Morgunblaðið - 25.02.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 25.02.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1995 9 Lausir úr varðhaldi MENNIRNIR þrír sem hnepptir voru í gæsluvarðhald fyrir skömmu vegna innflutn- ings á 4 kg af hassi, 0,5 g af amfetamíni og 50 g af kókaíni hafa verið látnir lausir og telst málið upplýst. Játuðu meira Einn þremenninganna, sem allir voru 22 ára, reyndist eiga efnið og hafa fjármagnað við- skiptin. Jafnframt upplýstist að hann hafði staðið fyrir inn- flutningi á 350 grömmum af amfetamíni til landsins í nóv- ember sl. Ekki fékkst upplýst hvert kaupverð fíkniefnanna hefði verið erlendis en söluverð þess hérlendis gæti numið allt að 12,5 milljónum króna. Hins vegar herma heimildir Morgunblaðsins að hagnaður af sölu hérlendis á 350 grömmum af tiltölulega hreinu amfetamíni, -sem drýgja mætti þrefalt, hefði átt að geta dugað manninum til að fjármagna kaup á 4 kg af hassi, 500 g af amfetamíni og 50 g af kókaíni t.d. í Amst- erdam. Málþing um heilsu kvenna MÁLÞING um heilsufar kvenna verður haldið í dag, laugardag, í Borgartúni 6 og stendur frá klukkan 10.30 til 14. Kvenréttindafélag Islands stendur að málþinginu, sem er öllum opið. Þátttökugjald er 1.200 kr. og er hádegis- verður og kaffi innifalið. Stjórnandi málþingsins er Lilja Ólafsdóttir. Á málþinginu verður m.a. fjallað um það hvort konur sýni sömu sjúkdómseinkenni og karlar, hvort lyQ'arann- sóknir taki mið bæði af líkama karla og kvenna og hvort kon- ur séu afgreiddar með sjúk- dómsgreiningunni hysteria. Erindi flytja Valgerður K. Jónsdóttir blaðamaður, Krist- ín Ástgeirsdóttir þingkona, Þórdís Kristmundsdóttir pró- fessor, Sæunn Kjartansdóttir hjúkrunarfræðingur, Reynir Tómas Geirsson prófessor, Marga Thome dósent, Sigurð- ur Árnason læknir. Lilja Jóns- dóttir læknir, Helga Hannes- dóttir, geðlæknir, og Þórarinn Tyrfmgsson læknir. Umræðum stýrir Dögg Pálsdóttir skrifstofustjóri. FRÉTTIR Hæstiréttur í máli vegna tollsvika Tafir hjá saksóknara andstæðar mann- réttindasáttmálanum HÆSTIRÉTTUR telur að óeðlilegur og vítaverður dráttur, sem sé í and- stöðu við mannréttindasáttmála Evrópu, hafi orðið hjá ríkissaksókn- ara við meðferð á máli 39 ára manns sem á fímmtudag var dæmdur í 12 mánaða fangelsi, þar af 11 mánuði skilorðsbundið, fyrir tollsvik við inn- flutning á frönskum kartöflum. 6. grein mannréttindasáttmálans kveður á um að maður sem borinn er sökum eigi rétt á að fá mál sitt tekið fyrir hjá óvilhöllum dómstóli innan hæfílegs tíma. í máli mannsins, sem sakaður var um átta milljóna króna tollsvik við innflutning á frönskum kartöflum, liðu tvö ár og átta mánuðir frá því að málið barst ríkissaksóknara, að verulegu leyti upplýst, og þar til ákæra var gefin út. Maðurinn rak fyrirtæki, sem nú er gjaldþrota, og var eini starfsmaður þess. „Ekki hafa fengist viðhlítandi skýringar á þeim vítaverða drætti, sem orðið hefur á rekstri málsins hjá embætti ríkissaksóknara,“ segir Hæstiréttur, sem telur málsmeð- ferðina btjóta gegn ákvæðum laga um meðferð opinberra mála og vera í andstöðu við ákvæði 6. greinar mannréttindasáttmála Evrópu, sem nú hefur verið lögfestur á Islandi. Skilorðsbundið fangelsi Síðan segir að þegar virt sé að manninum hafi ekki verið gert að sæta refsingu áður og hinn óhæfí- legi dráttur á rekstri málsins þyki rétt að 11 mánuðir af 12 mánaða dæmdri refsivist verði skilorðs- bundnir og falli niður haldi maður- inn skilorð í tvö ár. Að auki var maðurinn dæmdur til að greiða 100 þús. kr. sekt. Hann hafði játað á sig að hafa á tímabilinu apríl til nóvember 1991 framvísað röngum vörureikningum og aðflutningsskýrslum hjá toll- stjóra vegna sex sendinga með sam- tals um 100 tonnum af frönskum kartöflum og þannig vanreiknað tolla um átta milljónir króna. Þar af komst maðurinn undan að greiða 6,6 milljónir króna en sending sem bera átti 1,3 milljónir króna fékkst ekki afgreidd. í héraði hafði hann verið dæmdur í 12 mán. fangelsi og voru 8 mánuð- ir þar skilorðsbundnir. Magnús Einarsson yfir- lögregluþjónn í Kópavogi DÓMSMÁLARÁÐ- HERRA skipaði í gær Magnús Einarsson að- stoðaryfirlögregluþjón til að vera yfirlögreglu- þjónn í lögregluliði Kópavogs frá næstu mánaðamótum. Magnús Einarsson er 58 ára og hefur verið lögreglumaður í Reykja- vík frá 1958. Hann var skipaður aðstoðaryfir- lögregluþjónn árið árið 1977. Arið 1986 var hann settur yfirlög- regluþjónn á ísafírði. Magnús Einarsson Magnús hefur und- anfarin ár verið yfir- maður umferðardeild- ar lögreglunnar í Reykjavík og stað- gengill yfirlögreglu- þjóns við embættið. Hann var um 10 ára skeið kennari við Lögregluskóla ríkisins og hefur gegnt ýms- um trúnaðarstörfum fyrir samtök lögreglu- manna. Eiginkona Magnús- ar er Ólöf E. Hjalta- dóttir. Öllum, sem glöddu mig sjötugan með nœrveru sinni, blómum, skeytum og gjöfum, sendi ég alúðarkveðjur og þakkir. Pétur Bl. Snæbjörnsson. Skuggavaldur --- C2CI} (fcpaiwás Sámi ^Teáhter SKIÐASVÆÐIIM BLAFJOLL Veðurhorfur: Austan stinning- skaldi eða alhvass framan af degi, skafrenningur og ef til vill dálítil snjómugga. Heldur hægari norð- austanátt og léttir til þegar líður á daginn. Frost 4-8 stig. Skíðafæri: Gott skíðafæri og nægur snjór. Opið: Kl. 10-18 mán., fös., laug. og sunnudag Á þrið., mið. og fim. er opið kl. 10-22. Upplýsingar í síma 91-801111 (lesið er inn á símsvarann kl. 8 alla dagana, og síðan eins og þurfa þykir). Skíðakennsla er allar helgar og hefst hún kl. 10.30, 12.00, 13.30, 15.00 og 16.30 og stendur í 1 Y2 klst. í senn. Ferðir: Sérleyfisferðir Guðmund- ar Jónssonar sjá um daglegar ferðir þegar skíðasvæðin eru opin samkvæmt ákveðinni áætlun með viðkomustöðum víða í borginni. Uppl. eru gefnar í síma 683277 eða hjá BSÍ í sími 22300. Teitur Jónasson hf. sér um ferðir frá Kópavogi, Garðabæ og Hafnar- firði. Upplýsingar í síma 642030. KOLVIÐARHOLSSVÆÐI Veðurhorfur: Austan stinning- skaldi eða alhvass framan af degi, skafrenningur en úrkomulítið. Heldur hægari norðaustanátt og léttir til þegar líður á daginn. Frost 4-8 stig. Skíðafæri: Gott skíðafæri. Opið: Kl. 10-18 mán., fös., laug. og sunnudag. Á þri., mið. og fim. er opið kl. 10-21. Upplýsingar í síma 91-801111. Ferðir: Sjá Bláfjöll. SKALAFELL Veðurhorfur: Austan stinning- skaldi framan af degi, skafrenn- ingur en úrkomulítið. Snýst í norð- austanátt og léttir heldurtil þegar líður á daginn. Frost 4-8 stig. Skíðafæri: Nægur snjór og ágætt færi. Opið: Kl. 10-18 mán., fös., laug. og sunnudag. Á þri., mið. og fim. er opið kl. 10-21. Upplýsingar: í síma 91-801111. Skíðakennsla er allar helgar og hefst hún kl. 10.30, 12.00, 13.30, 15.00 og 16.30 og stendur í 1 72 klst. í senn. Ferðir: Sjá Bláfjöll. ISAFJORÐUR Veðurhorfur: Norðaustan stinn- ingskaldi eða allhvass og élja- gangur þó líklega heldur hægari og minnkandi él þegar líður á daginn. Frost 5-9 stig. Skíðaiyftur verða teknar í notkun um næstu helgi ef aðstæður leyfa. Ath. gönguskíðabrautir eru troðnar. AKUREYRI Veðurhorfur: Norðaustan stinn- ingskaldi eða allhvass og snjó- koma eða éljagangur fram eftir morgni. Hægari og minnkandi él síðdegis. Frost 4-7 stig. Skíðafæri: Gott skíðafæri og nægur snjór. Opið: Opið virka daga kl. 13-18.45 og laugardaga og sunnudaga kl. 10-17. Upplýsingar í síma 96-22930 (símsvari), 22280 og 23379. Skíðakennsla: Boðið er upp á skíðakennslu um helgina frá kl. 12 og á klst. fresti eftir þátttöku. Ferðir á svæðið á virkum dögum kl. 13.30, 15.30 og 16.30 og síð- asta ferð kl. 18.30. í bæinn er síðasta ferð kl. 19. Franskar vordragtir í björtum litum TKSS v 111 neðst við Dunhaga, sími622230 Opið virka daga kl. 9-18, laugardaga kl. 10-14. Stúlkup atli.! Sýning verður á brúðarkjólum laugardaginn 25. febrúar frá kl. 14-16. Heiðar verður á staðnum. Fataleiga Garðabæjar, sími 656680. •• rflokkurinn Ölafur Örn Haraldsson er fylgjandi þjóðarátaki gegn ofbeldi bæÖi heimilisofbeld og götuofbeldi. Ráðumst að rótum vandans Nýr baráttumaður fyrir Reykvíkinga 2. sæfið í Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.