Morgunblaðið - 12.03.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.03.1995, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 12. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Sverrir NEMENDUR á öllum aldri geta tekið þátt í tölvusamskiptum, en 11-12 ára eru þau orðin sjálfbjarga. Spjallað saman á tölvum „ Morgunblaðið/Kristinn LÁRA Stefánsdóttir var á kafi í viðskiptum þegar hún lenti fyr- ir tilviljun í tölvunámi. Nú sameinast áhugamálin og starfið í því að koma nemendum og kennurum áleiðis inn í spennandi tölvusam- skipti landshluta og landa á milli. 90% grunnskóla landsins hafa aðgang að íslenska mennta- netinu og ættu þar með að geta komist í samband við nem- endur úti í heimi. Hildur Fríðríks- dóttir komst þó að því að engin skóla- stefna er til um upp- lýsingatækni á Is- landi og því er alfarið undir kennurum og skólastjómendum komið hvort nemend- ur geta nýtt sér þessa tækni í skólastarfínu. AHVERJU lifir fólk í Tas- maníu? Hvemig er að vera barn í stríðshijáðu landi? Hvað er „orag- ami“? Eru indíánar í raunveruleik- anum eins og þeir eru sýndir í kvik- myndum? Svör við spumingum eins og þessum þurftu nemendur til skamms tíma að leita að í bókum en nú hafa þeir tækifæri til að fá þau beint frá viðkomandi án þess að hafa nokkurn milligöngumann. Rúmlega 90% allra grunnskóla iandsins eru tengdir töivunetinu íslenska menntanetinu (ISMENNT) og þar með Intemeti. Það sorglega er að aðeins hluti nemenda hefur aðgang að netinu vegna þess að hveijum skóla er í sjálfsvald sett hvort hann sinnir tölvusamskiptum eða ekki. Lára Stefánsdóttir, kennslustjóri íslenska menntanetsins, er gagn- rýnin á hversu stefnulaust nám í tölvunotkun er á íslandi. „í náms- skrám grunn- og framhaldsskóla er ekki tekið á tölvunotkun í al- mennu námi. Það er þó ekki hægt að segja að ekkert sé fjallað um tölvur í skólum því við skilgreinum eitthvað sem heitir tölvufræði sem er allt annað“. Engin skólastefna „Þar sem ég þekki til á Norður- löndum er fyrir hendi skólastefna um tölvunotkun og upplýsinga- tækni,“ segir hún um leið og hún teygir sig i danska bók um áætlan- ir í upplýsingasamfélaginu árið 2000, þar sem við sitjum á þröngri skrifstofu hennar uppi í risi á Kenn- araháskólanum. „Norska þingið hefur einnig gef- ið út ályktun sem fjallar um málið og hér er ég með bækling um stefnu sænskra skóla. Þetta þýðir þó ekki að við stöndum öðrum Norðurlanda- þjóðum neitt að baki varðandi tölvu- samskipti í námi. Við þurfum að takast á við hvern- ig tölvur nýtast í bókmenntum, móðurmáli, samfélagsfræði og fleiri greinum," segir hún og bendir á að menntakerfið þurfí að breytast til samræmis við samfélagið. Þeir tímar séu liðnir að fólk geti lært sína iðn og haldið óbreyttum vinnu- brögðum meira og minna alla ævi. „Nú kemur fólk ekki fulinuma úr skóla heldur er það sífellt að bæta við þekkinguna. Mín skoðun er sú að þjálfa þurfi hæfileikann til að læra og að leita sér upplýsinga til dæmis á bóka- safni eða í tölvuneti." - Nú býður Námsgagnastofnun upp á rúmlega 90 kennsluforrit. Er um sömu skóia að ræða sem nýta þessi forrit og nota menntanet- ið meðan aðrir skólar gera það ekki? „Já,“ svarar Lára og kinkar kolli. „Það fer algjörlega eftir kennurum hvort þeir nota tölvu til kennslu eða ekki. Kennarasambandið styrkti heimsóknir í alla skóla þannig að sem flestir hefðu möguleika á að tengjast netinu og Reykjavíkurborg sá til þess að þrír kennarar frá öll- um skólum í Reykjavík fengju fjög- ur námskeið til að læra að vera með samskiptaverkefni. Það luku ekki allir skólar við þessi námskeið og við sjáum greinilega fylgni milli áhuga kennara og notkunar nem- enda. Sumir kennarar vinna sjálfir við tölvurnar en telja sig ekki hafa tíma né búnað til að hleypa börnunum að tölvunum. Varðandi búnað tel ég þetta ekki vera rétt, því kennari með eina tölvu og eitt módem getur gert miklu meira en kennari með 15 tölvur og tvö módem. Það er alveg ótrúlegt að sjá hvað sumir kennarar geta gert og gefa sér tíma til að vinna með nemendum." Hún bendir einnig á að tölvusam- skipti veki áhuga nemenda á að afla sér upplýsinga og koma þeim á framfæri. „Ef spurning kemur til dæmis frá nemanda úti í heimi hvers vegna eldijöll gjósa og þau vita ekki svarið eru þau fljót að fletta því upp. Þau þurfa einnig að fletta upp í orðabókum og ég passa mig til dæmis alltaf á að vera mjög fáfróð þegar ég er að aðstoða þau,“ segir Lára og hiær við. Hvað er „oragami"? Tölvusamskipti snúast ekki ein- göngu um háalvarleg efni og tekur Lára dæmi af kennara sem kom til hennar og kvaðst hafa mikinn áhuga á „oragami“. Hún segist hafa komið af fjöllum og spurt hvað það væri. „Það er að bijóta pappír í listaverk," svaraði kennarinn. „Eg leitaði síðan í tölvunni að . „oragami" og áður en ég vissi af var ég komin á kaf í þessi pappírs- brot með nýjustu myndimar á skjánum.” - Gerið þið eitthvað til að hvetja einstaka skóla til að taka upp tölvu- samskipti? „Nei, við látum þá alveg um frumkvæðið, en ef þeir leita sam- starfs þá erum við meira en tilbúin. Þá bendum við á allt möguiegt sem tölvusamstarf býður upp á.“ Tölvusamskiptin sem Lára talar um meðal grunnskólanemenda heit- ir KIDLINK og var stofnað af Norð- manninum Odd de Presno, sem jafnframt er stjórnandi verkefnis- ins. Undir KIDLINK falla ýmsir flokkar, hver með sínu nafni, en íslenskir nemendur geta komist í samband við rúmlega 30.000 börn í ff6 löndum. „Við byggjum þetta upp á póstlistum og svipar KID- LINK að vissu leyti til venjulegs skóla, þar sem mismunandi þáttum er sinnt á mismunandi stöðum,“ segir hún. „Hugsjón okkar varðandi KID- LINK er að börn víðs vegar um heim kynnist hvert öðru og ólíkum menningarheimum. Með því von- umst við til að þau læri að skilja hvert annað og verði þar af leið- andi ólíklegri til að fara í stríð eða fordæma ólíka kynþætti.“ Clinton neitað um aðgang Lára segir til dæmis mjög áber- andi hvað Bandaríkjamenn verði hissa þegar þeir uppgötva að það hugsa ekki allir eins og þeir. Hún tekur dæmi af því þegar Clinton Bandaríkjaforseti vildi komast inn á netið en fékk neitun frá henni og samstarfsmönnum hennar í Dan- mörku, Perú og víðar. „Clinton vildi fá að skrifa þakkar- bréf á KIDCAFE-rás til barna í New Hampshire sem bökuðu kökur í því skyni að bjarga fjárlagahalla landsins. Aðgangur að KIDCAFE er bannaður eldri en 15 ára svo að við tilkynntum að hann væri of gamall. Bandaríkjamenn urðu óskaplega hvumsa og ruglaðir í rím- inu, því um var að ræða forseta Bandaríkjanna. Eftir mikið þref og fjölda bréfaskrifta endaði með því að við sýndum skilning á mikilvægi málsins og Clinton fékk að senda börnunum bréf.“ Einnig í framhaldsskóla - KIDLINK er fyrir nemendur upp að 15 ára en tekur eitthvað annað við í framhaldsskóla? „Já, þar eru unnin sérhæfðari verkefni. Nefna má dæmi eins og sameiginlega könnun íslenskra og japanskra nemenda á eiturlylja- notkun unglinga. Nemendur MH komust í beint samband við indíana af ýmsum ættflokkum, sem flestir stunduðu nám í háskólum í Banda- ríkjunum og Kanada. Með því feng- ust svör við alls kyns spurningum varðandi lífshætti þeirra bæði fyrr og nú, sem ekki var hægt að finna í bókum. Einnig var eldri kona nemandi hjá mér í Fjölbrautarskólanum í Armúla, sem hafði mikinn áhuga á unglingum í erfiðleikum. Það varð úr að bandarískur skóli fékk hana

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.