Morgunblaðið - 25.03.1995, Page 2
2 LAUGARDAGUR 25. MARZ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Halldór
Skemmtistað pakkað inn
Héraðsdómur
Reykjavíkur
Subway
má selja
bata
HÉRAÐSDÓMUR felldi í gær
úr gfildi lögbann sem eigandi
Hlöllabáta hafði fengið sett við
því að skyndibitastaðurinn
Subway seldi brauðlokur sínar
undir heitinu kafbátar. Jafn-
framt felldi Héraðsdómur úr
gildi skráningu Hlöllabáta á
vörumerkinu „bátar“.
Hlöðver Sigurðsson eigandi
Hlöllabáta hafði í október sl.
fengið lögbannið sett á að
Subway seldi brauðlokur sínar
undir heitinu kafbátar þar sem
hann taldi með því gengið á
rétt þann sem hann hefði öðl-
ast með því að hafa fengið
heitið bátar skrásett sem vöru-
merki.
Stjaman hf., félagið sem
rekur skyndibitastað Subway
hélt uppi vömum og krafðist
þess jafnframt að skráning á
vörumerkinu bátar hjá vöm-
merkjaskrá yrði ógilt.
Héraðsdómur Reykjavíkur
tók allar kröfur lögmanns
Subway, Gísla Baldurs Garð-
arssonar hrl., til greina og var
Hlöðver Sigurðsson dæmdur til
að greiða 140.000 krónur í
málskostnað.
Ekki hætta
áruglingi
í rökstuðningi Sigríðar Ing-
varsdóttur héraðsdómara segir
m.a. að ekki verði séð að villst
verði á þeim vömm eða heitum
sem um ræðir þannig að hætta
sé á mglingi á söluvömm
Hlöllabáta annars vegar og
Subway hins vegar. Því verði
krafa um bann við notkun
Subway á orðinu bátar, einu
sér eða sem hluta af nafni á
söluvömr, ekki tekin til greina.
Því var staðfestingu lögbanns-
ins hafnað.
Vömmerkjaskráningin var
felld úr gildi með tilvísun til
álits íslenskrar málstöðvar en
þar kemur fram að líta megi
svo á að orðið bátur sé í ís-
lensku máli haft um matvæli
ýmiss konar sem líkist báti í
útliti, svo sem dekkjabátar,
appelsínubátar eða einfaldlega
bátar. Verði að telja að orðið
bátar hafi svo almenna merk-
ingu að það sé ekki nothæft
til að greina vörar Hlöllabáta
frá vömm annarra.
SKEMMTISTAÐURINN Déjá Vu
í Bankastræti á eins árs afmæli
um þessar mundir. Af því tilefni
var skemmtistaðnum pakkað inn
í umbúðapappír, líkt og afmælis-
gjöf. Ekki varð þó af því að gest-
ir staðarins fengju gluggað í
MUNUR sá sem er á samkeppnis-
stöðu ríkisviðskiptabanka og einka-
banka verður ekki að fullu jafnaður
nema gengið verði svo langt að
breyta ríkisviðskiptabönkunum í
hlutafélög og selja hlutaféð úr hendi
ríkissjóðs. Þetta kemur fram i
greinargerð Seðlabankans um sam-
keppnisstöðu viðskiptabankanna
sem nýlega leit dagsins ljós.
í greinargerðinni er sérstaklega
fjallað um þijá þætti sem talið er
að hafí hvað mest áhrif á sam-
keppnistöðuna, þ.e. ríkisábyrgðir,
mismunandi skattlagningu og mis-
munandi arðsemiskröfur. Fram
kemur að samkeppnisstaðan er mis-
munandi milli rfldsviðskiptabanka
og einkabanka hvað varðar hvem
þessara þátta. í sumum tilfellum
hallar á einkabanka en í öðmm á
ríkisviðskiptabanka. Þannig hafa
ríkisviðskiptabankamir betri að-
gang að erlendum lánum á hag-
stæðum kjömm en einkabankamir
„pakkann", því lögregla og
slökkvilið mættu á staðinn og
tóku umbúðirnar af húsinu sakir
eldhættu. Að sögn skemmtana-
stjórans Kristjáns Jónssonar eða
„Kidda Bigfoot“, eins af eigend-
um staðarins, tók innpökkunin
og sömuleiðis er aðstaða einka-
banka verri ef litlar sem engar arð-
semiskröfur em gerðar til ríkisvið-
skiptabanka. Aftur á móti er
skattaleg staða einkabanka betri
en ríkisviðskiptabanka.
í niðurstöðum skýrslunnar er
bent á nokkrar leiðir til að stuðla
að meiri jöfnuði í samkeppnisstöð-
unni ef ekki þyki raunhæft á þessu
stigi að breyta ríkisviðskiptabönk-
unum í hlutafélög og selja hluta-
bréfín.
Þær leiðir sem skýrsluhöfundar
telja mögulegar fela í fyrsta lagi i
sér að sjálfkrafa ábyrgð á skuld-
bindingum ríkisviðskiptabankanna
verði afnumin. Skuldbindingar, sem
nú séu í gildi, haldi þó ríkisábyrgð
út líftíma. sinn.
í öðm lagi er talið koma til greina
átta klukkustundir, en ekki tók
nema 20 mínútur að taka utan
af „pakkanum". Að sögn Krist-
jáns átti að ríkja taumlaus gleði
í „pakkanum". Ekki vitum við
hversu mikil gleðin varð, en víst
er að hún var umbúðalaus.
að bæði ríkisviðskiptabönkum og
einkabönkum verði gefínn kostur á
að kaupa ríkisábyrgð vegna lengri
lána. Annar kostur er talinn sá að
einungis ríkisviðskiptabönkum
verði gefínn kostur á að kaupa rfkis-
ábyrgð á lengri lánum en reynt
verði að haga gjaldtöku (verðlagn-
ingu) vegna ríkisábyrgðarinnar með
þeim hætti að gjaldið jafngildi því
óhagræði sem einkabankar verða
fyrir vegna takmarkana á mögu-
leikum til töku langtímalána. Ljóst
þykir þó að slík verðlagning sé
ýmsum erfíðleikum háð. Draga
megi þó úr óvissu um raunvirði
óhagræðisins á hverjum tíma með
því t.d. að gefa einkabönkunum
kost á að gera langtíma vaxta-
skiptasamninga við ríkið fyrir milli-
göngu Seðlabankans.
Handleggs-
brutu
jafnaldra
TVEIR 10-12 ára gamlir drengir
veittust í fyrradag að tíu ára göml-
um dreng með þeim afleiðingum
að hann handleggsbrotnaði, tennur
í honum losnuðu og hann hlaut
áverka á vör.
Samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglu tóku drengirnir þrír tal saman
við verslanamiðstöðina Hólagarð í
Breiðholti síðdegis á miðvikudag.
Eitthvað kastaðist í kekki með þeim
og þeir fóm að uppnefna hver ann-
an. Þá tók einn drengjanna sig til
og veittist að 10 ára drengnum
með spýtu og lamdi hann nokkram
sinnum. Hann slapp inn á mynd-
bandaleigu og gerði starfsstúlka
þar lögreglu viðvart.
Drengurinn var fluttur á slysa-
deild þar sem í ljós kom að hann
var handleggsbrotinn, með lausar
tennur í efri góm og áverka á vör.
Ófundnir
Árangurslaus leit var gerð að
drengjunum tveimur á miðvikudag
og síðdegis í gær var enn ekki vit-
að hveijir þeir vom. Drengurinn
kannaðist við þá í sjón en þekkti
þá ekki.
Breyting í hlutafélög
í þriðja lagi er bent á þá leið að
breyta ríkisviðskiptabönkunum í
hlutafélög eða breyta hluta af eigin
fé ríkisviðskiptabanka í stofnfé sem
fengi sömu skattalegu meðhöndlun
og hlutafé. Á meðan hlutafé/stofnfé
viðskiptabanka sé að vemlegu leyti
í eigu ríkissjóðs þurfí að ákveða
hlutfall þess af heildar eigin fé
nokkm lægra en þjá einkabanka.
Fjórða leiðin er sú að gerð sé
arðsemiskrafa til viðskiptabanka í
eigu ríkisins svo og krafa um arð-
greiðslu sem sé sambærileg við það
sem tíðkast hjá einkabanka. Um
leið þurfí hins vegar að tryggja jafn-
an aðgang ríkisviðskiptabankanna
og einkabankanna að nýju eigin fé.
Þetta mætti t.d. gera með þeim
hætti að heimila ríkisviðskiptabönk-
unum að bjóða út nýtt eigið
fé/hlutafé og taka víkjandi lán á
almennum markaði.
Ný greinargerð Seðlabankans um muninn á samkeppnisstöðu ríkis- og einkabanka
Jöfn samkeppnisstaða næst
aðeins með einkavæðingu
Tillögur um hlutafélagavæðingu, breyt-
ingar á ríkisábyrgð og arðsemiskröfu
Morgunblaöið/Jón Svavareson
150 ára leikafmæli
LEIKARARNIR Róbert Amfinns-
son, Gunnar Eyjólfsson og Bald-
vin Halldórsson héldu upp á 50
ára leikafmæli sín á fimmtudag.
Sama kvöld tók Gunnar þátt í
uppfærslu á Sögu úr vesturbæn-
um og Róbert lék í söngleiknum
Taktu lagið, Lóa. Þar voru þeir
hylltir í lok sýninga.
Hér eru Róbert, Stefán Bald-
ursson og Gunnar í afmælishófi
að sýningu lokinni.
Heimild til að skuldbreyta
húsnæðislánum rýmkuð
RÍKISSTJÓRNIN hefur ákveðið að
auka við heimildir Húsnæðisstofnun-
ar ríkisins til skuldbreytinga vegna
vanskila í húsnæðiskerfmu. Veittar
verða til þess verkefnis 200 milljón-
ir króna til viðbótar við þær 300
milljónir sem veittar vom til þess
síðla árs 1993. Af þeirri heimild eru
enn eftir 55 milljónir króna þannig
að samanlagt eru um 255 milljónir
króna til ráðstöfunar til þessa verk-
efnjs.
Á blaðamannafundi sem Rann-
veig Guðmundsdóttir, félagsmála-
ráðherra, efndi til af þessu tilefni
með fulltrúa Húsnæðisstofnunar
kom fram að ákvæði í reglugerð um
skuldbreytingar á lánum á vegum
Byggingasjóðs ríkisins frá 19. októ-
ber 1993 var svo þröngt að ekki var
hægt að bregðast við umsóknum
allra þeirra sem sóttu um skuld-
breytingu þó ástæða væri til. Eins
og ákvæðið hljóðaði var eingöngu
hægt að sækja um skuldbreytingu
ef tekjur höfðu lækkað verulega, en
nú er einnig hægt að taka tillit til
þess ef greiðslugeta hefur minnkað
af óviðráðanlegum ástæðum eða ef
greiðslubyrði lána hefur þyngst
vegna ófyrirséðra atvika.
1.206 umsóknir afgreiddar
Fram kom að frá því í október
1993 og til síðustu áramóta höfðu
Húsnæðisstofnun borist 1.460 um-
sóknir um skuldbreytingu á lánum
og 15. mars síðastliðinn höfðu 1.206
umsóknir hlotið afgreiðslu, en þá
biðu afgreiðslu 300-400 umsóknir.
Af þeim umsóknum sem afgreiddar
höfðu verið höfðu um 800 fengið
skuldbreytingu á vanskilum sínum
af húsnæðislánum og er meðaltal
upphæða skuldbreytinga í kringum
300 þúsund krónur.
Grétar Guðmundsson, þjónustu-
stjóri Húspæðisstofnunar ríkisins,
sagðist gera ráð fyrir að sú fjárveit-
ing sem kæmi til viðbótar þeim 55
milljónum sem ekki hefði verið veitt
til skuldbreytinga myndi duga út
árið miðað við reynsluna til þessa.
Jafnframt þessu hefur Húsnæðis-
stofnun verið heimilað að ráða tíma-
bundið í stöður sex nýrra ráðgjafa
til að flýta fyrir afgreiðslu umsókna.
Jafnframt er gert ráð fyrir að betur
verði hægt að sinna fyrirbyggjandi
aðgerðum og hægt verði með ráð-
gjöf að grípa í taumana það tíman-
lega að síður þurfí að koma til skuld-
breytinga.