Morgunblaðið - 25.02.1995, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 25.02.1995, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1995 35 manngerð kom líka greinilega í ljós þegar hann 21 árs settist í Sam- vinnuskólann. Hann náði góðum tök- um á náminu og tók gott próf, þrátt fyrir veikindaforföll. Hann var m.a. mjög góður stílisti. A þessum árum var hann orðinn harðsnúinn jafn- aðarmaður og skrifaði lokaprófrit- gerð út frá þeirri forsendu. Mönnum varð það því minnisstætt að Jónas Jónsson, skólastjóri, þakkaði honum fyrir ritgerðina, það var þó ekki háttur hans, ef menn höfðu tekið vinstrivillu. Á þessum árum nam Svavar einn- ig hraðritun og komst því að sem þingskrifari, en þá var segulbanda- öldin ekki gengin í garð. Þingsalirn- ir heilluðu hann þó ekki eða kannske var það þjónustuhugsjónin sem tengd var heimabyggð og vinum hans og vandamönnum þar, sem tók hug hans og athafnaþrá þeim tökum að starfsferill hans varð nær allur þar. Forustuhæfileikar hans komu snemma í ljós, enda var hann vel til forustu fallinn. Góðar gáfur erfði hann úr báðum ættum - einnig mildi og lipurð móðurinnar, einbeit- ingu og þrautseigju föður síns, ásamt listfengi. í Grindavík tók hann sér stöðu á nýjan leik við hlið sjó- manna og verkamanna og gerði þeirra mál að sínum - eignaðist með þeim sameiginleg hagsmuna- og velferðarmál. Forustuhlutverkið var ekki lengur bundið bernskuheimilinu einu, heldur færðist út hröðum skrefum. Svavar var varla fyrr kom- inn suður, er honum var falin for- mennska í Verkalýðsfélagi Grinda- víkur, sem þá var í reifum. Þar sat hann í forsæti í 23 ár, en þá baðst hann undan endurkjöri. Stjórn hans var viðbrugðið fyrir einstaka lipurð og réttsýni. Hann var laus við hleypi- dóma og hvatvísi. Það voru ekki slagorð eða óraun- hæft fimbulfamb sem beitt var til framgangs eðlilegri þróun kjara- mála. Hann átti auðvelt með að setja sig inn í stöðu mála og mat hana af fullri dómgreind og hygg ég að hann hafi oftast - ef ekki alltaf - náð sangjörnum niðurstöðum án þess að kalla yfír sig úlfúð eða hefnd- arhug andstæðinga. Líkur benda til að stjórnmálaskoðun Svavars hafi afgerandi mótast í æsku. Barátta Alþýðuflokksins fyrir bættum kjör- um verkalýðsstétta og margháttaður stuðningur við þá er minna máttu sín af ýmsum ástæðum, fór vel að hugarfari hans og mun hann ungur hafa gerst þar félagsbundinn. Þegar hann kom heim frá námi og hóf félagsleg afskipti, var leiðin greið inn í sveitarstjórnina. Þar varð hann að taka að sér oddvitastöðuna og síðan varð hann forseti bæjar- stjórnar 1974 er Grindavík hlaut bæjarréttindi og var það tii 1982. En við bæjarstjórnarkosningarnar það ár gaf hann ekki kost á sér. Starf hans að sveitarstjórnarmálum hefur því verið langt og farsælt. Á þessum árum breyttist Grindavík úr litlu fiskiþorpi í blómlegan bæ. Ekki voru þó alltaf glæstir framþróunar- tímar. T.d. fækkaði fólki mikið á fimmta áratugnum þar sem byggð- arlagið var ekki samkeppnisfært við önnur byggðarlög um þjónustu við fólkið, aðstöðu við aðal atvinnuveg- inn - sjávarútveginn og svo hörð samkeppni um vinnuaflið við varnar- liðið og aðra þá atvinnuvegi er blómstruðu á þeim árum. Þessari þróun var snúið við. Sennilega hefur uppbygging hafnarinnar átt þar stærstan þátt í. A.m.k. var það höfn- in og ágæt fiskimið Grindvíkinga, svo og afburða duglegt fólk, sem leiddi til þess að Grindavík var á þessum árum margoft með hæstar meðaltekjur á landinu. Um stjórn- málaferil Svavars mætti skrifa langt mál. Hann hafði alla tíð mikið fylgi bæði flokksbundið og óflokksbundið. Þó að hann tæki þátt í landspólitík- inni með setu á flokksþingum og ASÍ-þingum, var hann aldrei ofar- lega á lista til Alþingiskosninga. Ég held að hann hafi vantað metnað til að tiidra upp þann stiga, því vissu- lega hefði hann verið trúverðugur fulltrúi Suðurnesjamanna þar með þá reynslu sem hann bjó yfir, því trausti sem störf hans höfðu aflað honum og þeim málafylgjumætti er hann bjó yfir. Hann var ágætur ræðumaður, fljótur að sjá aðalatriði og rökfastur vel. Hann gat verið orðhvass og óhlífinn ef honum fannst hallað réttu máli, en yfirvegun og rökhyggja voru máttarstoðir mál- flutnings hans. Þá voru verslunarmálin honum hugstæð. Félagsverslun neytenda komst á fyrir atbeina Svavars og Áma föður hans og höfðu þeir með sér verkaskipti. Svavar stjórnaði fé- laginu, en Árni framkvæmdum. í mörg ár var verslun þessi aðalversl- un Grindavíkur. Of langt mál yrði að telja upp öll þau málefni sem Svavar vann að til framfara í byggð- arlaginu og til hagsbóta fyrir sveit- unga sína og læt ég því staðar num- ið. Eins og að framan getur fæddist Svavar á Garði og átti þar heimili með foreldrum sínum og systkinum fyrstu áratugina. Þegar hagur vænkaðist byggði hann veglega Borg. Bjó þar öldruðum foreldrum og yngstu systkinum fagurt og vist- legt skjól. Og enn átti skjólið eftir að prýkka við komu sambýliskonu Svavars þangað - Sigrúnar Högna- dóttur, ágætis konu. Eftir að van- heilsa sótti að honum var augljóst hve hún lagði sig fram af ást og umhyggju við að vernda hann og veita honum allan þann stuðning sem unnt var - og raunar var það gagnkvæmt frá hans hendi - því að ekki gekk Sigrún heldur alltaf heil til skógar. Það var því verulega ánægjulegt að heimsækja þau, enda fór undirritaður aldrei svo til Grinda- víkur að banka ekki uppá á Borg. Ég vil að endingu geta eins eðlis- þáttar hans, sem allt frá bemsku hefur þroskast og eflst með honum, en það er hljómlistin. Hann nam orgelleik af föður sínum sem barn, en Árni var í fjölda ára orgelleikari og forsöngvari í Grindavíkurkirkju. En við því starfi tók Svavar af föður sínum og sinnti því af miklu list- fengi og samviskusemi. Kirkjukórinn og stjórn hans gátu sér mjög góðs orðstírs á mótum kirkjukóra. Við leiðarlok er mér hugsað til þess hve traustur og einlægur vinur er hveijum manni mikils virði. Ég vil ljúka þessari upprifjun með per- sónulegu þakklæti til Svavars fyrir margar ánægjulegar samverustund- ir, bæði í leik og starfi. Við vottum Sigrúnu og öðrum vandamönnum innilegustu samúð okkar. Ragnheiður Eiríksdóttir, Jón Tómasson. Góður drengur er genginn. Heið- ursmaðurinn Svavar Árnason er horfinn á vit feðra sinna. Ég er einn þeirra sem nutu þeirrar gæfu að vera vinir Svavars. Fyrstu kynni hafði ég af Syavari á Alþýðusam- bandsþingi 1950. Strax við þessi fyrstu kynni fannst mér maðurinn áhugaverður þótt ekki færi mikið fyrir honum þá fremur en endranær. Við áttum svo eftir að vera á mörgum þingum og fundum og smám saman þróaðist með okkur vinátta sem aldrei bar skugga á. Svavar var snemma valinn til for- ustu, fyrst og síðast var Alþýðu- flokkurinn hans starfsvettvangur. Hann var leiðtogi af Guðs náð, hon- um treystu allir. Lengi var það svo að vart var hægt að nefna Grindavík án þess að Svavars væri getið í leiðinni. Það voru miklir umbrotatímar í lok stríðsins. í Höfnum höfðu lengi búið ríkustu menn þessa lands. Þar varð nú auðn. Grindavík var hraðfara á sömu leið. Ég held að á engan sé hallað þótt sagt sé að Svavar Áma- son hafí staðið öllum öðrum framar í að snúa þeirri þróun við. Það voru fyllstu rök fyrir því að við kölluðum Svavar gjarnan Grindavíkur-jarlinn. Það var engin hálfvelgja þegar þeir lögðust á eitt Svavar, Hálfdán frá Akranesi, Ragnar úr Keflavík, Óli Vill úr Sandgerði, Ottó úr Ólafsvík og Fúsi af Bakkanum. Allir þessir menn voru brautryðjendur í sinni heimabyggð. Þótt Svavar væri yngstur fyllti hann prýðilega þennan hóp brautryðjenda fyrir bættum hag alþýðu þessa lands. Málefnið var þeim allt, um laun var aldrei spurt. Mér verður ávallt minnisstætt þegar ég hringdi í Svavar og óskaði honum til hamingju með kosninga- sigurinn 1958. Þá var í fyrsta sinn listakosning í Grindavík. Svavar leiddi kratalistann og þeir náðu fjór- um af fimm mönnum í hreppsnefnd. Jú, Svavari fannst þetta nokkuð gott en taldi þó hreinan klaufaskap að ná ekki líka þeim'fimmta. Það var þó ekki hans háttur að ofmetnast, hann gleymdi aldrei að hafa alist upp við knöpp kjör, nægju- semi taldi hann ávallt bestu dyggð og lifði samkvæmt því. Þó var Svav- ar stórhuga, þegar því var að skipta. Þrisvar hafði hann forystu um að kaupa stærri bát en aðrir höfðu talið fært að gera út frá Grindavík. Útgerð var þó aldrei annað en auka- starf hjá Svavari. Hann var oddviti, formaður verkalýðsfélagsins, spilaði á orgelið í kirkjunni og æfði söngkórinn. Hann sá líka um sýningar í bíóinu, og er þá aðeins stiklað á því helsta. Bókhald fyrir allt færði hann á næturnar. Aldrei veit ég til að hann hafí hirt um laun fyrir sig. Umboð Brunabótafélagsins tók hann að sér að beiðni góðra manna, til bráða- birgða. Það entist honum þó lengst. Grindavík hefir vaxið og dafnað en þeim fækkar sem muna þá tíð að við auðn lá í Grindavík. Þar skipti sköpum leiðsögn Svavars, sem að öðrum ólöstuðum fór fremstur. Ég gæti fyllt allar síður Moggans af minningum um Svavar, en það þjón- ar engum tilgangi. Svavar þurfti aldrei meira en fimm mínútur til þess að koma sinni skoðun á fram- færi þótt um flókin mál væri fjall- að. Hann hugsaði fyrst og talaði svOj teldi hann ástæðu til. Ég sakna vinar í stað. Svavar hringir ekki lengur til þess að bijóta málin til mergjar. Síðast hringdi hann í mig eftir úrslitin í prófkjöri okkar kratanna á Reykjanesi. Hann var stoltur af því að loksins var fulltrúi frá Grindavík kominn í for- svar fyrir Suðurnesjamenn á Alþingi og yrði þar áfram ef vel til tækist. Ég er mjög sáttur við stelpuna, sagði Svavar. Seint og um síðir fann Svavar sér lífsförunaut, Sigrúnu Högnadóttur. Sigrún bjó þeim friðsælt og gott heimili sem Svavar naut í ríkum mæli eftir að hafa verið í þeim efn- um hálfgert rekald. Ég held að segja megi að Sigrún hafí verið fyrsti og eini munaðurinn sem Svavar veitti sér í lífinu og hann naut þess ríku- lega og ég held þau bæði. Að leiðarlokum vil ég þakka Sva- vari trausta vináttu og góða leið- sögn í lífinu. Minning um góðan dreng lifir. Ólafur Björnsson. í dag kveðjum við Grindvíkingar einn merkasta forystumann bæjar- félags okkar. Svavar Árnason var hreppsnefndarmaður og oddviti til margra ára og fyrsti forseti bæjar- stjórnar Grindvíkinga árið 1974. Svavar var stofnandi Alþýðu- flokksfélags Grindavíkur 1. júní 1950. Hann var alltaf mikill jafnað- armaður bæði í orði og verki og var forystumaður í starfi Alþýðuflokks- félagsins í Grindavík í tæpa þrjá áratugi. Ég minnist þess að þegar ég, 12 ára gömul, flutti vestan af fjörðum til Grindavíkur komst ég fljótlega á snoðir um það að sá maður sem var potturinn og pannan í stjórnun bæj- arins var Svavar Ámason. Hann var organisti kirkjunnar, formaður sóknarnefndar, útgerðarmaður og oddviti. Upp úr 1970 urðu miklir fólks- flutningar til Grindavíkur. Grinda- vlk breyttist á örskömmum tíma úr litlu sjávarþorpi við ein gjöfulustu fískimið landsins í stórt bæjarfélag. Svavar Ámason hafði þá stefnu að halda álögum á íbúa hreppsins í lágmarki. Hann vildi laða ungt fjöl- skyldufólk til Grindavíkur sem sæi sér hag í að koma og byggja fram- tíð sína í Grindavík. Seinna meir þegar kröfur um aukna samfélags- þjónustu fóru að heyrast tók hann af mikill framsýni þátt í þeirri upp- byggingu. I bæjarstórnarkosningunum 1982 var Svavar ekki í framboði í fyrsta sinn í hartnær fjóra áratugi. Nýir menn tóku við stjórnvelinum. Þessir menn tóku við góðu búi frá Svavari og félögum sem gerði þeim kleift að halda áfram uppbyggingu og mæta auknum kröfum samfélagsins til þjónustu. Þeir tóku ekki við skuld- um frá Svavari heldur vel reknu fyrirtæki sem lögð hafði verið vinna I af alúð og umhyggju fyrir hinu ágæta bæjarfélagi Grindavík. Svavar var af þeirri kynslóð sem lifði tímana tvenna í þjóðfélagi okk- ar. Hann kemur úr stórum systkina- hópi héðan úr Grindavík og lifði miklar og örar breytingar á lifnað- arháttum og lífskjörum fólks hér á landi. Ég er sannfærð um að lífsins skóli gerði Svavar að þeim mikla jafnaðarmanni sem hann var allt til dauðadags. Menn við sjávarsíðuna eins og hér í Grindavík bjuggu oft á tíðum við erfíðar aðstæður. Lífs- barátta var hörð og miskunnarlaus og menn bjuggu við öryggisleysi um afkomu fjölskyldunnar ef slys, sjúk- dóma eða dauða bar að höndum. Þetta öryggisleysi átti örugglega sinn þátt í að móta réttlætiskennd manns eins og Svavars. Þegar ég fór að starfa með Al- þýðuflokksfélagi Grindavíkur árið 1984 hafði Svavar fyrir nokkru dregið sig í hlé. Hann fylgdist þó mjög vel með öllum málum allt til loka. Hann hafði alltaf skoðanir á bæði mönnum og málefnum og mætti gjarnan á alla flokksfundi og tók iðulega til máls. Las mönnum pistilinn ef svo bar undir, stóð keik- ur og hvort sem mönnum líkaði betur eða verr skyldu þeir heyra hvað hann hafði til málanna að leggja. Hann hafði megna andúð á öllu lýðskrumi. Hann ræddi oft um áhyggjur sínar af því sem hann kallaði lýðskrumara og hvað alltof margir veldust af þeim til starfa í stjórnmálum. Á flokksþingi Alþýðu- flokksins í íþróttahúsinu í Keflavík síðastliðið sumar var Svavar kjörinn fulltrúi okkar í Grindavík á þinginu. Ég hafði mjög gaman af gamla manninum þegar átti að fara að kjósa í trúnaðarstöður flokksins. Hann varð að fá yfírlit um alla þá sem voru í framboði og hverra manna þeir væru. Hann var ekkert að kjósa út í bláinn, vel skyldi að verki staðið. Það kom í minn hlut að skýra út fyrir honum hver hinn og þessi væri. Ég hafði lúmskt gam- an af þessum áhuga hans á því hverra manna viðkomandi fram- bjóðandi væri. Best var ef viðkomandi var sonur eða dóttir þeirra manna sem hann hafði eitthvað starfað með eða þekkt til. Það var nægjanlegt ef viðkom- andi gæti rakið ættir sínar þangað, þá fékk sá aðili stuðning Svavars Ámasonar. Við alþýðuflokksfólk kveðjum nú einn okkar besta stuðningsmann, mann sem var hugsjónarmaður um betra og réttlátara þjóðfélag. Hann lagði dijúgan skerf til uppbyggingar þess konar samfélags fýrir okkur Grindvíkinga. Ég þakka honum góða samfylgd og vil um leið votta sambýliskonu hans, Sigrúnu Högnadóttur, mína dýpstu samúð. Minningin um Svav- ar Árnason mun lifa. Petrína Baldursdóttir. Svavar Árnason í Grindavík er látinn. Leiðir okkar lágu saman hin síðari ár og vil ég rita fáein þakklæt- is- og kveðjuorð, nú þegar hann er lagður til hinstu hvílu. Er ég kom að Brunabótafélagi íslands í júlí 1981 var Svavar þá í fulltrúaráði félagsins, en einnig umboðsmaður þess og hafði verið um árabil. Mér er enn í fersku minni hversu vel Svavar tók mér og hversu fljótt varð með okkur hið besta sam- starf og vinátta. Ég bjó að vináttu hans og hollráðum æ síðan. Svavar hafði mikinn áhuga á málefnum félagsins og sinnti þeim af kostgæfni og framsýni. Hann var vel að sér í sögu félagsins og að- draganda að stofnun þess, og taldi það kallað til þýðingarmikilla sam- félagslegra hlutverka í 'öndverðu. Honum var ljúft að starfa fyrir fé- lagið og var umboðsmaður þess til hins síðasta. Ég hlýt því á þessari stundu að færa fram þakkir Brunabótaféalgs íslands, stjórnar þess og fulltrúar- áðs fyrir það fórnfúsa og farsæla starf, sem Svavar Árnason vann í þágu félagsins á hinum langa starfs- ferli sínum. Ennfremur flyt ég þakk- ir til hans frá Vátryggingafélagi íslands hf. Svavar var hlýr og ljúfur persónu- leiki. Hann var músikmaður mikill, og kunni vel að segja sögur. Jafn- framt var hann samúðarfullur, þeg- ar það átti við, og lá ekki á liði sínu, ef hann gat leyst vanda einhvers. Það var unun að vera samferða slík- um manni, finna hjartahlýjuna og gleðina, sem streymdi ævinlega frá honum. Ég votta öllum aðstandendum innilega samúð við fráfall Svavars Árnasonar. Ingi R. Helgason. GUÐMUNDA S. KRISTINSDÓTTIR + Guðmunda S. Kristinsdóttir fæddist í Miðengi i Grims- nesi 28. maí 1904. Hún lést á Borgarspitalanum 13. febrúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hallgrímskirkju 24. febrúar. TÍMINN er harður húsbóndi. En þrátt fyrir það og allar breyt- ingarnar sem fylgja honum, öldrun manna og endurnýjað umhverfí, er sem sumt fólk sé óháðara tím- anum en annað. Það eldist hægar en aðrir, hefur til að bera ró og styrk sem kyrrir ysinn í kringum það; það verður svolítil kjölfesta í umhverfinu, líkt og alls kyns vönd- uð listverk, virðuleg hús eða hægl- át náttúra. Ekki svo að skilja að slíkt fólk sé skaplaust eða slétt og fellt. Þvert á móti. En það ber skapólguna, áræðnina eða fram- kvæmdagleðina með slíkri stjórn og húmor að manni finnst per- sónuleikinn fullur rósemdar og kankvísi. Munda fyllti þennan flokk og mér auðnaðist að kynnast henni fyrst á mörkum barna- og ungl- ingsáranna. Hún var konan í kjall- aranum á Freyjugötunni er alltaf vissi gjörla hvar Erró hélt til að var að gera. Ég hitti hana alloft næstu áratugina; alltaf jafn um- hyggjusama um mig og mína; allt- af svolítið snögga upp á lagið og alltaf jafn jákvæða í afstöðu sinni til tilverunnar og auðvitað alltaf sívakandi og stolta yfir honum „Guðmundi þarna úti“. Munda lifði viðburðaríku lífí meðan henni entist heilsa og naut þess meðal annars að ferðast um fjöll og fírnindi á yngri árum en sækja mannamót, oft með Erró, hin síðari ári. Fyrir skömmu naut ég þess að sitja í eldhúsinu á Freyjugötu með konu minni og yngstu dóttur, borða pönnukökur og hlusta á Mundu segja frá jökla- og fjallaferðum fyrir rúmri hálfri öld; augu hennar glömpuðu og skemmtilegur, þurr húmorinn naut sín. Hún sýndi okkur öll listaverk- in sem henni þótti svo vænt um og spurði frétta. Þegar ég bar upp við hana hugmynd um að aka með okkur á fjallabíl upp á Úlfarsfell; til þess þyrfti að leggja á sig göngu eins og hún þekkti sjálf. Ég á þess víst ekki kost héðan af að standa með Mundu uppi á Úlfarsfelli en ylja mér þess í stað við minningu um mæta konu. Við hjónin sendum fjölskyldunni samúðarkveðjur. Ari Trausti Guðmundsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.