Morgunblaðið - 12.03.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.03.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Húgó litli í hremm- ingum KVIKMYNPIR Háskólabíö, Borgar- bíó, Akureyri Skógardýrið Húgó k ~k Leikstjóri Stefan Fjeldsm;irk og Fleming Quist Möller. Handrit Flem- ing Quist Möller. Tónlist Anders Koppel. Söngvar Henrik Ley og Sör- en Kragh-Jacobsen. Leikraddir Edda Heiðrún Backman, Jóhann Sigurðar- son, Jóhanna Jónas, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Magnús Ólafsson, Lísa Pálsdóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir, Þórhallur Sigurðsson. Danska kvik- myndasafnið, Norræni kvikmynda og sjónvarpssjóðurinn, o.fl. Egmont Film. Dönsk teiknimynd. 1993. AÐALPERSÓNAN í þessari danskættuðu teiknimynd er Húgó, fjallhresst kvikindi, e.k. sambland af hundi, ketti og bjarnarunga. Honum líkar vel lífið í frumskógin- um þar sem hann þarf ekki annað en að teygja sig eftir fæðunni og prakkarast með vinum sínum apa- köttunum Zikk og Zakk. Þá kemur leikkona nokkur fræg og fordekruð til sögunnar og vill fá Húgó í gæludýrasafnið sitt. Svo leikurinn berst til borgarinnar þar sem frum- skógardýrið kann ekki fótum sín- um forráð en fær tilsögn hjá yrð- lingnum Rítu sem kemur honum aftur áleiðis heim. Lítil, einföld, frekar snotur mynd sem ætluð er ungum börn- um, svona á óvitaaldrinum. Hinum þarf svo sem ekki að leiðast, en hætt er við þeim þyki heldur lítið koma til söngva og dansa þeirra Húgós og félaga, eftir hveija af- burða Disneymyndina á fætur ann- arri á undanförnum árum. Það vantar tilfinnanlega meira fjör, lit- ríkari atburðarás og líflegri söngva til að að heilla eldri börn, að mað- ur tali ekki um fullorðna. Aðal myndarinnar er íslenska talsetn- ingin sem tekist hefur afar vel - að venju, og ástæðulaust að taka eina röddina fram yfir aðra. Mynd- ir fyrir yngstu kvikmyndahúsa- gestina eru fágætar en hér er kom- in ein slík, það leyndi sér ekki á undirtektunum. Sæbjörn Valdimarsson Fylgstu meb í Kaupmannahöfn Morgunblabib fæst á Kastrupflugvelli og Rábhústorginu JW*ri0imMaM& -kjarni málsins! - kjarni málsins! SUNNUDAGUR 12. MARZ 1995 17 VOLVO 440/460 ÁRGERÐ 1995 Volvo 440/460 kostaði frá 1.448.000 kr. en kostar nú frá: Nú er rétti tíminn til aö kaupa Volvo 50.000 kr. verðlækkun og bílarnir hafa aldrei verið betur búnir! Volvo öryggi og ending á þessu verði slær allt annað út! Sumir eiga erfitt með að skilja hvernig hægt er að bjóða svo vel búna bíla frá Volvo á þessu verði. Svarið er einfalt, staða gjaldmiðla, hagstæðir samningar og nú síðast tollalækkun gerir okkur kleift að bjóða svo lágt verð. Og við látum viðskiptavini okkar njóta allra mögulegra verðlækkana. Notaðu tækifærið og kauptu Volvo öryggi og endingu meðan verðið er svona lágt. Ótrúlega vel búinn! Vökvastýri, samlæsing, pluss áklæði á sætum, armpúði milli framsæta, veltistýri, stillanleg hæð sæta, bílbeltastrekkjarar, sjálfvirk hæðarstilling bílbelta, hemlaljós í afturglugga, þokuljós í vindskeið að framan, dagljós, fellanlegt aftursætisbakl/3-2/3, litaðir stuðarar, hliðarspeglar stillanlegir innanfrá, ljós í ræsi, læst bensínlok, upphituð framsæti, vasi aftan á sætum, sílsahlífar, litað gler, 185/65R14 dekk/14" felgur, heilir hjólkoppar, stærri gerð varadekks.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.