Morgunblaðið - 25.02.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 25.02.1995, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1995 33 AÐSENDAR GREINAR „Barátta“ stúdenta í ÞESSARI grein mun ég leitast við að gagnrýna afstöðu þeirra háskólastúdenta sem telja sig mál- pípur háskólasamkundunnar og barist hafa fyrir „bættum hag“ þeirra sem þar stunda nám. Hinn 28. febrúar næstkomandi fara fram árlegar kosningar til stúdentaráðs og háskólaráðs HÍ. Þar gefst hinum almenna nemanda kostur á því að taka afstöðu með annarri af tveimur fylkingum sem í framboði eru, en tveir listar hafa tilkynnt þátttöku þegar þetta er ritað. Sagt hefur verið að fylking- amar tvær endurspegli þær póli- tísku andstæður sem að miklu leyti hafa mótað stjórnmálaumhverfi nútímans. Annars vegar Vaka, fylking þeirra sem telja sig til hægri á hinu sígilda leikborði stjómmálanna, og svo hins vegar Röskva, fylking vinstrimanna. í þau tæp þrjú ár sem höfundur hefur stundað nám við HÍ hafa þessar tvær fylkingar barist hat- rammlega innbyrðis og skaðað að mörgu leyti þá hagsmuni sem þeim er ætlað að standa vörð um og efla. Hafa forvígismenn fylking- anna rökstutt þessa valdabaráttu með skírskotun til „hægri og vinstri baráttunnar“ sem þeir telja að sé til staðar í hugmyndafræði fylkinganna. Spurning sú sem rædd verður í þessari grein varðar eðli og orsök þessarar baráttu. Verður hér annars vegar skírskot- að til baráttu stúdenta innbyrðis og hins vegar hagsmunabaráttu allra stúdenta út á við. Barátta fylkinganna hefur fyrst og fremst einkennst af þröngsýni og þeirri afstöðu að ávallt sé nauð- synlegt að „vera á móti“. Skyn- samur maður veit að eðlilegast er að leysa vandamál að loknu heild- stæðu mati á þeim þáttum sem til skoðunar eru. Ef tekið hefur verið mið af andstæðum sjónarmiðum við slíka úrlausn eru meiri líkur til þess að ákjósanleg niðurstaða fáist. Þessi sjónarmið málefnalegr- ar ákvarðanatöku hafa að engu orðið hjá kjörnum fulltrúum stúd- enta. Hagsmunagæsla stúdenta hefur því miður verið því marki brennd að lítið sem ekkert mark hefur verið tekið á þeim viðhorfum sem komið hafa frá „hinni“ fylk- ingunni. Baráttan hefur snúist upp í andhverfu sína þar sem fylking- amar hafa barist gegn hvor ann- arri á kostnað stúdentasamfélags- ins í heild. Er svo komið að forvíg- ismenn geta vart talast við, hvað þá unnið saman að lausn þeirra íjölmörgu vandamála sem við er að glima. A það ber að líta að niðurstaða stúdentakosninga í Háskólanum er sjaldnast þannig að einn aðili hljóti afgerandi stuðning. Vegast þar að sjálfsögðu á mismunandi hugmyndir. Hafa þessar hugmynd- ir hins vegar það sameiginlega Vinnubrögðum í stúd- entaráði þarf að breyta, segir Róbert Spanó. Með breyttum hugsun- arhætti eða breyttu stjórnkerfi. markmið að bæta kjör stúdenta. í ljósi þess, hlýtur að teljast óeðlilegt að virða sjónarmið tæplega helm- ings allra stúdenta að vettugi án umræðu. Er með þessum orðum ekki verið að ásaka aðra fylking- una frekar en hina, enda hafa þær báðar gerst sekar um slík vinnu- brögð í áraraðir. Sumir segja að togstreita tveggja eða fleiri aðila um réttar leiðir í hagsmunabaráttu tiltekins hóps manna sé óumflýjanleg. Er í því samhengi oft skírskotað til lög- gjafarsamkomunnar og bent á að pólitík sé í eðli sínu sú sama, í Háskólanum og á hinu háa Al- þingi. Jafnvel þótt fallast megi á, að eðli stjórnmálanna sé svipað á hvaða vettvangi sem er, leyfi ég mér að efast um að fyrrnefndur samanburður á Háskólanum og Alþingi sé að öllu leyti tækur. Verður í þessu sambandi að líta til þess að stúdentar eru þjóðfé- lagshópur sem samfé- lagið skoðar sem eina heild. Má jafnframt segja að stúdentar séu ákveðin stétt með sameiginlega hags- muni. Slíkar stéttir hafa oftast eitt stétt- arfélag til að gæta þeirra hagsmuna sem sameinar þær. Kjörnir fulltrúar þjóðarinnar sem sitja á Alþingi verða hins vegar að kljást við hagsmuna árekstra ólíkra stétta. Gerir hver stétt um sig jafnframt mismunandi kröfur byggðar á mismunandi for- sendum. A Alþingi sitja fulltrúar stjórnmálaafla sem byggja stefnu sína á ólíkum hugmyndum um hvaða hagsmuni ber að hafa að leiðarljósi. Áhersla á hagsmuni sjó- manna getur t.a.m. haft slæm áhrif á stöðu bænda, o.s.frv. í stúdenta- ráði sitja hins vegar fulltrúar stúd- enta og starfa fyrir stúdenta og enga aðra. Barátta stúdenta fyrir bættum kjörum er barátta gagn- vart ytri öflum í samfélaginu. Hagsmunabarátta stúdenta er því sameiginleg barátta einnar stéttar manna, þar sem einstakir sigrar eru allri stéttinni til hagsbóta. Sú sundrung sem hefur einkennt hagsmunabaráttuna undanfarin ár hefur haft þær afleiðingar í för með sér að framfarir á mikilvæg- um sviðum hafa nánast engar orð- ið. Aðalorsök vandans er að mati höfundar sá háttur sem hafður er á ákvarðanatöku í málefnum stúd- enta. Stjórnkerfi stúdentaráðs og þau vinnubrögð sem þar hafa verið viðhöfð í gegnum tíðina, bjóða beinlínis upp á þann raunveruleika sem stúdentar við Háskól- ann búa við. Sá hluti stúdenta sem situr í minnihluta hverju sinni fær engu áorkað þar sem andstæð sjón- armið eru ekki vegin og metin á málefna- legan hátt. Fulltrúar stúdenta í mikilvæg- um nefndum á vegum stúdentaráðs eru boð- berar einnar túlkunar á lausn ákveðinna vandamála. Skal því engan undra að engin merki sjáist um lausn þessara vanda- mála. Niðurstaðan er því sú að vinnu- brögðum í stúdentaráði þarf að breyta. Hvort sem það verður gert með breyttum hugsunarhætti eða með breytingu á reglum þeim er gilda um stjórnkerfi stúdentaráðs. Fram hafa komið margar ágætar tillögur er að þessu lúta. Ljóst er að hugmyndir fylkinganna á hinum ýmsu sviðum verða að engu þegar að framkvæmdarþætti þeirra kem- ur ef ekkert verður að gert. Það hlýtur því að vera krafa allra stúd- enta að fylkingarnar leggi aukna áherslu á bætt stjórnkerfi og hug- myndir um málefnalegri ákvarð- anatöku í komandi kosningum. Aukin samvinna beggja aðila mun koma öllum stúdentum til góða. Höfundur er laganemi við Háskóla íslands. Róbert Spanó Stúdentaráðskosningar Samstöðu um sókn ÞAÐ ER ekki langt síðan að það voru alkunn sannindi að menntun væru forréttindi fyrir fáa útvalda í þessu þjóðfélagi. Fyrir fjöldann var menntavegurinn grýtt slóð og þeir voru færri en hinir sem kom- ust á leiðarenda. Hin síðari ár hef- ur öll þróun verið hröð, ekki síst á sviði menntamála í víðtækum skilningi þess orðs. Einn liður í þessari þróun er til- koma sérstakrar námsaðstoðar af hendi ríkisins til þjóðfélags- þegnanna. Égum migfrá mér til LIN Menn hafa reynt að orða það með misjöfn- um hætti hver tilgang- ur starfsemi Lánasjóðs íslenskra námsmanna sé. Hugtakið jafnrétti til náms kemur þar oft upp og er þá átt við að tilgangur sjóðsins snúi að einstaklingnum. Þetta má til sanns vegar færa svo langt sem það nær en sjálfum hefur mér fund- ist það liggja nær að tala um tví- þættan tilgang LÍN. Einstaklingur- inn hefur þar augljósa hagsmuni, möguleikar hans til að þroska hæfi- leika sína geta í mörgum tilfellum verið undir tilvist lánasjóðsins komnir. En hér má ekki gleyma þætti ríkisins sjálfs, sem að mínu mati er sá aðili sem á endanum hagnast mest á starfsemi sjóðsins. Það er nefnilega meira en orð að menntun sé hagkvæmasta fjárfest- ing sem ríkið getur lagt fé sitt í. Ég um mig frá mér til hvers? Það þarf vart að orða mikilvægi þess að sátt og samstaða ríki um starfsemi jafn mikilvægs hluta af menntakerfí þjóðarinnar sem lána- sjóðurinn er. Staðreyndin er hins vegar sú að stöðugar deilur hafa staðið um sjóðinn undanfarin ár, deilur sem fyrst og fremst snúast um það hvort hann nær tilgangi sínum miðað við það regluverk sem hann býr við. Tvíþættur tilgangur gagnkvæmur vandi Gagnvart einstaklingnum er það fyrst og fremst þrennt sem stingur í augu þegar saman er borinn til- gangurinn og raun- veruleikinn. I fyrsta lagi má nefna þær kröfur sem LÍN gerir til einstaklingsins, námsmannsins, um námsframvindu. Þess- ar kröfur eru oft ekki í samræmi við þær kröfur sem Háskólinn sjálfur gerir til stúd- enta svo augljóst er að hér þarf samræming að eiga sér stað að við- bættu auknu svigrúmi. I öðru lagi má nefna þá staðreynd að náms- lán eru eftirágreidd. Það þýðir í raun að námsmenn þurfa að leita eftir bankalánum til að standa undir framfærslu sinni, misserum og jafnvel árum saman. Ef menn viðurkenna að tilgangur LÍN sé að stuðla að aukinni menntun með því að lána stúdentum fyrir fram- færsluþörf þeirra á námstíma ligg- ur í augum uppi að eftirágreiðslu- kerfíð er óeðlilegt. Hér er bæði verið að halda og sleppa. Skynsem- in hlýtur því að bjóða mönnum að stefna að mánaðargreiðslum námslána sem verði fyrirfram- greidd. Slíka ákvörðun má taka í nokkrum skrefum en lokatakmark- ið væri skýrt. í þriðja lagi má nefna þær hörðu kröfur um endurgreiðslu lána sem LIN gerir. Þær eru nú svo háar að öruggt má telja að stór hluti námsmanna stefni beina leið í van- skil og greiðsluþrot gagnvart sjóðn- um. Seint verður slík stefna talin stuðla að því að LÍN nái tilgangi sínum. Hér er gerð einföld tillaga að lausn. Hluti endurgreiðslna auk vaxta verði gerð frádráttarbær frá Nái námslánakerfíð ekki tilgangi sínum gagnvart einstaklingn- um, nær það ekki held- ur, að mati Almars Guðmundssonar, tilgangi sínum gagnvart ríkinu. skatti. Heildarendurgreiðslubyrði myndi þannig lækka. Gagnvart ríkinu virðist svarið augljóst. Nái námslánakerfíð ekki tilgangi sínum gagnvart einstakl- ingnum, gerist það ekki heldur gagnvart ríkinu. Ástæðan er ein- faldlega sú að auður ríkisins býr í þegnunum, þeir eru í raun ríkið sjálft. Samstaða um sókn frá sút til sigurs Umræða um Lánasjóð íslenskra námsmanna má ekki snúast um ásakanir og andstæðar skoðanir. Til þess eru hagsmunirnir of miklir auk þess sem þeir eru í raun sam- eiginlegir. Umræðan á að snúast um þá möguleika sem fyrir hendi eru til að gera breytingar á núver- andi kerfi. Verði niðurstaðan óásættanleg liggur beint við að líta til nágrannalandanna um fyrir- myndir að nýju lánasjóðskerfi. Slík kerfi byggja flest á samspili náms- styrkja og námslána. Vissulega fylgja slíkum kerfum gallar en einnig kostir sem spennandi er að skoða í íslensku samhengi. Mikil- vægast er að samstaða ríki um sókn í lánasjóðsmálunum sem leiði til sigurs. Sá sigur verður okkar allra. Höfundur er hagfræðinemi og skipar 4. sæti á iista Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta, til stúdentaráðskosninga. Almar Guðmundsson Stúdentakosningar Stúdentalíf í miðbæinn FÉLAGSSTOFN- UN stúdenta er hagsmunafyrirtæki í eigu stúdenta við Háskóla íslands. Hlutverk þess er m.a. að bjóða stúd- entum vel staðsett leiguhúsnæði á sem bestum kjörum. FS sér um byggingu og rekstur stúdenta- garðanna og er stefnan að hver byggingareining standi undir sér. Ætlunin hefur aldrei verið að fara út í samkeppni við almennan leigu- markað og því þekkjast ekki hjá FS þær sveiflur sem vart verður í leiguverði á almennum markaði. Uppbygging húsnæðis fyrir stúd- enta hefur verið hröð á síðustú árum. Nýjasta dæmið er Ásgarða- hverfið sem verið er að reisa við Eggertsgötu. Þar hafa þegar verið teknar í notkun tvær byggingar og er önnur þeirra sérstaklega ætluð barnafólki í Háskólanum. Fleiri byggir.gar verða reistar til ársins 2.000 og í þeim verða 57 íbúðir alls. íbúðir á efri hæðum Á sl. ári var Félagsstofnun stúd- enta kynnt rækilega meðal há- skólafólks og við það jókst eftir- spurn eftir húsnæði á vegum FS um 40%. Röskva vill koma til móts við þessa miklu eftirspurn stúdenta eftir húsnæði á stúdentagörðum. Stefna Röskvu er að Félagsstofnun taki þátt í nýju og spennandi átaki sem Reykjavíkurborg er að hrinda í framkvæmd. Átakið nefnist „íbúðir á efri hæðum“ og snýst um að gera upp óriotað húsnæði á efri hæðum verslunarhúsa og fyrir- tækja í miðbæ Reykjavíkur. Þannig er ætlunin að hleypa meira lífí í miðbæinn. Stúdentum var boðin þátttaka í verk- efninu og hefur starfs- hópur stúdenta þegar athugað hversu margar íbúðir komast í gagnið með þessu átaki. í ljós kom að stúdentum standa til boða 200 íbúð- ir en eigendur þeirra hafa lýst yfír vilja að taka þátt í verkefninu. Fersk og spennandi hugmynd Röskva mun beita sér fyrir því að átakið „íbúð- ir á efri hæðum“ verði framkvæmt. Verkefnið er mjög spennandi og í því felst raunhæfur möguleiki á að auka framboð á húsnæði sem stúdentum stendur Röskva vill mæta eftir- spum stúdenta eftir húsnæði, segir Sunna Snædal, sem hér fjallar um Félags- stofnun stúdenta. til boða. Félagsstofnun hefur í raun þijá möguleika á þátttöku í verk- efninu. Sá fyrsti er að FS eignist íbúðir í miðbænum, annar er sá að Félagsstofnun geri kaupleigusamn- inga og kostnaður við lagfæringar á íbúðunum mæti kaupleiguverði í einhvern tíma, sá þriðji er að FS hafi íbúðir í umboðsleigu. Óháð því hvaða leið verður fyrir valinu er ljóst að „íbúðir á efri hæðum“ er fersk hugmynd sem mun hleypa lífi í gamla miðbæinn. Höfundur skipar 5. sæti á lista Röskvu til Stúdentaráðs. Sunna Snædal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.