Morgunblaðið - 12.03.1995, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 12.03.1995, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 12. MARZ1995 MORGUNBLAÐIÐ Frábært tækifæri Til sölu vel þekkt veitingahús, miðsvæðis á besta stað. Sæti fyrir 70 manns. Góður tími framundan. Öll leyfi og áhöld fylgja. Verði stillt í hóf, aðeins 2,9 millj. Góð kjör. Áhugasamir sendi afgreiðslu Mbl. nafn, heimilisfang og símanúmer, merkt: „Q — 2304". KD-P pc«ss: Korið hjá okkur í Kópavogi Q%a//</óv<i I hársnyrtistofunni sem við vorum að opna í Hamraborginni er lögð áhersla á vandaða vinnu á góðu verði fyrir jafnt konur, karlmenn og börn. Opið til kl. 18 mán. þrið. og mið. fimm. til kl.22, föst. til kl. 19 og laugardaga frá kl. 10-16. Sama verð alla daga opn til 19 KDPPt^ SKorið HÁRSNYRTISTOFA Hamraborg 10 • Sími 564 3933 klippihlipp klipplklipp Ulpplkllpp 1995 1987 > œ TILBOÐ A Ef þú klippir út þennan miða og kemur með hann á Hard Rock, kaupir einn hamborgara færðu annan frían. Drykkir undanskildir. kllpplklipp Gildir alla sunnudaga og mánudaga janúar, febrúar og mars '95, klippikhpp kllppikllpp HAM BORGARATILBOÐ Gildir alla sunnudaga og mánudaga í janúar, febrúar og mars '95 TVEIR FYRIR EINN IDAG Með morgunkaffinu Ást er ... ... að kúra saman undir teppi. TM Bog. U.S. Psrt. OfL — aH rights resorvod (c) 1995 Lo» Ang*tas Times Syndicato heldur alltaf fyrir munn- inn þegar þú hóstar, amma. Það er til að fölsku tennurnar fjúki ekki út úr þér. SKÁK U m s j ð n Margeir Pétursson ÞESSI staða kom upp í 1. deildarkeppninni um síð- ustu helgi. Sigurður Daní- elsson (1.965), Skáksam- bandi Vestfjarða, hafði hvítt og átti leik gegn Har- aldi Baldurssyni (1.945), Taflfélagi Kópavogs. Svartur lék síðast 31. - Re7-d5. Sjá stöðumynd Hvítur hefur fómað manni fyrir sóknar- færi og fann nú glæsi- lega leið sem hefði a.m.k. átt að duga til jafnteflis: 32. Rg6+! - fxg6 33. Hh7+! - Kxh7?? (Eftir 33. - Kg8 á hvítur ekki neitt bera en að þráskáka með 34. Hg7+ - Kh8 35. Hh7+) 34. Da7+! og svartur gafst upp, því langdræg drottn- ingin mátar hann á g7. Vestfírðingar sýndu einna mest tilþrif í seinni hluta deildakeppninnar og er þessi skák gott dæmi þess. Ekki dugði þetta þó til að verjast falli, en það er ólík- legt að dvöl þeirra í annarri deild verði löng. Það hlýtur þó að reyna éitthvað á sam- stöðuna þegar „mannaveið- arar“ fýrstudeildarfélag- anna fara af stað í haust. D-sveit Taflfélags Reykjavíkur, skipuð ungl- ingum, sigraði í annarri deild. Fyrir hana tefldu þeir Jón Viktor Gunnarsson, Bragi Þorfínnsson, Berg- steinn Einarsson, Bjöm Þorfinnsson, Torfí Leósson, Árni R. Árnason, Janus Ragnarsson og Guðjón H. Valgarðsson. En þar sem TR hefur þegar tvær sveitir fyrir í 1. deild gat D-sveitin ekki flust upp. Sá frami kom í hlut B-sveitar Skák- félags Akureyrar sem varð í öðru sæti í 2. deild. Fyrir hana tefldu Þór Valtýsson, formaður SA, Kári Elísson, Jakob Kristinsson, Magnús Teitsson, Reimar Péturs- son, Siguijón Sigurbjörns- son, Bjami Einarsson, Smári Ólafsson og Júlíus Björnsson. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Kettir í Kattholti SIGRÍÐUR í Kattholti hefur stundum samband við Velvakanda til að minna á alla heimilis- lausu kettina sem dvelj- ast í Kattholti. Hún segir þá af öllum stærðum og gerðum og á öllum aldri, sumir eru jafnvel eyrna- merktir þannig að það fer ekkert á milli mála að þeir em heimilisketti. Fólki er eindregið bent Tapað/fundið Taska tapaðist á 22 BRÚN taska með hliða- ról tapaðist á skemmti- staðnum 22 á Laugavegi föstudaginn 3. mars sl. Hafi einhver fundið tösk- una er hann beðinn að hringja í síma 620728. á að hafa samband upp í Kattholt hafl það tapað ketti því margir sem fínna þá hafa ekki að- stöðu til að hafa kettina hjá sér og fá athvarf fyr- ir þá í Kattholti. Þess má þá einnig geta að Kattavinafélag ís- lands heldur aðalfund sinn í Kattholti, Stangar- hyl 2, sunnudaginn 19. mars kl. 14. Hjólkoppur tapaðist TAPAST hefur hjólkopp- ur af Chiysler Saratoga á leiðinni frá Breiðholti og að Seltjamamesi, lík- lega síðast í janúar. Hafi einhver fundið koppinn er hann vinsamlega beð- inn að hringja í síma 676116. Lóa. Fundar- laun. COSPER VIÐ þurftum að selja bílinn, svo núna er hann að þjálfa sig í að ganga. Víkveiji skrifar... HLUTFALL eldra fólks í ibúa- tölu landsins hækkar stöð- ugt. En rödd þess er ekki hávær í þjóðmálaumræðu. Sjötíu og fjögurra ára kona, sem býr ein í eigin íbúð, hringdi í Vík- veija á dögunum. Hún sagði það af hinu góða ef fullorðnu fólki væri gert kleift að búa í eigin íbúð- um eins lengi og kostur væri. En á skorti sitt hvað í þeim efnum. Viðmælandi Víkverja ræddi einkum aðstæður sínar vetrarmán- uði, þegar snjór hleðst upp í húströppum og aðkeyrslum. Eldra fólk, eins og hún, hefði margt hvert ekki burði til að moka snjó frá dyrum sínum. Það væri nánast í stofufangelsi, dögum og vikum saman. xxx TVISVAR í mánuði kemur hús- hjálp til konunnar. Þótt það sé ekki í verkahring húshjálpar að moka snjó af tröppum konunnar gerir hún það engu að síður. Eftir sem áður er hún nánast í húsfjötr- um langtímum saman þegar Vetur konungur hleður niður sjó. Kemst ekki af bæ, hvernig sem á stendur. Viðmælandi Víkveija velti því fyrir sér, hvort borgaryfirvöld gætu komið til móts við eldri borg- ara, að -þessu leyti, á sama hátt og ruddar væru götur og gang- stéttir fyrir fólk með fulla burði. Hún spurði til dæmis, hvort ekki væri hægt að manna sorphreinsun- arlið borgarinnar með þeim hætti að það gæti sinnt þessum verkum fyrir fólk komið yfir ákveðinn ald- ur. Þessu sjónarmiði er hér með komið á framfæri. xxx VIÐMÆLANDI sagði nauðsyn- legt fullorðnu fólki að hafa næga hreyfingu. Það væri mikil- vægur þáttur endurhæfingar og þess að láta sér líða þokkalega. Á nokkrum stöðum í borginni er boð- ið upp á þjónustu af þessu tagi en Vetur konungur er oft Þrándur í Götu „ferðafrelsis“ hinna fullorðnu sem fyrr segir. En vilji er allt sem þarf, sagði þessi hressi eldri borgari. Útvarp og Sjónvarp bjóði upp á leiðbein- ingar um holla hreyfingu í heima- húsum. Þessvegna getur jafnvel fullorðið fólk, sem Vetur konungur heldur í „stofufangelsi“, brugðið fyrir sig betri fæti og stundað sitt hopp og hí, þegar vilji þess stendur til. XXX JÓRÐA MÁLIÐ sem bar á góma í spjalli Víkveija og viðmælanda hans var afkoma hinna öldruðu, sem hafa ekki vinnulaun og margir hveijir tak- markaðar ráðstöfunartekjur. Aldraðir eru að vísu stækkandi kjósendahópur. Og verða trúlega áhrifaafl þannig séð. En þeir hafa ekki sambærilegt vopn og verk- fallsrétt í höndum. Samtök þeirra hafa ekki gert sig nægilega gild- andi sem hagsmunavörn. Þannig hafa lífeyrisfjármunir hinna öldnu verið þrískattlagðir: fyrst sem ið- gjöld, síðan sem lífeyrir og loks með skerðingu á bótum Almanna- trygginga! Nú er víst meiningin að iðgjöld til lífeyrissjóða verði á ný skatt- frjáls. Það er af hinu góða. En gamalt fólk sem taldi sig vera að „kaupa“ tilteknar „bætur“ með sérstökum iðgjöldum til Almanna- trygginga í „den tid“ og síðan í sköttum starfsævina alla, situr væntanlega áfram uppi með skatt- skyldan lífeyri (sem er ávöxtun sparnaðar á sama tíma og ávöxtun annars sparnaðar er skattfrjáls) - og skertar bætur Almannatrygg- inga að auki! Viðmælandi Víkveija taldi sig verr setta nú en fyrir nokkrum árum, þegar skattskerðing öldrun- artekna hefur hesthúsað sinn hlut. xxx STUNDUM er menning þjóðar mæld á þann mælikvarða, hvern veg hún býr að hinum öldr- uðu, sem lokið hafa starfsævi sinni í samfélaginu. Skattmenn allra stjórnmálaflokka mættu hafa það í huga. Sem og að aldraðir eru laundijúgur kjósendahópur. ítem að svo lengi má brýna deigt járn að bíti!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.