Morgunblaðið - 25.02.1995, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 25.02.1995, Blaðsíða 48
48 LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ \ Dýraglens JÍIA PAVÍ6 B-lt Tommi og Jenni TMROD THAT SNODBALL AT ME,Y0l) BLOCKMEAD, AND YOO'LL REGRET IT FORTME REST OF YOUR LIFE! YOULL LIE ADAKE AT NI6MT,AND YOli'LL ASK Y0UR5ELF OVER AND OVER, "DHY DID I DO IT?" BUTMAYBE ILL A5K MY5ELF ''WHY DIDN'T YOU DO IT? " BECAUSE SME'D PROBA0LY TURN AROUND, AND KICK ME INTO A SNOWBANK! '~~u Uís- YOU WERE LUCKY'! Ef þú kastar þessum snjó- Þú munt liggja vakandi En kannski Af því hún myndi Þú varst bolta í mig, asninn þinn, á nóttunni og spyija mun ég spyija liklega snúa sér heppin!! muntu sjá eftir þvi alla þína sjálfan þig aftur og aft- sjálfan mig: við og sparka mér ævi! ur: „Af hveiju gerði ég „Af hveiju út í snjóskafl! það?“ gerði ég það ekki?“ BREF TTL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Fjöldi fagmanna á sviði nudds Frá Rafni Geirdal: í SÍÐUSTU grein minni sem var birt föstudaginn 30. desember varpaði ég fram þeirri spurningu hvort ástæða væri til að óttast ofmettun í nuddstéttinni. Ég svar- aði því þannig til að ef einungis væru tilteknir útskrifaðir fagmenn á sviði nudds, þá væri ekki komin ofmettun í greinina. Hins vegar þyrftu þeir sem hafa tekið almenn námskeið og hefðu hug á að starfa á þessu sviði að sækja um í fagn- ám og útskrifast úr slíku námi til að styrkja faglegan mátt stéttar- innar og til að auka öryggi í þjón- ustu til neytenda. En hversu margir hafa útskrif- ast sem nuddarar/nuddfræðingar? Því er til að svara, að ég held að um 30 nuddarar hafi útskrifast af almennum nuddstofum á und- anförnum tveimur áratugum. Síð- an ætla ég að um 20 nuddarar séu sjálfmenntaðir en hafi í gegnum reynslu öðlast almenna viðurkenn- ingu sem nuddarar. Sumir þeirra hafa engan annan menntunar- grunn haft, en aðrir hafa verið íþróttakennarar, snyrtifræðingar og annað því skylt og haslað sér völl á sviði nudds. Síðan myndi ég ætla að um 50 hafi útskrifast úr nuddskólum er- lendis, þar af um 30 úr nuddskó- lanum í Boulder í Bandaríkjunum einum og sér, en lánasjóðurinn veitti námslán til íslenskra nem- enda þar um nokkurra ára skeið. Þá hafa um 25 útskrifast frá Svæðameðferðarskóla íslands, en hann hóf störf árið 1989 og lauk störfum árið 1991. Síðan hafa 53 útskrifast sem nuddfræðingar frá Nuddskóla Rafns. Þá hafa um 20 nemendur sem hættu námi hjá þeim nuddskóla verið metnir inn hjá félagi íslenskra nuddara og hafa allmargir þeirra öðlast út- skrift sem nuddarar frá því fé- lagi. Að lokum hafa þrír nuddarar útskrifast nýlega frá Ármúlaskóla. Alls eru þetta um 200 nuddar- ar/nuddfræðingar. Hve margir nuddarar eru starfandi? En þá mætti spyija næstu spurningar og hún er sú hversu margir fullgildir nuddarar/nudd- fræðingar eru starfandi á þessu sviði? Mín ágiskun væri sú að um 50 séu í fullu starfi og um 50 í hálfu starfi, eða alls um 100 manns, eða um helmingur þeirra sem hafa starfsrétt á þessu sviði. Síðan ber að geta þess að sum- ir úr þessum hópi hafa fengið lög- gildingu sem sjúkranuddarar sem er lögverndað af heilbrigðisráðu- neytinu. Löggildingin átti sér stað árið 1987 og var þá sett sú regla að allir sem hefðu starfað á þessu sviði í þrjú ár áður-en löggilding átti sér stað fengju löggildingu. Er þetta af sumum kallað „afa regla“. Þannig fengu um 20 fyrr- um nuddarar sem menntaðir höfðu verið á almennum nuddstofum undir handleiðslu meistara löggild- ingu. Reyndar var þessu mótmælt allkröftuglega af Sjúkranuddara- félagi íslands en gekk ekki eftir. Þá fengu jafnframt um sjö nudd- fræðingar frá nuddskólanum í Boulder löggildingu og var ég þeirra á meðal. Eftir þetta voru kröfumar hertar.í þá veru að ein- ungis þeir sem gengju í gegnum opinberlega viðurkennda sjúkra- nuddskóla í Þýskalandi og Kanada fengju löggildingu. Alls hafa um 20 sjúkranuddarar menntast á þeim vettvangi. Þannig mætti segja að alls væru um 170 sem væru menntaðir sem nuddar- ar/nuddfræðingar, en um það bil 30 úr þessum hópi sem hafa feng- ið löggildingu sem sjúkranuddar- ar, teljist með sjúkranuddurum sem eru um 50 talsins. Skipulag hefur farið batnandi Eins og lesendur geta eflaust séð skarast þessi svið allmikið og hefur það stundum leitt til góðrar samvinnu en stundum til allmikilla eldglæringa. Segja má að á undan- förnum árum hafi margt gerst í þá átt að aukið skipulag er að komast á þessi mál. Þannig lét starfshópur í Landlæknisembætti frá sér bréf vorið 1992 sem nefnd- ist drög að starfsleyfi fyrir sjúkra- nuddara þar sem ákveðið var að slíkt nám þyrfti að vera á háskóla- stigi. Síðan tók menntamálaráðu- neyti þátt í samkomulagi við Ár- múlaskóla vorið 1993 um að náms- braut fyrir nuddara ætti að vera aðfaranám fyrir nuddnám til heilsubótar en um það gat ég í síðustu grein minni. Þannig hafa myndast tvö stig til þjálfunar, annars vegar sjúkranuddnám á háskólastigi og hins vegar nuddn- ám á framhaldsskólastigi. Þeir sem útskrifast sem sjúkranuddar- ar geta sótt um starfsleyfi hjá heilbrigðisráðuneyti og fengið lög- gildingu í kjölfarið þannig að það er opinberlega viðurkennt. Þeir sem brautskrást sem nuddarar frá Fjölbraut í Ármúla eða sem nudd- fræðingar frá Nuddskóla Rafns hafa hins vegar skjal frá þessum stofnunum sem votta að þeir hafi lokið formlegu námi í nuddi. Það er von mín að neytendur geti notið þjónustu frá löggiltum sjúkranuddurum, sem og nuddur- um/nuddfræðingum sér til heilsu- bótar. Mér sýnist að einna skyn- samlegast sé að hver og einn neyt- andi meti fyrir sig hvern hann telur hæfan til að veita sér þjón- ustu. Sumum fínnst, tryggast að löggilding liggi þar að baki. Aðrir sækjast meira eftir að nudd- ari/nuddfræðingur hafi menntast á tilteknum stað. Enn aðrir sækj- ast eftir góðum nuddhöndum. Meginatriðið er að hið mikla heil- sugildi nuddsins skili sér til neyt- andans á sem tryggastan hátt. Gerist það er markmiðinu náð. Virðingarfyllst, RAFN GEIRDAL, Smiðshöfða 10, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í Gagnasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari þar að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.