Morgunblaðið - 12.03.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.03.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ heim til sín í spjall. Þar tóku Þórir og Jakobína kona hans höfðinglega á móti okkur, umhyggja fyrir nem- endunum var í fyrirrúmi. Þórir var snillingur í að tengja námsefnið við líðandi stund og hversdagslífið. Það var ekki sjaldan sem hann tengdi háalvarlega guð- fræðilega umræðu við spjall í ferm- ingarveislum, virkni bílvéla eða annað hversdagslegt. Hann var allt- af að tengja okkur við þann veru- leika sem við lifum í ásamt því að opna okkur guðfræðilega sýn á heiminn. Hann dró það svo vel upp að ekkert er sem sýnist. Það eru ekki til ódýrar patentlausnir í lífinu og þær er ekki heldur að finna í Biblíunni, en þar má finna Guð. Til að byija með hélt ég að Þórir Kr. myndi brjóta niður trú mína en þegar frá leið sá ég að hann var að hjálpa mér og öðrum nemum til áð skoða heimsmynd okkar og til að varðveita og byggja upp hið góða en kasta því sem ónothæft var. Hér eru aðeins dregnir upp þeir drættir af stórum persónuleika Þór- is sem urðu mér kærastir. Ég er þakklát fyrir þá kennslu sem ég naut af honum. Viðhorf hans og vera hafa auðgað líf mitt. Óþægileg gagnrýni hans á ríkjandi skoðun hefur hvað helst kennt mér að horfa gagnrýnum augum á sjálfa mig og fræðin á uppbyggjandi hátt. Fyrr í vetur sá ég að skrifstofan hans í Háskólanum var opin, þó að hann væri hættur að kenna og langt leiddur af krabbameini. Ég leit inn og þar sat hann við tölvuna með bækurnar opnar allt um kring og sætur vindlareykurinn fyllti her- bergið. Þórir lét ekki deigan síga, hann sat og kepptist við að þýða 1. Mósebók. Hann minnti mig á herforingja sem vill hvergi deyja nema á vígvellinum. Hann var í góðu skapi og talaði við mig um guðfræði, eðlisfræði, lífið og tilver- una. Hann benti mér á bækur sem ég þyrfti endilega að lesa svo að ég væri viðræðuhæf í lífínu. Það var fjör í honum og ég undraðist kæti hans og þó ekki, hann var í sínum besta ham. Ég gekk út frá honum glöð og full af eldmóði. Nú er mikill listamaður og sér- stæður persónuleiki genginn til grafar en minning Þóris Kr. Þórðar- sonar er ógleymanleg. I mínum huga verður hann alltaf partur af háskólalífinu vegna ögrandi og framsækinnar hugsunar sinnar. Ég vil votta ykkur, Jakobína, stjúpbörn og bamaböm, mína dýpstu samúð og bið um styrk Guðs ykkur til handa í djúpri sorg. Bára Friðriksdóttir, guðfræðinemi. Ég innritaðist í guðfræðideild Háskóla Íslands haustið 1963 og hitti prófessor Þóri Kr. Þórðarson í fyrsta sinn þetta sama haust. Þennan fyrsta vetur í guðfræðideild HÍ sótti ég kennslu dr. Þóris í hebr- esku og síðan í öðrum fögum fræða Gamla testamentisins, og lauk námi mínu með því að skrifa sérefnisrit- gerð undir handleiðslu hans. Við áttum því margvísleg samskipti þegar á námsárum mínum, og eftir að ég hóf framhaldsnám í Gamla testamentisfræðum í Uppsölum, skrifaði Þórir oft. Þó að ég hafi lengi dvalið í öðrum löndum, rofn- aði samband okkar aldrei og má því segja að kunningsskapur okkar og vinátta hafi staðið óslitið frá haustinu 1963 og til dauðadags Þóris. Þegar kynni okkar hófust, var Þórir nýlega kominn frá námi í Árhúsum, Uppsölum og Chicago, þar sem hann lauk námi í Gamla testamentisfræðum með gráðunum Ph.D., fyrstur hérlendra manna. Með honum barst andrúmsloft mik- illa akademískra stofnana, þekking komin beint frá þeim stöðum, þar sem hugmyndirnar höfðu orðið til, sem kennsluefnið var byggt á. Enda drógumst við nemendur hans mjög að honum og hrifumst af kennslu hans. Enda kom hann til móts við nemendur sína. Mér er sérlega minnsstætt, hve laginn hann var við að fá hvern og einn til að reyna SUNNUDAGUR 12. MARZ 1995 31 MINNINGAR SIGRIÐUR GÍSLADÓTTIR að mynda sér eigin skoðanir og setja þær fram. Kennsla dr. Þóris var raunar mjög sérstök og vitnaði alltaf um hans persónulegu afstöðu til þess, sem bar á góma. Hann gaf sjaldan þurra skýrslu um aðferðir og niður- stöður annarra, heldur reyndi hann jafnan að taka sjálfur afstöðu og skýra hana. Viðhorf hans til fags- ins, sem hann kenndi, var sjaldan hefðbundið, heldur mótaðist það af því, sem hann sérstaklega hreifst af. Það, sem hreif hann, var langoft- ast eitthvað, sem hann taldi skipta máli fyrir samtímann. Hann las m.ö.o. Gamla testamentið ekki með það í huga, að skýra tilurð textanna og sögulegt baksvið þeirra og hlut- verk, þegar þeir urðu til, heldur leitaði hann svara við vanda sam- tímans í ritunum, sem hann fékkst við. Hin sögulega afstaða, sem raunar hlýtur að teljast vera ríkj- andi í fræðigreinum þeim, sem hann var ábyrgur fyrir, var ekki afstaða hans. Viðhorf dr. Þóris til Gamla testamentisins minnti oft meir á afstöðu trúfræðinga eða siðfræð- inga en viðhorf ritskýrenda. E.t.v. mætti segja, að hann hafi nálgast Gamla testamentið frá sjónarhorni trúarbragðaheimspekinnar. Ég held, að vinnubrögð hans við Gamla testamentið, hafi í raun vitn- að um það, sem mér virðist alla tíð hafa verið hans eiginlega viðfangs- efni, en það var manneskjan í öllum margbreytileika tilverunnar. Mér þótti alltaf, að samskipti Þóris við annað fólk auðkenndust af alveg einstöku næmi og hrifnæmi fyrir því, sem var sérstakt og ein- stakt. Fyrir bragðið naut hann sín sérstaklega vel á hvers kyns sam- komum og má segja, að hann hafí prýtt hvern mannfund. Hann var sérlega fundvís á sérleika hverrar samkomu og féll því vel að hinum ólíkustu aðstæðum. Gleði hans var jafnan smitandi og öðrum fagnað- arauki. Hann gat viðhaft stór orð, þegar svo bar undir, en það var oft misskilið, því að slík orð fluttu ekki orðabókarmerkingu í hans munni, heldur vitnuðu þau um fatíska mál- notkun, þau túlkuðu lífsgleði hans, líkt og sagt er um Gerhard Haupt- mann. Dr. Þórir ritaði margt um hin ólíkustu efni, en raunar fátt, sem talist getur beinlínis fræðilegt. Ég get þó ekki stillt mig um að nefna hér óútgefna Ph.D. ritgerð hans, sem hann lagði fram í Chicago 1959: „The Form — Historical Problem of Ex 34,6-7“. í þessari ritgerð gerði Þórir tilraun til að skilgreina eðli þess texta, sem hann fjallaði um, með því að skilgreina málfar hans og skyldra texta. Þá voru slík vinnubrögð fátíð og því frumleg, þó að nú séu þau að verða nánast almenn. Þórir talaði oft um, að hann vildi endurskoða þessa rit- gerð og gefa hana út, en því miður varð aldrei af því. Þegar dr. Þórir hóf kennslu hér við guðfræðideildina, gekkst hann fyrir því, að hebreska yrði aftur skyldunámsgrein, en hún hafði þá ekki verið kennd hér um alllangt tímabil. Með því lagði hann grunn að því, að hér á landi sé hægt að stunda Gamla testamentisfræði. Ég á dr. Þóri afar margt að þakka eftir löng kynni, fyrst sem nemandi og síðar sem samkennari. Hann var margbrotinn maður og að mörgu leyti stórbrotinn og ógleymanlegur þeim, sem kynntust honum. Ég sendi eiginkonu hans og öðr- um syrgjendum samúðarkveðjur mínar og míns húss. Sigurður Örn Steingrímsson. Augun löðuðust að honum. Fal- leg slaufa við rúskinnsjakka. Leiftr- andi tillit og brosið lék út í kinnar. Því fleiri sem dreif að honum, því ljósari var hversu sérstakur hann var. Nýneminn laut að hinum upp- lýstari og fékk hvíslandi svar. „Þetta er Þórir Kr. í Gamla testa- mentinu." Ræðan hans var hnyttin og grípandi. Frá fyrstu kynnum var hann sem spámaður. Þórir Kr. Þórðarson var óvenju ijölhæfur maður. Honum var gefin ríkuleg eðlisgreind, sem hann herti til gáfna í afli skaphita og fræða. Kvikan hans var sívökul og hugaði að hinu stærsta í heimi sem og til- fmningum einstaklinga. Jafnframt var Þóri gefín einbeitni fræði- mannsins. Hann var allur í fræðum, sem urðu honum farvegur úrvinnslu áreita í lífinu. Sökum þessarar tví- bendu varð hann skýr vegvísir. Ekkert mannlegt virtist honum óviðkomandi. Á bjástri manna, feg- urð, sköpun, samfélagi, brestum og bótum hafði hann áhuga. Viðfang hugsunar og lífs hans var mennsk- an í sögu og samtíð. Hann talaði um líf manna og samfélag. En ekki þurfti lengi að hlusta til að komast að því að ræða hans var ekki um nakinn manninn í vonlausum heimi, heldur um mann og Guð. Ungur tók hann að glíma sína ævilöngu Jak- obsglímu við Guð. Hann nam guð- fræði og stundaði síðan þau fræði til lífsloka. Sérgrein hans var Gamla testamentið, en hann hefði allt eins getað stundað og kennt aðrar grein- ar guðfræði eða mannvísinda. Slík voru hugðarefnin og þekkingin. Það voru forréttindi að njóta kennarans Þóris Kr. Hver kennslu- tími var einstakur. Hann leyfði sér aldrei þann lúxus að grípa til gam- alla og unninna fyrirlestra. Hver tími var undirbúinn og ferskur. Atburðir samtíðar voru speglaðir til að upplýsa stef, sem til umfjöll- unar voru í Jesaja eða Saltaranum. Svefndrungi vetrarmorgna hvarf og við vorum hrifin með í æsiferðir þar sem tími var ekki lengur til. Spurn- ingarnar þyrluðust upp og Þórir Kr. kunni list hinnar leiðandi sam- ræðu. En Þórir Kr. var ekki aðeins pró- fessorinn í púltinu, heldur vinur nemanda sinna. Feimnum nemend- um tók hann sem höfðingjum á skrifstofu og heimili hans og Bibíar var ávallt opið og stundum sem félagsmiðstöð guðfræðinema, presta og stórs hóps vina. Gáfur hans leiftruðu í samtölum og hann var óhræddur við að segja nei. Því varð hann svo óumræðilega mikil- vægur okkur, þegar við vorum að stíga skref til manns í mannfélagi og fræðum. Hann leyfði okkur eng- ar yfirborðslausnir, einfaldnings- lega sleggjudóma og hálfklárað verk. Hlýjan var óumdeilanleg, umhyggjan óbrigðul en gagnrýnin jafn óhvikul á hið hálfa í skoðunum okkar. Þórir Kr. varð því svo mörg- um lærifaðir í besta skilningi. Þann hluta ævi hans, sem mér er kunn- ur, var Þórir um flest lukkumaður í lífinu. Bibí var honum frábær föru- nautgur og skapaði með honum veruleika, þar sem hann fékk að njóta sín. Hún veitti það rými, sem var honum alger forsenda sköpunar og vinum athvarf. Guðfræði Þóris Kr. var fyrir lífið í samtíðinni. Ekki síst framhalds- námi í Chicago gekk hann á hönd nýjum guðfræðistraumum, sem hann síðan bar með sér til íslands og kenndi og iðkaði. Hann vildi túlka boðskap Biblíunnar inn í að- stæður nútímafólks. Að iðka trúar- líf var í hans túlkun ekki að hverfa út úr heiminum í einhveija handan- veru, heldur vera Guðs í samskipt- um við fólk, í menningunni, pólitík, listum, viðskiptum. Kirkjulíf átti ekki að vera flóttahæli utan heims, heldu skurðpunktur mannlífs og Guðs. Með þessum boðskap braut Þórir Kr. nýjan akur í umfjöllun um kirkju og trú á íslandi. Aukna fjölbreytni í kirkjulífi okkar má að hluta rekja til áherslna Þóris Kr. Hann var ávallt að, starfsdagur hans var langur í Háskóla íslands bæði í árum og stundum. Þegar öll ljós voru horfin úr skrifstofum í Aðalbyggingunni ljómuðu gluggarnir í skrifstofunni hans á efstu hæðinni. Brunandi vegfarend- ur á Hringbrautinni komust ekki hjá að sjá að enn var einhver að störfum. Ljósin hans Þóris Kr. eru slokknuð, Háskólinn er myrkari á kvöldstundum. Þessi sendimaður Guðs í heiminum hefur hljóðnað, en orðin hans eru sáðkorn sem spíra. Sigurður Árni Þórðarson. + Sigríður Gísladóttir fæddist að Helgusöndum undir V- Eyjafjöllum 16. nóvember 1913. Hún lést 19. janúar sl. Foreldrar Sigríðar voru Gísli Sigurðsson bóndi og Sigríður Auðunsdóttir, sem lést við fæðingu hennar. Hún var alin upp að Nýja-Bæ hjá Einari Sveinssyni bónda og Kristínu Pálsdóttur. Maður Sig- ríðar var Jóhannes Skúlason, bifreiðastjóri hjá Olíuverslun Islands. Hann lést 29. október 1963. Eignuðust þau einn son, Trausta offsetprentara og bif- reiðastjóra. Sigríður var jarð- sungin 25. janúar. 19. JANÚAR síðastliðinn lést hér í Reykjavík, eftir stutta sjúkralegu, Sigríður Gísladóttir, iðnverkakona, á áttugasta og öðru aldursári. Siggu man ég álíka langt aftur og ég man Kassagerð Reykjavíkur, en hjá því fyrirtæki starfaði hún síðustu fjörutíu ár ævi sinnar. Ég átti því láni að fagna að verða hennar samstarfsmaður í yfír þijá- tíu ár, fyrst sem starfsmaður í verk- smiðju og síðar í starfi fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins. Ann- + Rebekka Friðbjarnardóttir fæddist á Sútarabúðum í Grunnavík 17. júní 1911. Hún lést á Sjúkrahúsi Suðurnesja 3. mars síðastliðinn og fór út- för hennar fram frá Kefla- víkurkirkju 11. mars. ELSKU amma mín hefur lokið ævigöngu sinni. Síðustu dagana sem hún átti hér í þessu lífi talaði hún mikið um það hversu heitt hún óskaði þess að fá að sofna svefnin- um langa. Við sem eftir stöndum trúuum að það hafi verið henni mikill léttir þegar stundin rann upp. Við sjáum á eftir yndislegri mömmu, ömmu, langömmu og langalangömmu. En eins og hún sagði alltaf þá var hún bara amma okkar allra, líka barnanna okkar, engin langamma. Okkur fannst hún alltaf svo ung í anda og þannig leit hún á sjálfa sig líka. Það rifjast upp margar góðar stundir sem við áttum saman. Það var alltaf gaman að koma til ömmu. Hún hafði mikið yndi af fjölskyldu sinni. En það sem mér er minnis- stæðast eru ferðirnar hennar við útskriftir og þegar sonur okkar fæddist. Alltaf lét hún sjá sig og var alltaf gaman að geta verið með henni. Hún ferðaðist mikið og h'afði mjög gaman af því. Hún var alltaf til í hvað sem er og óhrædd við nýjungar. Ekki vildi hún láta sig vanta á hið árlega fjölskyldumót + Gunnar Ingi Einarsson fæddist í Reykjavík 29. október 1951. Hann lést af slys- förum 26. febrúar síðastliðinn og var jarðsunginn frá Landa- kirkju í Vestmannaeyjum 9. mars sl. Kveðja frá Þórurum í STUTTRI minningargrein langar okkur að minnast Gunnars Inga Einarssonar, samstarfsmanns úr íþróttafélaginu Þór. Gunnar Ingi fórst í sviplegu slysi um borð í loðnuskipinu Sigurði 26. febrúar sl. Það er sárt hlutskipti konu og þriggja dætra að sjá á eftir eigin- arri eins vinnusemi og trúmennsku við starf sitt og fyrirtæki sem Sigga sýndi, hef ég ekki kynnst hvorki fyrr né síðar, nema vera skyldi af nokkrum samstarfsmönnum henn- ar og mín sem gjarnan hafa verið nefnd aldamótakynslóðin. Sigga vann öll þau störf sem henni voru falin af stakri prýði og af þeirri hógværð og lítillátssemi sem einkenndi hana. Varla kom fyrir sá dagur að hana vantaði til vinnu, en mig grunar að oftar en ekki hefði hún betur tekið sér veik- indafrí heldur en að mæta til vinnu. Ég og hún vorum sammála um flest í gegnum tíðina. Eitt var það þó sem okkur stundum greindi á um, en það var að Siggu þótti sumar- leyfi, eins og þau þekkjast í dag, hinn mesti óþarfi og nær væri að sinna vinnu sinni. Þannig var hún alla tíð og það er ekki erfitt að reka fyrirtæki með slíku samstarfs- fólki. Um leið og ég þakka fyrir að hafa fengið að kynnast þessari sómakonu, votta ég aðstandendum innilega samúð. Blessuð sé minning hennar. Krislján Jóhann Agnarsson. sem haldið er á sumrin, sama hvernig stóð á hjá henni. Á þessum mótum kom vel í ljós hvað fjölskyld- an hennar var henni mikilvæg, allt- af vildi hún vera nálægt sínum nánustu. Amma hafði dálæti á söng og dansi og gerði mikið af því að fara út að dansa. Það var ótrúlegt því- líka orku hún hafði þegar dansinn var annars vegar. Á sunnudögum var hægt að fá nýbakaðar pönnukökur hjá ömmu. Það voru alltaf einhverjir sem litu inn hjá henni þá og stundum fyllt- ist íbúðin hennar af fólki þó ekkert sérstakt stæði til. Bara venjulegt sunnudagskaffi hjá ömmu Bubbu. Hún sá alltaf til þess að samskipt- in innan fjölskyldunnar væru góð, því það skipti hana miklu máli. Amma talaði um það nokkrum dögum áður en hún dó að hún hefði aldrei trúað því að svona langt yrði milli hennar og afa en við vorum svo heppin að fá að hafa hana hjá okkur svona lengi og erum þakklát fyrir það. En nú er hún amma komin á áfangastað, komin til hans afa og Óla tengdasonar síns og allra hinna. Við sem eftir erum eigum eftir að sakna hennar sárt, en minningin um hana Bubbu ömmu lifir áfram í hjörtum okkar. Hvíl þú í friði, elsku amma. Inga Rebekka. manni og föður á besta aldri. Áfall tvíburabróður hans er einnig mikið, enda samband þeirra einstakt. Gunnar Ingi var mikill fjöl- skyidumaður, fyrirmyndar faðir, traustur og góður strákur. Hann var fínn peyi eins og við segjum í Eyjum, þegar einhver á hrós skilið. Auðvitað hjálpa svona orð lítið í sárum trega eftirlifandi ástvina. Það er erfitt að tjá fólki tilfinning- ar sínar, þegar hörmulegir atburðir gerast. 011 viljum við hjálpa en erum lítils megnug. Félagar úr íþróttafélaginu Þór senda fjölskyldu Gunnars Inga Ein- arssonar innilegustu samúðar- kveðjur. REBEKKA FRIÐ- BJARNARDÓTTIR GUNNARINGI EINARSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.