Morgunblaðið - 12.03.1995, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 12.03.1995, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. MARZ 1995 39 BRÉF TIL BLAÐSINS Hvað gerum við nú? Kennarar í verkfalli - en hvað gera nemendur? Frá Elfari Aðalsteini Ingvarssyni, Herdísi Rún Tómasdóttur og Páli Ármanni Pálssyni: Kennaraverkfallið hófst 17. febr- úar og hefur því staðið í um þrjár vikur. Fjölmörg viðtöl hafa birst við samninganefndir beggja aðila og lítið samningahljóð virðist vera í fólki. En verkfallið hefur mikil áhrif á nemendur, heimili og þjóðfélagið. Við fórum á stúfana og öfluðum álits á verkfallinu. Hvað eru nem- endur að gera, hvert er álit þeirra, hvert er álit fræðslustjórans í Reykjavík. Þetta og fjölmargt fleira lesum við um hér. Álit fræðslustjórans í Reykjavík í viðtali við frú Áslaugu Brynj- ólfsdóttur kom fram að engar ákvarðanir væri búið að taka varð- andi úrræði fyrir nemendur. Ekki er ljóst hvort samræmdu prófin verða haldin, hvort jólapróf verða látin gilda, hvort haldin verða inn- tökupróf í framhaldsskólunum eða hreinlega tekin upp sumarkennsla. Einnig kom fram að ekki væri hægt að ákveða þetta fyrr en verk- falli væri lokið. Þegar Áslaug var spurð að því hvers vegna laun kennara væru svona lág sagði hún: „Fólk áttar sig ekki á því hvernig skólinn hefur breyst og hve miklu meira starf þetta er orðið.“ Að mati Áslaugar þurfa kennarar hærri laun og hún segir verkfallið mjög dýrt fyrir nem- endur. Áslaug óskaði þess að verk- fallið leystist sem fyrst og að í fram- tíðinni myndu grunnskólanemendur starfa í skólanum frá 1. september til 31. maí, því að „auðlindin milli eyrnanna er það sem skiptir mestu máli“, sagði fræðslustjórinn í Reykjavík. Álit í menntamálaráðuneytinu Að sögn Ólafs Darra Andrasonar deildarsérfræðings í fjárhagsdeild menntamálaráðuneytisins er ekki hægt að spá um lengd verkfallsins og sagði Ólafur að ekkert væri far- ið að ákveða um hvernig skólaárinu ætti að ljúka. Um lengingu skóla- ársins sagðist hann telja að það væri af hinu góða að hafa skólaár- ið frá 1. september til 31. maí. Vildi almenningur vera í stöðu kennara? Kennarastarfið er nú örugglega dálítið sérstakt starf. Mörgum finnst það mjög skemmtilegt og finnst gaman að vinna með fullt af krökkum. Aðrir geta alls ekki hugsað sér að vinna við þetta og eru það t.d. þeir sem eru hundleiðir bara á því að fá vini krakkanna sinna í heimsókn. Það er því forvitnilegt að vita hvort einhveijir vildu vera í stöðu kennara sem kennir 12 ára bekk alla bóklegar greinar og fær í laun krónur 48.000 á mánuði. Starfsfólk Islandsbanka í Lækjargötu varð fyrir valinu og í stuttu máli var enginn sem vildi vera í stöðu kenn- ara. Þetta gildir bæði um karla og konur - allir þvertóku fyrir að taka að sér þetta starf. Einn aðspurður sagðist ekki hafa „neina samúð“ með kennurum en annar sagðist hafa samúð með þeim og þeirri stöðu sem kjaramálin væru í. NEMENDUR í Tjarnarskóla við nám. AUÐIr bekkir í MR. Álit nemenda Verkfall kennara hefur mismikil áhrif á nemendur og þeirra nám. Allir verða þó fyrir því að missa úr skóla en nemendur líta þetta misalvarlegum augum. Heyrum nú álit nokkurra nemenda á verkfall- inu. Óli er í 9. bekk og er orðinn hundleiður á verkfallinu. Hann hlustar á fréttirnar á hverjum degi og vonar að það semjist sem fyrst.- En af hveiju ertu orðinn svona leið- ur á verkfallinu? „Mamma lætur mig sjá um allt uppvask, ég á að ryksuga, þurrka af og meira að segja fara út í búð fyrir afa og ömmu á elliheimilinu. Þá er nú skól- inn skárri!" 17 ára stelpa í framhaldsskóla sagðist vera búin að missa nóg úr vegna verkfallsins og að hún sakn- aði skólans. Hún er ekki í vinnu, skemmtir sér ekki neitt og er orðin leið á að „mæla göturnar". Hún vonast til að verkfallið leysist strax. 15 ára strákur í 10. bekk í grunn- skóla hefur haft það gott í verkfall- inu. Hann er í vinnu hjá pabba sín- um, honum finnst í raun og veru leiðinlegt að missa úr skólanum, en er samt alveg sama hvort verkfallið leysist eða ekki. Hann segist alveg vera til í að taka samræmdu prófin ef verkfallið leysist fljótt, annars finnst honum of mikið mál að vera að taka þau. Niðurstaðan virðist vera sú að í byijun verkfalls hafi nemendum þótt spennandi og skemmtilegt að fá fri en núna, þremur vikum seinna, eru flestir orðnir leiðir á þessu - „margt er þreytandi til lengdar"! ELFAR AÐALSTEINNINGVARS- SON, HERDÍS RÚN TÓMASDÓTTIR, PÁLL ÁRMANN PÁLSSON, nemendurí 10. bekk Tjarnarskóla. J-[ákanJ lagegáirl oS' cttsabeth fáoström Islenska Óperan, sunnudaginn 19. mars kl. 20:00 Norden i ísland Hinn kunni sænski barítonsöngvari Hákan Hagegárd heldur í fyrsta sinn á íslandi tónleika ásamt píanóleikaranum Elisabeth Boström. Á efnisskránni eru verk eftir Schubert, Strauss, Wolf og Rangström. Tónleikarnir verða ekki endurteknir. Miðasala í íslensku Óperunni í síma 551 1475 m Berhaus Gulllax Langhali Gljáháfur -ra co _^urðufískadagar 13.-18. mars 1995 Hlaðborð í hádcginu kr. 890 03 <D r-t- c 7T O' 3 (O c 3 CO 1 o E 03 Hlaðborð á kvöldin kr. 1.480 Veítíngahvisíð Esja Scandic Hótel Esja, Suðurlandsbraut 2, Sími 568-9509. Sverðtiskur Loðna Ufsi -0 Kolkrabbi Veist þú hver Jón Sigurðsson var? 3ón Sigurðsson forseti, œvisaga í hnotskurn, er hentugt uppsláttarrit fyrir fólk á öllum aldri. Vestfirska forlagið, Fœst í bókaverslunum um land allt. Verð 1.490 kr. sími og bréfasími 94-8181. „ ^Farsælá þjóðanna cr ekki komín undir því, að þær séu mjög fjölmennar eöa hafí mjög mikíö um síg. Sérhverrí þjóð vegnar vel, sem hefír lag á að sjá kosti lands síns og nota þá eins og þeír eiga að vera notaðir. Löndin eru lík eínstökum jörðum, ekkert land hefir alla kostí og engu er heldur alls varnað." Jón Sigurðsson (1838). 'Jón Jóiyuxðííon föx&zti ævisaga í hnotskurn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.