Morgunblaðið - 25.02.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.02.1995, Blaðsíða 23
 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1995 23 LISTIR ’ ÆuM-f &h'M FÉm VERK eftir Axel Jón. Axel Jón sýnir á „Café au lait“ NÚ stendur yfir sýning á mál- verkum eftir Axel Jón, á „Café au lait“, Hafnarstræti 11, en sýningin var opnuð síðastliðinn sunnudag. A sýningunni eru olíumál- „DAGUR tónlistarinnar" er í dag laugardag 25. febrúar og af því tilefni verða haldnir tónleikar í Seljakirkju kl. 14, þar sem nemend- ur Tónskóla Eddu Borg leika frumsamin verk og/eða verk þess- arar aldar. Snorri Sigfús Birgisson píanó- leikari og tónskáld mun koma fram á tónleikunum og spila og kynna barnalög úr bókum sem hann hefur samið. verk, abstrakt og fíguratíft. Axel Jón er áhugamaður og er þetta í fyrsta sinn sem hann sýnir verk sín. Opið er á kaffi- húsinu frá kl. 11-23.30 virka daga og lengur um helgar. Veitingar verða, í boði nýstofn- aðs foreldrafélags. í næstu viku verður „Opin vika“ í skólanum og verður henni allri varið í hljóðfærakynningar og opn- um tímum í hljóðfærakennslu. Þá gefst nemendum og öllum þeim sem áhuga hafa á að kynnast hljóð- færunum betur, sjá þau, heyra í þeim og prufa. Dagskrá „Opnu vik- unnar“ verður afhent á tónleikun- um í dag. „Dagur tónlistar- skólanna“ Á SÍÐUSTU árum hefur skapasf sú hefð meðal samtaka tónlistar- skólastjóra að halda sérstakan dag tónlistarskólanna til þess að vekja athygli á því starfi sem unnið er innan veggja tónlistarskólanna. Að þessu sinni verður „Dagur tónlistarskólanna" haldinn hátíð- legur í dag, laugardaginn 25. febr- úar. Tónlistarskólar um land allt efna til dagskrár og er hveijum skóla í sjálfsvald sett hvernig þeir skipuleggja daginn. í flestum tilvik- um er þó um að ræða að skólarnir efna til tónleika, en einnig er tals- vert um það að nemendur heimsæki stofnanir og fyrirtæki og leiki fyrir starfsfólk. Fyrsti tónlistarskólinn á íslandi var stofnaður árið 1930 en í dag eru tæplega áttatíu skólar starfandi út um allt land. Við skólana starfa nú vel á sjöhundrað tónlistarmenn og eru nemendur í skólunum nú hátt í þrettán þúsund talsins. Norrænt vísnakvöld NORRÆNT vísnakvöld verður á Hótel Borg sunnudaginn 26. febr- úar kl. 21. Þar koma norrænir vísnasöngvarar fram og syngja vís- ur úr Norrænu vísnabókinni, en hún er nýkomin út á vegum NordVisa og útgáfudeildar Norrænu ráð- herranefndarinnar. Sænski vísnasöngvarinn Sid Jansson sá um útgáfu bókarinnar. Auk hans koma fram aðrir þekktir söngvarar; Hanne Juul fra Dan- mörku, Barbara Helsingius frá Finnlandi, Anna Pálína og Hörður Torfason. 100 norrænar vísur ásamt þýðingum og kynningar- textum Sids Janssons Vísnasafnið bregður upp mynd af þróun vísnasöngs á Norðurlönd- um á undanförnum tíu árum. Bókin er myndskreytt og inniheldur meðai annars kynningar á visnasöngvur- unum sjálfum. Nítján söngvarar voru beðnir um að velja vísur ann- ars staðar frá Norðurlöndum en eigin heimalandi, en það á að tryggja að vísurnar hafi hljómgrunn víða á Norðurlöndum. Bókin hefur að geyma finnskar, færeyskar, grænlenskar, íslenskar, norskar, samískar og sænskar vísur. Norski tónlistarmaðurinn Tore Haraldsen sá um nótur. NordVisa er áhugafélag og upp- lýsingamiðstöð áhugamanna um vísnasöng á Norðurlöndum. Sögusvuntan sýnir Húfu Guðs BRÚÐULEIKHÚSIÐ frumsýndi sl. sunnudag nýtt leikrit fyrir börn, „í húfu Guðs“, eftir Hallveigu Thorla- cius. í tilefni af frumsýningunni ætlar Sögusvuntan sem venjulega sýnir í leikskólunum að setjast að á Fríkirkjuvegi 11 næstkomandi sunnudaga og gefa öllum sem þess óska kost á að sjá sýninguna. í kynningu segir: „Söguhetjurnar í þessu leikriti eru sóttar í íslensku þjóðsögurnar. Þarna eru tröll og álfar og hinn skelfilegi Skuggabald- ur sem hefur svo grimmilegt augna- ráð að enginn þolir að horfast í augu við hann, ekki einu sinni hann sjálfur. Áhorfendur fá ekki að sitja aðgerðarlausir í þessu leikhúsi, því þeir þurfa að leggja sig alla fram ef tröllastrákurinn hennar Skelli- nefju á að komast klakklaust í heiminn." Leikstjóri sýningarinnar er Ása Hlín Svavarsdóttir, Hallveig Thorlacius gerði leikmynd og brúð- ur og leikur öll hlutverkin og Sig- urður Gunnarsson annast lýsingu. Sýningar verða á Fríkirkjuvegi 11, kjallara, kl. 15 á sunnudögum. Miðasala er opin frá kl._14. Fyrirlestraröðin „Orkanens 0je“ Fyrirlestur í Norræna húsinu DANSKI forsætisráðherrann Poul Nyrup Rasmussen heldur fyrirlest- ur í Norræna húsinu, sunnudaginn 26. febrúar kl. 16. Fyrirlesturinn ber yfirskrftina „Dansk EU politik og regeringskonferencen í 1996“. Mun hann fjalla um aðal undanþág- ur Dana í gildandi samningi milli Danmerkur og ESB, undirstöðu þess að Edinborgarsamningurinn var myndaður. Fyrirlesturinn getur varpað ljósi á samband hinna Norðurlandanna við ESB í nánustu framtíð, og inn- byrðis tengsl Norðurlandanna og norræna samstarfið. Með þátttöku sinni í fyrirlestra- röðinni - Orkanens 0je - hefur Poul Nyrup Rasmussen íslandsheimsókn sína til þess að taka þátt í Norður- landaráðsþinginu sem byijar mánu- daginn 27. febrúar í Reykjavík. Fj'rirlestrinum fer fram á dönsku og mun ljúka með umræðum. Allir eru velkomnir og ókeypis aðgangur. „Dagur tónlistarinnar“ Tónleikar í Seljakirkju 5 LAGUNA—gullfallegur og glœsilegur LAGUNA er nýr bíll - nýtt sköpunarverkfrá franska bílaframleiðandanum Renault. Ný kynslóð Renault bíla hefur verið að skila sér á markaðinn á síðustu árum og hvarvetna vakið verð- skuldaða athyglifyrir glœsilega enjafnframtfmmlega hönnun ogframúrskarandi aksturseiginleika. Renault 19, Clio, Twingo og Safrane - allt bílar sem notið hafa hylli almennings og lof gagnrýnenda. Renault Laguna er stór, kröftugur og rennilegur fjölskyldubíll. Spameytinn að hætti Rmault m snaipur. Einstök ytri hönnun hefur skilað sér í loftmótstöðu, sem er með því lœgsta sem gerist. Laguna er rUmgóður í alla staði. Sætin og þægindi farþega hafa alltaf verið einkmni á Rmault m í Laguna er gmgið skrefi Imgra og reynt að gera enn betur. Þegar sest er upp í Laguna kemur strax í Ijós hversu vandaður, þægilegur og ömggur þessi bíll er. Allurfrágangut; allt yfirbragð, sérhvert smáatriði ber vott um mikinn metnað og virðingu fyrir væntanlegum eiganda. Á bak viðfagurt Utlit em sterkar öryggjskröfur í hönnun og framleiðslu Laguna. Virkt öryggi felst ífrábœmm aksturseiginleikum, ömggum hemlum, góðriyfirsýn oggóðu vinnuumhvetfi ökumanns. Það leynir sér ekki að þessum bí1 er utiun að aka - ekki síst sem stoltur eigandi. Komdu og reynsluaktu honum um helgina. .. að hœtti RENAULT / Bifreiðar & landbúnaðarvélar hf. SUÐURLANDSBRAUT 14 ■ SÍMI 568 1200 • ÁRMÚLA 13 • SÍMl 553 1236 o > z
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.