Morgunblaðið - 25.02.1995, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 25.02.1995, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1995 41 GÍSLIÓLAFSON + Gísli Ólafson var fæddur 1. maí 1927. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu á Seltjarnarnesi hinn 17. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 24. febrúar. ELSKU AFI er dáinn. Fréttin um að afi væri á leiðinni á spítala með sjúkrabíl kom mér á óvart og þeim mun meira fréttin sem kom stuttu síðar um að afi væri dáinn. Afí sem var svo atorku- samur og enn ungur að árum. Það á eftir að taka okkur langan tíma að átta okkur á fráfalli afa þar sem stórt skarð hefur verið höggvið í fjölskylduna. Afí og amma í sameiningu hafa haldið fjölskyldunni saman og höfum við átt margar ógleymanlegar stundir á Fornuströndinni hjá þeim þar sem við öll höfum verið kölluð saman. Minningarnar um afa streyma fram í hugann á þessari stundu. Mér þótti alltaf gaman að hlusta á sögur afa sem voru fullar kímni. Sem dæmi um kímnigáfu hans er það, að fyrstu ár ævi minnar hélt ég að fyrsti maí væri lögboðinn frídagur vegna afmælis afa. Þessu hafði afi haldið fram og á það trúði ég- Hjá afa og ömmu hefur aldrei verið naumt skammtað og eru jóla- gjafir frá þeim dæmi um það. Pakk- arnir sem alltaf voru samsettir af einhverju mjúku, hörðu og sælgæti gleymast seint. Það var líka ósjald- an sem eitthvað spennandi, „út- lenskt“ og ófáanlegt á íslandi var í pakkanum. Afi fylgdist vel með okkur og sérstaklega í íþróttunum. Þó afi væri mikill KR-ingur sást oft til hans í íþróttahúsi Seltjarnarness hvetjandi Gróttu því þar átti hann bæði böm og barnabörn. Hann lét okkur líka heyra það, að það væri alltaf hægt að gera betur. Eftir að ég lauk stúdentsprófi höfðu afi og amma samband við vinafólk sitt í London til að útvega mér skóla og íjölskyldu til að búa hjá í nokkra mánuði. Á þessum tíma átti afi leið til London og skrif- aði hann mér skemmtilegt bréf fyrir komu sína, þar sem hann spurði mig hvort ég héldi að ég gæti fengið frí til að hitta hann þegar hann kæmi. Hann gerði mik- ið grín að því hvort fólkið sem ég dvaldi hjá myndi treysta honum fyrir mér, þar sem hann vissi að enska fjölskyldan setti strangar reglur um útiveru mína. Hann tók heldur enga áhættu þegar hann kom og lét bíl sækja mig og keyra heim þegar hann bauð mér út að borða á glæsilegt veitingahús í stórborginni. Hann hugsaði um mig eins og prinsessu og var stundin sem við áttum saman hin ánægju- legasta. Afi gerði allt til þess að greiða götu okkar systkinanna og var ávallt fyrsti maður á staðinn ef veikindi eða önnur vandamál komu upp. Það er skrítið að nú verður ekki lengur hægt að leita til hans sem reyndist okkur svo vel. Með þessum orðum vil ég þakka afa allt og allt. Missirinn er mikill en eflaust mestur hjá ömmu, sem misst hefur sinn besta vin og þarf nú allan þann styrk sem fjölskyldan getur veitt henni. Blessuð sé minn- ing afa. Fyrir hönd okkar systkinanna, Þurý. Gísli Ólafson, stjórnarformaður Tryggingamiðstöðvarinnar hf., er látinn, á 68. aldursári. Gísli hóf ungur að árum að vinna við vá- tryggingar. Saga íslenskrar vá- tryggingastarfsemi sem atvinnu- greinar er í raun ekki lengri en svo, að Gísli á farsælli starfsævi náði að hafa mikil áhrif á uppbyggingar- og mótunarár greinarinn- ar. Mörg erlend vá- tryggingafélög höfðu umboð á íslandi í upp- hafi þessarar aldar og fram undir miðja öld- ina. Á hinn bóginn voru innlend félög löngum tiltölulega fá. í kjölfar heimsstyijald- arinnar síðari fór ís- lenskum vátryggingafélögum að fjölga og þeim að vaxa fískur um hrygg. Um leið og vátrygginga- starfsemin færðist á íslenskar hendur, dró úr starfsemi hinna er- lendu umboða. Þessa breytinga- tíma vátryggingastarfseminnar upplifði Gísli. Um nokkurt skeið starfaði hann fyrir erlent vátrygg- ingaumboð, en árið 1956 varð hann forstjóri Tryggingamiðstöðvarinn- ar hf., er það félag var sett á lagg- ir. Því starfí gegndi hann allt til ársins 1991, er hann tók við stöðu stjórnarformanns félagsins. Gísli öðlaðist mikla þekkingu og reynslu á sviði vátrygginga og vátrygg- ingareksturs, ekki síst varðandi sjó- og endurtryggingar. Gísli var tölu- glöggur og. bókhaldsfróður vel, og nýttust þeir eiginleikar honum vel í starfí. Eh samhliða vinnu sinni í þágu Tryggingamiðstöðvarinnar hf. vann hann ötullega að hags- munamálum vátryggingagreinar- innar og vildi veg hennar sem mestan. Samband íslenskra tryggingafé- laga var stofnað 1. mars 1960, og eru því senn rétt 35 ár liðin frá stofnun þess. Gísli Ólafson var í hópi mætra vátryggingamanna, sem sátu stofnfundinn. Var hann kjörinn í fyrstu stjórn SÍT, og var raunar iðulega í stjórn SÍT allt til ársins 1991, þar af var hann for- maður í þijú ár. Eitt af forgangs- verkefnum fyrstu stjórnar SIT var að leggja drög að því að komið yrði á fót stofnun, sem veitt gæti íslenskum vátryggingamönnum fræðslu um vátryggingar og vá- tryggingarekstur. Sú vinna leiddi til stofnunar Tryggingaskóla SIT, sem hóf starfsemi haustið 1962 og enn er við lýði. Gísli.vann að stofn- un Björgunarfélagsins hf. árið 1964. Varð hann fyrsti stjórnarfor- maður félagsins, og gegndi þeim starfa árum saman. Að stofnun og starfrækslu Björgunarfélagsins hf. stóðu þau vátryggingafélög, sem höfðu með höndum fiskiskipa- tryggingar hér á landi. Félagið gerði út björgunar- og aðstoðar- skip, lengst af björgunarskipið Goðann. Var hér um afar merkilegt framtak að ræða, sem stuðlaði að öryggi sjófarenda hér við 'land og björgun mannslífa og verðmæta. Þá var Gísli meðal hvatamanna að stofnun Samsteypu íslenskra físki- skipatrygginga árið 1968. Var hann kjörinn fyrsti formaður stjórnar samsteypunnar og gegndi þar formennsku allt til ársins 1991. Með stofnun SÍFT fóru innlend vátryggingafélög á sviði fiskiskipa- trygginga að endurtryggja einstak- ar áhættur hvert hjá öðru í stað þess að endurtryggja þær að mestu leyti hjá erlendum félögum eins og lengi hafði tíðkast. Varð þetta tví- mælalaust til þess fallið að efla vátryggingafélögin hér á landi og styrkja stöðu þeirra gagnvart er- lendum endurtryggjendum. Gísli var þéttur á velli og fastur fyrir, og iðulega sópaði að honum. Við, sem í senn vorum samstarfs- menn hans og keppinautar, skynj- uðum vissulega atorku hans og ákveðni. Ætíð var þó stutt í létta lund og hressileika. Með Gísla Ólafsyni er genginn góður og gegn vátryggingamaður. Undirritaður fyrir hönd Samband íslenskra tryggingafélaga þakkar honum farsæl störf að vátrygg- ingamálefnum. Innilegar samúðar- kveðjur færi ég eiginkonu hans, frú Ingveldi Viggósdóttur, börnum og fjölskyldum þeirra. Axel Gíslason, formaður Sambands íslenskra tryggingafélaga. í dag kveðjum við Gísla Ólafson, en með honum er genginn litríkur vátryggingamaður. Hann hóf að loknu prófi frá Verzlunarskóla ís- lands 1945 störf hjá Carl D. Tul- inius & Co. hf., sem rak vátrygg- ingaumboð, og að vátryggingum vann hann æ síðan. Honum voru ungum falin mikil ábyrgðarstörf, en hann var innan við þrítugt, þeg- ar forsvarsmenn Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna fólu honum að undirbúa stofnun og síðan forstjórn Tryggingamiðstöðvarinnar hf. Gísli brást ekki því trausti sem honum var þá sýnt og byggði upp öflugt og virt vátryggingarfélag. Trygg- ingamiðstöðin lagði í upphafi meg- ináherzlu á sjótryggingar og Gísli aflaði ser mikillar þekkingar á því sviði. Árangurinn lét ekki á sér standa og félagið hefur um langt skeið verið stærst í þessari grein. Gísli lét ekki við það sitja að vinna einvörðungu í þágu síns fé- lags, eigenda þess og vátrygg- ingartaka, heldur tók hann mjög virkan þátt í sameiginlegu starfi vátryggjenda. Hann var kosinn í fyrstu stjórn Sambands íslenskra tryggingafélaga við stofnun þess 1960 og átti þar lengi sæti m.a. sem formaður. Hann gegndi mörg- um öðrum trúnaðarstörfum í þágu vátryggingarstarfseminnar en hér verður aðeins getið um tvö svið. í árslok 1968 var Samsteypa íslenskra fískiskipatrygginga stofnuð. Tilgangurinn var sá að flytja vátryggingar íslenzkra físki- skipa yfir 100 rúmlestir á innlendar hendur en þær höfðu áður að lang- mestu leyti verið í höndum erlendra aðila, þ.e.a.s. erlendir endurtryggj- endur höfðu ákveðið iðgjöld og skilmála og jafnframt borið mest af áhættunni. Gísli var strax í upp- hafi kjörinn formaður þessara sam- taka og hann gegndi því um 23 ára skeið. Hann hafði verið manna ötulastur í undirbúningi að stofnun- inni og sem formaður samtakanna vann hann mjög farsælt starf til hagsbóta fyrir vátryggjendur og útgerðarmenn. Islensk endurtrygging hefur frá upphafí séð um rekstur samsteyp- unnar og leiddi það til enn nánara samstarfs milli Gísla og starfs- manna félagsins, en félagið hefur frá stofnun Tryggingamiðstöðvar- innar verið einn helzti endurtryggj- andi hennar og um langt árabil hefur Tryggingamiðstöðin verið helzti viðskiptaaðili íslenskrar end- urtryggingar. Fáir menn hafa stuðlað meir að vexti og viðgangi íslenskrar endurtryggingar en Gísli Ólafson. Hann átti sæti í stjórn félagsins um rúmlega 20 ára skeið, þar af sem varamaður í sex ár, og þar var hann ávallt ráðhollur og tillögugóður. Að leiðarlokum stend- ur Islensk endurtrygging hf. í mik- illi þakkarskuld við Gísla Ólafson. Gísli þurfti oft að gera viðskipta- samninga og þá hélt hann fast og vel á málum síns félags en var jafn- framt réttsýnn og sanngjarn í garð gagnaðilans. Honum var það ávallt mikið kappsmál að samningar væru nákvæmleg orðaðir þannig að ekk- ert færi milli mála við túlkun þeirra. Hann naut mikils trausts og trúnaðar i störfum sínum jafnt inn- an lands sem utan, en hann átti mikil skipti við erlenda endur- tryggjendur og miðlara. Að leiðarlokum er ég þakklátur fyrir vináttu Gísla Ólafsonar um árabil. Hann tók mér einkar vel þegar ég kom til starfa í íslenzkum vátryggingarheimi fyrir nær þrem- ur áratugum og með okkur tókst gott samstarf, sem ekki hefur bor- ið skugga á. Við hjónin minnumst margra góðra stunda með Gísla og Ingu á ferðum innanlands og utan, en nú síðast lágu leiðir okkar um stórbrotna náttúru Suður-Afríku. Eftirminnilegastar eru þó samveru- stundirnar með þeim við Straum- fjarðará, en í hinu fagra umhverfí árinnar naut Gísli sín vel við lax- veiðar og útivist. Við Kristín vottum Ingu og fjöl- skyldu þeirra innilega samúð. Blessuð sé minning Gísla Ólaf- sonar. Bjarni Þórðarson. Þegar mér barst sú fregn að Gísli Ólafson væri látinn setti mig hljóðan. Að þessi hlýi en sterki maður væri allur var eitthvað svo óraun- verulegt. En svo fóru minningarnar að hlaðast upp eins og myndir á bandi. Það var nefnilega Gísli Ólafson, sem studdi mig, ekki bara fyrstu sporin á minum tryggingaferli heldur æ síðan. Þegar ég byijaði í þessum trygg- ingamálum 1961, þá kom Gísli norður til Blönduóss, til að kynna mér leyndardóma og vinnureglur tryggingastarfseminnar og svo var um mörg ár að þegar ég strandaði í málunum var hringt til Gísla og hann kunni ætíð ráð við vandanum. En við vorum ekki bara forstjóri og umboðsmaður, við vorum líka félagar, við renndum fyrir lax og þegar ég kom í borgina þótti sjálf- sagt að kalla á tvo til viðbótar og slá nokkrar rúbertur. Svona væri hægt að halda áfram því af nógu er að taka. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að kynnast Gísla Ólafsyni og tel mig auðugri eftir en ella. Við hjónin sendum Ingu og Ásu og íjölskyldum þeirra okkar inni- legustu samúðarkveðjur, en mun- um samt að minningin um góðan dreng lifir áfram þó leiðir skilji. Guð blessi ykkur öll. Guðrún og Sigurður Kr. Jónsson. Þau tíðindi að Gísli Ólafson stjórnarformaður Tryggingamið- stöðvarinnar væri látinn komu eins og reiðarslag. Kallið sem við öll fáum einhvern tíma var komið fyr- ir hann, allt of fljótt. _ Kynni mín af Gísla Ólafsyni hóf- ust þegar ég var ungur drengur á Blönduósi og Gísli kom norður til þess að gera upp bókhald hjá föður mínum, sem þá var umboðsmaður Tryggingamiðstöðvarinnar. Gísli var stór og mikill maður og ég, pollinn, leit mjög upp til þessa manns. Síðar þegar ég stund- aði nám í Reykjavík var hann van- ur að bjóða mér að fyrra bragði að skjótast með sér norður á Blönduós þegar hann fór þangað í umboðsferðir. Fyrir mig, sveita- manninn, var það heilmikil upplifun að sitja í glæsilegum Mercedes og hlusta á ótal sögur af kennileitum ásamt veiðisögum af nánast hverri þeirri á, sem yfir var ekið. Árið 1977 réð Gísli mig siðan til Tryggingamiðstöðvarinnar og þar hef ég starfað síðan, lengst af undir hans stjórn. Það var mikil gæfa fyrir mig að hafa með hönd- um umsjón með umboðsmönnum félagsins á fyrstu starfsárum mín- um hjá Tryggingamiðstöðinni. Gísli lét sér mjög annt um umboðsmenn- inna og heimsótti helstu umboðin tvisvar á ári. í þeim ferðum lærði ég þau vinnubrögð við bókhald og uppgjör, sem enn eru í fullu gildi. Gísli var gífurlegur bókhaldsmaður og mikill reikningshaus. Hann reiknaði oftar en ekki í huganum, það sem aðrir settu í vél. Þar kom að ég fór að sinna end- urtryggingum að nokkru leyti með Gísla. Því fylgdu oft langir og strangir fundir og margar vinnu- stundir, sérstaklega þó í ársupp- gjöri. Þar gaf hann ekkert eftir. Hann var sá mesti vinnuhestur sem ég hef nokkurn tíma kynnst. Hann vann klukkustundum saman án þess svo mikið að fá sér kaffísopa. Ef maður vissi ekki svar við ein- hverri spurningu hans, vildi Gísli ekki heyra svarið „Ég held það“, frekar vildi hann heyra „Ég veit það ekki“. Þannig var hann. Hann var harður húsbóndi en sanngjarn. Við Gísli Ólafson vorum ekki alltaf sammála um hlutina, hvorki hjá Tryggingamiðstöðinni né utan hennar. En við gátum alltaf rætt málin, hann hlustaði og sagði sína meiningu, og að lokum tók hann að sjálfsögðu ákvörðun sína. Það er komið að leiðarlokum hjá Gísla hérna megin. Eftir stendur minningin um afburða mann, mann sem reyndist mér ákaflega vel í einu og öllu. Að því mun ég búa ævilangt. Gísli Ólafson naut trausts og virðingar hvar sem hann kom, hans er nú sárt saknað. Ég votta Ingu og Ásu og fjöl- skyldum þeirra mína dýpstu samúð. Ingimar Sigurðsson. í dag fylgjum við Gísla Ólaf- syni, stjórnarformanni, til grafar. Andlát hans bar skjótt að og setti okkur á Sæbraut hljóð þegar sú fregn barst að Gísli vinur okkar væri allur. Kynni mín af Gísla hófust þegar ég var ungur strákur í föðurhúsum. Faðir minn og Gísli voru miklir vin- ir og leiddi vináttu þeirra til mikils samgangs á milli fjölskyldnanna tveggja. Oft hittust íjölskyldurnar, ekki síst austur í Grafningi í Þing- vallasveit, því þar lágu sumarhús þeirra saman. Skipst var á að taka hús hvert á öðru, oft var glatt á hjalla og amstur vinnudagsins hvarf eins og dögg fyrir sólu. Ég minnist þess að oft heyrði ég föður minn hafa orð á því hversu traustur og áreiðanlegur vinur Gísli væri. Eftir lát föður míns reyndist Gísli mér ákaflega vel. Hann var bóngóður, úrræðagóður og hlýr í öllu viðmóti. Mér fannst hann ávallt taka mér sem jafningja, þótt á okkur væri mikill aldursmunur. Ég vissi að til hans gat ég leitað hvort sem erindið var léttvægt eða mikil- vægt. Á öllum hlutum tók hann með skilningi og góðri yfirsýn þess manns sem reynslu hafði. Persónuleg kynni okkar fóru vaxandi með árunum, ekki síst eft- ir að ég tileinkaði mér að nokkru eftirlætis áhugamál Gísla, laxveið- arnar. Oft lágu eftir það leiðir okk- ar saman við laxveiðar á bökkum Þverár í Borgarfírði. Gísli var kapp- samur og naskur veiðimaður. Hann var einnig eftirminnilegur og skemmtilegur veiðifélagi sem ávallt lumaði á góðum veiðisögum. Um- hverfís hann var engin lognmolla, þar ríkti hressileiki, glettni og góð- ur andi. Segja má að Gísli hafí skipt um ham þegar hann var kom- inn í sitt uppáhalds umhverfi með niðandi veiðiá við fætur sér og far- inn að kljást við þann silfraða. Inga kona hans var honum enginn eftir- bátur við laxveiðarnar. Voru þau hjónin oftar en ekki aflahæst í hópnum, þótt þar væru á meðal nokkrir slungnir veiðimenn. Seint munu hverfa mér úr minni allar þær eftirminnilegu stundir sem við móðir mín nutum ásamt öðrum góðum vinum í félagsskap þeirra hjóna á bökkum Þverár. Með þessum fáu línum vil ég að leiðarlokum þakka fyrir að hafa fengið að kynnast Gísla Ólafsyni. Hann var foreldrum mínum kær og fyrir þá viðkynningu og gleði- stundir ber að þakka. Fyrir hug- skotssjónum mínum stendur Gísli sem klettur. Hann stendur upp úr mannþrönginni vegna mannkosta sinna og atgervis. Hann var góður maður og er mikill harmur kveðinn að fjölskyldu hans og ástvinum. Andspænis dauðanum mega orð sín lítils en það er þó huggun harmi gegn að minningin um góðan mann mun lifa. Þannig mun Gísli Ólafson Iifa í minningu minni og fjölskyldu minnar, þótt hann hverfi okkur sjónum. Ég bið góðan Guð að gefa Ingu og börnum styrk í sorg sinni. Ingvar Vilhjálmsson. • Fleirí minningargreinar um Gísln Ólnfsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.