Morgunblaðið - 10.03.1995, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 10.03.1995, Qupperneq 20
YDDA F69.24/SÍA 20 FÖSTUDAGUR 10. MARZ 1995 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SAGA í Grillinu - margrétta ævintýri fyrir ungt fólk á öllum aldri föstudaginn 10. mars Nú er tækifærið komið að bregða sér í Griilið á Sögu og upplifa spennandi sælkerakvöld. Sigorður Hall verður á staðnum og spjallar við gesti en hann ásamt Ragnari Wessman annast matseldina og hin vinsæla hljómsrveit Skárra en ekkert Ieikur ljúfa tónlist fyrir matargesti. í boði er fjögurra rétta máltíð ásamt fordrykkfyriraðeins 2.900 JtT. Komið og upplifið ævintýralegt kvöld í Grillinu, góðan mat og Ijúfá lifándi tónlist. Fordrykkur Ravioli fyllt gæsaparfáit, með madeirasósu og tómatkjöti eða Grænn spergill og humar í Sautemsósu Svepparagout í volgri sherty vinaigrette Léttsaltaður hunangs braseráður lambahryggur með rósmarínsoði og rifHuðu rótargrænmeti eða Franskur fiskipottur „Pot-au-feu de poisson“ Sablé með perum og Sabayon sósu Pantanir í síma 552 5033 -þín sagal BJÖRN Nörgaard „Sofandi maðurinn" Tré, blaðasilfur, brons og járn, 115x87, 1986-87. Loksins MYNPOST Hafnarborg og Listasafn Sigurjóns Óiafssonar FRÁ PRIMITÍVISMA TIL POSTMÓDERNISMA FIMM NORRÆNIR MYNDHÖGGVARAR Opið milli 12 og 18 alla daga. Lokað þriðjudaga. Til 20. mars. Aðgangur 100 kr. Sýningarskrá 1.000 kr. ÞAÐ er ekki vonum oftar sem við hér á útskerinu fáum hingað yfirlit af framsækinni norrænni höggmynd- alist. Komi slíkt fyrir gefur það okk- ur tækifæri til að leggja hlutlægt mat á ýmislegt sem gerst hefur og er að gerast á vettvanginum í „sam- tímalist", sem telst marka tímabilið frá stríðslokum og fram á daginn í dag. Yfírleitt fáum við þrælstaðlaðar og miðstýrðar sýningar, sem eru í tak- mörkuðu samræmi við raunveruleik- ann og kynna viðhorf mjög þröngs hóps, sem aðhyllist aðfengna og ein- angraða hugmyndafræði dagsins, lætur sér í léttu rúmi liggja hvað áður hafí gerst. Það kemur svo ekki málinu alltaf við hvort um mikla bóga er að ræða í listinni, heldur skiptir öllu, að samhengið í framþróuninni komi rétt til skila og að skoðandinn sé með á nótunum. Og hvernig sem menn líta annars á höggmyndalist á Norðurlöndum, er sýningin „Frá primitívisma til postmódemisma" ákaflega skilvirk um ákveðinn þátt samtímalistar, jafn- vel þótt ýmsir sem þekkja vel til í norrænni myndlist kunni að sakna margra snjallra myndhöggvara. Upp í huga minn koma strax Danirnir Henri Heerup og Erik Tommesen, en hér var um að ræða að velja einung- is einn listamann frá hverju landi, og er sýningin sett upp í tengslum við norrænu menningarhátíðina „Sól- stafí“ vegna jrings Norðurlandaráðs í Reykjavík. Eg gæti kafað dýpra og nefnt marga snjalla myndhöggvara frá hinum Norðurlöndunum, en tæpi rétt á þessu til að árétta hve þekking íslenzkra myndlistarmanna og list- njótenda er takmörkuð á norrænni höggmyndalist og myndlist yfírleitt. Það er af meiru að taka í nor- rænni myndlist en flestir átta sig á, og er miður að hlutlæg kynning á norrænum listamönnum innbyrðis skuli ekki vera mun umfangsmeiri. Þá hafa menn undanfarið haft tæki- færi til að kynnast list hins fjölhæfa Svend Wiig Hansen í Norræna hús- inu, og telst það drjúg viðbót. Framtakið er ótvírætt hið mikil- verðasta um langt skeið og þannig kom ekki önnur fyrirsögn til greina en „Loksins", er ég sneri mér að þvi að gera því skil. Allir eru listamennirnir fímm mjög vel þekktir í heimalöndum sínum og flestir enn umdeildir, og fyrir utan Sigurjón Ólafsson þekkja hérlendir einungis til Mauno Hartmanns af sjón og raun, en sérstæð verk hans vöktu drjúga athygli á sýningu Norræna listabandalagsins á Kjarvalsstöðum 1972. Auðvitað munu ýmsir íslenzkir myndlistarmenn kannast við Danann Björn Nörgaard, eða eiga í að minnsta að gera það, þvi hann er einn mikilvirkasti myndlistarmaður á Norðurlöndum, og að auk prófessor við listakademíuna í Kaupmanna- höfn. Margfrægur og eftirminnilegur telst gemingur hans „Hestafórn" frá 1970. Norðmanninn Gunnar Torvund kannast vafalítið færri við, og ef ein- hveijir þekkja til Svíans Bror Hjorth, munu þeir trúlega ekki hafa gert sér grein fyrir af hvaða gráðu hann var sem myndhöggvari. Og þar sem lögð er svo mikil áhersla á myndlist Brors Hjorts (1894-1968), er rétt að snúa sér fyrst að honum, ekki síst vegna þess að hér er um að ræða menntaðan nævista (eða prímatívista, ef menn vilja heldur), en það er án efa dálítið sem margur á erfítt með að meðtaka hér á landi. Yfírleitt halda menn nævista sjálflærða viðvaninga, en það er alls ekki rétt í öllum tilvikum, og ýmsir t.d. hinn mikli málari og nævi- sti Henri Rousseau (1844-1910) hafði vald á óviðjafnlegri tækni. Má rekja það til þess, að hann var vinur ýmissa mestu núlistamanna Parísar- skólans í upphafí aldarinnar, og mun hafa tileinkað sér sitthvað af hand- bragði þeirra svo og fyrri tíma mál- ara. Á þeim árum sem ég var að taka út myndrænan þroska voru menn eins og Bror Hjorth ekki í sérlega miklu áliti meðal ungra og þóttu ekki í takt við alþjóðlega strauma. En hann var einmitt og á sinn hátt að gera það sama og Edvard Munch sem samræmdi erlenda núlistastrauma myndefnum frá heimaslóðum. Mun- urinn fólst í öðru upplagi og breyttum viðhorfum ásamt því að áhugi núlista- manna á list frumstæðra var á brennidepli er Hjorth nam og vann í París, en árin þar urðu níu (1921-30). Hann sótti skóla hins frá- bæra myndhöggvara Antoine Bour- delle og einn af skólabræðrum hans var enginn annar en Svisslendingur- inn Alberto Giacometti. Ýmislegt var líkt með þeim, t.d. máluðu þeir báð- ir, en þegar heimahagarnir í Dalboda í Mið-Svíþjóð seiddu Hjort til sín varð París starfsvettvangur Giacomettis. Þó ekki séu nema ellefu verk eftir Hjorth á sýningunum kemur fjöl- hæfni hans vel í ljós og það er slá- andi hve vel hann kann til verka í marmarahöggi og tréskurði. Mál- verkin eru hins vegar hijúfari í út- færslu, en þau afhjúpa kannski betur en allt annað hið nævska eðli per- sónuleika hans, sem kemur fallega fram í myndinni „Leikandi drengur og hlustandi hundur" (10). Tel ég mikilvægt að menn taki vel eftir þess- um sérstæða listamanni og vona ég að mér gefist tækifæri til að fjalla sérstaklega um hann innan tíðar. Sennilega eru hin stærri verk Mauno Hartmanns (f. 1930) full lík því sem hann sýndi hér 1972, að undanskildum myndunum á Sigur- jónssafni sem eru af nýrri gerð, en ungir myndhöggvarar geta vafalítið margt af honum lært, en eins og hjá Bror Hjort eru þetta minningar um sveitalíf að viðbættum hefðum í með- ferð viðarins, en tré hefur um árþús- undir verið dæmigert efni í finnsku lífsferli. Hartmann vinnur með fyll- ingu viðarins og hægfara hrömun hans. Sameinar minni úr fínnskum veruleik nútímalegum vinnubrögðum í skúlptúrlist og gerir það á þann veg að verkin eins og vega salt milli hins hlutlæga og óhlutlæga. Hartmann er hins vegar enginn nævisti og er mjög meðvitaður um hefðir og stílbrot í seinni tíma list og vinnur út frá þeim grunni. Hér er þannig komin eins konar Iofgjörð til ættjarðarinnar færð í núlistarbúning. Björn Nörgaard (f. 1947) er mjög „ÁSTARATRIÐI 11“ . Máluð lágmynd í tré 187x57, 1936. fjölhæfur listamaður, sem hefur ekki einungis unnið að gerð höggmynda og ýmissa aðskiljanlegra muna, held- ur einnig staðið að gerningum, leik- rænum uppstillingum, og kvikmynd- um auk þess sem hann vinnur nú að miklu glitvefnaðarverkefni fyrir Riddarasalinn í Kristjánsborgarhöll. Hann er þannig einn af þeim sem hafa hendurnar fullar af verkefnum enda mun hann kunna að nálgast þau. Verk hans á sýningunni gerði hann í Berlín 1986-87, en þar dvald- ist hann sem styrkþegi DAAD og fylgdi vegsemdinni vinnustofa í Kre- uzberg. Þar hefur Nörgaard látið hendur standa fram úr ermum, því að hinir stóru skúlptúrar hans í tré og ýmsum öðrum efnum eru miklir um sig og bera vott um þróttmikil átök og stórhuga listamann. Gunnar Torvund (f. 1948), er auk Nörgaard, sá sem hugtakið postmód- emisti á helst við, því hann ferðast um ýmis tímabil listsögunnar og kannar sameiginlega arfleifð smíðis- gripa, sem hann umformar og gefur margræðar skírskotanir á nútímavís. Hann vinur að veggskúlptúrum, veggskjöldum, mannamyndum og tekur að sér stórar opinberar skreyt- ingar, og frekar en margur núlista- maðurinn vílar hann sér ekki við að taka að sér trúarleg verkefni. Verk hans „Gelgjuskeið með físibelg“ (Sig- urjónssafn) er mjög áhugavert og dæmigert fyrir vinnubrögð póstmód- emista. Okkar eigin Sigurjón Ólafsson stendur sterkt í þessum hópi með sína upprunalegu formkennd og und- irstrikar stöðu sína meðal fmmheija nýrra viðhorfa á Norðurlöndum. Hann ætti að vera óþarfi að kynna, en minna má sérstaklega á, að meðan að á sýningunni stendur er Siguijóns- safn á Laugarnesnu opið alla daga nema þriðjudaga frá 12-18. Vegleg sýningarskráin er framúr- skarandi hönnun og skilvirk eftir því og ættu sem flestir að nálgast hana. Það sem er helst til ásteytingar er parkettgólfið í Hafnarborg sem leikur of stórt hlutverk og einkum er speglunin í þvi tmflandi. Þá hefðu smærri myndir listamannanna gjarn- an mátt prýða veggi, því að rýmið er full tómlegt og á það einkum við innri salinn. Þetta á þó alls ekki við um Siguijónssafn, þar sem innileikinn ræður ríkjum og gólf er sérhannað fyrir höggmyndir. Bragi Ásgeirsson Síðustu sýningar á Oleanna NÚ um helgina verða síðustu sýningar á leikritinu Oleanna, eftir David Mamet, sem sýnt er á Litla sviði Þjóðleikhússins. Síðustu sýningar em í kvöld og sunnudagskvöld. í kynningu segir: „Ung stúlka í háskólanámi leitar ásjár kennara síns þegar hún sér fram á að falla á mikilvægu prófí. Hann á von á stöðuveit- ingu og aukinni velgengni, hún sér hins vegar fram á að margra ára strit fari í vaskinn. Sam- skipti þeirra taka smátt og smátt á sig ófyrirséða mynd og áhorfendur standa frammi fyrir áleitnum spurningum um sam- skipti kynjanna, kynferðislega áreitni og misbeitingu valds.“ Elva Osk Ólafsdóttir fer með hlutverk háskólanemans og Jó- hann Sigurðarson leikur kenn- arann. Leikstjóri er Þórhallur Sigurðsson. JÓHANN Sigurðarson í hlutverki kennarans. Lóuþrælar í Fella- og Hólakirkju Hvaramstan^a. Morgunblaðið. KARLAKORINN Lóuþrælar úr Vestur-Húnavatnssýslu heldur tónleika í Fella- og Hólakirkju laugardaginn 11. mars kl. 17. Kórinn sem er að mestu skip- aður bændum úr héraðinu, heldur upp á 10 ára afmæli sitt um þessar mundir. Hann hefur af því tilefni gefið út geisladisk með 20 lögum og syngur Ing- veldur Hjaltested sópransöng- kona einsöng í þrem þeirra. Hún syngur einsöng með kórnum á tónleikunum, ásamt Guðmundi Þorbergssyni. Á tónleikunum kemur einnig fram sönghópurinn Sandlóur, en þær eru flestar eiginkonur kórfélaga. Sýningu Kristínar að ljúka NÚ ERU síðustu sýn- ingardagar á verkum Kristínar Andrésdótt- ur í Borgar- kringlunni, bak við stig- ann. Kristín sýnir bæði ný og eldri akrýlmál- verk, teikningar og krítarmynd- ir. Kristín útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla ís- lands 1987. Þýskur lista- maður sýnir í Gallerí Gangi UM þessar mundir stendur yfír sýning á verkum Karin Kneffel í Ganginum, Rekagranda 8, Reykjavík. Karin Kneffel er þýskur listamaður sem býr og starfar í Dússeldorf í Þýska- landi. Sýningin er opin daglega eða eftir samkomulagi. Kristín Andrésdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.