Morgunblaðið - 25.02.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.02.1995, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR Á barnið að fara í tónlistarskóla? Tónlistarskóli Kópavogs Hamraborg 11, Kópavogi Forskóli - Hóptímar Hámarks- Kennslust. Verð Tímabil fjöldi nem. á viku 15.500 1.okt.-1.maí 10 2x50 mín. Píanónám fyrir 12 ára nemanda ^ ^ Hóptímar Verð Tímabil Tónfræði/-heyrn 33.000 20. sept.-20. maí 60 mín. IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII Fjöiskyiduaf sláttur Ekki í forskóla. 2. nemandi, 15%, 3., 25%, 4., 40%, 5., 50% Tónskóli Sigursveins D. Kristinss. Hellusundi 7, Reykjavik 21.600 15. sept.-10. maí 10 2x60 mín. 40.000 15. sept.-10. maí 60 mín. 10% fyrirtvo eða fleiri Tónmenntaskóli Reykjavíkur Lindargötu 51, Reykjavík 28.000 19. sept.-8. maí 9 2x50 mín. 43.000 19. sept.-8. maí 50 mín. Tveir fá 15%, þrír, 25%. 50% afsl. á annað hljóðfæri Tónlistarskóli FÍH Rauðagerði 27, Reykjavík - Enginn forskóli - - . 45.0001) 1. sept.-20. maí 90 mín. 0,1 af heildarupphæð Nýi tónlistarskólinn Grensásvegi 3, Reykjavlk 18.000 eins og grunnskólar 10 2x45 mín. 44.000 eins og grunnskólar 90 mín. 0,05 af heildarupphæð Tónlistarskólinn á Seltjarnarnesi Skólabraut, Seltjarnarnesi 13.400 5. sept.-5. maí 3/14 2> 2x30 mín. 28.800 5. sept.-5. maí 90 mín. 2. nemandi, 20%, 3., 40% Tónlistarskólinn í Grafarvogi Hverafold 1 -3, Reykjavík 26.600 5. sept.-12. maí 8 2x45 mín. 44.000 5. sept.-12. maí 50 mín. 10% fyrirtvo eða fleiri Tónskóli Eddu Borg Hólmaseli 4-6, Reykjavík 24.000 15. sept.-15. maí 8 2x45 mín. 42.000 15. sept.-15. maí 45 mín. 2. nemandi, 10%, 3., 20% Tónlistarskóli Garðabæjar Smiðsbúð 6, Garðabæ 15.000 1. sept.-15. maí 12 2x50 mín. 33.000 1. sept.-15. maí 60 mín. 2. nemandi, 20%, 3. og fleiri, 40% Tónlistarskóli Hafnarfjarðar Strandgötu 32, Reykjavík 14.700 eins og grunnskólar 10 2x50 mín. 27.300 eins og grunnskólar 60 mín. 2. nemandi, 20%, 3. og fleiri, 40% Tónlistarskóli Mossfellsbæjar Brúarlandi, Mosfellsbæ 10.000 7. sept.-20. maí 10 1x55 mín. 27.000 7. sept.-20. maí 60 m. e. 2. stig 2. nemandi, 20%, 3., 40%, 4., 100% Á LANDSBYGGÐINNI Tónlistarskóli Stykkishólms Skólastíg 11, Stykkishólmi 9.000 1. sept.-31. maí 4 2x30 mín. 18.000 1. sept.-31. maí 60 mín. Ekki í forskóla. 2. nemandi, 20%, 3., 40%, 4., 60% Tónlistarskóli ísafjarðar Austurvegi 11, ísafirði 12.000 15. sept.-20. maí 1 ®) 2x15 mín. 24.000 15. sept.-20. maí 60 mín. 2. nemandi, 25%, 3., 50% Tónlistarskóli V-Húnvetninga Hvammstangabraut 10, Hvammstanga 19.000 10. sept.-15. maí 13) 2x30 mín. 19.000 10. sept.-15. maí í hljófæratíma 2. nemandi, 33%, 3., 66%, 4., 100% Tónlistarskólinn á Akureyri Hafnarstræti 81, Akureyri 20.000 15. sept.-15. maí 6 2x50 mín. 30.000 15. sept.-15. maí 60 mín. 2. nemandi, 15%, 3., 30%, 4., 45% Tónlistarskóli Eyjafjarðar (grunnskólunum 12.000 1. sept.-31. maí 6 2x40. mín. 24.000 1. sept.-31. maí 60 mín. Tveir fá 15%, þrír eða fleiri, 25% Tónlistarskóli Húsavíkur Skólagarðil, Húsavík 4.4004) 1. sept.-15. maí 7 2x30 mín. 18.000 1. sept.-15. maí 60 mín. 25% fyrir tvo eða fleiri Tónlistarskólinn á Egilsstöðum Tjarnarlöndum 13, Egilsstöðum 9.000 1. sept.-31. maí 7 1x60 mín. 20.000 1. sept.-31. maí 45 mín. Ekki í forskóla. 2. nemandi, 33%, 3., 66%, 4., 100% Tónskóli A-Skaftafellssýslu Hafnarbraut 17, Höfn 8.000 7. sept.-18. maí 9 1x50 mín. 14.000 7. sept.-18. maí samt. 3 klst. 2. nemandi 25%, 3., 50% Tónlistarskóli Árnesinga Skólavöllum 3, Selfossi 7.000 15. sept.-15. maí 3 1x30 mín. 21.000 15. sept.-15. maí 60 mín. 2. nemandi, 25%, 50% Tónlistarskóli Vestmannaeyinga Arnardrangi, Vestmannaeyjum 10.000 1. sept.-10. maí 3 2x30 mín. 19.000 1. sept.-10. maí 50 mín. 12,5% af heiidarupph. f. 2, 3. 50% af skólagj. Tónlistarskóli Keflavíkur Austurgötu 13, Keflavík 13.600 1. sept.-31. maí 8 2x45 mín. 24.900 1. sept.-31. maí 50 mín. 10% fyrirtvo, 20% f. þrjá, 30% f. fjóra 1) Yngstu riemendureru 13 ára. 2) Yfirleitt 3 saman ítíma, en á 4ra vikna fresti er 14 nemendum skipt ítvo hópa. 3) Ekki eiginlegur forskóli heldur einstaklingskennsla. 4) Húsavíkurbær greiðir skólagjöld nemenda í forskóla vegna samstarfsverkefnis leik-, grunn- og tónlistarskóla. 5) Ekki eiginlegur torskóli heldur einstaklingskennsla á blokkflautu. Mikill verðmunur á tónlistarnámi barna eftir búsetu Tónlistarskólar í Reykjavík með hæstu skólagjöldin Verðkönnun vikunnar í verðkönnun á tónlistarnámi barna kom m.a. í Ijós að foreldrar í Hafnarfírði greiða 14.700 kr. í skólagjöld á ári fyrir bam í forskóla, en foreldrar í Reykjavík greiða 18.000-28.0000 kr. fyrir kennslu á sama stigi með álíka kennslutíma á viku. AÐEINS fjársterkar fjöl- skyldur hafa bolmagn til að kosta bömin sín í íþróttir, tónlistarnám og allt það sem þeim stendur til boða utan skólanna, segir Lára Björns- dóttir, félagsmálastjóri í Reykjavík í kynningarblaði Landssamtakanna Heimili og skóli, sem fylgdi Morg- unblaðinu nýverið. Trúlega þurfa margir foreldrar að leggja töluvert á sig til að kosta böm sín í tónlistarnám. í samtölum við skólastjóra tónlistarskóla kom engu að síður í ljós að skólamir eru þétt setnir og víða langir biðlistar. Neytendasíðan kannaði verð á tónlistamámi fyrir börn í forskóla og píanónámi fyrir 12 ára nemend- ur. í báðum tilvikum reyndust skólagjöld mun hærri í Reykjavík en í nágrannabyggðarlögum og á landsbyggðinni. Hæstu skólagjöld í forskóla voru í Tónmenntaskóla Reykjavíkur, eða 28 þús. fyrir 2x50 mín. kennslustundir. í Tónlistar- skóla Hafnarfjarðar var verðið 14.700 kr. fyrir sama tíma og í Tónlistarskóla Keflavíkur 13.600 kr. fyrir 2x45 mín. í öllum skólunum var miðað við píanónám í 1 klst. á viku, annað- hvort 2x30 mín. eða 1x60 mín. og auk þess var tónfræði og tónheyrn kennd í 45-90 mín. á viku. Slíkt nám var á 27 þús. í Tónlistarskóla Mosfellsbæjar, 14 þús. í Tónskóla A-Skaftafellssýslu, Höfn (annað fyrirkomulag á tónfræðitímum, sjá töflu) og 45 þús. í Tónlistarskóla FIH (yngstu nemendur 13 ára). Mismunandi rekstrar- fyrirkomulag Lögum samkvæmt eiga bæjar- eða sveitarfélög að greiða laun kennara og skólagjöld að fara í annan rekstrarkostnað. Njáll Sig- urðsson, námsstjóri tónlistarskóla í menntamálaráðuneytinu, segir að stjórnendur tónlistarskóla ákveði skólagjöld sín sjálfir. I Reykjavík séu tónlistarkennarar starfsmenn skólanna en annars staðar yfirleitt starfsmenn viðkomandi bæjar- eða sveitarfélags. Tónlistarskólar í Reykjavík þurfi að senda starfs- og fjárhagsáætlun til borgaryfirvalda, og fái íjármagn samkvæmt þeim til að greiða laun kennara. miðað við ákveðinn tímafjölda á viku. Sigursveinn Magnússon skóla- stjóri Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar sagði að varðandi tónlistarskólanna tíðkuðust aðal- Iega tvö rekstrarform. Skólarnir í Reykjavík nytu styrkja frá Reykja- víkurborg, sem svöruðu launum kennara. Námsgjöldum væri varið til reksturs; kostnaðar vegna hús- næðis s.s. húsaleigu og viðhalds húsnæðis, ljóss og hita, launa skrif- stofu- og ræstingafólks, skrifstofu- kostnaðar; síma, pappírs, ijölritun- ar, prentunar, ljósritunar og hvers konar stofnkostnaðar vegna kennslutækja, hljóðfærakaupa og viðhalds hljóðfæra. Utan Reykjavíkur sæju bæjarfé- lög um rekstur tónlistarskólanna og létu þeim í té húsnæði og hljóð- færakost auk þess að skapa þeim önnur nauðsynleg starfsskilyrði. Rekstur og kennsluhættir eru mismunandi eftir tónlistarskólum, þótt ekki verði farið nánar út í það hér. Sumir þjóna mörgum hreppum eins og Tónlistarskóli Eyjafjarðar; hann hefur aðstöðu í grunnskólum sjö sveitarfélaga, sem standa að rekstri hans. Engu fé er því varið í rekstur húsnæðis en að sögn Atla Guðlaugssonar er aksturskostnaður kennara hár. Forskóli Flestir tónlistarskólar bjóða yngstu nemendunum upp á svokall- aðan forskóla, sem yfirleitt er tveggja ára undirbúningsnám. Nemendur eru flestir 6-8 ára og allt niður í fjögurra ára. Kennslu- gögn eru oftast innifalin í skólagjöldum, utan blokkflauta, sem nem- endur verða yfirleitt að kaupa sér sjálfir, enda víðast notuð sem aðal- hljóðfærið auk ýmissa ásláttarhljóðfæra, sem skólarnir bjóða afnot af. Nemendum er kennt frá þremur upp í tíu sam- an í hóp í hálfan til tvo tíma á viku. í Tónlistarskóla ísafjarðar og Tón- listarskóla V-Húnvetninga er þó ekki um eiginlegan forskóla að ræða heldur einstaklingskennslu. Ekki var hægt að bera Tónlistar- skóla íslenska Suzuki-sambandsins saman við aðra tónlistarskóla á töfl- unni, þar sem kennslufyrirkomulag er með öðrum hætti en tíðkast ann- ars staðar. Kennt er að spila eftir eyranu á hljóðfæri, sem barnið vel- ur sér og oft hefja börn nám 2 ára, eða jafnvel í móðurkviði. Ætlast er til að foreldrar taki þátt í námi barnanna í tímum og heima. Jöfn- unarverð er á skólagjöldum 41.500 kr. fyrir mismikinn tímaijölda, t.d. eru 4 ára börn tvisvar í viku í 30 mín, en 12 ára í allt að ijórar klst á viku. Allir 7 og 8 ára Húsvíkingar læra á blokkflautu Á töflunni kemur fram að skóla- gjöld í forskóla eru áberandi lægst í Tónlistarskóla Húsavíkur, eða 4.400 kr. Árni Sigurbjarnarson, skólastjóri, segir að þar í bæ sé í gangi sam- starfsverkefni leikskóla, grunnskóla og tónlistar- skóla um tónlistar- kerinslu yngstu bæj- arbúanna. Allir 7 og 8 ára nemendur læri á blokkflautu en 9 ára fái að velja sér hljóðfæri. Skólamir hafi fengið styrki til verkefnisins úr þróunar- sjóðum og bæjarfélagið borgi skóla- gjöld nemenda, sem endurspegli raunverulegan kostnað. Af gefnu tilefni skal tekið frani að verðkönnun þessi er einungis til að varpa ljósi á verðlag í hinuni ýmsu tónlistarskólum, án tillits til kennslutilhögunar, rekstrarfyrir- komulags og aðbúnaðar nemenda. Tónlistarskól- ar þétt setnir og víða bið- listar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.