Morgunblaðið - 25.02.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.02.1995, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1995 FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ Samlífið verður varla til vandræða hjá okkur Davíð minn. Flokkurinn er með kynlífsfræð- ing á sínum snærum . . . Afrýj unarnefnd samkeppnismála um kæru verkfræðistofu á hendur félagsmálaráðherra Ráðherra gekk gegn markmiðum laga ÁFRÝJUNARNEFND samkeppnis- mála telur að Jóhanna Sigxirðardótt- ir, fyrrum félagsmálaráðherra, hafí, með því að mæla fyrir um notkun sveitarfélaga á ákveðinu tölvuforriti við atvinnuleysisskráningu, gengið iengra en nauðsyn krafðist og unnið gegn markmiðum samkeppnislaga um að vinna að hagkvæmri nýtingu framleiðsluþátta þjóðfélagsins og efla virka samkeppni í viðskiptum. Áfrýjunamefndin hefur fellt úr gildi úrskurð Samkeppnisráðs og falið því að taka ótvíræða efnisiega afstöðu til kæru Verk- og kerfisfræðistof- unnar Spors sf. í Keflavík á hendur félagsmálaráðherra vegna ákvörð- unar ráðherrans. Spor sf. hafði frá 1989 lagt vinnu í að útbúa sérstakt tölvukerfí fyrir atvinnuleysisskráningu og vinnu- miðlanir sveitarfélaga og verkalýðs- félög. Með bréfí til allra sveitar- stjóma og vinnumiðlana þeirra til- kynnti Jóhanna Sigurðardóttir fé- lagsmálaráðherra í nóvember 1993 þá ákvörðun sína að allar vinnumiðl- anir skyldu nota tölvukerfi, sem vinnumálskrifstofa ráðuneytisins hafði þróað í samvinnu við SKÝRR. Spor sf. mótmælti ákvörðuninni og kærði hana síðar til Samkeppnis- stofnunar og umboðs- manns Alþingis þar sém með þessu væri gengið gegn sam- keppnislögum. Umboðsmaður taldi ákvörðun ráðherra hafa lagastoð og undirbúningi hennar hafí ekki verið áfátt og samkeppnisráð taldi að umrædd tölvukerfi hefðu sérstöðu þar sem þau væru ekki seld á ftjáls- um markaði heldur eingöngu ætluð til að skil á upplýsingum í eða notk- un á miðlægum gagnagrunni ráðu- neytisins færu í gegnum samræmt heiidarkerfí sem ráðuneytið beri ábyrgð á. Því hafi ákvörðunin fallið utan gildissviðs samkeppnislaga og ekki gengið gegn markmiðum þeirra Samkeppnisráði falið að úrskurða að nýju í málinu og lýsti talsmaður ráðsins því yfír að ráðið vísaði málinu frá. Neikvæð áhrif á hags- muni fjölda aðila Áfrýjunarnefnd samkeppnispála hefur hnekkt þessum úrskurði. í nið- urstöðum nefndarinnar segir að ákvæði laga um vinnumiðlun veiti ekki að séð verði ráðherra ótvíræða heimild til að ákveða að allar vinnu- miðlanir skuli taka upp tiltekið at- vinnuleysis- og skráningarkerfí; ein- göngu sé heimild til að mæla fyrir um tölvuskráningu sem geti t.d. tengst miðlægum gagnagrunni. Að öðru leyti sé einstökum vinnumiðlun- um fijálst að velja það.kerfi sem fullnægi almennum skilyrðum. Spor og ýmsir aðrir sem stundi forritavinnslu hefðu getað framleitt fullnægjandi kerfí og hagkvæmni hefði mátt tryggja með útboðum. „Ákvörðun ráð- herra var til þess fallin að hafa neikvæð áhrif á hagsmuni ótiltekins fjölda aðila, sem stunda forritavinnslu og ætla má að hefðu áhuga á viðskipt- um af þessu tagi. Einkum hafði þetta þó áhrif á hagsmuni [Spors sf.] sem hafði hafíð kostnaðarsaman undir- búning kerfisvinnslu af þessu tagi áður en ákvörðun ráðherra var tek- in,“ segir í úrskurði áfrýjunarnefnd- ar. Með því að mæla fyrir um notkun þess kerfís sem ráðuneytið hafði lát- ið hanna hafi ráðherra gengið lengra en nauðsyn krafði til þess að fram- fylgja ákvæði laga um vinnumiðlun og hafi unnið gegn markmiðum sam- keppnislaga um að vinna að hag- kvæmri nýtingu framleiðsluþátta þjóðfélagsins og efla virka sam- keppni í viðskiptum. „Benda ber á þá meginreglu ís- lensks stjómsýsluréttar um að við ákvarðanatöku stjórnvalda skuli hagsmunir aðila utan stjómkerfisins ekki skertir umfram það sem brýn nauðsyn krefst hveiju sinni til að náð verði markmiðum laga,“ segir í úrskurðinum. Síðan segir að þótt atvinnuleysisskráningar- og vinn- umiðlunarkerfí ráðuneytisins sé ætl- að takmarkað notkunarsvið snerti fyrirmæli ráðherra um notkun þess tiltekinn atvinnurekstur. Taki þau að því leyti til efnissviðs samkeppni- slaga enda hafí ráðuneytinu ekki tekist að hnekkja þeirri fullyrðingu að í þjónustugjaldi því sem notendum kerfísins sé ætlað að greiða felist endurgjald í merkingu iaganna. Áfrýjunarnefndin komst að þeirri niðurstöðu á gmndvelli þessara rök- semda að málið heyrði undir sam- keppnisyfirvöld og lagði fyrir sam- keppnisráð að taka málið að nýju til meðferðar og kveða upp í því ótvíræðan efnis- legan úrskurð. Ásgeir Jónsson, hdl., lögmaður Verk- og kerf- isfræðistofunnar Spors sf., sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að umbjóðendur hans mundu nú bíða niðurstöðu sam- keppnisráðs og það helgaðist af ’nenni og viðbrögðum félagsmála- ráðuneytisins hvort farið yrði í bóta- mál gegn ráðuneytinu vegna máls- ins, sem valdið hefði fyrirtækinu verulegu tjóni þar sem það hefði tapað viðskiptum fjölmargra aðila vegna ákvörðunar ráðherrans. Hann vildi ekki tjá sig um hve háar kröfur Spors sf. gætu orðið en kvaðst von- ast til að ráðuneytið legði nú áherslu á að leysa málið. Heyrir undir sam- keppnislög Þjónustugjald felur í sér endurgjald IMiðurskurður hjá Námsgagnastofnun Teljum rangt að þurfa að greiða virðisaukaskatt Framkvæmdafé Námsgagnastofn- unar hefur dreg- ist saman um 144 millj- ónir síðan árið 1991. Þróun námsefnis er langtímavinna og telur forstjóri Námsgagna- stofnunar að það geti haft ófyrirsjáanlegar af- leiðingar ef hlé verður á vegna fjárskorts. Hjá stofnuninni eru um 40 starfsmenn. - Hvað veldur þess- um samdrætti? „Þetta kemur aðal: lega til af tvennu. í fyrsta lagi hafa fjárveit- ingar til stofnunarinnar lækkað, aðallega árið 1993 og í öðru lagi, álagning 14% virðis- aukaskatts á íslenskar bækur. Framkvæmdafé á hvern nem- anda hefur því lækkað um þús- und krónur, úr 6.184 krónum í 5.121 á ári. Við höfum ætíð litið svo á að það væri rangt að krefja okkur um virðisaukaskatt af efni sem stofnunin afgreiðir skólun- um að kostnaðarlausu. Það var viðurkennt við afgreiðslu fjáraukalaga fyrir 1994 og 1995 með 27 milljóna króna aukningu í allt. Það er sama upphæð og stofnunin greiðir á einu ári í virð- isaukaskatt af námsefni." - Hvert er hlutverk Náms- gagnastofnunar? „Það er að sjá skólunum fyrir sem bestum náms- og kennslu- gögnum, í samræmi við uppeld- is- og kennslufræðileg markmið, lög um grunnskóla og aðalnáms- skrá.“ - Getur stofnunin sinnt lög- boðnu hlutverki sínu með þessu fjárframlagi? „Hún gerir það sem best hún getur miðað við þær fjárveiting- ar sem hún fær. Við teljum að verulegur árangur hafi náðst í því að sjá skólunum fyrir náms- efni en það eru alltaf einhveijar glufur og þær er stöðugt verið að reyna að fylla.“ - Hvað mynduð þið vilja háa fjárhæð til þess að geta sinnt hlutverkinu nægilega vel? „Þetta er erfið spurning og henni verður ekki svarað með nákvæmri krónutölu. í dag segj- um við að fengi stofnunin það fjármagn sem hún hafði 1991 þá stæði hún miklu betur.“ - Voru menn þá ánægðir með fjár- magnið sem til umráða var þá? „Eg held að við höf- um líka óskað eftir meira fjár- magni á þeim tíma. Fjöldi ve'rk- efna eru á áætlun, sem ekki hefur verið hægt að veita fjár- magn í. Stöðugt verður að for- gangsraða verkefnum." — Getur nefnt einhver dæmi? „Dæmi má finna um það í langflestum námsgreinum, bæði hvað varðar endurskoðun og endurnýjun á efni. En það er fyrst og fremst nýgerð sem þetta bitnar á.“ - / hvaða greinum er hröðust endurnýjun á bókum? „Sem stendur er það væntan- lega móðurmálið en við erum líka að gera átak í fleiri greinum, eins og til dæmis náttúru- og stærðfræði. Svo er reynt að Asgeir Guðmundsson ► ÁSGEIR Guðmundsson for- stjóri Námsgagnastofnunar fæddist 16. janúar 1933 á Hvanneyri í Borgarfirði. For- eldrar, Guðmundur Jónsson skólastjóri og María Ragnhild- ur Ólafsdóttir húsmóðir. Ás- geir lauk kennaraprófi frá KÍ 1952 og íþróttakennaraprófi frá íþróttakennaraskóla ís- lands 1953. Ásgeir kenndi við Laugarnesskóla 1953-60, var yfirkennari í Hliðaskóla 1961-69 og skólasljóri þar 1969-72 og 1974-1980. Hann hefur verið forstjóri Náms- gagnastofnunar frá 1980. Vinnum að 3-400 titlum á ári grípa til hendi á sem flestum sviðum. Stöðug endurskoðun fer fram í öllum námsgreinum." - Hvað gefið þið út margar bækur á ári? „Á ári hveiju vinnum við að 3-400 titlum og af því eru um 80 nýir. Það hefur verið svo frá 1980 þannig að stofnunin hefur gefið út um það bil 1.100 nýja titla frá þeim tíma sem skólarn- ir hafa úr að velja. Magnið sem við sendum í skólana eru um 650.000 - 750.000 eintök á ári.“ - Hvernig eru línur lagðar í útgáfunni? „Stofnunin skipar starfshópa, sem skoða stöðu hverrar náms- greinar. Þeir leggja fram tillögur um endurskoðun námsefnis og nýtt námsefni. Þessar tillögur eru metnar af sérfræðingum í greininni, en stjórn Námsgagnastofnunar ásamt starfsmönnum tekur ákvörðun um hvað gefið skuli út. ——— Það fer síðan eftir fjár- magni hvernig til tekst að fylgja þeim tillögum fram. Stundum verðum við að hægja á okkur og þá getur myndast glufa í útgáfu námsefnisins sem leiðir af sér erfiðleika fyrir kenn- ara.“ - Hvernig geta skólastjórn- endur og foreldrar beitt áhrifum til að auka fjárveitingar? „Það er mikilvægt að þeir láti til sín heyra um nauðsyn þess að skólar fái námsefni við hæfi.“ - Eru foreldrar áhugasamir um slík mál? „Það hefur ekki borið mikið á því á undanförnum árum. En það verður að segjast að ný samtök þeirra eru duglegri við að koma sjónarmiðum sínum á framfæri en áður.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.