Morgunblaðið - 25.02.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.02.1995, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÞRJÁR greinar hafa birst í Morgunblaðinu sem andsvar við grein minni frá 31. janúar sl. um staðsetningu væntanlegrar olíu- stöðvar Irving Oil með birgðageym- um og aðkomu risaolíuskipa á Klettasvæðinu í Viðeyjarsundi. Þar geri ég grein fyrir því að í endur- skoðun Þróunarstofnunar Reykja- víkur á framtíðarskipulagi 1975-95 var á sínum tíma felld inn sú lang- tímastefna að olía yrði ekki stað- sett' í hinum stríða straumi á aðfall- inu, sem flæðir með miklum krafti inn um sundin milli eyja og lands. Ekki þyrfti stórt slys eða leka til að olían væri, í aðfalli og stór- straumi, komin inn um Sundin, um voga og leirur og ekki verjandi að taka slíka áhættu. Er það raunar í samræmi við alþjóðaviðhorf nú að ekki eigi að taka óþarfa áhættu um olíumengun á viðkvæmum stöð- um. Kjaminn í svargrein Stefáns Hermannssonar, borgarverkfræð- ings, er að vilyrði fyrir þessari stóru lóð á nýrri uppfyllingu á Kletta- svæðinu feli ekki í sér nýja stefnu- breytingu nú. Það er raunar ekki málið hver hefur skipt um skoðun og hvenær. Það sem máli skiptir er hve mikla áhættu núverandi ráðamenn og embættismenn borg- arinnar vilja hér og nú taka í þess- um efnum þegar nýr stór olíuaðili bætist við. Það á eftir að koma í ljós. Eins og ég tók fram var þetta endurskoðaða og samþykkta skipu- lag í borgarstjóm ekki staðfest og Stefán nefnir það því vinnuplagg. Núverandi ráðamenn eru því auð- vitað óbundnir af því. Hafa allan rétt til þess að búa til 35.000 fm uppfyllingu í þrengslunum þar sem sjórinn flæðir af krafti inn og út með sjávarfalla- straumum og aðstöðu í því sundi fyrir birgða- geymslur og 40 tonna stór olíutankskip. Stefán segir að þama sé eingöngu verið að flýta landgerð með fyllingum, sem áður hafði verið fallist á. Málið snýst heldur ekki um landfyllingu. Það er óneitanlega glæný ákvörðun að bjóða þessu risa olíufé- lagi að setja sig niður einmitt á þessum stað. Önnur olíustarfsemi er þarna rétt utar og í staðfestu aðal- skipulagi segir raunar að stækkun- armöguleikar séu mjög takmarkað- ir í Laugarnesi. Það er semsagt ný ákvörðun hvort eigi að stórauka áhættuna? Umhverfísmat á eftir að fara fram lögum samkvæmt, en eins og Stefán segir á fram- kvæmdaaðilinn, Irving Oil, að vinna það. Væntanlega hefur fyrirtækinu nú verið bent á að þarna kunni að vera hængur á, eða hvað? Stefán segir að gegnum tíðina hafi verið skiptar skoðanir um hvort betra sé að hafa olíubirgða- stöðvar á einum eða tveimur stöð- um í Reykjavík. Mikið rétt. Fyrir 15 ámm var samdóma niðurstaða allra flokka fulltrúa í borginni að ekki ætti að taka ónauðsynlega áhættu í Reykjavík, eins og Ömólf- ur Thorlacius, þá fulltrúi fram- sóknarfokks, hefur staðfest í grein, og Þorleifur Einarsson, fulltrúi al- þýðubandalagsins, munnlega, með þeim orðum að það komi mér í koll að við vorum ekki síbókandi um alla hluti. Við létum okkur nægja að koma málum okkar í gegn. Raunar er hugsan- leg olíumengun inn Sundin miklu stærra mál en svo að það sé einkamál Reykvík- inga. Varðar líka a.m.k. Mosfellsbæ og Kjalames. Það kemur raunar ekki á óvart að þetta komi aftur til umræðu einmitt nú með öðrum formerkj- um. Umhverfíssjón- armið hafa undanfarin 25 ár að jafnaði ekki verið dregin í efa fyrr en þau verða fyrir einhveiju, gjarn- an framkvæmdum. Þá verður málið aftur „umdeilt". Gott og vel, þá þarf væntanlega að taka það upp og fara rækilega ofan í það aftur. Og það hlýtur fólk sem vill kallast „umhverfissinnað" að gera nú, eða hvað? Síðbúin ergi Önundur Ásgeirsson hellir í tveimur greinum úr skálum reiði sinnar yfír vesalinginn mig per- sónúlega í blaðinu 14. og 16. febr- úar. Ekki hefi ég fyrr orðið fyrir því í störfum og skrifum um nátt- úruverndar- og umhverfísmál í ára- tugi að vera vænd um annarlegar hvatir. Ég hafði satt að segja ekki áttað mig á því hve illilega við höfum stigið á tærnar á Önundi Ásgeirssyni, þáverandi forstjóra OLIS, þegar Þórður Þorbjarnarson borgarverkfræðingur fór til hans til að kynna honum áhyggjur okkar af olíuflutningum og birgðum fyrir- tækis hans í Laugarnesi og að uppi væru raddir um að koma öllum oiíubirgðum fyrir á hættuminni stað — í framtíðinni. En OLIS hafði og hefur land á leigu í Laugarnesi vel fram yfír næstu aldamót. Það þóttu góðir siðir að gera honum aðvart og heyra hans viðhorf. Það var á sama tíma gert til að fá Landsvirkjun til að fjarlægja olíut- ankinn á bökkum Elliðaánna, sem er horfinn, og rætt við Shell í Skerjafirði vegna óöryggis jarð- vegsgarðanna kring um tankana þar. Önundur var víst ekkert til frekara viðtals. Þetta hefur bara sest að í sálinni og brýst nú fyrst, hálfum öðrum áratug síðar, fram í illyrtum orðaflaumi og persónu- Ekki hefí ég fyrr orðið fyrir því í störfum og skrifum um náttúru- verndar- og umhverfís- mál í áratugi, segir Elín Pálmadóttir, að vera vænd um annarlegar hvatir. legum óhróðri um þáverandi form- ann umhverfísmálaráðs. Ekki kvarta ég undan því. Það er vont að geyma svona ergi lengi inni- byrgða í sálinni og varla seinna vænna að hleypa henni út. Ef maður reynir að grilla í efn- ið, þá sýnist fyrrverandi forstjórinn hafa snúist svona við af tilhugsun- inni um að OLIS þyrfti kannski einhvern tíma á næstu öld að víkja á nýjan stað. Talar um róg á fyrir- tækið. Grein mín var ekki um það, heldur snýst hún um hvort bæta eigi við á þessum viðkvæma stað öðrum og miklu stærri olíuflutn- ingsaðila. Sem sagt hvort ekki sé tekin of mikil áhætta á að fá olíu inn á sund, voga og leirur ef slys verður. Sjálfur segir Önundur í fyrri greininni: „Frágangur í olíu- stöðvum á landi er nú slíkur, að ekki á að vera sérstök hætta af mengun frá þessum stöðvum, þótt slíkt verði aldrei útilokað að fullu.“ Og ekki er hann í seinni greininni sáttur við áformin um viðlegukant fyrir 40 þúsund tonna tankskip og nýja olíustöð fyrir Irving Oil við Skarfaklett, þótt honum þyki vel að OLIS fái að nýta aðstöðuna: „Ekki er ég þó sáttur við þessar tillögur. OLIS notaði leguna fram af olíustöðinni í Laugarnesi, þ.e. milli Skarfakletts og Skarfaskers, fyrstu árin og mótmæltu skipstjór- ar oft vegna þrengsla bæði í leg- unni og innsiglingunni fram af Skarfaskeri og blindskeri því sem þar er fram af, sem leiddi til þess að legan var flutt vestur fýrir Skarfasker.“ Síðar segir hann: „Ástæðan er sú að stór tankskip þurfa mikið svigrúm til að athafna sig, og skipstjórar vilja geta komist burtu fyrir eigin vélarafli, ef á þarf að halda. Beygjan um hið þrönga sund fram af Skarfaskeri er líka mjög vandasöm og aðstaðan ónothæf, ef nota á 40 þúsund tonna tank- skip með litla sem enga aðstoð dráttarbáta í óhagstæðum vindátt- um. Fjarlægðin milli Skarfakletts og Skarfaskers er um eða minna en 500 metrar." Ég held að sú skoðun sé orðin almenn á alþjóðavettvangi að alltaf geti orðið slys þegar um olíuflutn- inga eða olíubirgðir er að ræða og að þar skuli ávallt taka sem allra minnsta áhættu. Oft reynist það snúið þar sem gamalgróin starf- semi á í hlut. En þegar um nýja starfssemi er að ræða, er hreint glapræði að velja henni ekki alveg öruggan stað, nú á dögum breyttra viðhorfa til umhverfisverndar, eins og inenn hafa gjarnan á vörum. Höfundur er blaðamaður. AÐSENDAR GREINAR Áhættumat á olíumengun ákvarðað hér og nú Elín Pálmadóttir Lífeyrisfólk ræður engu um eigið sparifé Eftirlaunafólk vantar í stjórnir lífeyrissjóða LAUNA- og lífeyrismál hafa ekki verið mikið útskýrð fyrir almenningi og þar á meðal hvernig hagsmuna lífeyrisfólks er gætt. Það á digra sjóði en hefur engin tök á að eiga beina aðild að stjórn þeirra og rekstri. Óviðkomandi aðilar geta átt þar greiðan aðgang, aðild að sjóði er ekki skilyrði fyrir stjórnarsetu. Greiðslur eftirlauna úr lífeyrissjóð- um fylgja ekki afkomu þeirra, nema niður á við til skerðingar. í stjórnir almennu lífeyrissjóðanna skipa ASI og VSÍ hvort sína tvo fulltrúa og hafa formennsku til skiptis. Sam- band almennra lífeyrissjóða (SAL) er samstarfsvettvangur sjóðanna, með sex manna framkvæmdastjórn, skipaða af sömu aðilum, einnig með formennsku til skiptis. Þama á eftir- launafólk ekki heldur fulltrúa, þótt það eigi þar meiri hagsmuna að gæta en aðrir. — Sjóðirnir eru ekki ríkistryggðir. Lífeyrissjóðir eru lögbundinn skyldusparnaður Greiðslur í lífeyrissjóði eru ekkert annað en lögbundinn skyldusparn- aður, sem á að ná til allra lands- manna, en er aðeins virkur gagn- vart launafólki. Það á ekki margra kosta völ varðandi ávöxtun, það verður að leggja þessa fjármuni í lífeyrissjóði viðkomandi Starfsgreina og vinnuveitendur eiga að ábyrgjast að greiðslur skili sér þangað. Starfs- fólk lífeyrissjóðanna annast innheimtu og upplýsir launafólk um hvaða greiðslur hafa borist. Allt þykir þetta gott og blessað svo langt sem það nær og ungt launafólk sættir sig yfirleitt við gild- andi reglur, e.t.v. vegna ókunnugleika, en eftirlaun eru þá flestum fjarlæg þörf. Forsjárhyggjan hefur deyft sjálfsbjargarvið- leitnina, en lág laun, langur vinnutími og skortur á staðgóðum upplýsingum heftir framtíðaráætl- anir. Fólk spáir lítið í það hvernig líf- eyrissjóðum er stjórnað, það gerir sér e.t.v. ekki grein fyrir því að skylt er að gerast aðili að örorku- tryggingu, sem er kostuð af lífeyris- fénu og ekki heldur að til viðbótar rennur 1% af launum þess í sjúkra- sjóð. Það er ekki endilega víst að fólk telji sig þurfa örorkutryggingu þama, en það hefur ekkert val. Það veit fátt um afkomu sjóðanna, nema þá helst þegar í óefni er komið. Oftast er þetta utan áhugasviðs þar til á sjóðunum þarf að halda og eftir- launin valda stundum vonbrigðum, sem erfítt er að bæta úr eftir á við núverandi atvinnuástand. Ef sjóðsaðili fellur frá á eftirlif- andi maki mjög skertan rétt til eftir- launa, þótt hann hafí ekki aðrar tekjur, en réttur maka til lífeyris var skertur verulega fyrir fáum ámm. Þá var jafnframt breytt við- miðun lífeyris frá kaup- taxtaviðmiðun í láns- kjaraviðmiðun, lífeyris- fólki í óhag, en afsökuð með bágri afkomu sjóð- anna. Forusta verkalýðsfé- laganna vill. nú breyta eða leggja lánskjara- vísitöluna niður svo kauphækkanir vegi ekki of þungt í verð- tryggingu lána. Krafist er lægri vaxta, en lífeyrissjóðimir þrífast á vöxtum. Hagsmunir skuld- ugs launafólks em ekki þeir sömu og skuldlítils eftirlaunafólks, erfítt er að gera báðum til hæfís. Frjáls sparnaður, skattlaus Iífeyrir Þegar fólk leggur sparifé sitt í banka getur það valið þá sparileið er býður besta ávöxtun og breytist aðstæður getur það flutt spariféð á milli lánastofnana. Falli viðkomandi frá er maki eigandi sparifjárins og ræðst þá hlutur hans af því hve mikið hefur safnast. Þetta getur átt við 10% fijálsan sparnað í stað líf- eyrissjóðs. Þegar eftirlaunaaldri er náð, eftir um það bil 40-45 ára starfsaldur, getur hafa safnast um 15 millj. kr. sjóður, miðað við 100 þús. kr. heild- arlaun á mánuði og 5% ávöxtun. Þessi upphæð gæti gefið um 750 þús. kr. í vexti á ári eða 60-65 þús. á mánuði skattfijálst, án skerð- ingar höfuðstóls. Svipaðri upphæð mætti eyða á ári í 20 ár ef gengið væri á höfuðstólinn. Allt er þetta mjög gróft reiknað á föstu verðlagi. Lífeyrissjóðirnir eiga ekki að vera fjármála- legt stórveldi í höndum manna, segir Árni Brynjólfsson, sem hafa engra eða lítilla hags- muna að gæta. Þegar ekki er um launamann að ræða er þessi leið fær, af slíkum spamaði er hægt að taka sér til framfæris án þess að greiða tekju- skatt og tekjutryggingin skerðist ekki, gagnstætt því sem gerist hjá þeim sem fá fé úr lífeyrissjóði. Um þetta misræmi er ekki mikið talað, en verkalýðsforustan hefur nú loksins uppgötvað ranglæti tví- sköttunar 4% lífeyrishlutans og vill helst fá hana leiðrétta við greiðslu launa, en yfirvöld vilja heldur sleppa eftirlaunafólki við tvísköttunina, enda hefur það áður greitt af þessu tekjuskatt. — Þama er augljós hags- munaárekstur. Pólitísk skiptimynt Þegar talað er um að skattleggja sparifé er ekki átt við höfuðstól, hugmyndin er að skattleggja árleg- ar vaxtatekjur, sem raska myndi öllum spamaðarhugmyndum, ef það sama yrði látið yfír allan sparnað ganga. Krafan um afnám tvísköttunar- innar er sjálfsögð, en léttvæg miðað við annað misrétti sem eftirlauna- fólk býr við. Lífeyri, sem verður til með lög- þvinguðum skyldusparnaði, á ekki að skattleggja, fremur en lífeyri sem fenginn er með fijálsum spamaði. — Eftirlaun ætti aldrei að skatt- leggja, atvinnulífíð nærist á sparn- aði. Eftirlaunafólk er ekki að „þiggja" úr lífeyrissjóðum, það er að nota sitt eigið sparifé. Viðskeytið „þegi“ segir talsvert um úrelt viðhorf, sem þurfa að breytast, þetta fólk er ekki á fram- færi annarra, það er hvorki lífeyris- þegar né styrkþegar. — Engu að síður er öldmðum ýtt til hliðar, þótt vinnufærir séu og greiði skatta. Rödd þessa fólks þarf að heyrast betur í veigamiklum þjóðfélagsmál- um, það er til lítils að lengja mann- sævina ef þeirri lengingu fylgja ekki full mannréttindi. Fulltrúar ASÍ og VSÍ eiga ekki að stjóma lífeyrissjóðunum einir án beinnar þáttöku eftirlaunafólks, sú aðild myndi tryggja betur en nú er hagsmuni þeirra. Það fyrirkomulag að ASI og VSÍ skipi stjórnirnar, er talið helgast af því að um sjóðina var samið í kjarasamningum. Þetta skapar ekki eignarrétt eða helgar yfirráð, sjóðirnir eru eign sjóðsfé- laga og þeim ber að stjórna í sam- ræmi við það. Lífeyrissjóðir eiga ekki að vera fjármálalegt stórveldi í höndum manna sem hafa engra eða lítilla hagsmuna að gæta, stundum eins- konar hækja við skrifstofuhald, þótt með óbeinum hætti sé. Þeir eiga ekki heldur að vera pólitísk skipti- mynt í kjarasamningum eða peð í tafli um háa eða lága vexti. Ávöxt- unin er það sem máli skiptir og fólk á að njóta afrakstursins beint Höfundur er fv. stjórnarmaður SAL. Árni Brynjólfsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.