Morgunblaðið - 25.02.1995, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 25.02.1995, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1995 39 ' Steinþór var að verða fulltíða maður þegar Ingvar réðst í bygg- ingu hjarðfjóssins, sem var algjör nýjung hér á landi og þó víðar væri farið. Hann var því að fullu þátttakandi í því mikla búskapar- átaki og það var ánægjulegt að fylgjast með því hvað fegðarnir unnu vel saman og hve Steinþóri lærðist vel hið góða verklag sem Ingvari var svo eiginlegt og var lykillinn að því hve öll verk gengu vel í Þrándarholti, og að hinum fág- aða frágangi á öllum mannvirkjum á þeim bæ. Steinþór átti góða æsku í glöðum systkinahópi og góðu ná- grenni og heilbrigðu félagslífi. Ung- mennafélagið starfaði þá af miklum þrótti, æfði leikrit flest ár, hélt íþróttaæfingar og málfundi fyrir unga fólkið, stóð fyrir samkomum og fór í hestaferðir á hvetju sumri. Steinþór tók þátt í öllu þessu félagsstarfi, tók þátt í leikstarfsem- inni, söng með í Árneskórnum og var virkur í ungmennafélaginu. Þá fékk hann góða, almenna menntun á Héraðsskólanum á Laugarvatni, þar sem hann lauk gagnfræðaprófí eftir tveggja vetra skólavist. Árið 1959, þegar Steinþór var 27 ára gamall, kynntist hann ungri glæsilegri konu úr Reykjavík, Þor- björgu Aradóttur Þorgilssonar verslunarmanns. Hún átti litla dótt- ur, Helgu að nafni, og ekki spillti það neinu, því að ég man eftir því, þegar ég var að ganga frá pappírum sem þau þurftu vegna stofnunar nýbýlisins Þrándarlundar, sem þau byggðu strax þetta ár, að þau voru svo hamingjusöm að maður fann hlýjuna streyma frá litla heimilinu þeirra. Og árin liðu hvert af öðru og velgengni litla heimilisins óx stig af stigi. Bömin komu hvert af öðm. Fyrst fæddist Anna Dóra árið 1960, nú gift í Reykjavík og tveggja bama móðir. Síðan árið 1967 kom svo Ari Freyr, nú líffræðingur í Reykja- vík, giftur og á eitt barn, og 1976 kom svo Þröstur Ingvar iðnnemi, en hann er ennþá í foreldrahúsum. Árið 1974 var svo Steinþór kos- inn oddviti Gnúpveijahrepps og hefur hann síðan verið endurkosinn oddviti fimm sinnum, sem gefur til kynna hið einstaka traust sem Gnúpveijar sýndu Steinþóri, þrátt fyrir ótrygga heilsu og mikla erfið- leika með rekstur á framleiðslu og slátrun holdakjúklinga, sem Stein- þór ætlaði sér að einbeita sér að síðustu búskaparárin. Hann var staðráðinn í að beijast fyrir því að ná aftur fótfestu með sinn búrekst- ur, en þá leyfði heilsan ekki meira. Hann fékk ekki lengri tíma og lést 16. febrúar eftir erfiða sjúkdóms- legu, þar sem hann og vinir og vandamenn fengu tóm til að sjá fyrir sér ævistarf hans, sjá mistök sem hann kynni að hafa gert og svo það sem hann hafði vel gert. Og vitnisburðurinn sem Steinþór Ingvarsson fær fyrir lífsstarf sitt nú að leiðarlokum verður mjög góð- ur. Hann var góður bóndi, einstakur heimilisfaðir og ágætur oddviti. En hann var fyrst og fremst góður maður, sem vildi öllum gott gera, sem hann starfaði með og starfaði fyrir. Á þesSari stundu sendi ég Þor- björgu konu hans, ásamt börnum þeirra og barnabörnum, aldraðri móður og systkinum innilegar sam- úðarkveðjur. Blessuð veri minning hans Stein- þórs í Þrándarlundi. Hjalti Gestsson. „Hefðarmenn ástunda einingu en ekki meting.“ (Konfúsíus.) Steinþór Ingvarsson var um langt árabil í starfsnefndum Sam- taka sunnlenskra sveitarfélaga, nokkur ár varamaður í fulltrúaráði og aðalmaður í stjórn SASS frá 1991 til hinstu stundar. Árið 1974 var hann kosinn í hreppsnefnd Gnúpveijahrepps og allt frá fyrsta fundi hans á þeim vettvangi var hann oddviti sveitar sinnar. Við sem unnum með Steinþóri á vettvangi sveitarfélaga vorum lán- söm að fá að njóta verka hans. Steinþór var maður einingar og samstarfs innan síns sveitarfélags. Þessi eiginleiki hans naut sín vel í samstarfi við önnur sveitarfélög. Steinþór gat verið metnaðarfullur og gengið hiklaust til verka, en jafn- framt laus við allan meting. Hann fagnaði mjög velgengni annarra og veitti öðrum stuðning án þess að taka tillit til eigin hags. Hann beitti sér ótrauður fyrir alhliða framför- um í sveitarfélagi sínu. Framkvæmdastjóm SASS og allt annað samstarfsfólk hans þakkar liðinn tíma og staðfestir samúð til aðstandenda og sveitunga Stein- þórs. Að lokum skal ánýjuð kveðja í tilefni 60 ára afmælis hans er hon- um var flutt. Geðspakur, djúphygginn, góður glaðlyndur, jákvæður, hlýr. Orku- og athafna sjóður í oddvita Gnúpveija býr. Verklag í farsæld og friði hans forsjálni árangur ber. Fylginn í forystuliði og fremstur hjá jafningjum er. Hjörtur Þórarinsson. Góður maður er genginn. Mágur minn Steinþór Ingvarsson, Þrándar- lundi í Gnúpveijahreppi, er kvaddur hinstu kveðju í dag. Það er sárt að sjá á bak góðum vini en á kveðju- stund er það huggun harmi gegn að geta leitað í sjóð minninganna. Allir sem þekktu Steina eiga ríku- legan sjóð góðra minninga sem lifa áfram. Það er erfitt að lýsa og koma í orð þeim straumum og áhrifum sem líkt og geisla frá sumu fólki. Áhrif- um sem valda því að vinskapur og traust myndast við fyrstu kynni. Þannig áhrif hafði Steini á mig og ég hygg alla þá sem kynntust hon- um. Steina voru gefnir margir góðir eiginleikar. Hann var dagfarsprúð- ur maður, rólegur og yfirvegaður en undir hógværu yfirbragðinu leyndist glaðværð og dálítil góðlát- leg stríðni á góðum stundum. Hann var söngmaður mikill og góður og lét ekki sitt eftir liggja á ófáum þorrablótum við söng og leik. Það er til marks um það traust sem sveitungar Steina báru til hans að hann var oddviti og sveitarstjóri Gnúpveija í rúm tuttugu ár. I fyrstu var um að ræða eins konar auka- störf sem unnin voru af ósérhlífni með annasömum búskap. Á seinni árum minnkuðu umsvif búskaparins en sveitarstjórnarstörfin urðu aðal- starf Steina. Hann tók sveitar- stjórnarstörfin alvarlega og sinnti þeim af þeirri alúð og samviskusemi sem honum var eiginleg. Hann vann sveitinni sinni og sveitungum af heilum hug og lagði sig fram um að efla hag byggðarlagsins. Sumarið 1958 kom Þorbjörg Ara- dóttir í heimsókn til frænku sinnar í Gnúpveijahreppi og kynntist þá Steina, ungum og myndarlegum bónda. Þau felldu hugi saman og giftust. Stutt heimsókn varð að ævilangri dvöl. Saman byggðu þau nýbýlið Þrándarlund rétt fyrir neð- an Þrándarholt, æskuheimili Steina. Þegar horft er heim að Þrándar- lundi vekur strax athygli grósku- mikill garður umhverfis húsið. Trén, blómin, gróðurreitirnir bera þess glöggt vitni að natnar hendur og umhyggja hafa ráðið ferðinni. Þeim hjónum var báðum lagið að veita viðkvæmum gróðri skjól og að- hlynniíigu. Á sama hátt veittu þau börnum sínum ástúð og umhyggju í uppvextinum og bjuggu þau út með gott vegarnesti út í lífið. Þegar þau Þorbjörg og Steini giftust, gekk hann Helgu, dóttur Þorbjargar af fyrra hjónabandi, í föðurstað. Aldr- ei varð annars vart hjá Steina en hún væri hans eigin dóttir. Oft var mannmargt í Þrándar- lundi, einkum á sumrin þegar börn’ og unglingar víða að dvöldu þar í sumarvinnu. Steini var ekki harður húsbóndi. Hann þurfti heldur ekki að beita sér til að honum væri hlýtt. Með rólegri ákveðni sagði hann MINNINGAR unglingum til og ól þá upp í vinnu- semi og dugnaði sem vafalaust hef- ur komið þeim til góða síðar. Fyrir nokkrum árum veiktist Steini af þeim illvíga sjúkdómi sem sigraði að lokum. Um skeið tókst að halda sjúkdómnum niðri en á síðasta ári tók að halla undan fæti. Baráttuna við sjúkdóminn háði Steini af kjarki og einstöku æðru- leysi, dyggilega studdur af ástvin- um sínum. Þessa baráttu háði Þor- björg með honum og síðustu mán- uðina má heita að hún hafi varla vikið frá sjúkrabeðnum. Það þarf líka kjark og úthald til að standa þétt við bak ástvina sinna á slíkum stundum. Þegar fólk sem maður með sanni getur talið til vina sinna hverfur á braut, verða minningarnar skýrari og maður gerir sér betur grein fyr- ir hversu dýrmætar og gefandi þær eru. Hafí Steinþór Ingvarsson þökk fyrir allt það góða sem hann gaf af sjálfum sér. Fjölskyldu hans, aldraðri móður og tengdamóður, systkinum og öðrum vandamönnum bið ég styrks á kveðjustund. Hrólfur Kjartansson. Við enga nágranna sína hafa Skeiðamenn átt eins mikil sam- skipti og Gnúpveija, sérstaklega um afréttarmál. Afréttur Skeiða- og Flóahreppa liggur ofan byggðar í Gnúpveijahreppi og Skeiðamenn verða að fara með fé sitt gegnum byggðina vor og haust. Þá eiga suðursveitirnar sérstakt afréttar- land inni í Gnúpveijaafrétti, sem þessar sveitir smala ásamt Gnúp- veijum, allt inn í Arnarfell hið mikla í Hofsjökli. Samskiptin við bændur í Gnúp- veijahreppi voru brösótt fyrr á árum, áður en afréttargirðingin kom árið 1912, sökum ágangs suð- ursveitafjárins en hafa síðustu ára- tugina verið mjög góð. Fjallferðir með Gnúpveijum, sérstaklega lengsta leitin inn í Arnarfell, svo- kölluð Sandleit, eru eftirsóttar og færri fá en vilja. Óvíða er stórbrotn- ara landslag og tign öræfanna meiri og í þessum ferðum hafa oft myndast vináttubönd, sem ekki rofna. Margir Skeiðamenn eiga því vinum að mæta og frændum í Gnúp- veijahreppi og ýmsir halda enn þeim sið að koma við á bæjum, þegar þeir fara til fjalls. Því kemur mér þetta í hug, þeg- ar oddviti þeirra Gnúpveija, Stein- þór Ingvarsson, er fallinn frá fyrir aldur fram, en á miklu valt, hver afstaða hreppsnefndar og ekki síst oddvita var, þegar semja þurfti um smölun afréttar, refaveiðar og önn- ur afréttarmál. Um það efni má segja, að vel hafi gengið í tíð Steinþórs oddvita í þau 16 ár, sem ég átti samstarf við hann sem oddviti Skeiðahrepps. Hann var sanngjarn í viðskiptum, skoðaði málin í heild en gætti þó vel hagsmuna síns sveitarfélags — og allt stóð eins og stafur á bók. En Skeiðamenn og Gnúpveijar hafa átt langt og mikið samstarf á fleiri sviðum. Um tíma ráku þeir sameiginlega unglingaskóla í Brautarholti og hafa lengi átt sam- starf og samvinnu við fjóra hreppa aðra í uppsveitum Árnessýslu um málefni jarðarinnar Laugaráss í Biskupstungum, sem þessir hreppar eiga sameiginlega, og rekstur heil- brigðisþjónustu þar og uppbygg- ingu. Sú uppbygging og þróun til bættrar heilbrigðisþjónustu hefur verið sígandi síðustu áratugina - og nú hillir undir nýja heilsugæslu- stöð. Þá gerðu Skeiðamenn og Gnúp- veijar ásamt Hrunamanna- og Biskupstungnamönnum með sér samstarfssamning um atvinnuupp- byggingu í þessum sveitum til að apka atvinnu og treysta byggðina og leiddi það til stofnunar Límtrés hf. á Flúðum, sem reynst hefur lýs- andi dæmi um hvað er hægt að gera í sveitum, ef menn standa saman. Síðar bættust tveir hreppar við í þessu samstarfi og stofnað var Yleining hf. í Reykholti. Steinþór oddviti á því góðan þátt í framfarasögu þessara sveitarfé- laga. Hann bar hagsmuni sveitar- innar sinnar, þar sem hann var fæddur og uppalinn, mjög fyrir bijósti og vildi veg hennar sem mestan en skildi jafnframt, að sam- starf við aðrar sveitir um framfara- málin myndi efla byggðina í heild og stuðla að betra og blómlegra mannlífi. Hann var tillögugóður á fundum en vann að málum með þeirri hægð, sem honum var lagin og kom mér fyrir sjónir sem sam- viskusamur og nákvæmur embætt- ismaður. Það eru því margir fundimir, sem við Steinþór áttum saman, en þessi ljúfi maður og dagfarsprúði kunni líka að skemmta sér í góðum hópi. Em mér minnisstæðar góðar stund- ir, sem við áttum saman ásamt fleiri oddvitum að Ioknum oft löngum og stundum leiðinlegum fundum. Þá var oft glatt á hjalla - og ekki spillti Bubba fyrir, þegar hún bætt- ist í hópinn. Það er því með söknuði, að ég kveð þennan vin minn. Margs er að minnast og margt er að þakka - en minningin lifír um góðan dreng. Missir Bubbu og barnanna er mikill og sendi ég þeim innilegar samúðarkveðjur. Jón Eiriksson. í dag er til moldar borinn Stein- þór Ingvarsson oddviti Gnúpveija- hrepps. Steini eins og við kölluðum hann ævinlega hefur barist undanfarin ár hetjulegri baráttu við erfíðan sjúkdóm en varð eins og allir að játa sig sigraðan að lokum. Ég sem þessar línur rita átti því láni að fagna að fá að starfa með Steina að sveitarstjómarmálum í á annan áratug. Steini hefur verið oddviti Gnúp- verjahrepps í rúm 20 ár og þegar ég tók við því starfi í Hrunamanna- hreppi jukust kynni okkar og sam- starf verulega. Steini var einstakt ljúfmenni og vildi leysa öll mál með friði. Hann hafði ákveðnar skoðanir og fylgdi eftir sinni sannfæringu. Hann var einstaklega hógvær og tranaði sér ekki fram. Steini bar hag síns sveit- arfélags mjög fyrir bijósti en var tillögugóður og víðsýnn í samstarfí við önnur sveitarfélög. Samstarf sveitarfélaga í upp- sveitum Árnessýslu er mikið, má þar nefna heilsugæslu, byggingar- fulltrúa og atvinnumál. Steini var hvatamaður að hvers konar sam- vinnu um verkefni og fór ekki dult með þá skoðun að samvinna væri ekki síður æskileg en sameining sveitarfélaga. Samstarf Gnúpveija og Hruna- manna er meira en að framan er getið, ásamt Skeiðahreppi er sam- eiginlegt skólastarf fyrir þijá efstu bekki grunnskóla að Flúðum. Brunavamir eru sameiginlegar og einnig almannavarnanefnd. Það var sérstaklega ánægjulegt að vinna með Steina að þessum samstarfsverkefnum, hann var bæði sanngjarn og ráðagóður. Við Steini ræddum oft saman um hin ýmsu verkefni sem sveitarstjómir þurfa að leysa úr, var það mjög mikils virði fyrir mig, sérstaklega á mínum fyrstu árum í starfí að hafa jafn traustan mann að leita til. Steini var ákaflega vinnusamur og setti sig vel inn í öll mál. í starfí okkar oddvita er mikið um fundarhöld og ferðalög samfara því, við Steini vorum gjarnan sam- ferða á slíkum ferðum og deildum oft herbergi þegar gist var. Varla get ég hugsað mér betri félaga við slíkar aðstæður en Steina. Hann var glaðsinna og hrókur alls fagn- aðar þegar tækifæri gafst til að lyfta sér upp að Ioknum fundarhöld- um. Síðasta ferðin okkar saman var á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga á Ákureyri síðastliðið haust, þar vomm við saman í her- bergi á hótel KEA. Heilsu Steina var farið að hraka en engan lét hann verða þess varan, hans við- kvæði var „mér líður ágætlega“. Þessa ferð sem og margar aðrar geymi ég í minningunni um góðan dreng og félaga. Elsku Bubba, börnin ykkar, tengdaböm og barnaböm. Við Hanna sendum ykkur innilegar samúðarkveðjur, guð blessi ykkur öll. Loftur Þorsteinsson, Haukholtum. Það var á vordögum 1990, skömmu eftir sveitarstjómarkosn- ingar að aldursforseti nýkjörinnar hreppsnefndar í Gnúpveijahreppi, Steinþór Ingvarsson, boðaði til fyrsta fundar. Ekki var laust við að óvissa og eftirvænting gerði vart við sig hjá -*► undirrituðum, og hygg ég að hinir nýliðamir tveir hafí svipaða sögu að segja. En skemmst er frá að segja að Steinþór stýrði þeim fundi, eins og öðmm sem á eftir fóm, á þann veg að andrúmsloftið varð frjálslegt og óþvingað. Steinþór flíkaði ekki skoðunum sínum né hamraði á þeim, en hitt varð okkur fljótt ljóst, að nokkuð þyrfti til að koma, ætti að hnika honum þegar hann hafði tekið af- stöðu, enda var hún mótuð af eðlis- kostum sem nýttust honum svo vel í lífi og starfí. Á ég þá við hans góðu greind og hjartahlýju sem ein- kenndu öll hans verk. Oft gat hann verið hnyttinn í til- svörum, glaðvær í góðra vina hópi og skemmti sér af hjartans lyst ef hann lét það eftir sér á annað borð, aftur á móti þögull sem gröfín ef viðkvæm mál vom annars vegar og hirti þá ekki um að bera af sér sakir, ættu aðrir eitthvað undir trúnaði hans. Kynni mín af honum urðu svo enn meiri eftir að ég varð staðgeng- ill hans og nánasti samstarfsmaður í vor er leið, og hefðu þau kynni mátt vera svo miklu lengri. Hann*1 var þægilegur í samstarfí og gott að þiggja af honum ráð sem gefin voru af hlýhug og á þann hátt að þeim var gott að hlíta. Steinþór var ekki fyrir breytingar breytinganna vegna, hins vegar var hann óhrædd- ur að nýta sér og tileinka tækni og framþróun nútímans og þá sér- staklega tölvutæknina sem hann hafði orðið ótrúlega gott vald á og gerði það að vemm, ásamt dugnaði og verklagni, að hann afkastaði miklu verki í sínu margþætta starfí. Ekki er hægt að skiljast svo við þessi minningabrot að ekki sé minnst á samstarf uppsveitanna hér í Ámessýlsu og oddvitanna sem fyrir því stóðu. Þar fór hópur sem hafði þetta fjölbreytta og skemmti- lega mannlífsmynstur sem er svo sjaldgæft, ekki síst eftir að farið var að steypa alla í sama mótið. Steinþór setti sinn svip á þá mynd og verður sæti hans þar vandskip- að. Það kom því ekki á óvart þegar ég í haust fór að sinna þeim störfum sem Steinþór hefur gegnt undanfar- in tuttugu ár, hve ég naut alls stað- ar hans góða orðspors og trausts sem hann hafði áunnið sér með verkum sínum og framkomu og er ómetanlegt reynslulitlum manni í svo margþættu starfi. Lengst af þeim tuttugu ámm sem Steinþór var oddvitf hafði hann vinnuaðstöðu heim í Þrándarlundi og sinnti sínum búskap með öðrum störfum. Má nærri geta hvert álag það hefur verið á heimilið og er hlutur Þorbjargar, konu hans, þar stór að gera það inögulegt. Ber að þakka það og annað sem hún hefur lagt af mörkum fyrir sína sveit. Nú þegar leiðir skilur þakka ég fyrir góð kynni og lærdómsrík, ekki síst undir það síðasta eftir að heils- unni tók að hraka og þvílíkt þrek og stillingu Steinþór sýndi í sínum veikindum. Fjölskyldu hans og ástvinum öll- um sendi ég og mitt fólk dýpstu samúðarkveðju. Megi minningin um góðan dreng styrkja ykkur öll. Már Haraldsson. • Fleiri minningargreinar um Steinþór Jngvarsson bíða birtíng- ar og muiíu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.