Morgunblaðið - 17.03.1995, Page 10

Morgunblaðið - 17.03.1995, Page 10
10 FÖSTUDAGUR 17. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Deilt um keisarans skegg Hugtakafræði stjómmálanna er margslung- in. Til þess að skilja ágreininginn um ráðgjaf- arvinnu Ingu Jónu Þórðardóttur þurfti Páll Þórhallsson að átta sig á muninum á „grein- argerðuma, „skýrsluma og „minnisblöðum“, og setja sig inn í sálarfræði kosningabarátt- unnar þar sem munurinn á „breyttu rekstrar- formi“ og „einkavæðingu“ skiptir sköpum. Hvers vegna not- ar þú Rautt Ebal Ginseng? Sigurbjörn Báröarson, hestaíþróttamaður: Stór- mót í hestaíþróttum eru mjög krefjandi. Þess vegna nota ég Rautt Eðal Ginseng. Þannig kemst ég í andlegt jafnvægi, skerpi athyglina og eyk úthaldið. Sigrún Sigurðardóttir, reiðkennari: Til að komast í andlegt jafnvægi og efla starfsþrek. Eyjólfur ísólfsson, tamn- ingameistari: Það heldur mér í morgunformi fram á kvöld. Rautt Eðai Ginseng skerpir athygli og eykur þol. AF INNLENDUM VETTVANGI RÁÐGJAFARVINNA Ingu Jónu Þórðardóttur fyrir Markús Öm Antonsson þáverandi borgarstjóra á árinu 1992 var mjög umtöluð í kosn- ingabaráttunni fyrir borgarstjómar- kosningar síðastliðið vor. Umræðan hefur nú kviknað á ný eftir að Ingi- björg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri hélt blaðamannafund á föstudag fyr- ir viku og lagði fram greinargerð Ingu Jónu sem sjálfstæðismenn hefðu ekki viljað sýna fyrir kosning- ar. Margar forvitnilegar spurningar hafa vaknað eins og til dæmis hvern- ig Ingibjörg Sólrún hafi komist yfir greinargerðina og hvort hún hafi ein- hvem tíma verið kynnt borgarfulltrú- um Sjálfstæðisflokksins. Ekki verður þó nánar fjallað um þær heldur spurt hverju það breyti í raun að greinar- gerðin skuli koma fram nú? Það er vert að rifja upp hvað hinar and- stæðu pólitísku fylkingar sögðu um málið fyrir kosningar, bera það sam- an við ummæli nú tæpu ári síðar og innihald greinargerðarinnar. í hvaða formi var vinna Ingu Jónu? Fyrsta ágreiningsefnið varðar það í hvaða formi vinna Ingu Jónu var. Talsmenn R-listans hafa alla tíð hald- ið því fram að Inga Jóna hljóti að hafa gert heildstæða skýrslu. Sjálf- stæðismenn á hinn bóginn hafa sagt að vinna Ingu Jónu hafi ekki verið í formi einnar skýrslu heldur hafi verið um að ræða greinargerðir og minnisblöð til Markúsar Arnar. Að vísu lét Árni Sigfússon borgarstjóri ummæli falla á borgarstjórnarfundi 7. apríl 199i4 sem túlka mætti svo að eitthvert eitt skriflegt plagg frá Ingu Jónu hefði þar meira vægi en önnur: „Hér er um að ræða ábending- ar, minnisblöð til borgarstjóra og ráðleggingar á fundum með borgar- stjóra, en jafnframt liggur til grund- vallar greinargerð, sem ég hef óskað eftir og verður ekkert flókið að af- henda borgarfulltrúa Sigrúnu Magn- úsdóttur væntanlega á næsta borgar- ráðsfundi.. .“ Ekki afhenti Árni Sigfússon grein- argerðina á borgarráðsfundi þann 12. apríl heldur lagði fram minnis- punkta frá Markúsi Erni. Þar sagði m.a.: „Á reglulegum fundum með borgarstjóra lagði Inga Jóna fram minnisblöð og greinargerðir sem vinnuplögg fyrir borgarstjóra að vinna frekar úr í samráði við embætt- ismenn borgarinnar og forstöðumenn á viðkomandi rekstrarsviðum." Sig- rún Magnúsdóttir lét þá bóka: „Það kemur nú í ljós að engin skýrsla eða greinargerð hefur verið unnin af Ingu Jónu Þórðardóttur, heldur legg- ur núverandi borgarstjóri fram „minnisblað" Markúsar Árnar Ant- onssonar þar _sem hann tíundar ábendingar og minnispunkta frá Ingu Jónu.“ Þessi bókun Sigrúnar gefur ekki að öllu leyti rétta mynd af minnisblaðinu því þar hafði ein- mitt verið minnst á greinargerðir. Á blaðamannafundinum sem Ingi- björg Sólrún borgarstjóri boðaði síð- astliðinn föstudag kom fram í hennar máli að fundur greinargerðarinnar styddi það sem R-listamenn hefðu sagt um þetta efni: „Því var afneitað að skýrslan væri til í heildstæðu formi...“ sagði Ingibjörg meðal annars á blaðamannafundinum, og hlýtur hún þá að telja að greinargerð Ingu Jónu sem hún lagði fram nú sé hin heildstæða skýrsla, sem _ af- sanni mál sjálfstæðismanna. Árni Sigfússon segir hins vegar í Morgun- blaðinu 14. mars sl. að það sé frá- ieitt að þarna sé um heildarskýrslu að ræða, hvað þá stefnumótun af hálfu sjálfstæðismanna. Varpar greinargerðin, sem Ingi- björg Sólrún lagði fram, einhveiju ljósi á þetta mál? Greinargerðin er um 40 síður og segir í formála að henni: „Síðast liðinn vetur fól borgar- stjórinn í Reykjavík, Markús Öm Antonsson, undirritaðri að gera sam- antekt um möguleika til einkavæðing- ar í rekstri borgarinnar. Hófst sú vinna í febrúar og liggur nú fyrir meðfylgjandi greinargerð... Rétt er að taka fram að hér er ekki um rekstrarúttekt að ræða heldur fru- mathugun á þeim þáttum, sem telja verður að skipti máli í þessu sam- bandi. Frekari vinna er því nauðsynleg í einstökum atriðum, eftir því sem að ákvarðanir um framhald málsins gefa tilefni til.“ Greinargerðin er undirrituð af Ingu Jónu Þórðardóttur í júní 1992. Árni Sigfússon Markús Örn Antonsson Sigrún Magnúsdóttir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Ekki er ágreiningur um að Inga Jóna starfaði við ráðgjöfina allt árið 1992 og því er ljóst að greinargerð frá því í júní það ár er ekki loka- skýrsla. Einhver þáttaskil í starfi ráðgjafans virðist hún þó óneitanlega hafa markað, skv. formálanum. Inga Jóna segir í grein í Morgunblaðinu 14. mars sl. að greinargerðirnar hafi verið fleiri en ein og það getur auðvit- að vel verið, en einungis ein hefur komið fram í dagsljósið. Út á hvað gekk vinna Ingu Jónu? R-listinn og sjálfstæðismenn hafa ekki lýst þeirri vinnu sem Inga Jóna innti af hendi með sama orðalagi. R-listamenn héldu því fram í kosn- ingabaráttunni að vinna Ingu Jónu hefði falist í að undirbúa stórtæka einkavæðingu borgarfyrirtækja, jafnvel þeirra sem ekki væru í sam- keppni. 11. maí 1994 birtist grein eftir Sigrúnu Magnúsdóttur 1' Morg- unblaðinu þar sem segir: „Ástæðan fyrir leyndinni er bara ein: Greinar- gerðir Ingu Jónu eru pólitískt sprengiefni." Markús Örn lýsti starfi Ingu Jónu aftur á móti svo í minnis- punktum sínum sem lagðir voru fyr- ir borgarráð: „Markmiðið með þess- ari vinnu var að kanna, hvernig Reykjavíkurborg þyrfti að bregðast við nýjum, utanaðkomandi aðstæð- um og hvar unnt væri að ná fram aukinni hagkvæmni í rekstri, til dæmis almennum sparnaði, með auknum útboðum eða breyttu rekstr- arfyrirkomulagi... Heistu niður- stöður voru þær, að í fiestum tilfell- um yrði bestum árangri náð með auknum og vel skipulögðum útboðum en breytingar á rekstarfyrirkomulagi JCroumata _______og Manuela Wiesler íslenska Óperan, sunnudagur 19. mars kl. 14:00 Slagverkshópurinn Kroumata, sem hlotið hefur einróma lof gagnrýnenda og tónlistarunnenda víða um heim, heldur tónleika í fyrsta sinn á (slandi ásamt flautuleikaranum Manuelu Wiesler. Á efniskránni eru verk eftir J. Cage, S.D. Sandström, G. Katzer og R. Wallin. , .. . „ ... . _ , . Tonleikarnir verða ekki endurteknir. Miðasala í íslensku Óperunni í síma 551 1475 Inga Jóna Þórðardóttir kæmu vissulega tii greina í ákveðnum tilvik- um.“ í viðtali við Morgun- blaðið 12. maí 1994 seg- ir Inga Jóna um ráð- gjafarstarf sitt: „Sigrún hefur líka verið að dylgja um það hvað hafi verið gert. Markmiðið með vinnunni var að ná fram hagræðingu með al- mennum sparnaði, út- boðum og breyttu rekstr- arfyrirkomulagi. “ Það er óneitanlega at- hyglisvert að Markús Örn og Inga Jóna taka sér hvergi orðið einka- væðingu í munn þegar þau lýsa markmiðinu með vinnunni. Þegar greinargerðin er skoðuð á hinn bóginn þá ber hún yfirskriftina „Einkavæðing hjá Reykjavíkurborg" og fjallar hispurslaust um möguleika á einkavæðingu hjá borginni. R-lista- menn töldu og telja sig kunna skýr- ingar á þessari feimni við að nota orðið einkavæðingu, sjálfstæðismenn hefðu ákveðið að flýja stefnumið sín, einkavæðinguna sem átt hefði að vera skrautijöður í hatt flokksins. Sjálfir hafa sjálfstæðismenn ekki vik- ið sérstaklega að því hvort það sé tilviljun að þeir nota ekki orðið einka- væðingu lengur eða kænskubragð í kosningabaráttunni. í greinargerðinni er hugtakið einkavæðing skilið víðtækri merk- ingu, sem geti falið í sér sölu fyrir- tækja, breytt rekstrarform, útboð eða að starfsemi væri lögð niður og þjónusta keypt annars staðar að. Efnislega er því vandfundinn munur á inntaki greinargerðarinnar og þeirri lýsingu sem sjálfstæðismenn gáfu fyrir kosningar á vinnu Ingu Jónu. Pólitískt sprengiefni er þar vandfundið og greinargerðin virðist byggð á heilbrigðri skynsemi öðrum þræði og viðtekinni hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins hins vegar, sbr. orð Ingu Jónu í Morgunblaðinu 14. mars sl.: „Enda má nú öllum þeim sem lesið hafa plaggið vera ljóst að þar er efnislega ekkert að fela." Þarf að opinbera allt sem kostað er af almannafé? Þriðji stóri ásteytingarsteinninn í máli þessu öllu saman er sá hvort það sé réttlætanlegt að borgarstjóri fái ráðgjöf kostaða af almannafé án þess að þurfa að opinbera öll gögn sem henni fylgja. R-listamenn virð- ast vilja setja jafnaðarmerki á milli þess að hlutur sé kostaður af almenn- ingi og þess að hann eigi að vera opinber: „Þessi vinna er unnin fyrir almannafé og á því að vera opinbert plagg, sem allir eiga að geta sótt í hugmyndir,“ lét Sigrún Magnúsdótt- ir bóka í borgarráði 12. apríl 1994. Árni Sigfússon taldi þessa gagnrýni annaðhvort byggða á þekkingarleysi á vinnu ráðgjafa almennt og nútíma stjórnarháttum eða þá að hún væri sett fram til að vekja tortryggni. Inga Jóna sagði um sama efni í við- tali við Morgunblaðið 12. maí 1994: „Hver einasti stjórnandi fyrirtækis þekkir slík vinnubrögð. Þegar starf- semi einstakra stofnana og fyrir- tækja er skoðuð koma óhjákvæmi- lega í ljós ýmis viðkvæm atriði og það gefur augaleið að menn dreifa ekki slíkum gögnum.“ Það að greinargerðin skuli koma fram núna auðveldar manni enganveg- inn að taka afstöðu til þess að hve miklu leyti borgarstjóri megi fá ráð- gjöf í trúnaði, en þó virðist sú spum- ing hafa mesta almenna þýðingu þeirra sem hér hafa verið nefndar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.