Morgunblaðið - 12.03.1995, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 12.03.1995, Blaðsíða 38
38 SUNNUDAGUR 12. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Heldur þú að hundar breytist Ég er viss um að þeir gera það. Ég sé ekki smáa letrið lengur með aldrinum eins og fólk? eins vel og áður. BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Opið bréf til Gunnars Kvaran, forstöðumanns Kjarvalsstaða Frá Sverri Ólafssyni: í sjónvarpsviðtali á Stöð 2 22. febrúar sl. varst þú, Gunnar Kvaran m.a. spurður um „valdastöður þínar og einræðis tilburði" í íslensku menningarlífi. Þú vildi lítið úr þeim völdum gera og kallaðir gagn- rýnisraddir „gaml- an söng og tuggur, sem þú hefðir áður heyrt“. Áður hefur þú látið þér um munn fara jafn Sverrir fráleitan málflutn- Ólafsson jng 0g ag segja að gagnrýnisraddir séu „að leita sér að athygli", eða að allir þeir sem eitthvað hafa um þessi mál að segja, séu „undirmálsfólk í listum“. Mál- flutningur af þessu tagi, er þér ekki sæmandi og vona ég að þér fari að verða það ljóst. í fyrrnefndum þætti sást þú þér ekki fært að svara athugasemdum mínum með öðrum hætti en að ofan er gefið. Því vil ég freista þess nú, að þú gerir þjóðinni opinberlega grein fyrir eftirtöldum atriðum. Hefur þú jafnframt opinberu embætti þínu sem forstöðumaður Kjarvalsstaða, verið: Formaður stjómar Listasjóðs atvinnulífsins og hefur þú komið nærri kaupum sjóðs- ins á listaverkum? Eftir hvaða lista- mann hafa verið keypt verk? Listr- áðgjafi Flugleiða við kaup á verkum og stofnun listasafns fyrirtækisins? Hefur þú stofnað og rekið fyrirtæk- ið íslensk listmiðlun, á meðan þú hefur verið í starfi á Kjarvalsstöð- um? Hefur „íslensk listmiðlun“ stað- ið að sölu listaverka til ríkisins og/eða annarra aðila? Hvaða lista- menn hafa verið skjólstæðingar fyr- irtækisins? Situr þú í Korpúlfsstaða- nefnd ásamt félaga þínum úr „ís- lenskri listmiðlun“? Stýrir bróðir þinn og meðeigandi í „íslenskri listmiðlun", Ólafur Kvaran, sýning- um Norræna hússins, samhliða starfi sínu við Norrænu ráðherra- nefndina í Kaupmannahöfn? Er Ól- afur jafnframt forstöðumaður Lista- safns Einars Jónssonar (í leyfi frá störfum). Hefur þú fmmkvæði að listaverkakaupum Reykj avíkurborg- ar? Hefur þú verið dómnefndarmað- ur og/eða ráðgjafi í helstu list- skreytingasamkeppnum borgarinn- ar, svo sem um listaverk í hið nýja ráðhús Reykjavíkur og útiverk við Borgarleikhús? Hveijir hafa unnið þær samkeppnir? Hefur þú umsjón með Ásmundarsafni og einkasýn- ingum þar? Hveijir hafa sýnt þar? Hefur þú setið í svokallaðri „bienna- lnefnd“ menntamálaráðuneytisins, jafnframt starfí þínu á Kjarvalsstöð- um? Úthlutaðir þú þaðan sýningar- tækifæmm erlendis til listamanna? Hvaða listamanna? Hefur þú áhrif á það hvaða íslenskir listamenn fá sýningartækifæri erlendis á vegum Kjarvalsstaða? Hvaða núlifandi listamenn hafa fengið slík tækifæri? Hefur þú áhrif á það hvaða lista- menn fá boðssýningar á Kjarvals- stöðum, starfslaun og styrki frá Reykjavíkurborg? Hefur þú áhrif á það hvaða íslenskir iistamenn fá erlenda „listspekúlanta" til að skoða verk sín, eða sitja allir listamenn við sama borð? Eru það oft sömu listamenn (svokallað „landslið") sem sitja í fyrirrúmi um slík tækifæri? Boðaðir þú ýmsa fyrirmenn í at- vinnulífinu á þinn fund á Kjarvals- stöðum, þar sem þú lagðir fram lista yfir þá listamenn, sem þeir ættu að kaupa verk eftir? Eru þetta eðlilegar starfshættir safnstjóra í opinbem embætti? Vilt þú upplýsa þjóðina um nöfn þessara „yfirburða" lista- manna og rök þín fyrir þeirri fullyrð- ingu? Hver er ástæðan fyrir því að gagnrýnendur á störf þín í hópi listamanna sitja ekki við sama borð og aðrir listamenn hjá þeim stofnun- um og fyrirtækjum sem þú vinnur fyrir? Eru það eðlilegir stjórnar- hættir á sama tíma og skoðana- og tjáningafrelsi er í stjómarskrá talið til fæðingarréttar hvers manns? Hefur þú einhverntíma reynt að hafa áhrif á val Ríkissjónvarpsins á „Listamanni vikunnar"? Fylgir sú ábyrgð starfí forstöðumanns Kjarv- alsstaða? Er það eðlilegt starfssvið þitt sem forstöðumanns Kjarvals- staða, að veita einstaklingum og einkafyrirtækjum listráðgjöf? Meiri valddreifingu Ég er þeirrar skoðunar að borgar- yfirvöld verði að hluta til að bera þann kross að hafa ekki afmarkað betur starfssvið þitt og siðferðilega eðlilegt umfang þess. Vissulega hef- ur þú gert ýmsa góða hluti á Kjarv- alsstöðum og það ber að þakka en það þýðir ekki að störf þín séu haf- in yfir gagnrýni. Getum við ekki verið sammála um það, Gunnar, að eðlilegra sé í svo smáu samfélagi að dreifa völdum á fleiri aðila og þannig stuðla að því að íslensk lista- saga verði ekki gerð að einlitri lyga- sögu um stórasannleik, heldur fái hin raunverulega flóra íslenskra lista að sjá dagsins ljós? Hér á landi era fjölmargir einstaklingar sem era að minnsta kosti jafnhæfir þér til að meta stöðu og gæði lista, enda er það mat vægast sagt ákaflega afstætt. Ég vona að þú sjáir þér fært að upplýsa þjóðina undan- bragðalaust um ofangreindar at- hugasemdir. Að öðrum kosti er eins líklegt að þú þurfir lengi enn að hlusta á það sem þú kallar „gamla sönginn" og „tugguna“. Þessar athugasemdir eru byggðar á heimildum frá: Menntamálaráðu- neytinu, Reykjavíkurborg, starfs- mönnum Flugleiða, Sýslumanns- embættinu í Reykjavík, starfsmönn- um Rúv-sjónvarp, Listskreytinga- sjóði ríkisins og Menningarmála- nefnd Reykjavíkur. SVERRIR ÓLAFSSON, listamaður. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í Gagnasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari þar að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.