Morgunblaðið - 25.02.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.02.1995, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Beiðni Frakka hunsuð BANDARÍSKIR embættis- menn segja að fjórir banda- rískir stjórnarerindrekar í Frakklandi verði þar áfram þrátt fyrir beiðni frönsku stjórnarinnar um að þeir færu úr landi vegna meintra njósna. Þegar einn þeirra var spurður hvort beiðnin tengdist forseta- kosningunum í Frakklandi svaraði hann: „Ég tel það hugsanlegt." Fry heill áhúfi UMBOÐSMAÐUR breska leikarans Stephens Frys sagði í gær, að hann væri heill á húfi og liði vel þar sem hann væri niður kominn. Fry hætti að koma fram í leikriti, sem verið er að sýna í London, í síðustu viku og lét sig þá hverfa sjónum vina sinna og kunningja. Fry er kunnastur fyrir hlutverk sitt sem þjónn- inn í sjónvarpsþáttunum um þá Jeeves og Wooster en þeir voru gerðir eftir sögu PG Wodehouse. Hann fór með aðalhlutverkið í leikritinu „Klefafélögum" eftir Simon Graý en þremur dögum eftir frumsýninguna lét hann sig hverfa. í bréfi, sem hann skrif- aði vinum sínum áður, kvaðst hann hafa brugðist sem leik- ari en gagnrýnendur léku hann illa í dómum sínum. Banna nýnasista- samtök ÞÝSKA stjórnin bannaði í gær ein stærstu og rótttækustu samtök nýnasista, Fijálsa verkamannaflokk Þýskalands (FAP). Hóf lögregla handtök- ur og húsleit hjá helstu for- sprökkum þeirra. Samtökin hafa verið bendluð við ofbeld- isverk. Þá bönnuðu yfirvöld í Hamborg starfsemi Þjóðarlist- ans, lítils öfgaflokks undir for- ystu Christians Worchs, eins áhrifamesta nýnasista Þýska- lands. Hann er höfuðpaur til- rauna til þess að stofna lands- samtök nýnasista. Réttarhöldin í máli íþróttakappans O.J. Simpsons Reynt að tortryggja lögreglurannsókn Los Angeles. Reuter, The Daily Telegraph. VERJENDUR bandarísku fótbolta- hetjunnar 0. J. Simpsons, sem sak- aður er um að hafa myrt fyrrver- andi eiginkonu sína og vin hennar, reyna nú ákaft að sýna fram á að rannsókn lögreglunnar á morðstað hafi verið ábótavant. Til harðra orðaskipta kom á mið- vikudag er aðalveijandi sagði sækj- endur ekki kunna starf sitt og varð dómari að beita sér af hörku til að hafa stjórn á réttarhöldunum. Sækjendur mótmæltu aðferðum veijenda við yfirheyrslur vitna. Aðalveijandinn, Johnnie Cochran, sagði ljóst að sækjendur hefðu ekki um langa hríð þurft að standa í málaferlum og reiddist Christopher Darden aðstoðarsaksóknari mjög þessum dylgjum. Að endingu varð dómarinn, Lance Ito, að þagga nið- ur í honum og baðst Darden síðar formlega afsökunar eftir mikið þóf. Logandi kertaljós Raktar hafa verið garnirnar úr Tom Lange rannsóknarlögreglu- manni undanfama daga og reynir Cochran að gera sérhvert smáatriði totryggilegt, veijendur reyna að sýna fram á að annar maður eða menn hafi verið á morðstaðnum, ekki Simpson. Þeir segja margt benda til þess að Nicole Simpson hafi átt von á heimsókn elskhuga og gagnrýna að ekki skuli hafa verið kannað hvort Nicole hafi ver- ið nauðgað. Það veldur veijendum miklum vanda að mikilvæg vitni þeirra hafa ekki reynst trúverðug. Eitt þeirra, kona sem sagðist hafa séð fjóra menn hlaupa frá morðstaðnr um, hefur verið handtekin fyrir fjársvik á hóteli og kona sem seg- ist hafa séð Simpson í bíl sínum fyrir utan heimili íþróttakappans um sama leyti og morðið var fram- ið, er nú horfin til lands síns, E1 Salvadors. Stefnan er tekin á Hvíta húsið PHEL Gramm, öldungadeildar- þingmaður fyrir Texas, hefur ákveðið að keppa eftir útnefn- ingu sem forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins og er hann fyrstur flokksbræðra sinna til að taka af skarið um það. í fyrrakvöld efndi hann til fjársöfnunarveislu og var afrakstur hennar nærri 300 milljónir ísl. kr. „Ég á þann traustasta vin, sem nokkur stjórnmálamaður getur óskað sér, mikið fé,“ sagði Gramm í veislunni, sem 2.000 manns sátu. Helstu stefnumál Gramms eru aðhaldssemi í fjármálum, að brjóta upp vel- ferðarkerfið og draga úr um- svifum alríkisins. Akvörðun í máli Andreottis frestað Fómarlömb mafíunnar í dýrlingatölu? Palermo, Róm. Reuter, The Daily Telegraph. FRESTAÐ hefur verið að taka ákvörðun um réttarhöld yfir Giulio Andreotti, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, en hann er sakaður um að hafa verið félagi í mafíunni. Kaþólska kirkjan á Ítalíu og Páfagarður hafa til athugunar að fólk, sem fallið hefur í barátt- unni gegn mafíunni, verði tekið í dýrlingatölu. Veijendur Andreottis fóru fram á í gær, að ákvörðun um hvort efnt verði til réttarhalda yfir honum verði ekki tekin fyrir rétti í Palermo á Sikiley, heldur fyrir sérstökum rétti í Róm, sem dæmir í málum ráðherra. Halda þeir því fram, að Palermo sé ekki rétt lögsagnarum- dæmi í þessu máli. Verður skorið úr því 2. mars nk. Píslarvottar Kaþólska kirkjan á Sikiley, þar sem mafían er öflugust, lagði fyrir nokkru til, að fólk, sem léti lífið í stríðinu gegn glæpasamtökunum, yrði tekið í dýrlingatölu. Hefur dag- blað Páfagarðs, L’Osservatore Romano, tekið tillöguna upp á sína arma og segir, að líta megi svo á, að Rosario Livantino dómari, sem lést í sprengjutilræði fýrir fimm árum, og Don Pino Pugliesi, prestur í Palermo, sem var skotinn fyrir að segja börnum frá mafíunni, hafi dáið píslarvættisdauða. ítök kirkjunnar mikil Jóhannes Páll páfi II talaði um „píslarvotta réttlætisins" á Sikiley 1993 og prestar og biskupar kirkj- unnar þar eru mjög hlynntir því, að þeir, sem falla í baráttunni við mafínua, verði teknir í dýrlingahóp- inn. Kirkjan á mikil ítök í fólki og ráðstöfun af þessu tagi myndi því snúa hinum trúuðu enn frekar gegn glæpasamtökunum. Reuter NYJAR SENDINGAR SYNINGARAFSLATTUR OPIÐ: LAUGARDAG kl.10 - 16 SUNNUDAG kl.13 -17 Sérverslun meb stök teppi og mottur i i Persía jÉbtjÉtkjÉÉkjÉtkjÉ^jÉbkjÉtkuÉkkJÉkJÉ^jÉkk^ÉkjÉkjÉ^ Faxafeni v/Suburlandsbraut
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.