Morgunblaðið - 25.02.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.02.1995, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR ELLIÐAVATN Ljösm./Þorsteinn Ásgeirsson íi JL.4L - SÉRA Sigurður Gunnarsson præp.hon. langafi Völundarbræðra með þá þijá. Frá vinstri: Sveinn Kjartan, Sigurður Gunnarsson, Leifur, Haraldur. FJÖLSKYLDUMYND frá Sveinsstöðum, ca. 1929. Fremri röð frá vinstri: 1. Elín Haralz (siðar Ellingsen) 2. Júlíana Sveinsdóttir 3. Haraldur Sveinsson 4. Sveinn K. Sveinsson 5. ? 6. Katrín Hjaltested 7. Sigurveig' Hjaltested Milliröð: 8. Júlíana Isebarn 9. Clara Isebarn 10. Ingólfur Isebarn Efsta röð: 11. Sveinn M. Sveinsson 12. Soffía Haraldsdóttir 13. Leifur Sveinsson 14. Sveinn Jónsson 15. Jón Hjaltested 16. Elín Magnúsdóttir 17. ? 18. Sigríður Helgadóttir. 19. ? Elliðavatnsbréf i „KETILBJÖRN hét maður ágætur í Naumudal. Hann var Ketilsson og Æsu, dóttur Hákonar jarls Grjótgarðssonar. Hann átti Helgu, dóttur Þórðar skeggja. Ketil- bjöm fór til Islands, þá er landið var víða byggt með sjó. Hann hafði skip það, er Elliði hét. Hann kom í Elliðaárós fyrir neðan heiði.“ Þannig segir í Land- námu. „Kona er nefnd Þor- gerður. Hún bjó á þeim bæ, er heit- ir að Vatni, er síðan er kallað Elliða- vatn.“ Svo segir í Kjalnesingasögu. II Bærinn Elliðavatn stendur á tanga austan við samnefnt stöðu- vatn. Vatnið er í dalverpi, sem hraunstraumur hefur lokað, suð- austan við byggðina í Breiðholti, sunnan Suðurlandsvegar. í vatnið renna Hólmsá, sem nefnist Bugða síðasta spölinn, og Suðurá, sem kemur úr Silungapolli. Öruggt þyk- ir, að byggð hafí verið að Elliða- vatni fyrir 1300, en jörðin verður brátt eign Viðeyjarklausturs og síð- ar konungseign. Árið 1756 var sett þar upp fjár- ræktarbú að tilhlutan stjórnarinnar. Var það gert til þess að sjá Innrétt- ingunum fyrir ull, er betur hentaði til vinnslu en sú, sem notuð hafði verið. Skömmu síðar kom upp fjár- kláði hér á Iandi og var fjárræktar- búið lagt niður 1764. Skömmu eftir 1860 eignaðist Benedikt Sveinsson jörðina. Þar fæddist sonur hans, Einar, árið 1864. Á Elliðavatni rak Benedikt um stund prentsmiðju án leyfis yfírvalda. Sú sögn er til að á Elliðavatni hafí Einar Benediktsson, 7-9 ára gamall, ort sína fyrstu vísu, um vinnumann einn, sem þótti mat- maður í meira lagi: Jósep er og hundur hans hungraðir að vana seggur þessi sunnanlands segist kominn að bana Árið 1874 er Benedikt settur sýslumaður í Þingeyjarsýslu og sel- ur þá jörðina og gekk hún síðan kaupum og sölum, þar til Rafmagns- veita Reykjavíkur eignast hana á árunum 1923-1926. R.R.' Iét skömmu síðar gera mikla miðlunar- stíflu, þannig að vatnsborð stöðu- vatnsins hækkaði veruiega. Fóru þá hinar miklu engjar í kaf og yfirborð vatnsins jókst um helming. Elliða- vatn er nú 1,8 ferkm, lengd 2,2 km, breidd, þar sem það er breiðast, 1,5 km. Það er 73 metra yfir sjávarmáli. III í ritröðina „Með reistan makka“, 4. bindi reit ég þátt um hesta- mennsku mína og segir þar m.a.: „Foreldrar mínir voru hestaunnend- ur. Þau reistu sumarbústað árið 1923 hjá Vatnsenda við Elliðavatn, sem þau nefndu Sveinsstaði. Ég sem þetta rita er fæddur 6. júlí 1927 og dvaldi fyrstu átta sumur ævi minnar í bústað þessum. Fjölskyldna hafði þijá hesta í stórri girðingu, sem Nú hafa verið lagðir göngustígar meðfram vatninu frá Elliðavatns- bænum til suðurs, sem aftur tengjast göngu- stígum í Heiðmörk er fyrir voru, segir Leifur Sveinsson. Er þetta nú orðinn einn samfelld- ur ævintýraheimur, en þar var aðéins bíl- vegur að hluta áður. náði allt frá veginum út í nesið og alla götu norður að stíflunni, þar sem Elliðaámar falla úr Elliðavatni. Var þar mjög rúmt um þijá hesta, en þeir hétu Þokki, hestur móður minnar, Þytur og Valur, hestar föð- ur míns... Ófáar ferðir fórum við bræður út í hrossahaga með brauð til hestanna og enn fínn ég lyktina, bæði af þeim og brauðinu. Svo djúpt eru þessir vinir bemsku minnar greyptir í minninguna." Þar sem ég var aðeins 17 daga gamall, þegar ég var fluttur að Sveinsstöðum, þá er samband mitt við Elliðavatnið orðið nokkuð langt, en ég er bundinn umhverfí þess svo óijúfanlegum böndum, að erfítt er að lýsa með orðum svo vel sé. IV Eigandi Vatnsenda á þessum ámm var öðlingurinn Magnús Hjaltested, en ábúendur frá 1928 frændi hans Lárus Pétursson Hjalt- ested, f. 22.2. 1892, d. 8.6. 1956 og Sigríður Jóndóttir Hjaltested, f. 6.1. 1896, d. 12.2. 1980. Mér þótti vænt um þessi heiðurshjón. Eigi má á milli sjá, hvort rís hærra í minningunni, hlátur Lárasar eða bros Sigríðar. „Sigríður á Vatn- senda“. Þetta nafn hefur ávallt haft alveg sérstaka merkingu í hugskoti mínu, samnefnari um mikla hlýju og mildi. Jón Einar hefur aftur á móti erft hiátur föður síns, svo hann lifir áfram. Börn þeirra, er upp komust vora sjö: Sigurður, Pétur, Katrín, Sigur- veig, Jón Einar, Anna og Ingveldur. Jón Einar, eða Nonni á Vatnsenda eins og við bræður nefndum hann, var á líkum aldri og við og mikill vinur okkar. Margar ferðimar fórum við að Vatnsenda, jafnvel á fætur kl. 6 að reka beljumar með Nonna frá Vatnsenda að Kjóavöllum. Vinnumaður einn var um þetta leyti á Vatnsenda, Sigurður að nafni, kallaður Siggi sjókaldi. Stóð okkur bræðram nokkur ógn af nafni þessu, sérstaklega þegar hann hafði rotað kálf með hamri að okkur ásjá- andi. Ég hefí aldrei almennilega fyrirgefið manni þessum verknað hans, enda aðeins 5 ára, þegar hann batt þannig enda á Iíf kálfsins. Um miðjan fjórða áratuginn lætur faðir okkar smíða bát fyrir sig hjá Þorsteini Daníelssyni. Var það frá- bær bátur, sem flaut yfir svo til hvað sem var, og nefndum við bræð- ur hann Titanic. Á bát þessum var veitt öllum stundum, sem dvalið var á Sveinsstöðum, mest róið niður Dimmu í átt að stíflunni, eða milli Þingness og engjanna, sem oftast voru yfirflotnar. Mestan afla um eina helgi man ég eftir hjá okkur Sveini bróður 16.-17. júní 1945, 49 silunga, bleikju og urriða nokkuð jafnt. Vænsta silung, er ég minnist að hafa veitt, veiddum við Haraldur bróðir í júní 1949, 4 punda urriða. V Árið 1957 hóf ég að stunda hesta- mennsku hér í Reykjavík og hefjast Leifur Sveinsson , , A. Mayer ELLIÐAVATN. Ur Islandsleiðangri Gaimards 1836.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.