Morgunblaðið - 25.02.1995, Side 23

Morgunblaðið - 25.02.1995, Side 23
 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1995 23 LISTIR ’ ÆuM-f &h'M FÉm VERK eftir Axel Jón. Axel Jón sýnir á „Café au lait“ NÚ stendur yfir sýning á mál- verkum eftir Axel Jón, á „Café au lait“, Hafnarstræti 11, en sýningin var opnuð síðastliðinn sunnudag. A sýningunni eru olíumál- „DAGUR tónlistarinnar" er í dag laugardag 25. febrúar og af því tilefni verða haldnir tónleikar í Seljakirkju kl. 14, þar sem nemend- ur Tónskóla Eddu Borg leika frumsamin verk og/eða verk þess- arar aldar. Snorri Sigfús Birgisson píanó- leikari og tónskáld mun koma fram á tónleikunum og spila og kynna barnalög úr bókum sem hann hefur samið. verk, abstrakt og fíguratíft. Axel Jón er áhugamaður og er þetta í fyrsta sinn sem hann sýnir verk sín. Opið er á kaffi- húsinu frá kl. 11-23.30 virka daga og lengur um helgar. Veitingar verða, í boði nýstofn- aðs foreldrafélags. í næstu viku verður „Opin vika“ í skólanum og verður henni allri varið í hljóðfærakynningar og opn- um tímum í hljóðfærakennslu. Þá gefst nemendum og öllum þeim sem áhuga hafa á að kynnast hljóð- færunum betur, sjá þau, heyra í þeim og prufa. Dagskrá „Opnu vik- unnar“ verður afhent á tónleikun- um í dag. „Dagur tónlistar- skólanna“ Á SÍÐUSTU árum hefur skapasf sú hefð meðal samtaka tónlistar- skólastjóra að halda sérstakan dag tónlistarskólanna til þess að vekja athygli á því starfi sem unnið er innan veggja tónlistarskólanna. Að þessu sinni verður „Dagur tónlistarskólanna" haldinn hátíð- legur í dag, laugardaginn 25. febr- úar. Tónlistarskólar um land allt efna til dagskrár og er hveijum skóla í sjálfsvald sett hvernig þeir skipuleggja daginn. í flestum tilvik- um er þó um að ræða að skólarnir efna til tónleika, en einnig er tals- vert um það að nemendur heimsæki stofnanir og fyrirtæki og leiki fyrir starfsfólk. Fyrsti tónlistarskólinn á íslandi var stofnaður árið 1930 en í dag eru tæplega áttatíu skólar starfandi út um allt land. Við skólana starfa nú vel á sjöhundrað tónlistarmenn og eru nemendur í skólunum nú hátt í þrettán þúsund talsins. Norrænt vísnakvöld NORRÆNT vísnakvöld verður á Hótel Borg sunnudaginn 26. febr- úar kl. 21. Þar koma norrænir vísnasöngvarar fram og syngja vís- ur úr Norrænu vísnabókinni, en hún er nýkomin út á vegum NordVisa og útgáfudeildar Norrænu ráð- herranefndarinnar. Sænski vísnasöngvarinn Sid Jansson sá um útgáfu bókarinnar. Auk hans koma fram aðrir þekktir söngvarar; Hanne Juul fra Dan- mörku, Barbara Helsingius frá Finnlandi, Anna Pálína og Hörður Torfason. 100 norrænar vísur ásamt þýðingum og kynningar- textum Sids Janssons Vísnasafnið bregður upp mynd af þróun vísnasöngs á Norðurlönd- um á undanförnum tíu árum. Bókin er myndskreytt og inniheldur meðai annars kynningar á visnasöngvur- unum sjálfum. Nítján söngvarar voru beðnir um að velja vísur ann- ars staðar frá Norðurlöndum en eigin heimalandi, en það á að tryggja að vísurnar hafi hljómgrunn víða á Norðurlöndum. Bókin hefur að geyma finnskar, færeyskar, grænlenskar, íslenskar, norskar, samískar og sænskar vísur. Norski tónlistarmaðurinn Tore Haraldsen sá um nótur. NordVisa er áhugafélag og upp- lýsingamiðstöð áhugamanna um vísnasöng á Norðurlöndum. Sögusvuntan sýnir Húfu Guðs BRÚÐULEIKHÚSIÐ frumsýndi sl. sunnudag nýtt leikrit fyrir börn, „í húfu Guðs“, eftir Hallveigu Thorla- cius. í tilefni af frumsýningunni ætlar Sögusvuntan sem venjulega sýnir í leikskólunum að setjast að á Fríkirkjuvegi 11 næstkomandi sunnudaga og gefa öllum sem þess óska kost á að sjá sýninguna. í kynningu segir: „Söguhetjurnar í þessu leikriti eru sóttar í íslensku þjóðsögurnar. Þarna eru tröll og álfar og hinn skelfilegi Skuggabald- ur sem hefur svo grimmilegt augna- ráð að enginn þolir að horfast í augu við hann, ekki einu sinni hann sjálfur. Áhorfendur fá ekki að sitja aðgerðarlausir í þessu leikhúsi, því þeir þurfa að leggja sig alla fram ef tröllastrákurinn hennar Skelli- nefju á að komast klakklaust í heiminn." Leikstjóri sýningarinnar er Ása Hlín Svavarsdóttir, Hallveig Thorlacius gerði leikmynd og brúð- ur og leikur öll hlutverkin og Sig- urður Gunnarsson annast lýsingu. Sýningar verða á Fríkirkjuvegi 11, kjallara, kl. 15 á sunnudögum. Miðasala er opin frá kl._14. Fyrirlestraröðin „Orkanens 0je“ Fyrirlestur í Norræna húsinu DANSKI forsætisráðherrann Poul Nyrup Rasmussen heldur fyrirlest- ur í Norræna húsinu, sunnudaginn 26. febrúar kl. 16. Fyrirlesturinn ber yfirskrftina „Dansk EU politik og regeringskonferencen í 1996“. Mun hann fjalla um aðal undanþág- ur Dana í gildandi samningi milli Danmerkur og ESB, undirstöðu þess að Edinborgarsamningurinn var myndaður. Fyrirlesturinn getur varpað ljósi á samband hinna Norðurlandanna við ESB í nánustu framtíð, og inn- byrðis tengsl Norðurlandanna og norræna samstarfið. Með þátttöku sinni í fyrirlestra- röðinni - Orkanens 0je - hefur Poul Nyrup Rasmussen íslandsheimsókn sína til þess að taka þátt í Norður- landaráðsþinginu sem byijar mánu- daginn 27. febrúar í Reykjavík. Fj'rirlestrinum fer fram á dönsku og mun ljúka með umræðum. Allir eru velkomnir og ókeypis aðgangur. „Dagur tónlistarinnar“ Tónleikar í Seljakirkju 5 LAGUNA—gullfallegur og glœsilegur LAGUNA er nýr bíll - nýtt sköpunarverkfrá franska bílaframleiðandanum Renault. Ný kynslóð Renault bíla hefur verið að skila sér á markaðinn á síðustu árum og hvarvetna vakið verð- skuldaða athyglifyrir glœsilega enjafnframtfmmlega hönnun ogframúrskarandi aksturseiginleika. Renault 19, Clio, Twingo og Safrane - allt bílar sem notið hafa hylli almennings og lof gagnrýnenda. Renault Laguna er stór, kröftugur og rennilegur fjölskyldubíll. Spameytinn að hætti Rmault m snaipur. Einstök ytri hönnun hefur skilað sér í loftmótstöðu, sem er með því lœgsta sem gerist. Laguna er rUmgóður í alla staði. Sætin og þægindi farþega hafa alltaf verið einkmni á Rmault m í Laguna er gmgið skrefi Imgra og reynt að gera enn betur. Þegar sest er upp í Laguna kemur strax í Ijós hversu vandaður, þægilegur og ömggur þessi bíll er. Allurfrágangut; allt yfirbragð, sérhvert smáatriði ber vott um mikinn metnað og virðingu fyrir væntanlegum eiganda. Á bak viðfagurt Utlit em sterkar öryggjskröfur í hönnun og framleiðslu Laguna. Virkt öryggi felst ífrábœmm aksturseiginleikum, ömggum hemlum, góðriyfirsýn oggóðu vinnuumhvetfi ökumanns. Það leynir sér ekki að þessum bí1 er utiun að aka - ekki síst sem stoltur eigandi. Komdu og reynsluaktu honum um helgina. .. að hœtti RENAULT / Bifreiðar & landbúnaðarvélar hf. SUÐURLANDSBRAUT 14 ■ SÍMI 568 1200 • ÁRMÚLA 13 • SÍMl 553 1236 o > z

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.