Morgunblaðið - 25.02.1995, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 25.02.1995, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1995 37 að hægt væri að hlaða á hann meiru lofí og allt ætti hann það skiiið. Við kveðjum þennan vin okkar og vonum að hann^ njóti ávaxta starfa sinna í garði Óðins. Um leið sendum við fjölskyldu hans okkar dýpstu samúðarkveðjur. Fh. stjórnar, starfsmanna og rit- nefndar Eiðfaxa, Rafn Jónsson. Erlingur A. Jónsson lögsögu- maður er fallinn. Fallinn til móður Jarðar sem ól okkur öll og tekur við okkur aftur þegar okkar tími kemur. Það er alltaf erfitt að skilja þeg- ar hæfileikamenn veikjast og falla frá í blóma lífsins. En við leitum huggunar í orðum Óðins í Háva- málum: Esat maður alls vesall / þó sé illa heill, / sumr es af sonum sæll / sumr af frændum, / sumr af fé ærnu, sumr af verkum vel. Deyr fé, / deyja frændur, / deyr sjálfur hið sama; / en orðstírr deyr aldrei / hveim sér góðann getur. Dauðinn hefur nú í annað skipt- ið á rúmu ári höggvið skarð í for- ustu Ásatrúarmanna. Erlingur hafði gegnt stöðu lögsögumanns í aðeins tæpt ár þegar hann féll svo sviplega frá. Á þessum stutta tíma hafði hann, með skipulagshæfileik- um sínum og fyrirmynd, komið á þeirri festa í stjórn félagsins, sem svo nauðsynleg er. Það skarð sem hefur myndast í vorn hóp verður vandfyllt. Vefur örlaganna spinnst óháð löngunum okkar og væntingum. Kvæðamenn úr Iðunni kváðu, fyrir rétt rúmu ári, við útför Sveinbjarn- ar Beinteinssonar. Hveijum gæti á þeirri stundu hafa dottið í hug að Erlingur yrði næstur kallaður til þeirrar ferðar, sem okkur öllum eru búin. Erlingur tók örlögum sínum af æðruleysi og karlmennsku og vitn- aði í Hávamál þegar hann fékk þann úrskurð að hann væri haldinn banvænum sjúkdómi. Glaður of reifur / skyli gumi hverr, / uns sinn bíður bana. Þannig lifði hann og þannig dó hann. Þannig mun hann lifa áfram í hugum okkar sem kynntust hon- um. Hann var hestamaður og glað- ur í góðra vina hópi. Hann var kvæðamaður ágætur og fór létt með að setja saman vísur þegar tækifærin buðu upp á það. Hann var og blótmaður góður og verður vafalaust aufús gestur meðal Ein- heija í Valhöll. Mikill er okkar missir, en meiri er þó missir Sigrúnar konu hans og barnanna tveggja Sigrúnar og Jóhannesar. Samúð við sendum / syrgjendum öllum. / Goð og góðvættir / veiti styrk og stoð. Jörmundur Ingi. Það tekur á að viðurkenna að Eddi sé horfínn eftir erfið veikindi. Okkar leiðir lágu saman fyrir tutt- ugu og fímm árum eða árin 1970- 1971 og svo aftur síðar er hann var hjá mér í Laxnesi og aðstoðaði mig við uppbyggingu staðarins og hestaleigunnar. Milli okkar sköpuð- ust þá óijúfanleg vináttubönd er héldust ætíð síðan. Hvað það sem Eddi tók sér fyrir hendur var ávallt vel unnið og óað- fínnanlegt og hvernig hann fram- kvæmdi hlutina með sínum róleg- heitum og yfírvegun var hreint ótrúlegt. Með þessum fáu orðum kveð ég þig, elsku vinur, og sendi fjölskyldu þinni mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Veistu ef þú vin átt og villt af honum gott geta geði skalt þú við hann blanda og gjðfum skifta fara og finna oft. Þórarinn Jónasson (Póri). _________IWIIMMINGAR KRISTJANA EINARSDÓTTIR + Kristjana Ein- arsdóttir var fædd á Stórulaug- um í Reykjadal 18. janúar 1924. Krist- jana lést á Sjúkra- húsinu á Húsavík 18. febrúar síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Hall- fríður Aðalgeirs- dóttir og Einar Guðmundsson. Samvistir foreldra hennar urðu ekki langar. Hún ólst upp hjá móður sinni og systkinum hennar, ásamt eldri hálfsystrum sínum, Ás- rúnu og Ragnhildi Einarsdætr- um, sem Stórulauga-systkinin höfðu tekið í fóstur eftir að þær misstu móður sína. Einar eign- aðist fjögur börn með síðari konu sinni: Onnu Lísu, Hrafn, Því veldur mér trega tónanna slagur, sem töfrar og dregur og er svo fagur? Ég veit það og finn, hvers sál mín saknar. Söngvanna minning af gleymsku raknar. Ómur af lögum og brot úr brögum, bergmál frá æfinnar liðnu dögum, af hljómgrunni hugans vaknar. (Einar Benediktsson) Þegar komið er að leiðarlokum Kristjönu móðursystur okkar, vakna margar minningar frá liðn- um dögum, þegar við börn og ungl- ingar vorum í sveitinni hennar mömmu. Nana var yngst þeirra þriggja systra, sem ólust upp á Matthías og Mar- gréti Sigríði. Þau ólust upp hjá for- eldrum sínum í Reykjavík. Kristjana giftist 12. júní 1943 Jónasi Stefánssyni frá Ön- dólfsstöðum í Reylgadal, f. 3.7. 1909, og bjuggu þau allan sinn búskap á Stórulaugum. Böm þeirra em: Valgeir, f. 9.4.1944, Hallfríð- ur, f. 24.10. 1946, Jakob Kristinn, f. 17.10 1950, Aðalgeir Matthías, f. 11.11. 1953, og Einar Guð- mundur, f. 26.5. 1957. Barna- bömin em orðin 13 og langömmubörnin tvö. Utför Kristjönu fer fram frá Einarsstöðum í Reykjadal i dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. miklu myndarheimili á Stórulaug- um. Þar bjuggu þijú systkin, Hall- fríður móðir hennar, Ólafur og Áslaug, en yngsti bróðirinn Aðal- steinn byggði sér nýbýli á jörðinni og bjó þar með konu og börnum. Stórulaugaheimilið var annálað myndarheimili, rekið af ráðdeild og rausn. Þar var byggt timburhús fyrir aldamót, sem þótti stórt og snemma var laugarvatnið leitt heim til að hita húsið og nota til þvotta og þótti það mikill kostur. Gamlir nemendur frá Laugum hafa haft á orði að þeim hafi þótt Stórulauga- systur eins og prinsessur, þær hafí SIGURJÓN GOTTSKÁLKSSON + Siguijón Gott- ■ skálksson fæddist í Vatnshól í Austur-Landeyj- um 21. mars 1910. Hann lést í Vest- mannaeyjum 13. febrúar síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Gottskálk Hreiðarsson frá Stóru-Hildisey í Landeyjum og Sig- urbjörg Sigurðar- dóttir frá Hvammi undir Eyjafjöllum. Móður sína missti Sigurjón fárra mánaða gamall og fluttist tveggja ára að aldri til Vestmannaeyja með föður sínum, er hann brá búi á Vatns- hól og sneri sér að sjósókn frá Vestmannaeyjum. Eftir það ólst Siguijón upp í Vestmanna- eyjum hjá föður sínum og síð- ari konu hans, Ingibjörgu Jóns- dóttur frá Hólmahjáleigu í Landeyjum. Hann stundaði sjó alla tíð fram að gosi í Eyjum, en eftir það vann hann hjá áhaldahúsinu í Vestmannaeyj- um meðan hann hafði aldur til. Sigurjón kvæntist aldrei og átti ekki böm. Útför Sigurjóns fer fram frá Landakirkju í dag og hefst at- höfnin kl. 14.00. NÚ ER hann föðurbróðir minn all- ur, síðasti fulltrúi sinnar kynslóðar. Hann hlaut þann dauðdaga sem við hljótum öll að sækjast eftir, snöggan og fyrirvaralausan. Kannski má segja að hann hafí dáið eins og hann lifði, hægt og hljótt og út af fyrir sig. Sigurjón var yngstur ijögurra barna afa og ömmu í Vatnshól. Eldri voru bræðurnir Sigurður og Hreiðar, en systirin Ragnhildur dó hvítvoðungur. Sigurbjörg amma kom hart niður að börnum sínum, sem öll voru tekin með töngum. Sjálf náði hún sér ekki eftir burð Sig- urjóns og dó frá hon- um þriggja mánaða gömlum, aðeins rúm- lega fertug. Afí undi sér ekki í Vatnshól eftir fráfall ömmu. Raunar var hann víst aldrei sér- lega hneigður fyrir búskap. Sjósókn átti hug hans allan, honum leið víst hvergi eins vel og á sjó. Meðan hann var bóndi í Landeyjum fór hann hvem vetur í verið í Vest- mannaeyjum, árum saman á Fort- únu hjá Sigurði Ólafssyni á Ból- stað. í Vestmannaeyjum keypti hann húsið Hraungerði, Landagötu 9, og bjó þar frá 1912 til 1936 er hann lést, 69 ára að aldri. í Hraungerði átti Siguijón heima alla tíð fram að gosi. Raunar var hann kenndur við þetta hús og ég hef hitt fólk sem þekkti hann tæp- lega öðru vísi en Didda í Hraun- gerði. Hann fór að stunda sjó með afa um leið og hann hafði burði til, og að honum látnum hélt hann áfram á sjó á sínum eigin báti allt fram að gosi. Eins og aðrir Eyjamenn fór Diddi frá Eyjum í upphafi goss. En hann mun líka hafa verið með þeim allra fyrstu sem sneri þangað út aftur til að bjarga því sem bjargað varð. Við það lá hann víst ekki á liði sínu. Hann hafði ekki hátt um sig þá frekar en endranær né barði bumb- ur, en mér er sagt að mönnum hafi þótt heldur betra að hafa lið- sinni hans en ekki. Undir lok goss- ins mátti hann horfa upp á hraunið vella yfír húsið sitt, Hraungerði, en það mun hafa verið í hópi síð- ustu húsanna sem fóru undir hraun. Eftir gosið keypti Diddi íbúð á Hásteinsvegi og bjó þar meðan hann gat búið sjálfum sér. En það voru fæturnir sem biluðu og hann verið svo fallega klæddar og vel- sældarlegar, þegar þær voru ung- ar. Nana frænka bjó að þessu upp- eldi alla tíð og lagði mikið upp úr því að eiga fallegt heimili og vera vel klædd. Einnig var henni gest- risni í blóð borin og margir gestir og gangandi hafa þegið hjá henni miklar og góðar veitingar og voru þau hjónin aldrei ánægðari en þeg- ar þau höfðu gesti. Jónas vann mikið utan heimilis og var því oft kaupafólk og vetrarmenn á Stóru- laugum, auk þess sem oft voru börn og unglingar þar í sumar- dvöl. Flest þetta fólk hefur haldið tiyggð við þau og heimsótt þau oft síðar. Oft var Nana því með stórt heimili og mikið að gera, einkum meðan börnin voru ung. Þau hjónin byggðu stórt íbúðarhús, steinsnar frá æskuheimili hennar, auk gripa- húsa og hafa rekið myndarbú og býr Aðalgeir sonur þeirra þar nú ásamt sinni fjölskyldu. Mikill sam- gangur var á milli heimilanna og hjálpsemi á báða bóga. Þegar við systur vorum litlar var það árvisst að fara í sveit til ömmu Hallfríðar, Áslaugar og Óla, um leið og skóla lauk að vori og ekki var komið heim fyrr en að hausti. Einnig sótt- um við skóla að Laugum á ungl- ingsárunum. Það var alltaf gaman í sveitinni, börn Nönu á svipuðum aldri og við systur, góðir leikfélag- ar og oft var nú líf í tuskunum þá. Fyrir kom að Nönu þótti nóg um uppátækin en við gengum um heimili tiennar eins og heimamenn alla tíð. Þau hjón eiga þakkir skild- ar fyrir allt það sem þau gerðu fyrir okkur, það var mikil hátíð á sumrin eftir túnaslátt þegar Jónas fór með allan skarann upp í Mý- vatnssveit á „Boddíbílnum", eða á Grasaheiði. Ekki var síður gaman að fá að fara með til Húsavíkur i kaupstaðarferð. Nana hafði góða frásagnargáfu og oft sagði hún þannig frá atburðum að manni fannst maður hafa upplifað þá sjálfur. Nana frænka bjó við vax- andi heilsuleysi í mörg ár og þurfti oft að dvelja á sjúkrahúsi lengri og skemmri tíma. Hún hafði verið á Sjúkrahúsi Húsavíkur skamman tíma er hún lést og bar andlátið brátt að hinn 18. febrúar. Nönu frænku þökkum við allt gott frá liðnum árum og sendum innilegar samúðarkveðjur til allra ástvina hennar. Guð blessi minningu Nönu frænku. Hallfríður, Áslaug og Guðrún Alfreðsdætur. Hún amma er dáin og mig lang- ar að minnast hennar með nokkrum orðum. Þegar ég var bam sótti ég mjög í að komast í sveitina til ömmu og afa og var þar meira og minna í öllum skólafríum meðan ég var í barnaskóla. Alltaf þótti þeim sjálf- sagt að fá mig í heimsókn og ekki kvartaði amma yfír þessari viðbót við heimilishaldið þó ég væri ekki dugleg að hjálpa henni við heimilis- störfín en þætti mun skemmtilegra að hjálpa afa við bústörfin. Það voru mikil forréttindi að fá að taka þátt í lífínu í sveitinni og þaðan á ég margar góðar minningar. Ömmu þótti afar vænt um - barnabörnin sín og fylgdist náið með framgöngu okkar i vinnu og námi. í hvert skipti sem við töluðum saman spurði hún hvort allt gengi ekki vel og allt væri í lagi. Elsku arama, takk fyrir stund- irnar sem við áttum saman. Ég veit að þér líður vel núna. Afí minn, megi góður Guð styrkja þig í sorg þinni. Erna Björnsdóttir. átti undir það síðasta erfitt með aðdrætti af eigin rammleik. Hann fékk inni fyrir um hálfu öðru ári á Hraunbúðum, dvalarheimili aldr- aðra, og þvert móti því sem hann hafði sjálfur búist við fór hann fljót- lega að kunna bærilega við sig þar. Það segir nokkuð um hvaða aðbúnað hann hefur fengið þar. Diddi frændi var kyrrlátur í fasi og líferni öllu. Selskapsmaður var hann lítill, en vinur vina sinna. Þó hann væri langyngstur þeirra bræðranna var alla tíð mikið bræðraþel þeirra í milli. Sigurður, eldri bróðir hans, bjó lengst af á Kirkjubæ í Vestmannaeyjum ásamt fjölskyldu sinni, og bömin hans urðu með nokkrum hætti einnig börnin hans Didda. Ég held ekki að á nokkurn sé hallað þó ég full- yrði að af öllum hafí hann haft mestar mætur á Ástu Sigurðardótt- ur, bróðurdóttur sinni, sem nú er látin, og er ekki grunlaust um að það hafi verið gagnkvæmt. Hann tók fráfall hennar afar nærri sér. Lengra var milli Hreiðars föður míns, sem alla tíð bjó uppi á landi, og þeirra bræðra í Eyjum. Þó man ég eftir því að pabbi fór að dæmi afa og brá sér á vertíð í Eyjum til að drýgja tekjurnar. Eflaust hefur það líka styrkt bræðraböndin. Og heimsóknir Sigurðar og Didda eru mér minnisstæðar, ekki síst vegna þess hve augljóslega bræðurnir nutu þess að vera samvistum. Þegar eldri bræðurnir voru báðir fallnir frá stijáluðust heldur þessir samfundir. Þó héldust alltaf dálítil tengsl. Siguijón var heimsóttur í Eyjum, þar sem hann tók vel á móti gestum jafnvel þó þeir stöldr- uðu nokkrar nætur. Sjálfur kom hann líka í heimsókn, aðallega á þeim tíma sem Eyjamenn halda „þjóðhátíð“, sem honum þótti eng- inn menningarauki og forðaði sér þá gjarnan upp á landið á meðan sú jörfagleði stóð. í síðustu ferð sinni þegar þannig stóð á var hann á heimili mínu í nokkra daga, okk- ur öllum til mikillar ánægju. Síðustu samfundir okkar voru heima hjá honum á Hásteinsvegin- um nú fyrir réttum tveimur árum. Ég átti þá erindi til Eyja og sat hjá honum eina kvöldstund. Við skröfuðum saman og þögðum sam- an á víxl, en það var eitt af einkenn- um hans hvað það var gott að þegja með honum. Og kvöldið entist fram á nótt. Nú þegar leiðir skilja um sinn langar mig að kveðja hann frænda minn og þakka honum fyrir tryggð- ina alla tíð. Sú kveðja er fyrir hönd okkar systkinanna, barna Hreiðars, og fyrir hönd fjölskyldu minnar allrar. Góðs manns er gott að minn- ast. Sigurður Hreiðar Hreiðarsson. ANNA HJARTARDÓTTIR + Anna Hjartardóttir fæddist á Hanhóli í Bolungarvík hinn 26. maí 1935. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á ísafirði 8. febrúar og fór útför hennar fram frá ísafjarðarkap- ellu 18. febrúar sl. HÚN Anna okkar er dáin og farin upp til guðs og nú er henni batnað og líður vel. Þannig voru huggunar- orðin sem ég fann fyrir yngsta son minn, það var gott að segja þannig frá þessu en þau orð sem veita algera huggun eru ekki til. Þessi einföldun stendur samt fyrir sínu, hún Anna er farin til himna. En minningin um góða konu lifir og á eftir að lifa í huga okkar. Elsku pabbi, Hjörtur, Pétur og Kristín, Gunnar Þór og Hiddi og Sveinbjörn ömmustrákarnir, guð gefi ykkur styrk í sorg ykkar. Systkinum Önnu og vinum færi ég mínar samúðarkveðjur. Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir og fjölskylda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.