Morgunblaðið - 12.03.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.03.1995, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 12. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ taver Færeyjar SKOTLAND 'SKOTLAND 1. Skagafjöröur - Langisjór 2. Langisjór - Skaftá 3. Skaftá - Álftaver ' / T“ j 4. Alftaver - Isle og Skye 5. Meö ströndinni ; í Caerlaverock 1. Skagafjöröur - Suöureyjar 2. Styrsta leiö aö strönd Skotlands og meö 'j ströndinni í ý'" Caerlaverock tegunda að fljúga jafn- vel heimsálfa á milli hef- ur lengi heillað áhuga- menn um náttúruna. Erfitt er að trúa því að kríli á borð við steindep- il fljúgi suðurtil Sahara og krían geri gott betur, fari alla leið til Suður- skautslandsins. Spum- Sá. siður margra fugla- ingar vakna og Guð- mundur Guðjónsson leitaði eftir nokkrum svörum með Ólafí Ein- arssyni fuglafræðingi. "vemig reiðir fuglunum af? Hvað ræður því að haldið er af stað? Hvernig rata fuglamir? Hvað fljúga þeir hátt? Hratt? Marg- ir saman, fáir eða stakir? Síðasta sumar vom tvær skagfirskar álftir merktar með þess háttar búnaðj að vísindamenn gátu fylgst með þeim um gervitungl. Um var að ræða samvinnuverkefni breskra og ís- lenskra vísindamanna undir forystu prófessors Pennyquick við dýra- fræðideild háskólans í Bristol. Alft- irnar tvær vora merktar með raf- eindabúnaði sem skilaði gögnum til móðurtölvu í Toulouse í Frakklandi. Var Náttúrufræðistofhun í stöðugu tölvusambandi við Toulouse meðan á mælingunum stóð. Þótt vitað sé að íslenskar álftir hafist að mestu við á Bretlandseyjum og írlandi á vetram var engu að síð- ur ýmislegt forvitnilegt sem kom upp úr dúmum. Álftin er stærsti fugl landsins, með vænghaf upp á 2,2 til 2,4 metra. Vænghafið er svipað og á hafemi, en örninn er bæði styttri og léttari fugl. Álftastofninn er ekki stór, að- eins um 19.000 fuglar að hausti, en margir halda álftina liðfleiri vegna þess hve áberandi fugl hún er og hvað hún á til að safnast í stóra hópa á afmörkuðum stöðum á haust- in og vorin. Megnið af álftastofnin- um flýgur suður til vetrardvalar á fyrrnefndum slóðum, en nokkur hundruð fuglar þreyja þorrann með landsmönnum og halda til á vissum stöðum, einkum á _________________ Suðvestur- og Suð- urlandi, t.d. Reykja- víkurtjöm, en einnig 100 til 200 fuglar á Mývatni. Ólafur Ein- arsson fuglafræð- ingur sagði mikla eftirvæntingu hafa ríkt þegar fréttist að álftirnar tvær sem merktar voru í Skagafirði hefðu tyllt sér niður á vetrarstöðvunum í Caerlaverock við innanverðan Solway-fjörð, skammt frá landa- mærum Skotlands og Englands, rúmum níu klukkustundum eftir að þær hófu hið stranga langflug frá Islandsströndum. Þær höfðu misst af strætó og urðu að bíða næsta rofs í lægðaganginum. október lögðu álftirnar síðan upp í hina ströngu ferð yfir hafið. Þær áðu á sjónum fyrir sunnan Isle of Skye, í svokölluðu Sound of Sleet á leið sinni og voru komnar á skoska jörð rúmlega níu klukkustundum eftir að þær lögðu af stað. „CDD hafði annan hátt á, hann hélt til ásamt maka sínum í Skaga- firði þar til um klukkan sex að morgni 26. október, að fuglarnir tóku sig upp og flugu rakleitt yfir hálendið, sömu leið og fyrri fuglarn- ir, áðu ekki, heldur héldu rakleitt á haf út og voru staddir yfir Meðal- landsbugt um klukkan ellefu. Um klukkan sex voru fuglarnir staddir um 50 sjómilur vestur af Suðureyj- um. Þar settust þeir á sjóinn og eyddu þar nóttinni. Morguninn eftir hófu þeir sig aftur til flugs og luku ferðinni til Caerleverock, friðlands WWT við Solway-fjörð.“ Staður, stund og veður ... Morgunblaðið/Ross Hesketh ÁLFTIN CDD kominn til vetrarstöðvanna í Caerlaverock í Skotlandi. Loftnet senditækisins sést greinilega. AÐ MERKINGU lokinni sleppa rannsóknarmenn síðan fjölskyldunni aftur út á Garðsvatn. Háfleygir fjölskyldufuglar? Ólafur sagði að fyrir valinu hefðu 'orðið fjölskyldufugiar með þekktar vetrarstöðvar á friðlandi Wildfould and Wetlands Trust, WWT, þannig að hægt yrði að endurheimta sendana á vetrarstöðvunum. „Það vora ýmsar spurn- ignar sem við vild- um fá svör við. Ekki hvað síst hversu hátt álftirnar flygju, en eina skiptið sem vísbending i þá veru hefur fengist var 9. desember 1967, er flugmenn í millilandaflugi sáu álftir á radar á leið frá íslandi til Skot- Iands. Þetta var úti af Suðureyjum og hæðin ótrúleg, 8.200 metrar. Þá vildum við fá upplýsingar um flug- leið álftanna og hvort þær tylla sér einhvers staðar niður á leiðinni. Flughraði og fleira kemur og upp í hugann. Við mörgu fengum við svör, en öðra ekki, en verkefninu er ekki lokið, senditækin verða sett á nýja fugla og þeim síðan fylgt aftur til íslands í vor. Eftir því sem ég vissi síðast hafði annað tækið þegar náðst. Það verður skemmtilegt að fylgjast með því dæmi, það eru álft- ir sem við vitum engin deili á,“ seg- ir Ólafur. Hvaða svör hafa fengist? „Til dæmis varðandi háflugið. Fuglarnir tveir, sem gengu undir nöfnunum CDD og JSC, flugu til Skotlands í aðeins 30 til 50 metra hæð og er það langur vegur frá 8.200 metrum. Það voru pínulítil vonbrigði, því það er draumurinn í þessum athugunum að hitta á há- flug. Orkulega á ekki að vera mögu- leiki fyrir álftir að ná slíkri hæð og gaman væri að fá um það vitneskju hvaða skilyrði þarf til að þær nái því. Það var einnig fróðlegt að fá upplýsingar um flughraðann, en hann var á hluta leiðarinnar 130 kílómetrar á klukkustund. Það tók fuglana aðeins rúmar níu klukku- stundir að komast yfir hafið og tylla sér á skoska grundu ,“ segir Olafur. Og hann heldur áfram; „Það var ennfremur athyglisvert að athuga atferli fuglanna hér á landi áður en þeir lögðu af stað. CDD verpti í Glaumbæjareyju og misfórst varpið í flóðum. JSC verpti aftur á móti við Garðsvatn og kom upp fimm ung- um ásamt maka sín- um. Fuglarnir höfðu hvor sinn háttinn á. „Ef við bytjum á JSC, þá hélt parið til á varpstöðvunum fram á haust. Þann 16. október tóku fuglarnir sig hins vegar upp, flugu inn Skagafjörð, yfir Sprengisand og höfðu sólar- hringsviðdvöl við Langasjó. Síðan höfðu fuglarnir sólarhringsviðdvöl við Skaftá nærri Eldgjá, en frá 19. október dvöldu þeir á túnum í Land- broti. Um fimm leytið að morgni 26. Athygli vekur, að fuglarnir leggja í ferðina miklu á sama morgni þótt þeir séu staddir hvor í sínum lands- hluta. Hvað veldur? „Það er veðurfarið. Fuglarnir bíða eftir norðlægum áttum og háþrýsti- svæði. Þetta haust var mikill lægða- gangur fram eftir öllum október, sem sagt stöðugur mótvindur fyrir fugla á suðurleið, en þennan morgun birti upp og skipti loks um átt. Þá taka farfuglar sig upp og flykkjast af stað, ekki bara álftir. Þá er tíma- setningin athygliverð, fuglarnir virð- ast kjósa dagsbirtu, samanber að lagt er upp í býtið og þeir setjast á sjóinn til hvíldar og eyða þar nótt- inni. „Til marks um þetta má geta þess, að ég var staddur skammt frá Vík í Mýrdal næsta dag og sá þá álftahópa leggja í hann. Það var síðdegis og hóp- arnir snera við. Veðrið var að breyt- ast aftur, lægð að koma inn. Þær höfðu misst af strætó og urðu að bíða næsta rofs í lægðaganginum. Þannig er fartíminn breytilegur, allt eftir því hvernig viðr- ar. Það getur dregist lengi vel, dæm- ið frá 1967 er frá desember. Trúlega hafa það þó verið álftir af suðaustur- horninu, en þær hafa tilhneigingu til að fara ekki fyrr en það virkilega farið að þrqngja að þeim og fijósa undir þeim.“ Komnar á skoska jörð rúmlega níu klukku- stundum eftir að þær lögðu af stað. Hjaltlands- cyj" ^ Orkneyjar Hjaltlands cyjar Orkneyjar * 500 km

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.