Morgunblaðið - 12.03.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.03.1995, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 12. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT Mafían á Sikiley lætur til skarar skríða eftir tveggja ára hlé Valdabarátta eða skila- boð til uppljóstrara? TVEGGJA ára friðsælu tímabili á Sikiley er lok- ið. Á undanfömum vik- um hefur mafían látið til skarar skríða á ný og hafa tíu menn fallið í tilræðum á innan við tveimur vikum. Flest fómarlam- banna voru ung að aldri og höfðu ekki komið við sögu lögreglunnar áður. Önnur tengdust hins vegar hinum sk. „pentiti", mafíumönnum er gengið hafa til liðs við lögregl- una, annað hvort vinar- eða ættar- böndum. Alls hafa 968 mafíumenn tekið upp samstarf við lögregluna og þar af 350 á síðasta ári. Fyrir þremur ámm vom þeir teljandi á fingrum annarrar handar. Eftir að mafían myrti dómarana Giovanni Falcone og Paolo Borsellino fjölg- aði þeim hins vegar mjög. Það hefur líka orðið til að auka á spennuna og óvissuna á Sikiley að háttsettur maður innan iögregl- unnar, Maresciallo Antonio Lomb- ardo, framdi sjálfsmorð nokkrum dögum eftir að Leoluca Orlando, borgarstjóri Palermo, sakaði hann um tengsl við mafíuna. Lombardo var talinn vera einn harðasti baráttumaðurinnn gegn mafíunni og hafði m.a. verið við- riðinn handtöku mafíuforingjans Salvatore „Toto“ Riina árið 1992. Riina hafði verið yfirmaður Cor- leone-ættarinnar í 23 ár og er tal- inn hafa verið æðstur allra mafíu- foringja á Sikiley. Þrátt fyrir þetta afrek hélt Or- lando ásamt uppljóstrara innan mafíunnar því fram að Lombardo hefði leikum tveimur skjöldum. Ræddi við Badalamento Lombardo skildi eftir bréf þar sem hann sagðist hafa ákveðið að fremja sjálfsmorð til að bjarga lífí eiginkonu sinnar og bama. Aðra ástæðu sagði hann hafa verið tvær ferðir til Bandaríkjanna en þar reyndi hann að sannfæra Gaetano Badalamenti, fyrrum guðföður Sik- ileyjar, að bera vitni í réttarhöldum á Italíu. Badalamenti, sem afplánar Ofbeldisverk mafíunnar á Sikiley hafa kostað tugi manna lífíð. Bendir allt til að tveggja ára „vopnahlé“ mafíunnar og stjómvalda hafí endanlega verið rofíð. SALVATORE Riina veifar er hann gengur inn í dómssal í Palermo árið 1993. Sumir telja að ofbeldi undanfarinna vikna megi skýra með valdabaráttu innan mafíunnar i kjölfar hand- töku hans. nú 45 ára fangelsisdóm í Bandaríkj- unum, flúði Sikiley er Riina og ætt hans sölsuðu undir sig völdin innan mafíunnar á Sikiley með ofbeldi á níunda áratugnum. Badalamenti er talinn vera heimildarmaður uppljóstrarans Tommasos Buscettas um að Giulio Andreotti, fyrrum forsætisráð- herra Ítalíu, hafí tengst mafíunni. Réttarhöld í máli Andreottis hefj- ast 26. september nk. Buscetta var fyrsti háttsetti mafíuforinginn, sem gekk til liðs við lögregluyfirvöld, og hafa upp- ljóstranir hans verið reiðarslag fyr- ir mafíuna. Hafa saksóknarar safnað saman 90 þúsund blaðsíð- um af sönnunargögnum vegna upplýsinga frá honum og sextán öðrum „pentiti". Badalamenti, sem gæti veitt upplýsingar um gjörðir æðstu manna mafíunnar, neitaði hins vegar til skamms tíma að stað- festa uppljóstranir Buscettas. Á fímmtudag var hins vegar upplýst að hann væri búinn að veita Lombardo vilyrði fyrir því að færa hann til Ítalíu til yfirheyrslna, en það bendir til að hann hafi verið reiðubúinn til samstarfs. Eftir að einn uppljóstrara Lombardos var myrtur benti hins vegar flest til að upp hefði komist um málið. Myrt um hábjartan dag Nýjasta ofbeldisbylgjan hófst í bænum Corleone í lok febrúarmán- aðar er mafíumorðingjar, vopnaðir Kalashnikov-hríðskotabyssu og skammbyssum, skutu ung hjón til bana í bifreið þeirra. Gerðist þetta um hábjartan dag, skammt frá lögreglustöð bæjarins. Tveggja ára sonur þeirra lifði tilræðið af en nokkrum dögum áður hafði bróðir konunnar verið myrtur. Þá hafði verið reynt að myrða Sandro Raccuglia, aðstoðarvarð- stjóra hjá Corleone-lögreglunni, og borgarstjóri Corleone, Gianni Cipr- iani, fann afskorið kálfshöfuð fyrir utan heimili sitt. Nokkrum dögum síðar voru tveir ungir frændur mafíuuppljóstrara skotnir til bana á markaðnum í Palermo. Sex morð til viðbótar bættust við á næstu dögum og voru fórn- arlömb hefndaraðgerða mafíunnar þá orðin 37. Pino Arlacchi, varaformaður þeirrar nefndar ítalska þingsins er stýrir baráttunni gegn maf- íunni, segist hafa mestar áhyggjur af næsta skrefi sem Cosa Nostra, sikileyska mafían, muni nú stíga. Að öllum líkindum muni hún fara að skipuleggja hermdarverk í stór- um stíl, er beinist gegn ráðamönn- um ríkisins. „Allt ræðst þetta af því hvernig ríkið bregst við. Nú er ákveðin stöðnun, sem verður sífellt hættulegri," segir Arlacchi. En þó allir séu sammála um að „vopnahlé“ síðustu tveggja ára sé nú á enda er enginn fyllilega viss um hver sé skýringin á því. Or- lando borgarstjóri og nokkrir aðrir hafa sett fram þá kenningu að ofbeldið megi skýra með því að mafíuættir Sikileyjar séu nú að beijast um völdin eftir að Riina hvarf af vettvangi. Þúsund fórnarlömb í síðasta mafíustríði Síðasta mafíustríðið var á níunda áratugnum er Riina barðist til að komast til valda og er talið að það hafi kostað um þúsund manns lífið. Segja uppljóstrarar að sum fórnarlambanna á þeim tíma hafi verið myrt með hrotta- legum aðferðum. Sumum hafí ver- ið hent ofan í sýrutunnur en aðrir grillaðir lifandi. Arlacchi og Giancarlo Caselli, æðsti rannsóknardómari Palermo, eru hins vegar ekki sammála þess- um kenningum. Telja þeir morðin vera árás á uppljóstrarana eftir að tilraunir til að draga úr trúverð- ugleika þeirra hafi mistekist. „Það á sér enginn ágreiningur stað innan mafíunnar," segir Arlacchi þó svo að mjög hafi dreg- ið úr áhrifum Riina. Hann segir þá fulltrúa Corleorie-ættarinnar, sem tóku við völdum af honum, vera orðna óþreyjufulla og hafa ákveðið að nota ofbeldi til að hræða íbúa eyjunnar. Öldungadeildarþingmaðurinn Carmine Mancuso, flokksbróðir Orlandos, segir að þegar mafían byiji að skjóta þýði það annað hvort að stríð hafi brotist út eða þá að hún vilji senda út þau skila- boð til manna að þeir þegi. Sérfræðingar telja margt benda til þess að þau skilaboð hafi verið ætluð Badalamenti. Byggt á The Daily Telegraph. Fjármál Edouards Balladurs ekki til þess fallin að auka fylgi hans fyrir kosningar Forskot Chiracs París. Reuter. eykst stöðugt Reulcr EDOUARD Balladur, forsætisráðherra Frakklands, heilsar stuðningsmönnum á kosningaferðalagi í Le Mans. ENN eykst forskot Jacques Chiracs, borgarstjóra Parísar, í skoðanakönn- unum fyrir forsetakosningarnar í Frakklandi og upplýsingar um fjár- mál Edouards Balladurs forsætis- ráðherra eru talin til þess fallin að draga enn úr fylgi við hann. Kannanir bentu um tíma til þess að Balladur myndi fara með öruggan sigur af hólmi. Hvert hneykslismálið af öðru hefur hins vegar dregið úr trúnni á hann. A fimmtudag varð hann loks við áskorunum um að gefa upplýsingar um fjármál sín og þykja þær ekki þess eðlis að hann vinni á aftur. Komið hefur í ljós, að hann þáði 100.000 franka á mánuði eða sem svarar 12,6 milljónum króna árlega í þóknun fyrir ráðgjöf hjá einka- fyrirtækinu GSI á árunum 1988- 1993 en hann var þingmaður á sama tíma. Stjórnmálaskýrendur vinstri blaðanna bentu á það á föstudag að ráðgjafalaunin ein á þessu sex ára tímabili væru hærri en sem næmi ævitekjum venjulegs launamanns. Balladur var árin 1977-1986 for- stjóri hjá fyrirtækinu sem er ein af stærstu verkfræði- og flutningasam- steypum Iandsins. í yfirlýsingu ráð- herrans sagði að hann hefði hagnast um hálfa milljón dollara, nær 32 milljónir króna, er hann seldi hluta- bréf sín í GSI árið 1986. Engin lög banna frönskum þing- mönnum að þiggja laun fyrir ráðgjöf en sumir gagnrýnendur Balladurs saka hann samt sem áður um að hafa ekki gætt þess nógu vel að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra. Ráðherrann hætti að veita áður- nefnda ráðgjöf 1993 er hann tók við embætti sínu og segist ávallt hafa gætt þess vandlega að bijóta engin lagaákvæði með aukastörfum sín- um. Forsetaframbjóðandinn hafði áð- ur hafnað að tjá sig um einkaíjár- mál sín nema hann yrði kjörinn for- seti. Chirac að stinga af? Samkvæmt niðurstöðum tveggja skoðanakannana, sem birtar voru á fimmtudag, fengi Chirac 7% fleiri atkvæði en Balladur í fyrri umferð kosninganna, 23. apríl, og færi með öruggan sigur af hólmi í seinni umferðinni 7. maí, hver sem mót- frambjóðandinn yrði þá. Könnun Louis Harris stofnunar- innar fyrir tímaritið Valeurs Actuel- les, sem tekin var á mánudag, sýndi, að Chirac fengi 26% atkvæða, sósíal- istinn Lionel Jospin 22% og Balladur 19% í fyrri umferðinni. Einnig að Chirac myndi sigra Jospin með 56% gegn 44% í þeirri seinni og Balladur með 60% gegn 40%. Vonum norræna lausn Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. BJÖRN Westh, dómsmálaráðherra Dana, sagðist eftir fund í Brussel með Urban, utanríkisviðskiptaráð- herra Belga, og formanni Schengen- landanna vera bjartsýnn á að sam- komulag næðist um norræna lausn við löndin um áframhaldandi nor- rænt vegabréfasamband. I samtali við danska blaðið „Polit- iken“ í vikunni segir Westh góða möguleika á að hægt sé að samræma norræna vegabréfasambandið nýjum aðstæðum, þegar samningur Schengen-landanna innan Evrópu- sambandsins, ESB, tekur gildi 26. mars. Samningurinn felur í sér að lagt verður niður eftirlit með fólks- umferð á landamærum sjö ESB- landa, en á móti verður eftirlit á landamærum út úr Schengen-svæð- inu hert. Lausnin mun að öllum líkindum felast í því að Noregur og ísland skuldbinda sig til að uppfylla kröfur Schengen-samningsins um landa- mæraeftirlit. 4- u H i < í * < < < < í < * < I I < A

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.