Morgunblaðið - 25.02.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 25.02.1995, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. BREYTINGAR A VERÐTRY GGIN GU ITENGSLUM við nýgerða kjarasamninga á almennum vinnumarkaði hefur ríkisstjórnin ákveðið tvær megin- breytingar á verðtryggingu fjárskuldbindinga. Lánskjara- vísitalan verður afnumin 1. apríl nk. og verðtrygging miðuð við vísitölu neyzluverðs. Þá verður dregið úr notk- un verðtryggingar enn frekar en orðið er. Hvorttveggja var sameiginleg krafa aðila vinnumarkaðarins. Það er tímanna tákn, að viðbrögð við þessum mikiu breytingum á fjármagnsmarkaði hafa verið lítil, ekki sízt miðað við þau hörðu viðbrögð sem urðu í ársbyijun 1989, þegar ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar breytti sam- setningu lánskjaravísitölunnar, sem nú er í gildi. Aðstæð- ur í þjóðfélaginu eru nú allt aðrar en þá, verðbólga lítil sem engin og fijálsræði á fjármagnsmarkaði gerir Islend- ingum kleift að velja um fjárfestingarleiðir heima og er- lendis. Efnahagslífið er ekki lengur lokað og samningur- inn um Evrópskt efnahagssvæði tryggir, að stjórnvöld geta ekki lengur hneppt fjármagnsmarkaðinn í fjötra vegna pólitískra stundarhagsmuna. Lítil eftirsjá er í lánskjaravísitölunni eins og hún er samsett eftir breytinguna 1989. Ástæðan er sú, að laun vega um 60% í henni í stað 40% áður. Þetta háa hlutfall gerði það að verkum, að verðtryggð lán hækkuðu langt umfram ávinninginn af launahækkun. Sama gilti um vinnuveitendur. Þeir gátu ekki hækkað laun nema fjár- magnskostnaður fyrirtækjanna ryki upp. Bæði VSÍ og ASI mótmæltu breytingunni á sínum tíma, svo ekki er undarlegt að krafa hafi nú komið fram um breytingu á verðtryggingarkerfinu. Nú er ákveðið, að verðtrygging miðist framvegis við framfærsluvísitölu, sem fær það óþjála heiti neyzluverðs- vísitala. Hún á að vera almennur verðmælir á heimilisút- gjöld og sýna breytingar á verði vöru og þjónustu. Út- reikningar aðila vinnumarkaðarins sýna, að neyzluverðs- .vísitalan muni á næstu misserum hækka minna en láns- kjaravísitalan, eða um 1-1‘/2%. Ekkert er öruggt í þeim efnum og-má benda á, að framfærsluvísitalan hækkaði 4% umfram lánskjaravísitölu frá 1989 til marz 1995. Ókostur er við framfærsluvísitöluna, að auðveldara er að hafa áhrif á hana með stjórnvaldsaðgerðum, t.d. niður- greiðslum einstakra liða. Hins vegar ætlar ríkisstjórnin að tryggja, að ekki verði unnt að breyta vísitölunni fram- ar með reglugerð, svo meiri festa mun ríkja en áður. Allar breytingar á verðviðmiðun fjárskuldbindinga eru viðkvæmar og fólk verður að geta treyst því, að hún standi óhögguð, þegar verið er að fjárfesta til langrar framtíðar. Verðtrygging hefur áhrif á stöðu skuldarans eins og eiganda sparifjárins. Upphæð verðtryggðra skuldabréfa er áætluð um 500 milljarðar króna. Standist útreikningar um að framfærsluvísitala verði l-l*/2% lægri en lánskjara- vísitala á samningstímanum verða skuldir 5-7,5 milljörð- um lægri en ella, en á móti tapa eigendur fjárins þeirri upphæð. Birgir ísleifur Gunnarsson, seðlabankastjóri, sagði m.a. um fyrirhugaða breytingu á vísitöluviðmiðun- inni: „Athygli vekur, að fulltrúar stærstu fjármagnseig- endanna, þ.e. lífeyrissjóðanna, hafa sameinast urn þessar breytingar, sem draga úr verðtryggingu eigna þeirra og koma launþegum til góða.“ Segja má að lögin um verðtryggingu hafi verið neyðar- ráðstöfun á sínum tíma, þegar sparifé landsmanna brann upp á verðbólgubáli. Verðtryggingin var vopn í barátt- unni gegn óðaverðbólgunni og hún hefur náð tilgangi sínum. Augljóslega er ekki unnt að afnema verðtryggingu á eldri fjármagnsskuldbindingum, en hins vegar er einnig ljóst, að við núverandi aðstæður er ekki þörf á verðtrygg- ingu með sama hætti og áður. Ávöxtun sparifjár mun í auknum mæli ráðast af vaxtastigi á alþjóðamörkuðum enda eðlilegt miðað við það frjálsræði sem orðið er. Ragnar Ógmundsson, framkvæmdastjóri hjá íslands- banka, sagði í viðtali við Morgunblaðið, að ekki þurfi að hafa áhyggjur af breytingunni á vísitöluviðmiðun, þar sem framfærsluvísitalan sé nú betri mælikvarði á verðlags- breytingar en lánskjaravísitalan og betur fallin til að varðveita kaupmátt. Hann segir, að það mikla frjáls- ræði, sem nú gildi í gjaldeyrismálum, geri verðtryggingu óþarfa. KENNARAVERKFALL ERFIÐ- LEIKAR Á HEIMILUM FATLAÐRA Verkfall kennara bitnar harkalega á fötluðum bömum og fjölskyldum þeirra og eru foreldr- ar óánægðir með að ekki fáist undanþága fyrír kennslu bamanna. Verkfallsstjóm kenn- ara vísar ábyrgðinni af ástandinu á hendur stjómvöldum. MIKLIR erfiðleikar hafa skapast á heimilum margra fatlaðra bama eftir liðlega vikulangt verkfall kennarasamtakanna. Verk- fallsstjórn kennarasamtakanna hefur hafnað flestum umsóknum um undan- þágur nema hvað leyfi fékkst til kennslu einhverfra barna. Ásta B. Þorsteinsdóttir, formaður Landssam- takanna Þroskahjálpar, segir að þau rök sem liggi til grundvailar undan- þágu vegna einhverfra eigi jafn vel við um þá einstaklinga sem mest eru fatiaðir en undanþágubeiðnum vegna þeirra hefur verið hafnað. Þeir þoli verkfallið afar illa 0g geti ekki haft ofan af fyrir sér í löngu verkfalli. Auk þess leggist umönnunin þungt á fjöl- skyldur fatlaðra sem margar séu orðnar illa staddar eftir vikulangt verkfail. Þarf neyðarlista Ásta segir að skólarnir hafi ekki undirbúið verkfallið með sama hætti og gert væri fyrir verkföll hjúkrunar- stétta með því að útbúa neyðarlista fyrir þá sem ekki geta verið án þjón- ustunnar. Þroskahjálp hefur óskað eftir fundi með verkfallsstjóm kenn- ara á mánudag til að ræða um slíka neyðarlista. í bréfí Þroskahjálpar segir m.a: „Fyrir mikið fötluð börn er markviss kennsla, örvun og þjálfun á athafna- og féiagslegum þáttum afar mikil- væg. Tímabundin skerðing á þessum þáttum getur haft í för með sér ófyr- irsjáanlegar afleiðingar fyrir fram- farir þessara bama. Fram hjá því verður ekki litið að skólinn hefur mjög mikiu hlutverki að gegna sem félagslegt úrræði fyrir þennan hóp nemenda, sem oftar en ekki eiga ekki annarra kosta völ til þess að njóta samskipta við aðra en nánustu fjölskyldu. Áð síðustu verður að benda á þá staðreynd að fjölskyldur þessarra nemenda eiga ekki í nokkur önnur hús að venda með aðstoð, umönnun og þjálfun þessara barna. Samtökunum er kunnugt um að margar fjölskyldur eiga við verulega erfiðleika að etja nú þegar.“ Áslaug Brynjólfsdóttir, fræðslu- stjóri í Reykjavík, segir að verkfall kennara hafí mjög slæm áhrif á þessa hópa. Hún segir að það sé stofnan- anna sjálfra að sækja um undanþág- ur en hún hafi fyrir sitt leyti reynt að liðka fyrir þessum málum. Hún hafi til dæmis fengið undanþágu fyr- ir tvö einhverf börn sem væm utan stofnana sem fengið hefðu undan- þágu. Stór hluti fötluðu barnanna er í Öskjuhlíðarskóla, eða 89, og Safa- mýrarskóla, 36. Fjöldi fatlaðra er í almennum skólum. Lýsa ábyrgðinni á hendur stoórnvöldum Sigrún Ágústsdóttir, formaður verkfallsstjómar Kennarasambands íslands og Hins íslenskra kennarafé- lags, segir að almennt séð hafi verk- fallsstjórnin verið mjög spör á undan- þágur i verkfallinu. Kennarar séu í verkfalli og þeir lýsi ábyrgð á hendur stjórnvöldum vegna þess ófremda- rástands sem skapist. Þá ábyrgð geti kennarar ekki tekið af stjómvöldum. Sigrún segist hafa orðið vör við óánægju foreldra fatlaðra barna með þá ákvörðun að veita eingöngu und- anþágu fyrir kennslu einhverfra. Hún segir að kennslufræðileg rök ráði þessu. Sérfræðingar segi að kennsla sé einhverfum mikilvægari en öðrum hópum nemenda. Hún segir að verk- fallstjómin geri sér vel grein fyrir erfiðu ástandi hjá fleiram, bæði hjá fötluðum og börnum sem eiga við ýmsa félagslega erfiðleika að etja. Stjómin verði hins vegar að benda á ábyrgð stjórnvalda. I giidi séu lög um félagsþjónustu sveitarfélaga og um málefni fatlaðra þar sem kveðið sé á um úrræði fyrir þessa hópa. „Verkfallið hefur sömu áhrif fyrir öll skólabörn og skapar erfíðleika á heimilum þeirra. Það verða ekki framfarir í námi, fremur afturför. Ég veit að um þetta má deila en við treystum okkur ekki til að veita þess- ar undanþágur," segir Sigrún. „Mikil spenna á hveijum degi“ „Þ AÐ er alveg á mörkunum að ég ráði við þetta, það er mikil spenna á hveijum degi,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir. Hún er kennari í verkfaili með þrjú börn, þar af tvö fötluð. Tumi, 17 ára sonur hennar, er mongólíti og Gréta, 10 ára dótt- ir hennar, er greind einhverf. Jóhanna segist hafa vitað að hún yrði ekki verkefnalaus í verkfall- inu þar sem hún hafi reiknað að vera heima með Grétu dóttur sinni sem er í almennum skóla og hefur haft þar kennara með sér, og heil- brigðum syni. Tumi er í Safamýr- arskólanum og dagvistun í Lyng- ási. „Það hvarflaði ekki annað að mér en Safamýrarskólinn yrði starfræktur í verkfallinu vegna þess hvað börnin þola illa að vera án hans. Eg var svo viss að mér datt ekki í hug að sækja um undan- þágu,“ segir Jóhanna. Hún segir að Tumi þurfi mikla þjálp og hún ráði varla við hann. Pabbi hans sé eins mikið heima og hann mögulega geti og eigi erfitt með að bæta miklu við vegna vinn- unnar. Segist hún aðeins geta sinnt öðru barninu í einu þegar þau séu bæði heima. „Það er hægt að gera ýmislegt í stuttan tíma sem þó gengur ekki Iengi,“ segir hún. Jóhanna segir að fötluð börn missi mikið þegar þau komist ekki í skólann. Þau þurfi að hafa alla hluti í föstum skorðum og séu fljót að tapa því sem áunnist hafi. „Þau þurfa á tímanum í skólanum að halda. Verða erfiðari heima,“ segir hún. Tumi átti að vera í skammtíma- vist með skólanum þessa vikuna en getur ekki nýtt sér það vegna verkfallsins. Móðir hans segir að það hefði hjálpað mikið til ef feng- ist hefði heimild til að hafa börnin allan daginn á Lyngási. Jóhanna er sjálf kennari i verk- falli og segir að eina raunhæfa lausnin á þessu vandamáli sé að semja. En hún getur ekki leynt vonbrigðum sínum með verkfalls- sljórn kennara fyrir að veita ekki undanþágu fyrir kennslu fatlaðra. „Ég held að það sé ekki málstað okkar kennara til framdráttar að láta verkfallið bitna á þessum ein- staklingum. Allir sem ég hef talað við eru jafn hissa á þessu og ég,“ segir hún. „Pirraður og erfiður vegna breytinganna“ „ÞAÐ skiptir miklu máli að það séu fastir punktar í daglegu lífi fatlaðra. Allar svona breytingar skapa óróleika og gera börnin pirruð og erfið,“ segir Fjóla Bend- er, móðir Péturs Axels Oskarsson- ar, 13 ára nemanda í Safamýrar- skóla, en hann er mongólíti. Pétur Axel er í dagvistun í Lyngási fyrir hádegið og í skól- anum eftir hádegi. I verkfalli kennara hefur Fjóla orðið að taka sér frí eftir hádegi til að vera heima með drengnum sem þarf mikla umönnun. Hún getur ekki tekið hann með sér í vinnuna. Hún segir að Pétur Axel sé viðkvæmur fyrir breytingum á daglega lífinu og sé pirraður og erfiður heima. Fjóla segist hafa verið búin að fá skammtímavistun fyrir Pétur Axel í Víðihlíð í næstu viku og yrði þá léttara. „Ég vona að verk- fallið verði leyst þegar hann kem- ur aftur heim. Annars verður skólinn að fá undanþágu eða að Lyngás fái möguleika til að hafa börnin lengur í dagvistun,“ segir Fjóla. Morgunblaðið/Emilía JOHANNA Sigurðardóttir með tveimur börnum sínum, Tuma og Grétu Zimsen, við Safamýrarskólann sem er lokaður í verkfalli kennara. „ ^ Morgunblaðið/RAX FJOLA Bender og Pétur- Axel Óskarsson á heimili sínu í gær. Safamýrarskóli •. ........—.mmmmmmmí LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1995 31 Þingkosningar í Finnlandi í næsta mánuði Lækkun ríkisútgjalda stefnumál allra flokka Allir helstu stjórnmálaflokkamir í Finnlandi hafa það efst á stefnuskránni að skera niður ríkisútgjöldin. Er stefnt að mestum spamaði í framlögum til félagsmála að því er fram kemur hjá hjá Lars Lundsten, fréttaritara Morgunblaðsins í Finnlandi. Um það em þó ekki allir sammála hvar eigi að bera niður fyrst. Þingkosningamar í Finnlandi verða 19. mars nk. MARTTI Ahtisaari ESKOS Ahos ÞAÐ kemur örugglega mörg- um spánskt fýrir sjónir, að stjómmálafiokkar skuli keppast um að draga sem mest úr félagslegu öryggi kjósenda sinna. Sú -er þó raunin í þeirri kosn- ingabarátta, sem nú stendur yfir í Finnlandi. Þegar Finnar ganga að kjörborðinu sunnudaginn 19. mars nk. geta þeir ekki kosið sér þingmeiri- hluta, sem vill ábyrgjast framhald núyerandi velferðarkerfis. í skýrslu OECD um fjárhagsstöðu Finnlands sem birtist fyrir skömmu var spjótunum aðallega beint að vel- ferðarkerfínu. Var meðal annars bent á, að skuldir ríkissjóðs myndu þre- faldast miðað við þjóðarframleiðslu á næstu þremur áratugum yrði haldið áfram á sömu braut. Telur OECD, að útgjöld til heilbrigðiskerfisins og þær félagslegu bætur, sem flestir Finnar telja eðlilegar, séu orðin meiri en þjóðfélagið ráði við og því verði núverandi kerfi ekki haldið gangandi. Núverandi meirihlutastjórn Mið- flokksins og Hægriflokksins með þátttöku Sænska þjóðarflokksins hefur nú þegar skorið ríkisútgjöldin verulega niður. Hefur þetta verið gert með því að gera undanþágur frá lögbundnum útgjöldum við gerð fjár- laga á ári hveiju. Hefur stjórnarand- staðan gagnrýnt stefnu ríkisstjórnar- innar í þessum málum en nú hefur hún og einkum jafnaðarmenn skipt um skoðun. Grundvöllurinn brostinn Eins og í öðram velferðarríkjum í Norður-Evrópu eru útgjöld Finna til félagsmála einn helsti þátturinn í rík- isfjámiálum. Hugmyndin um féiags- legt öryggi allra landsmanna er svo rótgróin að fæstir þora að gagnrýna kerfið sem slíkt. Hins vegar hafa efna- hagslegar stað- reyndir leitt í ljós, að ekki sé lengur hægt að viðhalda kerfinu eins og það var fyrir fímm árum, þ.e. áður en efnahagskreppan mikla skall á. Allir helstu stjórnmálaflokkarnir eru sammála um, að ekki megi auka skuldasöfnun ríkissjóðs og þeir virð- ast einnig vera á nokkuð einu máli um, að nauðsynlegt sé að skera niður útgjöld ríkisins til félagsmála um 16 milljarða marka. Hins vegar era þeir mjög ósammála um hvaða þætti vel- ferðarkerfisins eigi að endurskoða. Enginn flokkur hefur lagt fram málefnalegar og nákvæmar tillögur um endurskipulagningu velferðar- kerfisins. Eini viðmiðunarpunkturinn er álit sérfræðinganefndar sem starf- aði í umboði Martti Ahtisaaris Finn- landsforseta í fyrrahaust. Markmið nefndarinnar var að efna kosninga- loforð Ahtisaaris um að binda enda á atvinnuleysi landsmanna en nefnd- arálitið hefur ekki valdið neinum breytingum. Úr þessu áliti hafa menn samt tekið til dæmis hugmyndina um 16 milljarða marka niðurskurð sem vaxandi skatttekjur. Finnar greiða nú þegar hærri skatta en flestir aðrir og því er útilok- að að viðhalda velferðarkerfinu með skattahækkunum. Það hefur reynst erfitt að draga saman seglin hlut- fallslega jafn mikið á öllum sviðum enda er til dæmis ekki hægt að spara ÞINGHUSIÐ í Helsinki. Atvinnuleysi í Finn- landi hefur sexfaldast á síðustu hÓTum árum, hækkað úr 3 prósentum í 19 prósent. nú er orðinn helsti þátturinn í efna- hagslegri trúaijátningu stjórnmála- fiokkanna. Ógnvænleg skuldasöfnun Staðan nú er sú að fjárlagahalli finnska ríkisins er 63 milljarðar finn- skra marka (u.þ.b. 760 milljarðar ísl. kr.). Skuldir ríkis- ins era mjög miklar en áhyggjurnar eru þó ekki mestar af þeim, heldur af því hve skuldasöfnunin er hröð. Á undanförnum fjórum áram, í vald- atíð hægristjórnar Eskos Ahos, hefur þetta ójafnvægi rík- isfjármálanna orðið að helsta áhyggjuefni stjórnmálamanna. Tekj- ur af sköttum hafa dregist saman vegna kreppunnar en samtímis hefur atvinnuleysi sexfaldast, úr 3 prósent- um í 19 prósent. Eru nú tæplega 500.000 Finnar án atvinnu en at- vinnuleysisbætur eru aðallega borg- aðar úr ríkissjóði. OECD telur meðal annars, að at- vinnuleysisbótakerfið sé allt of fijáls- legt í Finnlandi. Hins vegar þyrfti atvinnuleysið að minnka verulega til þess að jafnvægi næðist í ríkisíjár- málum. Jafnvægið felur í sér bæði minni útgjöld vegna atvinnuleysis og 12% af launakostnaði eins sérfræð- ings á sjúkrahúsi. Það er því aðeins róttæk endurskoðun sem getur skilað árangri. Einn nýr flokkur reynir að ná þing- sætum með því að boða í raun enda- lok velferðarkerfisins. Það er Flokkur Ungfinna sem aðhyllist nokkurs kon- ar „thatcherisma“. Sækir hann helst ------------------- fylgið til hægriarms Hægriflokksins enda svarar það, 4%, til fylgistaps Hægri- flokksins. Jafnaðarmenn vilja skera niður Stærsti flokkur- _______ inn, Jafnaðarmanna- flokkurinn, er mjög háður vilja Al- þýðusambandsins (SAK). Það þýðir meðal annars, að erfitt yrði að lækka atvinnuleysisbætur að frumkvæði krata. Núverandi hægristjóm reyndi það einu sinni en SAK hótaði strax með allsheijarverkfalli. Hafa tals- menn SAK því tekið það óstinnt upp þegar kratahöfðingjar hafa nefnt endurskoðun atvinnuleysisbótakerf- isins. Það eru þó aðrir stórir þættir sem launþegaflokkur eins og krataflokk- urinn getur notfært sér. í kjölfar aðildar Finna að Evrópusambandinu var samið um stórfellda hækkun á Tekjur af sköttum hafa dregist saman vegna kreppunnar og útgjöld vegna atvinnuleysisbóta stóraukist. opinberum styrkjum til landbúnaðarins. Jafn- aðarmenn voru andvígir því og formaður þeirra, Paavo Lipponen, segist geta hugsað sér að taka allt að fimm milljarða marka af bændum. Ætli hann sér hins veg- ar að mynda stjórn með þátttöku Miðflokksins, er eins gott fýrir hann að gieyma þessum áformum strax. Það er nokkuð óljóst hvort styrkir til land- búnaðarins eigi að telj- ast til félagslegra út- gjalda eða til atvinnu- mála. Kratar og hægri- menn telja gjarnan þessar bætur til félagslegra útgjalda en miðflokksmenn, sem sækja fylgið í sveitirnar, líta svo á, að um sé að ræða framlög til atvinnumála. Paavo Lipponen er líklegastur sem forsætisráðherra að kosningum iokn- um. Kosningaloforð hans varðandi ríkisfjármálin hljóða upp á 20 millj- arða marka niðurskurð. Þetta er veralega meiri niðurskurður en nú- verandi stjórnarflokkar telja fram- kvæmanlegan. Samsteypustjórn eini kosturinn Skoðanakannanir spá jafnaðar- mönnum allt að 30% fylgi í kosning- unum en þeir geta samt aldrei mynd- að stjórn einir. Mjög ólíklegt þykir einnig að Lipponen takist að mynda minnihlutastjórn eins og Ingvar Carlsson gerði í Svíþjóð. Hefur Lipp- onen þá um þrennt að velja: Áð mynda samsteypustjórn með þátt- töku Miðflokksins, Hægriflokksins eða Vinstrabandalagsins. Hægriflokkurinn sat í stjórn með krötum fyrir fjórum áram. Eru skoð- anir þessara flokka mjög líkar til - dæmis varðandi afstöðu til landbún- aðar. Hins vegar voru kratar og mið- flokksmenn vanir að sitja í stjórn saman um áratugaskeið. Vinstra- bandalagið er eini flokkurinn sem vill alls engan niðurskurð í félagsleg- um útgjöldum. Samdráttur í ríkisrekstrinum veld- ur auðvitað hræringum í þjóðfélag- inu. Heilbrigðisþjónustan og skóla- kerfíð eru í brennidepli einmitt nú þegar hitna fer í kosningabarátt- unni. Sjúkraliðar og kennarar hafa orðið fyrir tekjurýrnun undanfarin ár þegar ríkið og sveitarfélögin hafa samið við stéttarfé- lögin um launafryst- ingu. í reynd hefur þetta þýtt versnandi kjör, til dæmis í kennarastétt þar sem launabætur og auka- vinna hafa fallið nið- ur í flestum tilvikum. Víðtækt verkfall sjúkraliða og kennara verður líklega efst á baugi í fréttum næstu vikurn- ar en erfitt er að segja um hvaða áhrif þessar kjaradeilur muni hafa á framvindu kosningabaráttunnar. Kjósendur skilja að sjálfsögðu, að skuldasöfnun ríkissjóðs getur valdið miklum erfíðleikum í framtíðinni, en almenningur hefur samúð með sjúkraliðum og kennurum. Það þykir ekki eðlilegt, að verkamenn í pappírs- verksmiðju skuli fá 30% hærri laun en kennarar en þeim fyrrnefndu tókst nýlega að knýja fram verulegar iaunahækkanir með verkfallsboðun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.