Morgunblaðið - 12.03.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.03.1995, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ 2 SUNNUDAGUR 12. MARZ 1995 FRÉTTIR Dæmdur fyrir að opna eigin tannlæknastofu Samningurínn er líklega einsdæmi Eldur í trésmiðju TALSVERT tjón varð í eldsvoða í trésmiðju BYKO í Njarðvík í fyrrinótt. Slökkviliðinu í Keflavík barst tilkynning um eld á staðnum um sjálfvirkt viðvörunarkerfi um kl. 4.30 Á leið á staðinn sáu siökkviliðsmenn eldtungur standa upp úr þaki hússins og kölluðu út iiðsauka, þ.á m. frá Keflavíkurflugvelli. Á rúmum hálftíma tókst um 30 slökkviliðsmönnum að ná tökum á útbreiðslu eldsins og kom þar sjálfvirkt úðunarkerfí í húsinu að gagni. Eldurinn var mestur í miðju húsinu ofan við lakksprautu- klefa og þar varð tjón mest. Eldsupptök eru óljós en til rann- sóknar hjá lögreglu. í húsinu, þar sem áður var trésmiðja Ramma, er nú tré- smiðja á vegum BYKO. Mikill eldsmatur var í húsinu, bæði timbur og eldfim efni og þótti slökkviliði sem vel hefði tekist til að koma í veg fyrir að eldur- inn breiddist frekar út og húsið brynni til kaldra kola. HELGI Magnússon formaður Tann- læknafélags íslands segir að starfs- samningur sem Ragnar Kr. Áma- son tannlæknir gerði við Áma Jóns- son tannlækni á Selfossi sé líklega einsdæmi og sýni að mönnum sé betra að ráðfæra sig við Tann- læknafélagið áður en slíkir samn- ingar era gerðir. Ragnar segir í grein í Morgun- blaðinu í gær að í ráðningarsamn- ingnum hafí verið ákvæði um að hann væri bótaskyldur gagnvart Áma um sex milljónir kr. ef hann einhvem tíma setti upp eigin tann- læknastofu á Suðurlandsundirlend- inu. Eftir að Ámi sagði Ragnari upp störfum bauðst þeim síðar- nefnda vinnuaðstaða á tannlækna- stofu á Selfossi sem hann þáði og stefndi Ámi honum þá fyrir Héraðs- dóm Suðurlands sem dæmdi hann til greiðslu skaðabóta vegna brots á samningnum við Árna. Ragnar segir að fyrrverandi at- vinnuveitandi sinn hafí tjáð sér að samningur sem þessi væri í fyilsta máta venjulegur og alþekktur hér á landi. Greinina segist Ragnar skrifa til þess að vara félaga sína í tannlæknastétt við því að gera sömu mistök og hann gerði er hann skrifaði undir ráðningarsamning sem takmarkaði atvinnufrelsi hans. Víti til vamaðar „Það kom upp spurning um það hvort Tannlæknafélagið ætti að eiga hlut að máli þegar gerður er slíkur samningur en við töldum það ekki rétt vegna þess að þá eram við að skipta okkur af almennum samningum milli manna. Við eram í stakk búnir og höfum lögfræðing til þess að leiðbeina mönnum þegar þeir gera ráðningarsamninga. Það má segja að Ragnar Árnason hafí samið af sér. Þetta er klaufaskapur ungs manns sem er að koma beint úr námi að gera slíkan samning án þess að ráðfæra sig við sér eldri og reyndari menn og félagið líka,“ sagði Helgi. Helgi sagði að Tannlæknafélagið tæki ekki afstöðu í málinu. Félagið vildi þó vara menn við að gera samninga sem þessa. „Ég held að samningurinn sé einsdæmi, ég hef ekki séð svona samning áður og vonast til þess að þurfa ekki að sjá aðra slíka. Þetta er leiðindamál sem er best að gleyma sem fyrst og víti til vamaðar fyrir aðra,“ sagði Helgi. Snjóflóðasvæði Dánartíðni barna meir en tvöföld DÁNARTÍÐNI bama á snjóflóða- hættusvæðum er 2,5 föld miðað við böm annars staðar og bamaslysa- tíðni fjórföld, að mati Kristjáns Jón- assonar, prófessors í stærðfræði við Háskóla Islands. Kristján segir Norðmenn sætta sig við að búa á stað þar sem snjóflóð félli á 1.000 ára fresti að jafnaði, en hérlendis telji menn viðundandi ef meðaltími milli snjóflóða væri t.d. 300 ár. Samkvæmt útreikningum hans eru líkur þess að eins árs bam látist áður en það verði 15 ára einn á móti 50, ef menn búa á stað þar sem snjóflóð fellur einu sinni á hveij- um 300 árum. „Það svarar til eins bams úr annarri hverri bekkjardeild, og er sexfalt miðað við t.d. Reykja- vík,“ segir Kristján. ■ Snjóflóð/B19 Ortröð á þvottaplönum Sauðfjárrækt virðist ekki arðbær Geta greitt 191 þús. kr. BÍLEIGENDUR á sunnanverðu landinu þustu á þvottaplön við bensínstöðvar í gær þegar hita- stigið fór loks yfir frostmark og færi gafst á að þrífa bíla. Slík örtröð hefur verið við flest- ar bílaþvottastöðvar borgarinn- ar undanfarnar vikur, þegar ekki hefur viðrað til að þrífa vegna frosthörku, að langar biðraðir hafa myndast. Ekki FERMINOR Fermingar, 40 síðna blaðauki, fylgir Morgunblaðinu í dag. nenna þó allir að bíða eða borga fyrir þetta brýna verk og því kjósa fjölmargir bíleigendur að spara sér útgjöldin og tímann og grípa það færi sem hlýinda- kaflar veita til að þvo bílinn með gamla laginu. Sumir telja að bifreið sín verði aldrei nægilega hrein nema þeir hafi sjálfir hönd í bagga með þrifunum. Mokað fyrir framboðsfundi LANGVARANDI ófærð og snjó- þyngsli þrengja að tækjabúnaði Vegagerðarinnar en fyrstu kosninga- fundir verða um miðjan mánuðinn. Fulltrúar stjómmáiafiokka og Vega- gerðar hafa fundað um snjómokstur vegna kosninga til Alþingis. Að sögn Helga Hallgrímssonar vegamála- stjóra, er samráð haft þegar kosið er snemma árs og mokstur skipu- lagður fyrir fundi stjómmálaflokka. Helgi sagði Vegagerðina komna með flest hentug moksturstæki í vinnu hvort sem þau væru í eigu hennar eða annarra en útbúnaður- Vegagerðarinnar miðist við meðal- vetur með snjóþyngslum í tveimur landsijórðungum. LAUNAGREIÐSLUGETA sauð- fjárbúa á ársverk var árið 1993 191 þúsund krónur en meðaltal fyrir öll bú var tæpar 700 þúsund krónur. Þetta kemur fram í uppgjöri bændabókhalds fyrir 1993 sem Gunnar Rúnar Kristjánsson hefur reiknað út. 88 bú eru í uppgjörinu og eru þau flokkuð eftir starfsemi og ræðst flokkunin af hlutdeild ákveðinna búgreina í heildartekjum. Vissan fyrirvara þarf þó að hafa á útreikningunum vegna smæðar úr- taksins. Þannig eru aðeins fímm sauðfjárbú í því. Samkvæmt þessu uppgjöri er iauna- greiðslugeta á ársverk hæst hjá loð- dýrabúum, eða 1.484.000 kr. en lægst hjá sauðfjárbúum, eða 191.000 kr. eins og fyrr segir. Launagreiðslugeta blandaðra búa, sem hafa 70% heildar- tekna í mjólk og sauðfjárafurðum og að minnsta kosti 30% í hvorri búgrein fyrir sig, er 679.000 kr. á ári en hún er 1.246.000 kr. á ári hjá búum með 50-70% tekna í mjólkur- og naut- gripaafurðum. Launagreiðslugeta kúabúa er hins vegar 663.000 kr. á ári. árslaun Sauðfjárbú eru einnig með hlut- fallslega minnstan rekstrarafgang af heildartekjum, eða um 11%, en meðaltalið er 22,5% hjá öllum búum. Mestum rekstrarhagnaði skila bú með kýr og annað, 37,14%. Draga fram lífið með öðrum verkum Sveinn Sigurmundsson, fram- kvæmdastjóri Búnaðarsambands Suðurlands, segir að sauðfjárbændur séu í afskaplega slæmri stöðu og skerðingar komið illa við þá. „Þær bitna mest á launaliðnum því fasti kostnaðurinn er sá sami. Ég vil ekki draga algilda ályktun af þessari nið- urstöðu en hún segir okkur, sem all- ir vita, að afkoma sauðfjárbænda er mjög erfíð og þetta er alls ekki fullt starf. Menn draga fram lífið með öðrum verkum,“ segir Sveinn. Hann segir að sauðfjárbændur hafi orðið fyrir mikilli skerðingu þeg- ar lagðar vora niður útflutningsbæt- ur og framleiðslan miðuð við innan- landsmarkað og neyslan jafnframt dregist saman. Milljarðasparnadur eða hvað? ►Gustað hefur um heilbrigðis- ráðuneytið alltyfírstandandi kjör- tímabil, enda verið gripið til marg- víslegra aðgerða til að koma bönd- um kostnað þessa útgjaldafrekasta ráðuneytis stjómsýslunnar. Um- deilt er hins vegar hvemig til hef- urtekist. /10 í nafni spámannsins ►Nýverið vann framkvæmdastjóri NATO sér það til óhelgi að leggja vaxandi áhrif öfgafullra múha- meðstrúarmanna að jöfnu við ógn- ina sem forðum stafaði af kom- múnismanum./12 Álftahraðlestin suður ►Sá siður margra fuglategunda að fljúga jafnvel heimsálfa á milli hefur lengi heillað áhugamenn um náttúrana./16 Spjallað saman á tölv- um ►Flestir grannskólar landsins hafa aðgang að íslenska mennta- netinu og ættu þar með að geta komist í samband við nemendur úti í heimi./18 í upphafi var bíll ►í Viðskiptum og atvinnulífí á sunnudegi er rætt við Guðmund Arason, forstjóra þvottahússins Fannar./22 B ► 1-32 Ástralska byltingin ►Þó að áströlsku vínin hafí ekki verið tekin alvarlega í upphafi hafa þau á rúmum áratug valdið byltingu í vínframleiðslu í heimin- um. Vínsérfræðingur Morgun- blaðsins var á þessum slóðum og kynntist börnum byltingarinnar að eigin raun./l Kvikmyndaver Drott- ins ►Erlendur Sveinsson kvikmynda- gerðarmaður elur með sér þann draum að skapa þríleik um sögu kristni og kirkju á íslandi./4 Blaðakóngar og bis- nessmenn ►Gamlar myndir verða Pétri Pét- urssyni tilefni til að rifja upp sög- ur af mönnum og málefnum fyrr á öldinni/8 Jökullinn skríður ►Ragnars Axelssonar bregður upp myndum af Tungnaáijökli sem tók á rás sl. haust og hefur skrið- ið lengst fram um 950 metra./16 C BÍLAR ► l-4 Bílasýningin í Genf - ► Fjöldi nýrra sportbíla kynntur, þ-á.m. nýr MG./4 Reynsluakstur ►Lipur og lagleg Laguna frá Re- nault. /4 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/6/bak Leiðari 26 Helgispjall 26 Reykjavíkurbréf 26 Minningar 28 Myndasögur 38 Bréf til blaðsins 38 ídag 40 Brids 4i Stjömuspá 4i Skák 4i Pðlk í fréttum 42 Bíó/dans 44 íþréttir 48 Útvarp/sjónvarp 49 Dagbók/veður 60 Mannlifsstr. 6b Kvikmyndir 12b Dægurtónlist 14b INNLENDAR FRÉTTIR: 2-4-8-BAK erlendar fréttir* 1-4-6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.