Morgunblaðið - 25.02.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.02.1995, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU Mo/gunblaðið/Svavar M. Sigun'ónsson Loðnan fryst um borð ALLIR sem vettlingi geta valdið og ná í loðnu, stunda nú loðnufryst- ingu, nánast um allt land. Fryst er í stórum og smáum vinnsluhúsum, um borð í frystitogurum í höfn og frystiskipum á miðunum. Meðal þeirra frystitogara, sem frysta loðnu í höfn, er Vestmannaey VE, sem liggur ásamt fleiri togurum í höfn á Seyðisfirði. Flokkun og frysting á loðnu úti á sjó „Er afturför sem er að mínu matá til skammar“ Sighvatur Bjarnason vill stöðva loðnuvinnslu úti á sjó SIGHVATUR Bjarnason fram- kvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar hf. í Vestmannaeyjum og Finnbogi Jónsson framkvæmdastjóri Síldar- vinnslunnar hf. í Neskaupstað eru á einu máli um að verðið sem greitt er fyrir loðnu til frystingar á þess- ari vertíð sé þokkalega gott og í fullu samræmi við markaðsverð. Þeir vísa því ummælum Lárusar Grímssonar skipstjóra á Júpíter ÞH í Morgunblaðinu í gær þess efnis að smánarlegt verð sé greitt fyrir hráefnið á bug. Finnbogi telur hins vegar að verðið hefði átt að vera hærra á síðustu vertíð miðað við þágildandi markaðsverð á loðnuafurðum. „Markaðurinn var mjög góður í fyrra,“ segir Sighvatur Bjamason. „Við hækkuðum því loðnuna veru- lega og launin hjá okkar sjómönn- um voru mjög góð. Ég held að loðnusjómenn hafi enn hæstu laun- in í flotanum hjá okkur.“ Að sögn Sighvatar hefur afurða- verð á frystri loðnu lækkað um 23-38% frá því í fyrra. Á sama tíma hafi Vinnslustöðin einungis lækkað verð á hráefninu um 10-20%. „Hér í Vest- mannaeyjum höfum við alltaf reynt að láta hráefnisverðið fylgja afurðaverðinu.“ Sighvati þykir brýnt að hagsmunir landverkafólksins sem vinnur loðnuna séu ekki fyrir borð bomir. „Við höfum haldið uppi atvinnu á þess- um tíma í Vestmannaeyjum í mörg ár með loðnufrystingu og það er því mjög slæmt að þetta fólk sé að missa vinnuna til frystitogara- sjómanna sem flestir hafa haft það mjög gott hingað til.“ Slæm nýting á aflanum Sighvatur gagnrýnir loðnufryst- ingu á sjó á þeirri forsendu að nýtingin á aflanum hljóti að vera mjög slæm. Loðnu sé dælt beint upp úr loðnunótum um borð í skip sem hafi burði til að frysta og bræða „einhver kíló“ á sólarhring. „Við vit- um hver nýtingin er hjá okkur. í vetur höfum við verið með 8-25% í frystingu og ef menn geta brætt 50 tonn á sólarhring hljóta þeir að geta reiknað út hvað tog- aramir geta fryst.“ Sighvatur segir að á sama tíma og þeir sem vinna loðnu í landi leggi mikið á sig til að vigta hráefni til manneldis séu skip úti á sjó að dæla því um borð í skipin og að hluta beint í sjóinn aftur. Þetta telur hann ekki jöfn samkeppnisskilyrði þar sem eng- inn geti fylgst með því hvað fer um borð í flokkunarskipin. „Þetta gagnrýni ég. Þarna eru menn að gera hluti sem á að stöðva nú þegar en Fiskistofa virðist ekki ætla að taka á þessu. Þarna er ekki um framþróun að ræða held- ur afturför sem er að mínu mati til skammar." Nám & framtíb Laugardagsblaöi Morgunblaðsins, 11. mars nk., fylgir blaðauki sem heitir Nám & framtíð. í þessum blaðauka verður fjallað um Námskynningu 1995, sameiginlega námskynningu skólanna, sem haldin verður sunnudaginn 12. mars á þremur stöðum í Reykjavík. Tilgangurinn með þessum blaðauka er að auðvelda nemendum að átta sig á þeim námsmöguleikum sem boðið er upp á eftir að skyldunámi lýkur. Þeim, sem áhuga hafa á að auglýsa þessum blaðauka er bent á að tekið er við auglýsingapöntunum til kl. 17.00 mánudaginn 6. mars. \ Agnes Erlingsdóttir og Petrína Ólafsdóttir, starfsmenn auglýsingadeildar, veita allar nánari upplýsingar í síma 569 11 11 eða með símbréfi 569 11 10. - kjarni málsins! Gjafir í Þyrlusjóðinn HÉR FER á eftir yfirlit yfir gefend- ur í Þyrlusjóð Stýrimannaskólans í Reykjavík. Við síðastliðin áramót 1994/1995 voru heildareignir sjóðs- ins kr. 20.365.284. Á árinu 1994 var þyrlusveit Landhelgisgæslunn- ar afhent hjartastuðtæki (monitor) sem kostaði 874 þúsund krónur og er tæki þetta haft með í hvert út- kall þyrlunnar. Reikningar sjóðsins hafa verið endurskoðaðir af Ólafi G. Sigurðssyni, löggiltum endur- skoðanda. Gefendur árið 1993: 1. Slysavarnafélag Islands: Minningaspjöld Áheit: Sigurmundur Guðnason, Skipas. 38, Rvík Samtals 2. Sérstakar gjafir: Vísir, félag skipstj.m. á Suðumesjum afhent SDarisióðsbók frá Landheleiscræzlunni .. 66.487 kr. GrétaHalldórsdóttir.Reykjavík Nemendur á 30 tonna réttindanámsk. á Akranesi StaDavík. Akranesi 33.000 kr. Kristjana Vagnsdóttir til minningar um Elías V. Þórarinsson, Sveinseyri Sinawik-klúbburDalvíkur Lilja Vigdís Bjarnadóttir til minningar um Harald Guðmundsson KvenfélagiðAldan.Reykjavík Ónafngreintframlag Samtals 500.000 kr. 100.000 kr. 1.500 kr. Gjafir á árinu 1993: Samtals Gefendur árið 1994: 1. Slysavamafélag íslands: Minningaspjöld Guðrún Pálsdóttir Samtals 2. sérstakar gjafir: Amþór Ámason og Sólveig Sigurðard Áhafnir Hafnareyjar og Andeyjar frá Breiðdalsvík Áhöfnin á ms. Helgafelli Áhöfn ov farbevar á mb. Revkiafossi Gréta Halldórsdóttir, Reykjavík Kvenfélagið Iðunn, Bæjarhreppi Magnús Þorbergsson Gjafir á árinu 1994: Samtals Gjafir á áranum 1993 og 1994: Samtals 4- i ( r B i t i ! L I I I I I I k I t I t ! I I I I t I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.