðinu en þeir sem eldri eru hafa flestir fengið sjúkdóminn einhvern tíma og eru því varðir. „Þetta er lifrarbólga sem smit- ast með saurmengun, hún kemst í mat“, sagði Haraldur. „Það var lömunarveiki í gangi um 1950 og mikil herferð farin til að auka hreinlæti. Eg hugsa að þetta hafi skilað árangri líka gegn þessari umferð- argulu, eins og lifrar- bólga A var kölluð héma.“ Haraldur sagði að við værum í mestri hættu á ferðalögum erlendis, hún gæti ver- ið í skelfíski og öðrum mat þar sem ekki væri gætt fyllsta hreinlætis. Fólk gæti verið veikt vikum og jafnvel mánuðum saman og því orðið fyrir miklu vinnutapi auk óþægindanna. Sum lönd varasöm Fólk sem færi til landa þar sem veikin væri landlæg væri hvatt til að láta bólusetja sig. Haraldur sagðist telja að mest væri hættan á smiti í Afríku og Suður-Amer- íku, einnig væri Suður-Evrópa nokkuð varasöm, minnst væri hættan sennilega í Norður-Amer- íku. Aður hefðu ferðalangar fengið svonefnt gammaglóbúlín sem hefði varið fólk í stuttan tíma en líkur bentu til að Havrix væri virkt í 10-15 ár, jafnvel lengur. Haraldur Briem Umræður á Lögþinginu í Færeyjum Sjálfstæðistillögnr án meirihluta Þórshöfn. Morgunblaðið. TILLAGA Þjóðveldisflokksins í Fær- eyjum þess efnis að landinu verði sett ný stjómarskrá og það hljóti fullt sjálfstæði mun ekki fá meiri- hluta á Lögþinginu. Á hinn bóginn er vilji fyrir því að gera umbætur á gildandi stjómarfyrirkomulagi. Er tillagan var rædd á fimmtudag sagði Edmund Joensen, lögmaður Færeyja og formaður Sambands- flokksins, að flokkurinn væri andvíg- ur sjálfstæði en vildi endurbætur á heimastjórninni. Jafnaðarmenn vilja einnig halda í sambandið við Dan- mörku en era reiðubúnir að ræða hugmyndir um aukið sjálfsforræði eyjanna í ríkjasambandinu. Danska blaðið Berlingske Tidende skýrði á miðvikudag frá nýrri skoð- anakönnun í Færeyjum þar sem 55% aðspurðra sögðust styðja sjálfstæði eða endurskoðun á lögunum um heimastjórn. Árið 1993 var samsvar- andi hlutfall 27%. ERLEMT________________ Keðjureykjandi hug- læknir hjálpar Jeltsín DZHUNA og Jeltsín spá í spilin. SÉRSTAKUR hópur manna starf- ar innan Kremlarmúra við að rýna í stjörnukort Borís Jeltsíns Rúss- landsforseta. Við þennan hóp hef- ur nú bæst huglæknirinn Dzhuna, kona sem kveðst vera „líf-orku- veita“ og rekur sérstaka mennta- stofnun í heilunarfræðum ýmsum. Þeir sem veitt geta handanheima- ráðgjöf hafa löngum átt greiðan aðgang að rússneskum ráða- mönnum; munkurinn Raspútín stjórnaði á sínum tíma lífi Nikul- ásar II keisara og Alexöndra konu hans. Alexandra og Nikulás II Rúss- iandskeisari nefndu Síberíumunk-. inn Raspútín jafnan „vin okkar“. Munkurinn, sem var ómenntaður með öllu, stjómaði þeim og hefur þetta sérkennilega vald hans yfir keisarahjónunum verið rakið til trúar þeirra á að hann gæti hjálp- að syni þeirra, Alexej, sem var blæðari. Svo fór að lokum að ung- um aðalsmönnum tókst að myrða Raspútín eftir að sögusagnir tóku að berast um að hann sængaði hjá keisaraynjunni. Kraftaverkum sjónvarpað Huglæknum og kraftaverka- mönnum var hampað á sovét-tím- anum, ekki síst þegar halla fór undan fæti í valdatíð Míkhaíls S. Gorbatsjovs. Huglæknirinn Kasp- írovskíj náði til milljóna sjónvarps- áhorfenda víða um sovétveldið og vann kraftaverk á hverju kvöldi. Fullyrt hefur verið að þjóðernis- sinninn Vladímír Zhírínovskíj hafi leitað í smiðju til Kaspírovskíjs í baráttunni fyrir síðustu þingkosn- ingar. Dzhuna á sjónvarpinu einn- ig að þakka frægð sína. „Ég hitti Borís Níkolajevítsj, mjög oft. Ef ég get ekki hitt hann, tölum við saman í síma,“ segir Dzhuna. „Ég tel það skyldu sér- hvers borgara að fræða forsetann um vilja fólksins," bætir hún við um leið og hún bandar löngum, lökkuðum nöglum sínum að karl- kyns aðstoðarmanni sínum. NATO og hrísgtjón Aðspurð um umræðuefnin segir Dzhuna: „Við ræðum hugmyndir mínar og það er af nógu að taka. Náttúran, maðurinn, við eram öll hluti af sama lífheiminum.“ Hún hristir litað, dökkt hárið og gerir grein fyrir hvers vegna það sé á ábyrgð Atlantshafsbandalagsins, NÁTO, að finna lækningu við al- næmi. Því næst ræðir hún galla Uncle Ben’s hrísgijóna frá Amer- íku. Hún keðjureykir Marlboro- sígarettur og jórtrar samtímis á tyggigúmmí af einstakri elju. Hún getur þess að Rússland sé tíu sinnum ríkara land en Banda- ríkin og kveður áform andstæð- inga Jeltsíns um að fara fram gegn honum í forsetakosningum á næsta ári lýsa miklu vanþakk- læti. Skyndilega tekur hún upp bækling af borði sínu. „Hef ég sýnt þér að ég hef fengið einka- leyfi á „Dzhuna-1“ nuddtækinu?" Maður einn sem sækir stjörnu- speki-námskeið Dzhunu útskýrir að tæki þetta veiti „nudd án snert- ingar, sem læknar alla sjúkdóma." Réttur kjúklinga og manna „Þar sem ég er alþjóðlega við- urkenndur vísindamaður, vil ég leggja áherslu á að aðeins er til einn guð og maðurinn er maður,“ segir Dzhuna eftir að hafa kynnt galdratækið. „Ég vil lifa og ég fæ ekki séð hvers vegna kjúklingar eiga ekki líka að fá að lifa.“ Þess- ari yfirlýsingu fylgir þögn á með- an lærisveinar hennar meðtaka spekina. „Ég veit!“ segir einn aðdáandinn. „Hún er að segja að við eigum öll að gerast grænmetisætur!" Viðstaddir fagna þessum boðskap ákaflega. í reglu Assyringa Fyrrum blaðafulltrúi Jeltsíns, Pavel Vostsjanov, segir að forset- inn hafi oftlega boðið huglæknin- um í sumarhús sitt. Hann rifjar upp þegar Dzhuna sótti forsetann eitt sinn heim og hafði meðferðis hatt einn mikinn og slá til að vígja Jeltsín sem félaga í „einhverri reglu eða einhveiju slíku“. Dzhuna man þetta vel. „Já, þetta var þegar Borís Níkolajevítsj varð heiðursfélagi í Reglu hinna fomu Assyringa," segir hún. „Ég held að við höfum einnig sæmt hann doktorsnafnbót í heimspeki. Ég meina, hann er nú einu sinni for- seti.“ Tölvutæk stjörnuspá Áhugi á handanheimafræðum og stjörnuspeki er ekki bundinn við ráðamenn innan Kremlar- múra. Nýverið skýrði háttsettur embættismaður í varnarmála- ráðuneyti Rússlands frá því að hann og samstarfsmenn hans færa reglulega yfir stjömuspána sem þeir hefðu aðgang að í tölvu- tæku formi. „Við getum ekki leit- að til kirkjunnar eftir að hafa mátt hlýða svo lengi áróður gegn trúarbrögðum. Okkur þykir sem stjörnuspáin sé einhvers konar millistig hvað andlega leiðsögn varðar.“ Heimild:Tfie Sunday Times. SjúkraJjjálfari leiáLeinir um val á dýnum í dagf Góð hvíld er mikilvægari fyrir heilsuna en flest annað. Gæði dýnunnar geta haft úrslitaáhrif á hvort svefninn er vær og endurnærandi. I verslun Lystadúns-Snælands mun sjúkraþjálfari leiðheina og fræða viðskiptavini og segja frá hvaða kostum góð dýna |>arf að vera húin til að svefnsins verði notið sem hest. Dýnuúrvalið hjá Lystadún-Snæland er fjölhreytt; fjaðradýnur - hæði einfaldar og tvöfaldar latexdýnur, svampdýnur, yfirdýnur, eggjahakkadýnur og heilsukoddar. Opið í dag kl. 10:00-16:00. % /1 ^'sjúkraþjAlfun REYKJAVÍKUR Shútuvogi 11 • Sími 581-4655 568-5588
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.