Morgunblaðið - 12.03.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.03.1995, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 12. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Staðsetning reyk- húss kærð til Hollustuverndar Siglufirði. Morgunblaðið. Nýr salur í Iðnaðar- mannahúsinu VEITINGAMAÐURINN hefur tekið að sér rekstur nýs salar í húsi Samtaka iðnaðarins sem var nýlega opnaður. Salurinn tekur um 300 manns í mat og þar eru eingöngu íslensk húsgögn og inn- réttingar, að sögn Lúðvíks Hall- dórssonar eiganda Veitinga- mannsins. Veitingamaðurinn á innbú og innréttingar að sögn Lúðvíks og rekur salinn, sem er einungis til leigu fyrir féiagasamtök og ein- staklinga vegna einkasamkvæma. Einnig mun hann nýtast til ráð- stefnuhalds á vegum Samtaka iðnaðarins, segir hann. „Framkvæmdirnar hófust í október og lauk í janúar. Við lét- um sérsmíða húsgögn og innrétt- ingar en það var Kristinn Brynj- ólfsson innanhússarkitekt sem teiknaði húsgögnin og þau voru smíðuð hjá Bólstrun Kjartans á Hvolsvelli. Svo komu aðrir innréttinga- smiðir að því að smíða vínstofu og innrétta salinn,“ segir Lúðvík. ÞORMOÐUR rammi hf. hefur fengið samþykki heilbrigðisnefnd- ar Siglufjarðar fyrir því að flytja reykhús fyrirtækisins frá Gránu- götu í hverfi sem bærinn .hefur skipulagt sem iðnaðar- og þjón- ustuhverfi. Þetta er gert þrátt fyr- ir mótmæli íbúa í nágrenninu og gegn vilja heilbrigðisfulltrúa Norð- urlands vestra og Hollustuverndar ríkisins. Ibúar í næsta nágrenni við fyrir- hugað reykhús sætta sig ekki við niðurstöður heilbrigðisnefndar Siglufjarðar og hafa því kært þær til Hollustuverndar ríkisins. Lóðir fyrirhugaðs reykhúss og nokkurra íbúðarhúsa liggja saman og eru ekki nema u.þ.b. 15 metrar á milli húsa. Því telja íbúarnir m.a. hættu stafa af mengun og að fasteignir þeirra kunni að fallá í verði. Af- greiðslu málsins hefur því verið frestað þar til niðurstaða Hollustu- verndar ríkisins liggur fyrir. Aðalsteinn Þ. Arnarsson, íbúi við Túngötu, segir íbúanna ekki vera ósátta við Þormóð ramma heldur við afgreiðslu heilbrigðis- nefndar Siglufjarðar. Aðalsteinn segir nefndina hafa haft íbúa að hálfgerðum fíflum, m.a. með því að samþykkja fyrst starfsleyfið en auglýsa síðan eftir athugasemdum íbúa. „Þetta líkist ekki vinnu- brögðum heilbrigðisnefndar, held- ur frekar atvinnumálanefndar, þar sem nefndin er fyrst og fremst að hugsa um þau störf sem í húfi eru, en ekki hollustu og heilbrigði íbúa.“ Morgunblaðið/Sverrir LÚÐVÍK Halldórsson veitingamaður og Þorleifur Lúðvíksson við dansgólfið í nýja salnum. Fiskeldi á Sauðárkróki Miklir möguleik- ar í lokuðu kerfi FYRIRTÆKIÐ Máki hf. á Sauðárkróki hefur í tæpt ár verið að gera tilraunir með eldi á hlýsjávarfisknum barra í lokuðu eldiskerfi. Á dög- unum drapst allur fiskur í stöðinni vegna bilunar í viðvörunarbúnaði. Guð- mundur Örn Ingólfsson, framkvæmdastjóri Máka, segir að tilraunaeldið hafi gengið vel þrátt fyrir þetta óhapp. Búið sé að sanna gð hægt sé að ala barra á Islandi og allt bendi til að framjeiðsla á honum sé arðvænleg. Hann segir að unnið sé að því að fjár- magna stækkun stöðvar- innar og síðan sé stefnt að því að framleiða um 70 tonn af barra á ári. Hvers konar fiskur er barri? „Barri er sjávarfiskur sem lifir í hlýjum sjó, aðallega í Miðjarðar- hafinu. Veiðar á honum eru mjög takmarkaðar og þess vegna er hann algengur eldisfiskur. Barri er mjög bragðgóður og er ásamt sandhverfu flokkaður sem lúxus- fiskur. Þjóðir við Miðjarðarhafið eru aðalframleiðsluþjóðirnar. Grikkir framleiða t.d. mikið af barra. Markaðssvæðið fellur sam- an við saltfiskmarkaði okkar.“ Hvernig stendur á því að þú ert að fást við að rækta barra á Sauðárkróki? „Ég er menntaður í fiskalífeðl- isfræði og hef unnið við fiskeldi í mörg ár. Ég hef sérhæft mig í að fjölga sjávarfiskum. Árið 1992 var stofnaður þverfaglegur starfshópur á vegum sjávarút- vegsstofnunar Háskólans. Þar fórum við yfir tæknihlið eldisins, þ.e.a.s. þetta lokaða eldiskerfi, markaðsmál og fleira. Við bárum saman þtjá eldisfiska og barrinn kom langbest út með tilliti til markaðsaðstæðna, framleiðslu- kostnaðar og vaxtarhraða. Til að gera langa sögu stutta þá var stofnað í kringum þetta fyrirtæki á Sauðárkróki sem flutti inn 2.300 fiska í maí á síð- asta ári. Við innflutninginn vó hvert seiði um hálft gramm. Lífmassinn hækkaði á 10 mánuð- um úr einu kílói upp í 300 kíló.“ Hvernig gekk eldið? „Það gekk vel. Við höfum ekki átt í neinum vandræðum með sjálfa eldistæknina, eins og það að endumýta Valnið, vatnsgæði eða annað slíkt. Við höfum stund- að heilmikla þróunarvinnu t.d. varðandi nýtingu á heita vatninu, en það er stóri fjár- hagsþátturinn í þessu. Við höfum einnig kom- ið með okkar útgáfu af sjóhreinsibúnaði, sem er nauðsynlegur til að hægt sé að nýta sjóinn aftur. Tilraunaeldi er lokið og við höfum nú í höndunum mjög stað- góða þekkingu á því hvernig við eigum að haga okkur í eldinu. Við erum búnir að gera tvær arðsemiskannanir, sem lofa mjög góðu. Við höfum náð samningum við norskt fyrirtæki, Aqua- Optima, ísaga og frönsku ha- frannsóknastofnunina um EU- REKA-verkefni. Þama eru saman komnir fær- ustu fagmenn á þessu sviði í Evrópu. EUREKA-verkefnið gengur út á að búa til arðvæn- iegt fyrirtæki þar sem safnað er saman þekkingu og búa til eitt- hvað nýtt. Þegar þessu öllu er lokið er ætlunin að búa til hugtak Guðmundur Örn Ingólfsson ►Guðmundur Örn Ingólfsson er fæddur 19. okt. 1952. Hann lauk kennaraprófi frá Kenn- araháskólanum 1977 og kandí- datsprófi frá Kaupmannahafn- arháskóla í fiskalífeðlisfræði 1987. Hann hefur starfað við fiskeldi í Danmörku, Noregi, Frakklandi og íslandi síðan hann lauk námi. Guðmundur Örn er kvæntur Sigríði Sigur- jónsdóttur sálfræðingi og eiga þau fimm börn. Arðsemis- könnun sýnir jákvæða nið- urstöðu sem heitir barri í lokuðu eldis- kerfi, sem AquaOptima mun markaðssetji út um allan heim. Þeir munu selja tæknina og Máki mun selja líffræðilegu þekking- una, auk þess sem það mun sjá um að þjálfa starfsfólk og annað slíkt. Hefur þessi tilraun kostað miklar fjárfestingar? „Við höfum ráðist í eins litlar fjárfestingar og við höfum getað komist af með. Sú fjárfesting sem Máki hefur ráðist í er á bilinu 5-10 milljónir. Nú erum við til- búnir til að hefja framleiðslu á 200 þúsund seiðum, sem þýðir um 71 tonns ársframleiðslu innan EUREKA-áætluninnar. Það kall- ar á fjárfestingu upp á um 30 milljónir. Áætlaður rekstrar- kostnaður við að ala fískinn í 15 mánuði er 17 milljónir.“ Var ekki mikið áfall fyrir Máka að allur fiskurinn skyldi drepast? „Þetta var vissulega áfall fyrir okkur, en ef við lítum á björtu hliðarnar þá má segja að okkur hafi tekist að komast í gegnum tilraunastigið. Við höfum náð samböndum við öfluga sam- ________ starfsaðila og á þeim er engan bilbug að fínna þrátt fyrir áfall- ið.“ Á fiskeldi sér bjarta framtíð á íslandi? ..... ii „Já, að mínu mati er það mikilvægasta sem er að gerast í fiskeldi á ís- landi í dag þetta lokaða eldi- skerfi. Með kerfinu er hægt að nýta heita vatnið á réttan hátt og þar með að skapa okkur geysi- lega sterka samkeppnisstöðu. Með því að stjórna hitastigi get- um við framleitt hvaða eldisfísk sem er, allt frá heimskautateg- undum upp í hitabeltistegundir og það er einstakt. Við erum t.d. að framleiða barra við kjörhita- stig, sem er 24 gráður. Aðrar þjóðir ala fiskinn við lægra hita- stig vegna þéss að þær hafa ekki heita vatnið sem við höfum. Lok- að eldiskerfi þýðir að mun minni orka er notuð við eldið og þar með er hægt að lækka reksturs-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.