Morgunblaðið - 12.03.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.03.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. MARZ 1995 19 til að spjalla við yfirburðagreindan ungling sem gekk um með byssu og skaut nánast á hvað sem fyrir var. Þau skrifuðust á heillengi og þar sagði hann frá lífi sínu," segir Lára og kveðst geta haldið áfram að telja upp fjölda annarra verk- efna. Engin könnun á þekkingu - Hefur verið kannað hvort nemendur sem hafa lengi unnið við KIDLINK standi betur að vígi varð- andi almenna þekkingu en hinir sem engan aðgang hafa að tölvum? „Nei, það hafa engar slíkar kann- anir verið gerðar. Menntamálaráðu- neytið hefur gert eina könnun og hún snerist um hversu margar tölv- ur og forrit voru til í skólunum," segir Lára og telur það dæmigert. Hún segir að möguleikamir í tölvunotkun séu ótæmandi og hægt sé að vinna meðlalla aldurshópa. Meðal annars hafi komið fyrirspum erlendis frá hvort væri hægt að hafa sex ára böm í samskiptaverk- efni á netinu. „Ég hugsaði með mér að það væri kannski einum of. Ákvað síðan að leyfa stráknum mínum sem þá var sex ára að prófa. Hann byrj- aði að skrifa örstutt bréf. „Ég á heima niður við sjó. Eg má ekki fara niður að sjó af því að hann er hættulegur," skrifaði hann. „Af hverju mátt þú ekki fara niður að sjó? Við fömm alltaf á sunnudögum“ spurði jafnaldri hans í Perú og þá upphófst mikil fræðsla í kringum hvað er ólíkt með sjónum í Reykjavík og í Lima í Perú. í einu spjallinu kom skipastigi inn í umræðumar og i annað skipti járn- brautarlest, sem hvort tveggja kall- aði á umræður. Hann var meðal annars í samskiptum við böm í Tasmaníu og Bretlandi og hafði mjög gaman af vegna þess að krakkar vom að segja frá. Hann skrifaði að jafnaði eitt bréf á viku eða aðra hvora viku. Auðvitað þurfti ég að þýða allt fyrir hann, þannig að ég er ekki að segja að kennari geti sinnt 30 bama bekk. Hins veg- ar er ég viss um að mjög margir foreldrar em tilbúnir að aðstoða börn sín við að skrifa 3-4 línur á ensku öðm hvom. Þegar þau em orðin 11—12 ára þá geta þau spjar- að sig sjálf.“ Umsvif ISMENNT eykst Umsvif íslenska menntanetsins hafa aukist gífurlega að undan- förnu, að sögn Lám, og em starfs- menn sex í fullu starfí auk þriggja skólanema í hlutastarfi. Sá mis- ‘skilningur er algengur að íslenska menntanetið tilheyri menntamála- ráðuneytinu, enda segir Lára að þeim fínnist það ákaflega broslegt þegar spumingum eins og „Hvað segir íslenska mennta- --------- kerfið um þetta?" er beint til þeirra. íslenska menntanetið er aftur á móti einkafyr- irtæki og er upphafs- maður þess Pétur Þor- steinsson, skólastjóri á Kópaskeri, sem setti upp tölvumiðstöð þar 1988. Hann byijaði með eina tölvu og módem og varð „Hugsjónfn með KIDLINK er að börn kynnist menn- ingu hvers annars og sýni þar með enga fordóma." „Við þurfum að takastá við hvernig tölvur nýtast í bókmennt- um, móður- máli og fleiri greinum." gmnnskólinn á Raufarhöfn fyrstur til að tengjast miðstöðinni. Smám saman fylgdu skólarnir á norðaust- urlandi í kjölfarið og síðan aðrir. Þá var starfsemin orðin of umsvifa- mikil fyrir Pétur, þannig að árið 1992 stofnaði hann ásamt Láru, Jóni Eyfjörð og Birni Þór Jónssyni hlutafélag um Islenska menntanet- ið. Tölvunám fyrir tilviljun Þegar Lára er spurð hvemig hún hafí komið að fyrirtækinu segir hún að áhugi hennar á tölvum hafi kom- ið til með undarlegum hætti. Hún hafí alltaf ætlað sér að verða „bisn- esskona" og fór því í Samvinnuskól- ann. Þegar hún útskrifaðist þaðan vann hún við innflutning á efni til raflagna og sinnti því í tíu ár. „Þá keyptum við tölvu,“ segir hún íbyggin á svip. „Ekkert af for- ritunum virkaði, þannig að við vor- um með forritara öll kvöld að lag- færa þau. Þá voru allar keyrslur ákaflega tímafrekar og þarna sát- um við kvöld eftir kvöld svo að ég fór fram á að hann kenndi mér forritun meðan við biðum. Á ein- hveijum mánuðum gat ég farið að laga forritin sjálf og þar með var áhuginn vakinn," segir hún. Hún skellti sér upp úr því í nám og útskrifaðist sem kerfisfræðingur úr Tölvuháskólanum 1989, tók síð- an kennslufræði í háskólanum og miðaði hana við tölvukennslu. Hún bætti við sig námi f London og hjá NATO. „Ég varð gríðarlega hrifín af því hvernig hægt er að nota tölvur í námi og fékk hugljómun um að þama væri verkfæri sem hægt væri að nota til skemmtilegra hluta. Ég sá fyrir mér að sjálf hefði ég getað gert hitt og þetta í skóla, ef tækin hefðu verið fyrir hendi," seg- ir hún staðráðin í því að aðrir nem- endur megi ekki fara á mis við það. Fólk er mjög opinskátt - Þetta gefur greinilega mikla möguleika bæði í skólakerfinu og utan þess, en verða samskipti manna ekki ópersónu- leg? „Það er frekar hætta á að þau verði of per- sónuleg," segir Lára og bætir við að spuming sem þessi geti ekki kom- ið frá öðmm en þeim sem þekki ekki til tölvu- samskipta. _________ „Þegar fólk situr við tölvuskjá segir það oftar meira um sjálft sig en augliti til auglitis. Maður skrifast á við ein- hvem, fær ákveðna mynd af honum í huganum og síðan hittist fólk jafn- vel. Nemendur hér innanlands hafa til dæmis með sér félag og þeir ákváðu í fyrrasumar að hittast í útilegu í Ásbyrgi. Sumir höfðu aldrei hist en þekktust einungis í gegnum netið,“ segir Lára og kallar snarlega fram mynd af hópnum á skjánum ásamt frásögn af ferðinni, sem nemendur höfðu sett inn í kjöl- farið. Lára hefur ferðast víða til að halda fyrirlestra um menntanetið, því í Evrópu er iitið til íslands sem forystulands á þessu sviði. Hún leggur áherslu á að sér hafí alls staðar verið tekið sem gömlum vini. Ástæðan sé sú að hún hafí kynnst fólkinu fyrst i gegnum samskipti á netinu. „Samstarfsmenn mínir eru um allan heim og ég þarf að ráðfæra mig við mann á Nýja Sjálandi, í Perú eða Ósló. Ef klippt verður á þessa línu verð ég ótrúlega einangr- uð,“ segir hún svo. Með blikkandi eyrnalokka Hún rifjar upp hvernig fólk komi þó oft á óvart miðað við það sem hún hafi gert sér í hug- arlund og tekur dæmi af samstarfskonu í Bos- ton. „Hún er um sjötugt og stýrði þemaverkefn- inu „Ferðast um heim- inn“ sem 550 börn frá 60 löndum tóku þátt í. Henni fannst það ekkert mál. Hún var einnig __ verkefnisstjóri „Festiv- als“ sem var þemaverk- um hátíðir og stýrði því af efni sömu röggsemi. Ég sá því fyrir mér granna snaggaralega konu sem leysti öll vandamál. Þegar ég kom til Bandaríkjanna tók á móti mér þessi gríðarlega stóra kona sem var að minnsta kosti höfðinu hærri en ég. Hún klæddist fötum í öllum regnbogans litum og kórónaði allt með eyma- lokkum sem blikkuðu. Ég lýg því ekki,“ segir Lára og hlær óstöðv- andi. „Hún hafði keypt þá í tölvu- búð og þeir blikkuðu rauðum og grænum ljósum, Hún var frábær starfskraftur en ég hefði örugglega aldrei fengið hana til að stjórna verkefnum ef ég hefði séð hana fyrst. Hún hefði aldrei fengið að njóta sannmælis. Það jákvæða við netið er að þar fer fólk ekki í manngreinarálit heldur njóta einstaklingamir sín fyrir eigin hæfileika." Tölvunotkun algeng í Olduselsskóla OLDUSELSSKOLI er einn þeirra skóla sem standa framarlega í tölvukennslu og -notk- un. í fyrra tóku 10 ára nemendur þátt í til- raunaverkefni undir stjóm kennara síns, Sigrúnar Ólafsdóttur. Fólst verkefnið í að gefa út sameiginlega ljóðabók með banda- rískum nemendum. Lá gífurleg vinna að baki og segist Sigrún hafa unnið að bókinni á kvöldin og um helgar í hálft ár án þess að fá greitt fyrir. „Ég sótti um styrk til Reykjavík- urborgar sem ætlað er til nýbreytni í skóla- starfí en fékk aldrei neitt svar. Það er ljóst að þegar þessi mikla vinna er einskis metin minnkar áhuginn og ég kem ekki til með að vinna kauplaust aftur að slíku verkefni," sagði Sigrún í samtali við Morgunblaðið. Hugmyndin að verkefninu kom frá Bandaríkjunum og var notast við einfalt japanskt ljóðform. „Bömin ortu ljóð og samskiptin gengu daglega á milli og jafnvel oft á dag. Þetta var mjög tíma- frekt, því það kom í minn hlut að þýða ljóðin ásamt eldri nemanda í skólanum og setja þau inn í tölv- una. í fyrstu sendi ég bréfín heim- an að frá mér en fékk að lokum módem í kennslustofuna og þá gátu nemendur fylgst með hvemig samskiptin gengu fyrir sig.“ Morgunblaðið/Ámi Sæberg SIGRÚN Ólafsdóttir segir nauðsynlegt að ætla tölvu- notkun tíma í stundaskrá til þess að kennslan verði markviss. enginn tími sé ætlaður til að vinna verkefni sem þetta. „Ef við vilj- um brydda upp á nýj- ungum verðum við að stela tíma frá stærð- fræði, íslensku eða öðr- um fögum,“ sagði hún. Nemendur í Öldu- selsskóla hafa aðgang að tölvum utan skipu- legrar kennslu, en Sig- rún segir það ekki eiga við alls staðar. „Mér er óskiljanlegt hvernig hægt er að veita öllu þessu fé til skólanna en fylgja því ekki eftir. Til þess að kennslan verði markviss verður að ætla tölvunotkun tíma á stundatöflu." Suœarið fölnar, fugiasðngurinn Arfhar o« «1H verÖur hvftt Th« *ummcr withers. Bird* are bacommg kilent. Evwything geu whito. SÝNISHORN úr Ijóðabókinni. Nýr heimur opnast Sigrún segir nemendur hafa haft gaman að verkefninu og öðl- ast mikla víðsýni en bendir á að Tvær flugur í einu höggi Auk þessa verkefnis hefur Sig- rún átt samvinnu við enskukenn- ara skólans. Fá til dæmis 12-13 ára nemendur einn tíma á viku í tölvuveri skólans, þar sem þeir læra hvort tveggja í senn ensku og tölvunotkun. „Við notum enskt tölvuforrit frá Námsgagnastofnun auk annarra sem ég hef keypt erlendis." Hún kveðst hafa prófað KID- LINK-verkefni en segir að það hafí ekki gengið upp. „Hópurinn var of stór auk þess sem illa gekk að fá svör frá Bandaríkjunum." Sigrún kennir einnig 10-11 ára nemendum á tölvur, þar sem þau læra ritvinnslu og fíngrasetningu. Ummæli í erlendum blöðum og tímaritum Á NORÐURLÖNDUM og raunar víða í Evrópu er litið á ísland sem forystuland varðandi tölvu- samskipti skólanema. • t bæklingi Evrópusambands- ins þar sem fjallað er um tölvu- samskipti í Evrópu kemur meðal annars fram að skólar þar séu almennt ekki tengdir Interneti. „ísland er eftirtektarverð und- antekning. 90% allra skóla landsins eru tengdir íslenska menntanetinu (ISMENNT), sem átti upptök sín í litlu þorpi á norðausturhorni íslands fyrir tilstuðlan skólastjórans þar með stuðningi kennara og tölvufræð- inga,“ segir þar meðal annars. < • í bæklingi sem dreift er í sænska skóla segir: „ísland er einstakt. Ekki bara fyrir náttúru þess heldur einnig fyrir það hvemig íslenskir skólar nálgast tölvusamskipti." • í fylgiriti dagblaðsins Times um menntunarmál 27. maí 1994 er heilsíðugrein um ISMENNT. Segir blaðamaður í kynningu að Bretar geti lært mikið af því hvemig lítið land nálgast svo stórt upplýsinganet. Möguleikar í KIDLINK KIDLINK • KIDLINK er fyrir böm á aldrin- um 10-15 ára. Verkefninu er stjórnað í sjálfboðavinnu af kennur- um og foreldrum um allan heim. Börnin taka þátt annað hvort undir umsjón foreldra eða kennara. Stjómandi og stofnandi er Odd de Presno frá Noregi, aðstoðarstjóm- andi Lára Stefánsdóttir, íslandi. Aðrir í stjórn koma frá Nýja Sjá- landi, Japan, Brasilíu, Bandaríkjun- um og Danmörku. • KIDLINK skiptist á mismunandi póstlista, s.s. fyrir foreldra og kenn- ara (KIDLEADR, KIDPLAN) og fyrir börn (KIDCAFE, KIDFOR- UM). Böm og fullorðnir vinna líka saman að lengri verkefnum (KIDPROJ). • Aðalsamskiptin fara fram á ensku en einnig eru listar fyrir sérstök tungumál t.d. KIDCAFEN (Norður- landamál), KIDCAFES (spænska), KIDCAFEP (portúgalska) og KIDC- AFEJ (japanska). • Fylkisháskólinn í N-Dakóta (vmI.nodak.edu) dreifir póstinum og veitir KIDLINK ókeypis þjónustu. • Um 90% íslenskra skóla hafa beinan aðgang að íslenska mennta- netinu og þar með KIDLINK. For- eldrar geta einnig komið með börn sín í KIDLINK. • Frekari upplýsingar á tölvupósti: LISTSERV@VMl.NODAK.EDU og skrifa einungis GET KIDLINK GENERAL. Upplýsingar á verald- arvef: http://kidlink.org:70/0/kid- link-general.html RESPONSE • Eina skyldan sem börn verða að uppfylla í upphafí er að svara KID- LINK spurningunum fjórum um sig sjálf. Stjórnandi er Claus Berg, kennari og foreldri í Danmörku. KIDCAFE • Pennavinir og smáverkefni, t.d. fyrirspurnir, kannanir o.fl. Stjómað af Dan Wheeler, háskólaprófessor í Bandaríkjunum. KIDFORUM • Þemaverkefni 6-8 vikur í senn. Stjómað af Alenku Makuc, kennara í Slóveníu. KIDPROJ • Lengri verkefni stýrt af Mike Burleigh, kennara í London. KIDLINK IRC • Spjallrásir þar sem börn og full- orðnir hittast og ræða saman mál sem efst eru á baugi eða í sam- bandi við þau verkefni sem verið er að vinna að. Stjórnendur eru Hannah Sivan og David Lloyd, kennarar frá ísrael. KIDLEADR • Umræður kennara og foreldra um samstarfsverkefni og hvernig best sé að vinna að tölvusamskipt- um barna. Stjómandi Oscar Becc- era, foreldri í Perú. KIDPLAN • Nánari útfærslur verkefna af for- eldmm og kennurum, stjórnandi Knut Brátane, starfsmaður menntamálaráðuneytisins í Noregi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.