Morgunblaðið - 12.03.1995, Page 10

Morgunblaðið - 12.03.1995, Page 10
10 SUNNUDAGUR 12. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Gustaó hefur um í heilbrigóis- og tryggingaráóuneyt- inu á ýmsum svióum á því kjörtímabili, sem nú er senn á enda og sýnist sitt hverjum um ágæti þeirra aógeróa, sem gripió hefur verió til í sparnaóar- skyni. A meóan fagnar ráóherra þessa útgialdafrek- asta ráóuneytis landsins margra milljarða króna sparnaói og þvertekur fyrir aó hafa vegió aó rótum velferðarkerfisins. Jóhanna Ingvarsdóttir leitaði að sparnaðinum í vikunni og kynnti sér m.a. sjónar- mió núverandi og fyrrverandi heilbrigðisráðherra. UTGJÖLD til heilbrigðis- og tryggingamála eru um 40% af heildarútgjöldum ríkis- sjóðs og má því með sanni segja að vart verði tekið á ríkisfjármálunum án þess að spornað verði við fótum í útgjöldum þess málaflokks. Sig- hvatur Björgvinsson, núverandi ráð- herra heilbrigðismála, hefur beitt niðurskurðarhnífnum á kjörtímabil- inu auk þess sem hann hefur lagt aukin gjöld á notendur heilbrigðis- þjónustunnar í meira mæli en gert hefur verið til þessa. Hann þvertekur þó fyrir að hafa gert atlögu að vel- ferðarkerfinu enda segir hann að reynslan sýni.að hægt sé að lækka útgjöld og á sama tíma viðhalda þeim gæðum og aðgengi sem ásætt- anlegt sé. Að máti Guðmundar Bjarnasonar, fyrrum heilbrigðisráð- herra, felst engin sparnaður í því sem hann kallar „feluskatta" auk þess sem hann telur að ráðherrann núverandi hafí ekki unnið heimavinnuna sina nægi- lega vel. Heildarútgjöld til heil- brigðis- og trygginga- mála á því kjörtímabili, sem senn líður undir lok, það er frá 1991-1995, hafa lækkað um 3% að raungildi, miðað við verð- vísitölu landsframleiðslu. í krónum talið nemur sú lækkun 1.500 milljón- um kr. Skv. fjárlögum er áformað að 900 milljónir komi fram á árinu 1995 og er þá miðað við heildarút- gjöld til heilbrigðismála á árinu 1994. Heildarútgjöld til þessa mála- flokks námu árið 1991 á núvirði rúmum 48 milljörðum en fjárlög fyr- ir árið 1995 gera ráð fyrir rúmum 46,5 milljörðum. Þar af vega trygg- ingamálin þyngst, tæpum 27 milij- örðum kr. Til sjúkrastofnana er gert ráð fyrir tæpum 17 milljörðum, til heiisugæslunnar rúmum 1,7 millj- arði, og í yfírstjórn og eftirlitsstofn- anir verður varið tæpum 300 milljón- um. Sé litið til fyrra kjörtímabils, 1987- 1991, var útgjaldavöxturinn í heil- brigðismálunum 4-5%, skv. upplýs- ingum fjármálaráðuneytisins, og ef sá vöxtur hefði fengið að halda áfram á yfirstandandi kjörtímabili hefðu útgjöldin hækkað um 10 milljarða króna í stað þess að lækka um 1,5 milljarð, að sögn Sighvats. „Heildar- spamaður af aðgerðum ríkisstjómar- innar á tímabilinu stefnir því í rúm- lega 11 milljarða króna miðað við að útgjöldin hefðu vaxið eins og áð- ur. Þessum árangri hefur verið náð þrátt fýrir að nýjar stofnanir hafí hafíð rekstur og fjölmörg ný verkefni komið til,“ segir Sighvatur. ■HZmQHi Samtals nemur kostnaður við auk- in og ný verkefni á síðustu fjórum árum rúmum milljarði kr. og er þá ekki meðtalinn ýmis sjálfvirkur út- gjaldavöxtur í tryggingamálum sem einkum má rekja til öldrunar þjóðar- innar og talinn er nema um milljarði á ári. Helstu stofnanir sem tóku nýjar til starfa á tímabilinu, eru Vistheim- ili fyrir geðsjúka fanga á Sogni, sem kostaði 70 milljónir, hjúkrunarheim- ilin Eir í Reykjavík, 300 milljónir, og Víðihiíð á Suðurnesjum, 60 milljónir, og vistun fyrir heilask- aðaða á Hlein sem kostaði 25 millj- ónir. Samtals kosta þessar stofnanir rúmlega 450 milljónir kr. á ári í rekstri. Þá hafa verið tekin í notkun ný hjúkrunarrými, sem auka rekstrar- kostnað um 150 milljónir kr. á ári. Samtals hefur hjúkrunarrýmum fyr- ir aldraða fjölgað um 260, þar af 42 dagvistarrými, frá árinu 1991, en á móti kemur einhver fækkun vistrýma. Nýjar heilsugæslustöðvar hafa verið opnaðar í Reykjavík, en rekst- ur þeirra kostar um 100 milljónir kr. á ári. Einnig hafa nýjar heilsu- gæslustöðvar verið byggðar á lands- byggðinni og má þar nefna opnun nýrra stöðva í Grundarfirði, Húsa- vík, Djúpavogi, Þorlákshöfn og ný heilsugæslustöð verður auk þess Kostnaður við aukin og ný verkefni nem- ur milljarði. menn hagræðingarkrafa til allra stofnana heilbrigðisráðuneytisins og heilsugæslustöðva. LYFJAMAL Álagning lyfja hefur verið lækkuð í heildsölu úr 13,3% í 13% og í smá- sölu úr 30-63% í 20-58% eftir verð- flokkum lyfja. Þá taka ákvæði í nýjum lyfjalögum gildi í haust og verður þá heimilt að opna nýjar lyfja- búðir. Markmiðið er að auka sam- keppni í lyfsölu. Bestukaupalistar og hvati til að keypt séu ódýrari lyf auk samhliða innflutnings lyfja hafa lækkað lyfjaverð. Samtals er áætlað að aðgerðir í lyfjamálum spari 700 milljónir kr. og er þátttaka notenda þá ekki meðtalin, skv. upplýsingum fjármálaráðuneytisins. Guðmundur Reykjalín, fram- kvæmdastjóri Apótekarafélags ís-j lands, segir að ekki sé fjarri lagi að 700 milljóna kr. útgjöld hins opin- bera hafi sparast og gott betur vegna aðgerða í lyfjamálum sem gripið hefur verið til á kjörtímabilinu að gefnum ákveðnum forsendum. „Það er greinilegt að tekist hefur að lækka lyfjaútgjöld Trygginga- stofnunar. Á móti hafa þau að hlutá lent á sjúklingum. Erfitt er að berá þetta saman svo vel sé því að þegar gerðar hafa verið miklar breytingar á greiðsluhluta sjúklinga, hefur það fyrst í stað komið fram i almennti minnkaðri lyfjanotkun, sem að afloknum ákveðnum tíma fer í sama) farið á ný. Minnkandi lyfjanotkun' þýðir ákveðinn skammtímasparnað,“| segir Guðmundur. Ymsir samningar Trygginga-; stofnunar hafa verið í endurskoðun svo sem vegna röntgengreiningar, sérfræðilæknishjálpar og fleira. Stefnt er að útboði rannsókna og Tryggingastofnun hefur þegar boðið út hjálpartækjakaup. Loks er stefnt að upptöku tilvísanakerfis, en því er ætlað að spara 100 milljónir á ári. Áætlað er að þær aðgerðir, sem beinast að þeim sem bjóða þjón- ustuna, hafí skilað samtals 2.000- 2.500 milljónum kr. í sparnað. TILVISUNARKERFI opnuð á Eskifirði á árinu. Fram- kvæmdir eru hafnar við byggingu nýrrar heilsugæslustöðvar í Lauga- rási í Biskupstungum, en með þeirri framkvæmd má segja að uppbygg- ingu heilsugæslu á landsbyggðinni sé nær lokið. Sömuleiðis er undir- búningur hafínn að byggingu nýrra stöðva í Kópavogi og í Fossvogi í Reykjavík. Ríkissjóður hefur tekið að sér greiðslur vegna sjúkraflutninga sem nema 100-150 milljónum á ári. Ný sjúkradeild var opnuð í Fjórðungs- sjúkrahúsinu á ísafirði og fé hefur fengist til að opna nýja öldrunarlækn- ingadeild í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri á árinu. Nýjar skurðstofur hafa verið opnaðar í Reykjavík auk þess sem nýrri tækni hefur verið beitt við lækningar. Nefna má nýma- steinbijót, segulómunartæki og há- þrýstiklefa. Af nýjum verkefnum má nefna hryggspengingar, hjarta- aðgerðir, biðlistaaðgerðir sem greidd- ar hafa verið sérstaklega til að minnka biðlista og að síðustu opnun nýrrar glasafijóvgunardeildar. Af annarri starfsemi má nefna neyðarmóttöku fyrir fórnarlömb nauðgara, opnun eiturefnamiðstöðv- ar og sérstaka fjárveitingu til for- varnarstarfsemi undir kjörorðinu „Heilsuefling". Helstu breytingar í tryggingamálum eru að umönnunar- bætur vegna sjúkra barna voru flutt- ar frá félagsmálaráðuneyti og regl- um breytt verulega. Útgjöld vegna umönnunarbóta eru áætluð 285 milljónir kr. í fjárlögum fyrir árið -1995, en námu 150 milljónum árið 1991. ADHALDSADGERDIR Heilbrigðisráðherra segir að á móti nýrri starfsemi og til að ná markmiðum um útgjaldasparnað hafí rekstur stofnana verið endur- skoðaður og gjaldtaka í heilbrigðis- kerfínu aukin. Skipta megi aðhalds- aðgerðum í tvennt, annars vegar í aðgerðir, sem beinast að notendum þjónustunnar og eru í formi gjald- töku og hinsvegar aðgerðir, sem beinast að veitendum þjónustunnar og birtast t.d. í verði aðfanga, lækk- un rekstrarframlaga og endurskipu- lagningfu. SJÚKRAHUSREKSTUR Sameining sjúkrahúsa í Reykjavík og hagræðing á Ríkisspítölum eru meðai helstu aðhaldsaðgerða sem ráðist var í á kjörtímabilinu, en sam- tals hafa framlög til sjúkrahúsa í Reykjavík lækkað um ríflega 800 milljónir kr. frá árinu 1991 til fjár- laga 1995. Jóhannes Pálmason, forstjóri Borgarspítalans og Pétur Jónsson, framkvæmdastjóri Ríkisspítala, eru sammála um að veruleg hagræðing hafi náðst innan heilbrigðiskerfisins og þar með sjúkrahúsanna. Aftur á móti eru þeir jafn sannfærðir um að frekari niðurskurður muni bitna á þjónustu. Lengra verði ekki geng- ið í hagræðingu og spurning sé um hvort þær niðurskurðar- tillögur, sem stjórnir sjúkrahúsanna í Reykja- vík standi nú frammi fyrir, náist án þess að til komi lokanir deilda og minnkuð þjónusta. Pétur segir þó að Ríkisspítalar muni reyna að vernda þá starfsemi, sem Landspítalinn einn ráði yfir sem hátæknispítali og fremur skera nið- ur þá starfsemi, sem einnig mætti fá annars staðar. „Sparnaðurinn hefur einkum birst okkur í því að kostnaður við rekstur spítalans hef- ur verið svipaður í mörg undanfarin ár eða allt frá 1989, en á sama tíma hefur aukning og breyting í starf- seminni orðið mikil, bæði hefur fjöldi sjúklinga aukist og nýjar að- gerðir teknar upp. Þeirn aukakostn- aði, sem þessu hefur fylgt, höfum við þurft að mæta með hagræðingu í rekstri," segir Pétur. Almenn hagræðing á sjúkrahús- um á landsbyggðinni auk endurskoð- unar á áherslum í rekstri og endur- skoðun á framlagi til ýmissa stofn- ana á landinu hefur skilað 400 millj- ónum kr. Loks hefur verið gerð al- „Ekki hefur gengið eins vel og best væri á kosið að taka á þessari aðhaldshlið þjónustunnar þar sem við mjög öfluga þrýstihópa er að glíma sem eiga greiðan aðgang að áhrifamönnum og hika ekki við að beita fyrir sig sjúklingum," segir heilbrigðisráðherra. „Tilvísunarkerf- ið er komið á í reynd, en kostnaðar- áhrifin fara ekki að segja til sín fyrr en 1. maí. Heimilislæknar geta því vísað á alla sérfræðinga fram að þeim tíma, en eftir 1. maí hættir rúmur helmingur þeirra að vinna fyrir Tryggingastofnun ríkisins. Við i getum ekki lögum skv. komið í veg fyrir það að þeir sjálfir taki ákvörð- un um að segja sig frá trygginga- kerfínu þannig að ef einhver er að svipta einhvern tryggingaréttinum, þá eru það þeir læknar, sem sagt hafa upp samningum við Trygginga- stofnun. Það má segja að þetta sé ígildi verkfalls. Við getum ekki stöðvað það að læknar framkvæmi verkfall með þessum hætti,“ segir Sighvatur. Ráðherrann hefur ekki trú á að sérfræðingar höfði mál á hendur sér vegna tilvísanakerfisins. „Þeir náttúrulega átta sig á því að ef þeir kjósa dómstólaleiðina og ef niðurstaða dómsins verður mér í hag, þá verða þeir að una þeirri niðurstöðu. Þá þýðir ekkert fyrir þá að halda áfram að ströggla, en þeir vilja bara una niðurstöðunni ef hún verður þeim í vil. Sérfræðingar hafa líka íhugað það. að skjóta málum sínum til annarra ráðherra. Þetta sýnir bara hvað þeir eru á hálum ís.“ Sigurður Björnsson, formaður Sérfræðingafélags íslenskra lækna, segir sérfræðinga að sjálfsögðu reiðubúna til að leysa vandamálið án dómstólaleiðarinnar. „Við höfum hinsvegar talað fyrir daufum eyrum ráðherra þrátt fyrir að hafa hrakið allar hans spár um sparnað með til- vísunarkerfinu. Við höfum fengið lögfræðing til að skoða lagalegar hliðar þessa máls, m.a. hvað það felur í sér að gefa hluta læknastétt- arinnar alræðisvald gagnvart öðrum Hægt er að lækka kostn- að og við- halda gæðum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.