Morgunblaðið - 25.02.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.02.1995, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Klakastykki féll ofan af þaki fjölbýlishúss á höfðuð barns Morgunblaðið/Rúnar Þór ODDUR Andri fékk heila- hristing þegar klakastykki féll á höfuð hans. Komst inn við illan leik og á sjúkrahús „ÉG meiddi mig eiginlega ekk- ert,“ sagði Oddur Andri Hrafns- son, 9 ára strákur, sem í vikunni fékk klakastykki ofan af húsþaki beint í höfuðið. Hann fékk heila- hristing og þurfti að vera á sjúkra- húsi yfir nótt. „Ég fann bara að- eins til,“ bætti hann við. - Oddur Andri, sem á heima í Keilusíðu 8, þriggja hæða fjölbýl- ishúsi í Glerárhverfi, sagðist hafa verið úti að leika sér með vini sín- um þegar óhappið átti sér stað. „Við sátum í stiganum niður í kjallarann og vorum að tala sam- an,“ sagði hann. Komst inn við illan leik Ragnheiður Sveinsdóttir móðir hans sagði að ofan á þaki hússins væri þykkur klakamassi neðst og síðan lausari snjór ofan á. Daginn sem óhappið varð var hláka og þá fór klakinn að skríða fram. Oddur Andri og félagi hans áttu sér einskis ills von þegar klakinn féll úr mikilli hæð og lenti á höfði hans. „Sem betur fer lenti klakinn flatur á höfði hans, annars er ég hrædd um að farið hefði verr,“ sagði Ragnheiður. Hún sagði að drengurinn hefði komist inn við illan leik, hann hefði verið ringlaður og ekki áttað sig fyllilega á hvað hafði gerst. „Ég skil eiginlega ekki hvernig hann komst inn eins og hann var á sig kominn, en ég er þakklát fyrir að hann slapp þó þetta vel,“ sagði Ragnheiður. „Sennilega hefur þetta ekki verið mjög stórt stykki sem féll á hann.“ Búinn að jafna sig Oddur Andri var með mikinn höfuðverk um kvöldið og fóru for- eldrar hans með hann á Fjórð- ungssjúkrahúsið á Akureyri. Lík- ur er á að hann hafí rotast ein- hveija stund við höggið og þá fékk hann heilahristing. Hann var því til öryggis Iátinn dvela yfir nótt á sjúkrahúsinu. „Ég er alveg búinn að jafna mig á þessu núna,“ sagði hann, en að sögn móður hans er hann einkar hraustur og vill lítið tala um þetta óhapp. Ragnheiður sagði fyllstu ástæðu til að vara fólk við því að á nánast hveiju húsþaki í bænum væri mikill og þungur snjór sem færi að losna um leið og sólin fer að skína. Matthías Einarsson lögreglu- varðstjóri á Akureyri tók í sama streng og vildi hvetja húseigendur til að hreinsa ofan af þökunum. Víða mætti sjá stórar snjóhengjur slúta fram af þökunum sem fallið gætu hvenær sem er. Æfingar hafnar á Djöflaeyjunni LEIKFÉLAG Akureyrar æfir nú Þar sem Djöflaeyjan rís, leik- gerð Kjartans Ragnarssonar á skáldsögum Einars Kárasonar en frumsýning er áætluð í lok mars. Leiksfjóri er Kolbrún K. Halldórsdóttir sem leikstýrði Leðurblökunni hjá LA fyrir tveimur árum. Sigurveig Jóns- dóttir og Þráinn Karlsson fara með hlutverk Tomma og Línu en 9 aðrir leikarar koma fram í sýningunni í fjölda annarra hlutverka. Morgunblaðið/Rúnar Þór Tveir félagar leigja rekstur Sjallans Viljum endurvekja Sj allastemmninguna Nýtt áhuga- manna- leikfélag stofnað FRAMHALDSSTOFNFUND- UR nýs áhugamannafélags á Akureyri verður haldinn á Bjargi, Bugðusíðu 1, endur- hæfíngar- og félagsmiðstöð Sjálfsbjargar, næstkomandi miðvikudagskvöld 1. mars kl. 20.30. Á fundinum verður lögð fram tillaga að lögum félags- ins, nafni á því og einnig verð- ur lögð fram tillaga að starfs- áætlun og þá fer fram stjórn- arkjör. Starfemi félagsins á að mæta þörf og löngun fólks, bæði yngra og eldra, að taka þátt í leiklist í allri sinni breidd, það nær m.a. til þátttöku í leiknámskeiðum, starfa að leik- dagskrám og leiksýningum, á sviði eða baksviðs. Sérstaklega er því beint til fyrrverandi félaga í leiklistar- klúbbnum Sögu að mæta á fundinn og taka þátt í starfsemi félagsins. ÞÓRHALLUR Arnórsson þjónn og Elís Árnason matreiðslu- og kjötiðnaðarmaður taka við rekstri Sjallans og Góða dátans, sem er krá á efstu hæð Sjallans um næstu mánaðamót, 1. mars. Þá munu þeir taka við rekstri Kjallarans í haust, eða 1. september. Þeir Þórhallur og Elís störfuðu saman á Hótel KEA á árum áður, en þar hefur Þórhallur starfað um margra ára skeið. Elís hefur síðustu 5 ár starfað á Brekku í Hrísey. „Okkar markmið er að reyna rífa upp stemmninguna í þessu húsi, endurvekja gömlu Sjalla- stemmninguna," sögðu þeir félag- ar. Þeir ætla að hækka aldurstak- mark að Sjallanum á laugardags- kvöldum í 20 ár og reyna að höfða til eldra fólks þau kvöld en 18 ára aldurstakmark verður á föstu- dagskvöldum. Þeir segjast vera bjartsýnir á reksturinn, sumarið framundan og þá verði leikinn einn riðill í HM-95 á Akureyri. Ýmsar nýjung- ar séu á döfinni og verði reynt að brydda upp á einhveiju óvenju- legu. Sjallinn tekur 230 manns í sæti, 75 komast í sæti í Mánasal og 125 á Dátanum. Þeim fínnst Sjallinn hafa verið nokkuð afskipt- ur undanfarin misseri hvað varðar að halda þar fundi og annað slíkt, en salurinn henti vel til funda- halda. Því hyggist þeir sækja á þann markað af auknum þunga. Norðan grín og garri Eftir viku verður frumsýnd í Sjallanum dagskrá með Ladda, Þór- halli Sigurðssyni, sem nefnist „Norðan grín og garri“ og verður hún á dagskrá alla laugardaga í marsmánuði. Handritið er eftir Gísla Rúnar Jónsson en í sýning- unni mun Laddi bregða sér í gerfí Morgunblaðið/Rúnar Þór ÞAÐ snjóar sífellt nyrðra og erfiðleikum er bundið að koma snjó í burtu, himinháir skaflar hafa myndast við stofnbrautir og hefur umhverfisstjóri bæjarins áhyggjur af gróðurskemmdum í kjölfar snjóþyngslnanna. Áhyggjur af gróðri vegna snjóþyngsla TÖLUVERT tjón hefur þegar orð- ið á tijágróðri á Akureyri vegna snjóþyngsla í vetur og hefur um- hverfisstjóri Akureyrarbæjar, Árni Steinar Jóhannsson, stórar áhyggjur af gróðri við stofnbraut- ir. _ Árni Steinar sagði mikið álag á gróðri við stofnbrautir, snjór væri með meira móti og sífellt virtist ætla að bætast við. Gróður að sligast undan blautum snjó Tækjamenn bæjarins væru í mestu vandræðum að athafna sig við að koma snjónum í burtu, en víða væru himinháir skaflar og væri þrautalendingin oft að bæta á þá. Þeir væru ekki öfundsverðir í hríðarlemju að fást við þessa jökla, eins og umhverfísstjóri orð- aðið það. Þegar hafa orðið skemmdir á gróðri vegna snjóþyngsla svo vitað sé, en ekki yrði að sögn umhverfis- stjóra ljóst fyrr en með vorinu hversu miklar þær yrðu. Snjórinn væri afar blautur og þungur og tré og runnar víða að sligast und- an Jiunganum. Arni Steinar sagði bæjarverk- stjóra taka tillit til gróðurs við snjómoksturinn og rætt væri um hvernig best væri að framkvæma moksturinn með gróðurinn í huga. Slysavarnadeild- irnar sýna hús sitt HÚS Slysavarnadeildanna á Akur- eyri, við Strandgötu, verður opið almenningi á morgun, laugardag- inn 25. febrúar frá íd. 14.00 til 16.00. Bæjarbúum gefst þá kostur á að skoða hin nýju húsakynni deildanna og styrkja starfsemina, en til sölu verða ýmsir munir og þá verður selt kakó. Húsið varð fokhelt um síðustu helgi og komu þá félagar deildanna saman til að fagna þeim áfanga og var myndin tekin við það tækifæri. Áhersla verður lögð á að flytja starfsemi sjóbjörgunarsveitarinnar fyrst í húsið. ÞÓRHALLUR Arnórsson og Elís Árnason hafa tekið Sjallann á leigu og vilja endurvekja gömlu stemmninguna. af margvíslegu tagi. Boðið verður upp á þríréttaða máltíð, sýningu og dansleik á eftir og er þegar uppselt á þá fyrstu og farið að bóka nokkuð þétt á þær næstu. Greip tækifærið „Ég hef unnið hjá öðrum í 20 ár,“ sagði Þóhallur um þá ákvörðun sína að taka reksturinn á leigu, „ég var búinn að missa vinnuna á KEA og ég þurfti að gera upp við mig hvort ég ætlaði að setjast í helgan stein eða gera eitthvað skemmtilegt sjálfur". Þórhallur sagðist því hafa gripið tækifærið þegar honum bauðst að leiga Sjallann og því sem honum fylgir. „Svo dró hann mig með í þetta,“ sagði Elís sem líkaði það ágætlega vel. „Við höfum talað um það í mörg ár að gera eitt- hvað,“ sagði hann. Þórhallur bætti við að þeir hefðu vissulega getað farið út í að opna enn einn nýjan stað og eytti í það stórfé, þetta væri áhættuminnst og því hefðu þeir félagar ákveðið að skella sér af krafti út í þennan rekstur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.