Morgunblaðið - 25.02.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.02.1995, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ Ingi R. Hclgason sakar Skandia um undirboð Hlutafé aukið til að vega upp tap INGI R. Helgason, stjómarformað- ur Vátryggingafélags íslands, segir að á ámnum 1992-1993 hafi Skan- dia greitt tæplega 100 milljónum meira í tjónabætur en félagið fékk í iðgjöld. Sænska móðurfélagið hafi þessi tvö ár greitt samtals 140 millj- ónir til Skandia á íslandi í aukið hlutafé. Ingi bendir á að 1992 og 1993 hafi brúttóiðgjöld Skandia á íslandi numið 467 milljónum króna en brúttótjón 564 milljónum. Rekst- urskostnaður félagsins þessi ár hafí numið 261 milljón. Það hafí fengið 306 milljónir frá endurtryggjendum og auk þess 140 milljónir í nýtt hlutafé frá sænska eigandanum. Þetta nýja hlutafé hafi tryggt að eigið félagsins hefí verið tæplega 77 milljónir í árslok 1993 líkt og það hafí verið í upphafí árs 1991. Ingi segir að staða Skandia sé að því leyti óvenjuleg að félagið sé alfarið í eigu endurtryggjanda síns, Skandia í Svíþjóð. „Ef erlendum aðila á að líðast að undirbjóða ár eftir ár á íslenskum vátrygginga- markaði, fer þá ekki þann veg fyr- ir íslenskum vátryggingaféiögum eins og fór fyrir skipasmíðaiðnaði vegna norskra undirboða?" Ingi segist ekki kvarta undan samkeppni en hún verði að vera heiðarleg. Hann segir að nýju sam- kepnislögin séu þeim annmörkum háð að engin ákvæði séu um undir- boð. Það sé afturför frá því sem áður var. Ritari félags sérfræðilækna Lækmsverkum sér- fræðinga fækkað BARÐUR Sigurgeirsson, ritari stjórnar Sérfræðingafélags ís- lenskra lækna, mótmælir því * að upplýsingar heilbrigðisráðuneytis- ins um 20,6% aukningu á ggeiðslum til sérfræðilækna á síðasta ári leiði í ljós „sjálftöku sérfræðinga á laun- um“, eins og Sighvatur Björgvins- son, heilbrigðismálaráðherra, sagði þegar hann afhenti blaðamönnum þessar upplýsingar í fyrradag. Bárður segir að engin sjálftaka eigi sér stað, enginn sé læknaður nema hann leiti til læknis auk þess sem þama séu um að ræða tölur um greiðslur fyrir sérfræðiþjónustu, ekki laun lækna. Hann fullyrðir að læknisverkum sérfræðilækna hafí fækkað á milli áranna 1992 og 1994, úr 8.754 þúsund einingum í 8.185 þúsund einingar. Aukningin sem Sighvatur sé að benda á skýrist af breytingum á röntenþjónustu. Stofnuð hafi verið ný einkarekin röntgenstofa sam- kvæmt samningi við Trygginga- stofnun ríkisins og við það hafí flust þjónusta af sjúkrahúsunum og úti í einkageirann. Ráðherra geti ekki með nokkm móti notað þetta dæmi til að réttlæta tilvísanakerfí sitt nema síður sé, því röntgenlæknar séu undanþegnir tilvísanaskyldu en kerfið eigi að ná til sérfræðinga sem stunda lækningar þó læknisverkum hafi fækkað hjá þeim. Heimskiúbbur Ingólfs og Príma Fargjöld lækkuð til Karíbahafs og Austurlanda HEIMSKLÚBBUR Ingólfs býður stórfellda lækkun á fargjöldum til Karíbahafs og Austurlanda á næst- unni að sögn Ingólfs Guðbrandsson- ar. Hefur fyrirtækið náð samningi við nýtt dóminískt flugfélag, APA- Air, um flug frá Bandaríkjunum til Santo Domingo á helmingi lægra fargjaldi en American Airlines hef- ur krafist til þessa. Hefur það lækk- að úr 450 bandaríkjadölum í rúma 200 að Ingólfs sögn en félagið hef- ur ekki lengur einkaleyfi á flugleið- inni. Gisting og flug fyrir 98.000 Ingólfur segir að Karíbahafíð þyki eitt eftirsóknarverðasta svæði heimsins fyrir fólk í fríi og eigi það jafnt við um Evrópubúa og þjóðir Norður-Ameríku. „Einokun í flug- samgöngum veldur því að fargjöld þangað hafa verið há, en American Airlines hefur haft einkarétt á flest- um flugleiðum þangað. Heims- klúbbi Ingólfs hefur tekist að fá stórlækkuð fargjöld með nýju flug- félagi APA-Air, sem flýgur til Dóm- iníska lýðveldisins frá Miami og New York á nýjum flugvélum með þjónustu sem fær mjög háa ein- kunn, en verðið er nær helmingi lægra en hjá American." Ingólfur segir að farþegar Heimsklúbbsins muni njóta lækk- unarinnar um næstu páska. „Ég er nýkominn heim með samning, bæði um flugið og dvöl á fímm stjörnu hóteli sem gildir í tíu daga ferð um páskana, en fólk borgar innan við þijú þúsund krónur fyrir dvöl á hótelinu með fæði. Slík ferð kostar því með gistingu og flugi 98.000 krónur,“ segir hann. Einnig segir Ingólfur að Heims- klúbburinn stefni í stóraukna far- seðlasölu í tengslum við ráðgjöf og þjónustu, bæði við einstaklinga og fyrirtæki. „Sumir halda að Heims- klúbburinn sé -bara hópferðafyrir- tæki en ferðaskrifstofa hans, Príma, annast alla almenna ferða- þjónustu og sérhæfír sig í langferð- um. Þeir sem ætla til Austurlanda §ær, eða Ástralíu, leita til okkar í síauknum mæli. Ástralska flugfélagið Qantas flytur marga af farþegum okkar, bæði hópa og einstaklinga og njóta mikils álits. Nú er verið að ganga frá umboði við annað austurlenskt flugfélag þar sem við getum boðið lægra verð en hér þekkist til ýmissa áfangastaða í Austurlöndum. Munu nokkrir hópar njóta þess fargjalds á næstunni." FRÉTTIR ______________ Landsbergis í heimsókn á Islandi Mun leika á tónleikum ásamt eiginkonu sinni VYTAUTAS Landsbergis, fyrrver- andi forseti Litháens, og núver- andi leiðtogi stjórnarandstöðunnar þar í landi, kemur til íslands föstu- daginn 23. mars og talár á fundi Samtaka um vestræna samvinnu daginn eftir. Erindi hans kallast Litháen milli austurs og vesturs. Að sögn Jóns Hákons Magnús- sonar, formanns Samtaka um vestræna samvinnu, sýndi Lands- bergis því mikinn áhuga að koma hingað til lands. Landsbergis er kunnur píanóleikari sem og eigin- kona haps, Grazina Rucyte-Lands- bergiené, sem verður í för með honum ásamt litháesku söngkon- unni Gintaré Skeryté, og halda þær væntanlega tónleika í Gerðu- bergi á laugardag. Landsbergis mun einni leika eitt verk á tónleik- unum. Frelsishetja Litháa Landsbergis var einn af leiðtog- um Eystrasaltsráðsins og var á árunum 1990-1991 formaður nefndar sem vann að gerð nýrrar stjómarskrár fyrir Litháen. Undir forystu Landsbergis vörðust Lit- háar vopnuðu ofbeldi og viðskipta- þvingunum fyrrum Sovétríkja. Upp úr því viðurkenndu þjóðir heims Litháen sem sjálfstæða þjóð og voru íslendingar fyrstir þjóða til þess. Landsbergis á nú sæti á litháíska þinginu og er þar í for- svari fyrir stjómarandstöðuna. Fundur stjórnar og formanna aðildarfélaga BSRB Viðræður um sér- mál hefjist án tafar Segja aðgerðir ríkisstjórnar vegna kjarasamninga ekki leiða til kjarajöfnunar heldur þvert á móti FUNDUR stjómar og formanna aðildarfélaga Bandalags starfs- manna ríkis og bæja krefst þess að samninganefndir ríkis og sveit- arfélaga hefji þegar viðræður um sérmál félaganna með það t huga að sem fyrst verði gengið frá kjara- samningum við opinbera starfs- menn. Fundurinn mótmælir því vinnulagi ríkisstjórnarinnar að ganga frá samkomulagi við aðila vinnumarkaðarins í tengslum við gerð kjarasamninganna og segir að þegar um jafn víðtækt samkomulag sé að ræða sé nauðsynlegt að sem flestir komi að því og sem breiðust samstaða skapist. Alvarlegast við aðgerðir ríkisstjómarinnar sé að þær muni ekki leiða til meiri jafnað- ar heldur þvert á móti. Ennfremur segir: „BSRB lýsti yfir vilja sínum að ræða við ríkis- stjórnina um ýmsar sameiginlegar kröfur aðildarfélaga bandalagsins. Á það var ekki hlustað heldur ákvað ríkisvaldið að semja einhliða við Alþýðusambandið og vinnuveitend- ur um ýmsar breytingar, sem koma til með að kosta ríkissjóð um þrjá milljarða króna á ári eftir að allur kostnaður er kominn fram. Alls er óvíst hvernig mæta eigi þessum aukna kostnaði." Þá segir að aðgerðir ríkisstjóm- arinnar í tengslumvið kjarasamn- ingana komi ekki til með að leiða til meiri jafnaðar í landinu, heldur þvert á móti, þar sem afnám tvís- köttunar á lífeyrisgreiðslur komi þeim tekjuhærri betur en þeim tekjulægri. „Þegar reiknaðar em saman launahækkanir sem samið var um milli aðila almenna vinnu- markaðarins og aðgerðir ríkis- stjórnarinnar kemur í ljós að þeir sem bera minnst úr býtum í krónum talið eru millitekjufólk. Hátekju- menn bera mest úr býtum, þannig fá þeir sem eru með laun yfir 185 þúsund fleiri krónur en þeir sem eru á lægstu töxtunum. Það er því ljóst að þessir samningar leiða ekki til þeirrar kjarajöfnunar sem af er látið, enda þótt kjarasamningur aðila á almenna vinnumarkaðinum, einn og sér, byggist á þeirri hugsun með krónutöluhækkun," segir enn- fremur. Ánægja með breytingu lánskjaravísitölunnar Hins vegar er lýst yfir ánægju með „að samkomulag hafí tekist um að breyta útreikningum láns- kjaravísitölu þannig að hun miðist við framfærsluvísitöluna og þar með hafí verið dregið úr áhrifum víxlverkana lánskjara og launa. Þetta var ein af sameiginlegum kröfum aðildarfélaga BSRB sem bandalagið hafði óskað eftir viðræð- um um við ríkisstjómina.“ Auglýst eftir utvarpsstjóra WYNDBÆR hf. sem m.a. rekur itvarpsstöðina Sígilt FM, hefur luglýst eftir útvarpsstjóra. Jóhann Iriem hjá Myndbæ sagði að marg- r frambærilegir aðilar hefðu spurst ýrir um starfið og átti hann von i því að ráðið yrði fljótt í starfið. „Aðalrekstur okkar er fram- eiðsla á heimildar- og kynningar- nyndum og útvarpið fellur ekki að jeim rekstri. Við gerum aðeins þær og skili einhverjum arði, því þan er kominn markaður og við höfu fengið jákvæð viðbrögð frá almen ingi og stjórnendum fyrirtækja se nota stöðina á vinnustað,“ sae Jóhann. Fyrirhugað er að hefja skipulej auglýsingaöflun fyrir útvarpsstö ina í marsmánuði, en hún hef fram til þessa ekki útvarpað au lýsingum nema að takmörkui leyti. Morgunblaðið/Sverrir STARFSMENN Grafískrar miðlunar hafa undanfarið verið að undirbúa opnun veraldrarvefs heimsmeistarakeppninnar í handknattleik. Heimsmeistara- keppnin á Intemet GRAFÍSK miðlun hf. og HM- nefndin hafa gert með sér samn- ing um að veita upplýsingar um heimsmeistarakeppnina i hand- knattleik 1995 inn á veraldarvef Internetsins. Meðal efnisins sem birt verður á veraldarvefnum eru upplýsingar um miðasölu og miðaverð, auk upplýsinga um hvert lið, afrek liðanna í fyrri heimsmeistarakeppnum ásamt Iiðsmynd og myndum af leik- mönnum. Auk ítarlegrar umfjöllunar um liðin verður í vefnum að finna upplýsingar um skiptingu liða í riðla og tímasetningu leikja. Einnig er ráðgert að fluttar verði reglulegar fréttir af lokaundirbúningi keppninn- ar. Þegar keppnin hefst í byijun maí munu úrslit og staða liða i riðlum birtast samdægurs ásamt tölum um nýtingu sókna, varin skot, markahæstu menn og aðr- ar áhugaverðar tölur. Ásamt upplýsingum um keppnina mun Grafísk miðlun setja upp vefsíður til kynningar á íslandi og íslenskum fyr- irtækjum. Meðal efnis sem búast má við á þessum kýnningarsíð- um eru upplýsingar um bæjarfé- lögin sem hýsa heimsmeistara- keppnina, upplýsingar um ferðaþjónustu, gistirými, veit- ingastaði o.fl. Þá býður Grafísk miðlun fyrirtækjum að auglýsa þjónustu sína á veraldarvef Int- ernetsins. Allt efnið verður sett upp á tveimur tungumálum, ensku og ísiensku. Veraldarvefur HM verður opnaður 5. mars.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.