Morgunblaðið - 12.03.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.03.1995, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 12. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ 't i VIKAN 5/3-11/3. ►Einn helsti forystumaður Hægriflokksins í Noregi tel- ur rétt að bjóða íslending- um 30 þúsund tonna þorskk- vóta í Barentshafi til flmm ára, meðan þorskstofninn við ísland sé byggður upp að nýju. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra segir þessa tillögu mjög áhuga- verða. ►Dótturfyrirtæki Eimskips í Hollandi keypti á fimmtu- dag 80% hlutafjár í hol- lensku flutningsmiðlunar- fyrirtæki sem rekur vöru- dreifingarmiðstöð og skrif- stofu nærri höfninni í Rott- erdam. Bakki hf. fær Ósvör hf. BÆJARSTJÓRN Bolungarvíkur sam- þykkti á föstudag endumýjað kauptil- boð rækjuverksmiðjunnar Bakka hf. í Hnífsdal í eignarhlut bæjarins í Ós- vör hf., en eldri áætlanir um þau kaup höfðu runnið í sandinn fyrr í vikunni, þegar nokkrir aðilar í Bol- ungarvík keyptu óseld hlutabréf í Ósvör hf. í nafni fyrirtækisins Heima- afls hf. Nokkrir hluthafar í Ósvör hf. sem vora óánægðir með að kaup Bakka hf. færa út um þúfur, buðu eigendum fyrirtækisins samkomulag um myndun nýs meirihluta með kaup- um á hlut bæjarins. Reiknað er með að fyrirtækið eigi kost á 80-90 millj- óna kr. Vestfjarðaaðstoð. ►Tillaga átta fyrrum for- manna Lögfræðingafélags íslands um að hætta þátt- töku í Mannréttindaskrif- stofunni, var samþykkt á aðalfundi þess.Fráfarandi formaður LMFÍ segir það nú eina lögmannafélagið í heiminum utan einræðis- ríkja, sem gert hafi stjórn sína umboðslausa til að tjá sig um mál er mestu skipti varðandi réttaröryggi borg- ara í landinu. ►íbúar á snjóflóðahættu- svæðinu í Hnífsdal íhuga að kanna réttarstöðu sína gagnvart Ofanflóðasjóði fyrir dómstólum, reynist sjóðurinn vanbúinn eða óviljugur til að kaupa fast- eignir þeirra. íbúarnir eru staðráðnir í að búa ekki á svæðinu næsta vetur. ►Kona í Reykjavík vann 18 milljónir króna í Happ- drætti Háskóla íslands á föstudagskvöld. Hún átti alla aðalvinningsmiðana með sama númeri auk trompmiða. Segja tilvísanir lögbrot SÉRFRÆÐINGAR segja að í bráða- birgðaniðurstöðum lögfræðiálits sem fyrir þá var unnið, komi fram að heil- brigðisráðherra hafi brotið lög með útgáfu reglugerðar um tilvísanakerf- ið. Formaður Sérfræðingafélags ís- lands segir þá ekki hafa neinn áhuga á málaferlum á hendur íslenska rík- inu, en áskilur sér rétt til málsóknar, náist ekki samkomulagi um breyting- ar á reglugerðinni. Heilbrigðisráð- herra segir fráleitt að reglugerðin feli í sér lögbrot og að hann óttist ekki lögsókn af hálfu sérfræðinga. Hagnaður Flugleiða HAGNAÐUR af starfsemi Flugleiða varð um 260 milljónir á seinasta ári en árið þar á undan varð 305 milljóna króna tap. Þessu til viðbótar hagnað- ist fyrirtækið verulega á sölu flugvél- ar og dótturfélags. Heildarskuldir þess voru 17,5 milljarðar í árlok 1994, sem er betri staða en 1993. Boeing 757 vél fyrirtækisins ofreis í flugtaki i Lúxemborg á miðvikudag og snerti stélið flugbrautina. Engan sakaði. Grálúðustríð KANADÍSK strandgæsluskip færðu í gær, laugardag, spænska togarann Estai til hafnar í St. John’s á Ný- fundnalandi en hann var tekinn að grálúðuveiðum í fyrradag á umdeild- um miðum rétt utan kanadísku lög- sögunnar. Kanadamenn boðuðu máls- höfðun gegn skipstjóranum og hótuðu að taka fleiri togara sem staðnir yrðu að veiðum á miðunum. Evrópusam- bandið (ESB) brást ókvæða við töku togarans og hótaði að grípa tii refsiað- gerða gegn Kanada. Kanadískir emb- ættismenn sögðu að svo virtist sem taka togarans hefði borið tilætlaðan árangur, því 14-18 spænskir togarar hefðu hætt veiðum og haldið sig utan miðanna í gær. Ovissa um ERM og ólga í gengismálum SKIPTAR skoðanir eru um hvaða áhrif gengislækkun spænsku og port- úgölsku gjaldmiðlanna, sem ákveðin var sl. mánudag, hefur á framtíð Gengissamstarfs Evrópu (ERM) og áform um sameiginlegan gjaldmiðil Evrópusambandsríkjanna (ESB). Evrópskir sérfræðingar í gengismál- um voru nær sammála um að bæði gengissamstarfið og sameiginlegur gjaldmiðill væru hugsanlega úr sög- unni en utanríkis- og fjármálaráð- herrar ESB-ríkjanna lýstu hins vegar gagnstæðri skoðun. Mikil ólga hefur verið á gjaldeyrismörkuðum í vikunni vegna mikillar lækkunar Bandaríkja- dollars og veikrar stöðu hans gagn- vart japanska jeninu og þýska mark- inu. Seðlabankar austan hafs og vest- an reyndu að styrkja hann með mikl- um dollarakaupum og vaxtahækkun- um. ► JACQUES Chirac eykur stöðugt forskot sitt fyrir frönsku forsetakosningarn- ar, samkvæmt skoðana- könnunum. Ahrifamenn meðal franskra hægri- manna lögðu á föstudag að Edouard Balladur forsætis- ráðherra að draga sig í hlé. ►MAFÍAN á Sikiley myrti fjórar manneskjur á mánu- dag og óttast yfirvöld, að friðsömu tímabili á eyjunni sé að Ijúka. ►UMFANGSMESTU stríðsglæparéttarhöld frá Niiraberg-réttarhöldunum yfir þýskum nasistum eftir seinna stríðið hófust í Eþí- ópiu á miðvikudag. Mengistu Mariam, leiðtogi marxista- stjórnarinnar fyrrverandi og 66 samverkamenn hans eru sakaðir um þjóðarmorð. ►SAMKOMULAG tókst á fimmtudag um að ísraelskt herlið dragi sig frá sjálf- stjórnarhéruðum PAlest- ínumanna og kosningar fari þar fram l.júlí. ► VERKFALL hjúkrunar- fræðinga í Finnlandi breiddist út á föstudag en þá höfðu 80.000 hjúkrunar- konur lagt niður vinnu frá því verkfall hófst fyrir hálf- um mánuði. Þær krefjast allt að 10% kauphækkunar. ►NEÐRI deild rússneska þingsins rak á föstudag mannréttindafulltrúann Sergej Kovaljov úr embætti. _______________________FRÉTTiR_________________________ { VR-félögum gefinn kostur á lengri lánstíma lífeyrissjóðslána J Mánaðarlegar greiðsl- ur gætu lækkað um 13% STJÓRN lífeyrissjóðs Verslunar- mannafélags Reykjavíkur hefur samþykkt að gefa sjóðsfélögum kost á að lengja lánstíma lífeyris- sjóða úr 15 árum í allt að 20 ár. Magnús L. Sveinsson, formaður VR, segir að með breytingunni lækki árleg greiðslubyrði af 1,3 milljóna króna láni um 21.600 krónur. Mán- aðarlegar greiðslur lækki um 13%. Magnús sagði að á meðan á samningaviðræðum og umræðum um breytt greiðslukjör hefði staðið hefði stjórn félagsins ákveðið að óska eftir því við stjórn lífeyrissjóðs- ins að skoðað yrði hvort hægt væri að lengja lánstíma og lækka vexti lífeyrissjóðslánanna. Stjómin hefði svo á fundi sínum 24. febrúar sam- þykkt að gefa fólki kost á að lengja lánstímann úr 15 árum í allt að 20 ár. Fimm ára lenging lánstíma hef- ur þær afleiðingar að mánaðarlegar greiðslur af nýju 1,3 milljóna króna láni lækka úr 13.722 kr. í 11.917 kr. eða um 13%. Árleg greiðslu- byrði myndi lækka um 21.600 kr. Ákvörðun um vexti frestað Miðað við 15 ára lánstíma og 3% vexti hefur lántakandi greitt um 2,3 milljónir þegar lánið hefur verið greitt upp. Ef hins vegar er miðað við 20 ára lánstíma verð.ur upphæð- in 2,7 milljónir. Magnús sagði að 6% vextir væru af lánunum og samkomulag hefði orðið um að fresta ákvörðun um i vaxtalækkun. Hann sagði að ekkert hefði verið rætt um hversu mikil sú lækkun gæti orðið. Hins vegar væri hann sjálfur þeirrar skoðunar að hún gæti numið hálfu prósenti eða svo. „Því við þurfum auðvitað að gæta þess að sjóðurinn sjálfur standi fyrir þeim skuldbindingum sem honum er ætlað,“ sagði Magn- ús. Hann sagði að stjórn VR hefði ekki orðið fyrir miklum þrýstingi vegna lengingar lánstímans. Því væri hins vegar ekki að leyna að fólk hefði hringt og spurt hvort hægt væri að lengja lánstímann. Norsk söngkona syngnr Rímu Hafliða Hallgrímssonar * Anægju- legt að flytja verkið hér „ÉG DÁI verk Hafliða Hallgríms- sonar og þykir vænt um að fá að flytja Rimu hér á íslandi,“ segir norska sópransöngkonan Ragnhild Heiland Sörenssen. Hún flytur Rímu Hafliða Hall- grímssonar með Kammersveit Reykjavíkur í íslensku óperunni kl. 17 í dag. Ragnhild frumflutti verkið með Norsku kammer- sveitinni á vetrarólympiuleikun- um í Lillehammer í fyrra. Önnur verk á efnisskrá tónleikanna eru Lítil svíta op. 1 eftir Carl Niels- en, Acintyas eftir Jan Sandström og Rakastava op. 14 eftir Jean Sibelius. Stjórnandi tónleikanna er Finninn Toumas Ollila. Ragnhild hefur mörg járn í eldinum þvi hún kemur fram á tónleikum og er fastráðinn söngvari við norsku ríkisóper- una. „Ég hef verið í hlutverkum eins og Mínu i La Boheme og Violettu í La Traviata. Violetta verður einmitt verkefni mitt í næsta mánuði. Síðan kem ég fram á tónleikum, syng ljóðatónl- ist og kirkjulega tónlist svo eitt- hvað sé nefnt. Um næstu helgi kem ég fram á tónleikum með Tronheimsolistene svo ég nefni eitthvað,“ segir Ragnhild. Yndisleg hljómsveit Þó Ragnhild hafi víða haldið tón- leika hefur hún ekki áður komið til íslands. „Ég myndi vilja koma aftur að sumarlagi og fá að fara á bak íslenska hestinum. Mér finnst hestarnir ykkar frábærir og vildi gjarnan eiga einn ef ég gæti. Núna get ég því miður ekki verið lengi og hef ekki mikinn tíma til að æfa fyrir tónleikana. En við höfum verið með eina æfingu og mér fannst hún hafa gengið mjög vel,“ segir Ragn- hild. Ragnhild hrósar verki Hafliða. „Mér fínnst Rima skáldlegt og fallegt verk. Yfír því er einhver kyrrð. Nóttin kemur við sögu, ástin og dauðinn líka. Eiginlega er verkið svolítið skáldlegt," seg- ir hún. Ragnhild hefur ekki unnið með Toumas Ollila áður. Hann er aðalstjórnandi og tónlistarssljóri Fílharmóníuhyómsveitarinnar í Tampere í Finnlandi og hefur komið víða við sem gestastjórn- andi. „Móttökurnar héraa hafa verið frábærar. Hljómsveitin leikur yndislega og hún gaf mér blóm í tilefni af afmælinu mínu í dag. Eina vandamálið er að margir eru í öðrum hljómsveitum og því er erfitt að finna æfinga- tíma,“ segir hann. Þjófnaður úr geymslum í fjölbýlishúsum Skýtur skelk í bringoi ÍBÚAR ‘ í Qölbýlishúsinu við Grandaveg 47 hafa áhyggjur af tíðum innbrotum í geymslur á höfuðborgarsvæðinu, en brotist var inn í sex geymslur á Granda- vegi fyrir skömmu og ekki í fyrsta skipti. Kristín Bárðardóttir sem er íbúi í húsinu, segir að sumir íbúanna þori ekki lengur að fara án fylgdar niður í geymslur sínar. Vilja ekki fara einsömul „Það er eins og þjófamir hafí lykil að húsinu, því að þeir virðast athafna sig að næturlagi og á þeim tíma sólarhringsins opnar varla nokkur íbúi fyrir ókunnug- um. Fólk er jafnvel hætt að opna fyrir ókunnugum að degi til,“ seg- ir Kristín. „í húsinu er mjög mikið af eldra fólki, margt um og yfír áttrætt, og þótt ég hafi ekki fundið til hræðslu er mér ekki lengur rótt. Ástandið er mjög óhugnanlegt og skýtur íbúum skelk í bringu. Fólk óttast einkanlega að standa þjóf- ana að verki. Geymslurnar eru á tveimur hæðum og fólk segist ekki fara eitt niður í neðri geymsl- urnar, sérstaklega ekki að kvöld- lagi. Þetta er ófremdarástand.“ Engir sakleysingjar Soffía Axelsdóttir er einnig íbúi í húsinu, og segir hún að fyrir þremur vikum hafi verið brotist inn í læsta bílageymslu íbúa og þar stolið m.a. úr bifreið hennar. Þýfið hefur ekki fundist. Annað- hvort virðist óboðnir gestir hafa komist yfir lykla eða noti sér grandarleysi þeirra sem ganga um húsið, og nái t.d. að setja eitt- hvað á milli stafs og hurðar áður en hún lokast. „Þama eru engir sakleysingjar eða hrekkjalómar á ferð eins og manni finnst að fjölmiðlar álíti og lögreglan á stundum, heldur af- brotamenn sem fremja skemmdar- verk og stela og eru á höttunum eftir verðmætum. Við getum alltaf búist við heim- sókn þessara fugla,“ segir hún en kveðst telja erfítt fyrir lögreglu að vakta húsið við Grandaveg eða önnur Qölbýlishús öllum stundum, enda virðist þjofarnir varkárir með afbrigðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.