Morgunblaðið - 25.02.1995, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 25.02.1995, Qupperneq 18
18 LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU Mo/gunblaðið/Svavar M. Sigun'ónsson Loðnan fryst um borð ALLIR sem vettlingi geta valdið og ná í loðnu, stunda nú loðnufryst- ingu, nánast um allt land. Fryst er í stórum og smáum vinnsluhúsum, um borð í frystitogurum í höfn og frystiskipum á miðunum. Meðal þeirra frystitogara, sem frysta loðnu í höfn, er Vestmannaey VE, sem liggur ásamt fleiri togurum í höfn á Seyðisfirði. Flokkun og frysting á loðnu úti á sjó „Er afturför sem er að mínu matá til skammar“ Sighvatur Bjarnason vill stöðva loðnuvinnslu úti á sjó SIGHVATUR Bjarnason fram- kvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar hf. í Vestmannaeyjum og Finnbogi Jónsson framkvæmdastjóri Síldar- vinnslunnar hf. í Neskaupstað eru á einu máli um að verðið sem greitt er fyrir loðnu til frystingar á þess- ari vertíð sé þokkalega gott og í fullu samræmi við markaðsverð. Þeir vísa því ummælum Lárusar Grímssonar skipstjóra á Júpíter ÞH í Morgunblaðinu í gær þess efnis að smánarlegt verð sé greitt fyrir hráefnið á bug. Finnbogi telur hins vegar að verðið hefði átt að vera hærra á síðustu vertíð miðað við þágildandi markaðsverð á loðnuafurðum. „Markaðurinn var mjög góður í fyrra,“ segir Sighvatur Bjamason. „Við hækkuðum því loðnuna veru- lega og launin hjá okkar sjómönn- um voru mjög góð. Ég held að loðnusjómenn hafi enn hæstu laun- in í flotanum hjá okkur.“ Að sögn Sighvatar hefur afurða- verð á frystri loðnu lækkað um 23-38% frá því í fyrra. Á sama tíma hafi Vinnslustöðin einungis lækkað verð á hráefninu um 10-20%. „Hér í Vest- mannaeyjum höfum við alltaf reynt að láta hráefnisverðið fylgja afurðaverðinu.“ Sighvati þykir brýnt að hagsmunir landverkafólksins sem vinnur loðnuna séu ekki fyrir borð bomir. „Við höfum haldið uppi atvinnu á þess- um tíma í Vestmannaeyjum í mörg ár með loðnufrystingu og það er því mjög slæmt að þetta fólk sé að missa vinnuna til frystitogara- sjómanna sem flestir hafa haft það mjög gott hingað til.“ Slæm nýting á aflanum Sighvatur gagnrýnir loðnufryst- ingu á sjó á þeirri forsendu að nýtingin á aflanum hljóti að vera mjög slæm. Loðnu sé dælt beint upp úr loðnunótum um borð í skip sem hafi burði til að frysta og bræða „einhver kíló“ á sólarhring. „Við vit- um hver nýtingin er hjá okkur. í vetur höfum við verið með 8-25% í frystingu og ef menn geta brætt 50 tonn á sólarhring hljóta þeir að geta reiknað út hvað tog- aramir geta fryst.“ Sighvatur segir að á sama tíma og þeir sem vinna loðnu í landi leggi mikið á sig til að vigta hráefni til manneldis séu skip úti á sjó að dæla því um borð í skipin og að hluta beint í sjóinn aftur. Þetta telur hann ekki jöfn samkeppnisskilyrði þar sem eng- inn geti fylgst með því hvað fer um borð í flokkunarskipin. „Þetta gagnrýni ég. Þarna eru menn að gera hluti sem á að stöðva nú þegar en Fiskistofa virðist ekki ætla að taka á þessu. Þarna er ekki um framþróun að ræða held- ur afturför sem er að mínu mati til skammar." Nám & framtíb Laugardagsblaöi Morgunblaðsins, 11. mars nk., fylgir blaðauki sem heitir Nám & framtíð. í þessum blaðauka verður fjallað um Námskynningu 1995, sameiginlega námskynningu skólanna, sem haldin verður sunnudaginn 12. mars á þremur stöðum í Reykjavík. Tilgangurinn með þessum blaðauka er að auðvelda nemendum að átta sig á þeim námsmöguleikum sem boðið er upp á eftir að skyldunámi lýkur. Þeim, sem áhuga hafa á að auglýsa þessum blaðauka er bent á að tekið er við auglýsingapöntunum til kl. 17.00 mánudaginn 6. mars. \ Agnes Erlingsdóttir og Petrína Ólafsdóttir, starfsmenn auglýsingadeildar, veita allar nánari upplýsingar í síma 569 11 11 eða með símbréfi 569 11 10. - kjarni málsins! Gjafir í Þyrlusjóðinn HÉR FER á eftir yfirlit yfir gefend- ur í Þyrlusjóð Stýrimannaskólans í Reykjavík. Við síðastliðin áramót 1994/1995 voru heildareignir sjóðs- ins kr. 20.365.284. Á árinu 1994 var þyrlusveit Landhelgisgæslunn- ar afhent hjartastuðtæki (monitor) sem kostaði 874 þúsund krónur og er tæki þetta haft með í hvert út- kall þyrlunnar. Reikningar sjóðsins hafa verið endurskoðaðir af Ólafi G. Sigurðssyni, löggiltum endur- skoðanda. Gefendur árið 1993: 1. Slysavarnafélag Islands: Minningaspjöld Áheit: Sigurmundur Guðnason, Skipas. 38, Rvík Samtals 2. Sérstakar gjafir: Vísir, félag skipstj.m. á Suðumesjum afhent SDarisióðsbók frá Landheleiscræzlunni .. 66.487 kr. GrétaHalldórsdóttir.Reykjavík Nemendur á 30 tonna réttindanámsk. á Akranesi StaDavík. Akranesi 33.000 kr. Kristjana Vagnsdóttir til minningar um Elías V. Þórarinsson, Sveinseyri Sinawik-klúbburDalvíkur Lilja Vigdís Bjarnadóttir til minningar um Harald Guðmundsson KvenfélagiðAldan.Reykjavík Ónafngreintframlag Samtals 500.000 kr. 100.000 kr. 1.500 kr. Gjafir á árinu 1993: Samtals Gefendur árið 1994: 1. Slysavamafélag íslands: Minningaspjöld Guðrún Pálsdóttir Samtals 2. sérstakar gjafir: Amþór Ámason og Sólveig Sigurðard Áhafnir Hafnareyjar og Andeyjar frá Breiðdalsvík Áhöfnin á ms. Helgafelli Áhöfn ov farbevar á mb. Revkiafossi Gréta Halldórsdóttir, Reykjavík Kvenfélagið Iðunn, Bæjarhreppi Magnús Þorbergsson Gjafir á árinu 1994: Samtals Gjafir á áranum 1993 og 1994: Samtals 4- i ( r B i t i ! L I I I I I I k I t I t ! I I I I t I

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.