Morgunblaðið - 25.03.1995, Side 4
4 LAUGARDAGUR 25. MARZ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Umboðsmaður Alþingis ósammála afgreiðslu Fasteignamats ríkisins
Fasteignamati á jörð var
breytt án vitundar eigenda
FASTEIGNAMAT ríkisins breytti
skráningu á eignarhaldi bújarðar, að
beiðni leigutaka jarðarinnar, án þess
að gefa eigendum jarðarinnar kost á
að tjá sig um þá beiðni. Umboðsmað-
ur Alþingis fer fram á það við Fast-
eignamatið að það taki málið til af-
greiðslu að nýju.
Málavextir eru þeir, að frá 1986
hefur umrædd jörð verið í leiguábúð.
Ræktað land jarðarinnar er rúmir 68
hektarar og samkvæmt byggingar-
bréfi bar leigutaka að halda við rækt-
un á jörðinni. Haustið 1989 gerði
Fasteignamat ríkisins þá breytingu á
skráningu eiganda ræktunar á jörð-
inni, að leigutaki var skráður eigandi
að rúmlega 19 hekturum ræktaðs
lands, en eigendur jarðarinnar voru
áfrpi skráðir fyrir rúmum 49 ha. í
áliti umboðsmanns Alþingis kemur
fram, að Fasteignamatið hafi gefið
þá skýringu, að breytingin hafi verið
gerð samkvæmt beiðni leigutaka, í
samræmi við þá framkvæmd Fast-
eignamatsins að skrá leigutaka bú-
jarða eigendur að þeim húsum og
þeirri ræktun, sem þeir kosta sjálfir.
Fyrir leigutökum vakti, að nýta sér
fymingar af eigin ræktun, og tryggja
sig, ef breyting yrði á ábúð.
Einn eigenda jarðarinnar, sem leit-
aði til umboðsmanns, benti á að þeir
19 ha, sem Fasteignamat skráði sem
eign leigutaka, svari ti þess hluta 68
ha ræktunar á jörðinni, sem leigutak-
ar höfðu endurræktað á ábúðartíma
sínum, ýmist einir eða í félagi við
eigendur.
í umsögn fjármálaráðuneytisins
um málið kom fram, að matsreglur
Fasteignamats gætu aldrei breytt
eignarrétti að fasteignum, heldur
væru byggðar á skattareglum og
reglum ábúðarlaga. í ljósi þess væri
ráðstöfunin eðlileg, en eðlilegt hefði
verið að tilkynna eigendum skráning-
una.
Heildarræktun jókst ekki
Umboðsmaður segir að heildar-
ræktun á jörðinni hafi ekki aukist á
ábúðartíma leiguliðanna frá úttekt
árið 1986, þegar jörðin var leigð.
Ekki liggi annað fyrir en að sú 19
ha ræktun, sem skráð hafi verið sem
eign leiguliða í fasteignaskrá, hafi
verið unnin á því sama landi og leigu-
FORELDRAR óska þess eindregið
að menntamálaráðuneytið komi þeim
boðum til nemenda, einkum þeirra
sem eru að ljúka 10. bekk og til fram-
haldsskólanema, að þeim verði bætt-
ur sá námslegi skaði sem hlotist hef-
ur með kennaraverkfalli.
„Ungmennin eru á barmi örvænt-
ingar. Þau verða að fá uppörvunar-
orð frá ríkinu um hvað framundan er
í vor og næsta haust," var meðal
þess sem foreldrar sögðu á fundi sem
SAMFOK og Heimili og skóli héldu
með stjómarmönnum í foreldrafélög-
um á höfuðborgarsvæðinu sl.
fimmtudagskvöld.
Foreldrar vörpuðu meðal annars
fram þeim spumingum hvort
menntamálaráðuneytinu bæri ekki
skylda til að upplýsa börnin, hvort
fræðslumissir yrði bættur og hvort
fram færu samræmd próf í vor.
Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir
ráðgjafi menntamálaráðherra sat fyr-
ir svömm. Hún sagði að þessi mál
liðamir hafí tekið við sem ræktuðu
árið 1986. „Óski leiguliði á bújörð
eftir því, að eigendaskráningu á
ræktun, sem áður hefur alfarið verið
skráð eign jarðareiganda, verði
breytt í fasteignaskrá og hann verði
skráður eigandi að hluta hennar,
verður leiguliðinn að sýna fram á
að hann hafí öðlast eignarhald á
umræddum hluta ræktunarinnar. Er
eðlilegt að gera þá kröfu, að leigulið-
inn leggi fram skriflega staðfestingu
jarðareiganda eða mat úttektar-
manna ... þar sem fram komi, í
hefðu verið rædd innan ráðuneytis-
ins, en erfitt væri um svör fyrr en
séð yrði fram á hvenær verkfallið
leystist.
„Samkvæmt lögum á að fara fram
skólastarf til loka maí en við höfum
fengið þau skilaboð að nemendum
komi illa að skólahald verði fram í
júni. Það sem ráðuneytið getur gert
er að beina tilmælum til skóla um
að nýta skólahald til annars en prófa,
til dæmis til kennslu," sagði hún og
benti á að ekki væri lagaskylda að
halda samræmd próf. Hins vegar
kvæðu grunnskólalögin á um að 10.
bekkur ætti rétt á skírteini með
hvaða mæli leiguliðinn hafí unnið
ræktun á jörðinni umfram viðhalds-
skyldu sína. Liggi ekki fyrir skrifleg
staðfesting jarðareiganda á eignar-
haldi leiguliðans á þeirri rækt-
un ... ber Fasteignamati ríkisins að
gefa jarðareiganda kost á að tjá sig
um framkomna beiðni leiguliða um
breytta skráningu, áður en Fast-
eignamatið tekur afstöðu til beiðn-
innar,“ segir umboðsmaður, sém
beinir þeim tilmælum til Fasteigna-
matsins að taka málið til afgreiðslu
að nýju, ef jarðareigandi óskar.
skráðum vitnisburði. Guðrún sagði
Ijóst að nemendur hefðu misst mikið
niður en erfítt yrði að bæta þeim það
að fullu.
Fræðslumissir bættur?
Foreldrum varð tíðrætt um hvemig
hægt væri að bæta nemendum þann
missi sem þeir hafa orðið fyrir og
vörpuðu fram spumingum um hvað
mundi gerast næsta haust ef verkfall-
ið leystist ekki fyrr en þá. „Það hef-
ur ekki verið rætt til fulls innan ráðu-
neytisins og verður að leysa þegar
þar að kemur.“
Hún benti jafnframt á að vandinn
Hægt að j
sækja um að 1
kjósa heima
KJÓSENDUR, sem ekki geta
sótt kjörfund á kjördegi vegna
sjúkdóms, fötlunar eða bams-
burðar, geta skv. kosningalög-
um sótt um að greiða atkvæði *
{ heimahúsi. j
Umsóknin skal vera skrifleg
á þar til gerðu eyðublaði sem
fæst hjá utankjörfundarstjóra,
sem eru ýmist sýslumenn eða
hreppstjórar. Umsókninni skal
fylgja læknisvottorð og hún * |
verður að berast kjörstjóra í
síðasta lagi á hádegi 1. apríl
nk. eða viku fyrir kjördag.
væri einna mestur viðvíkjandi náms-
lokum í framhaldsskólum hvort sem
um væri að ræða til stúdentsprófs
eða starfsnáms.
Hugmyndir foreldra
Foreldrar komu fram með ýmsar
hugmyndir eins og að setja á stofn ,
sumarskóla eða jafnvel að ríkið ’
greiddi fyrir aukatíma fyrir slökustu \
nemenduma. Þá var varpað fram 1
þeirri hugmynd að námsmat færi
fram þegar skólastarf hæfist aftur
og nemendur sem stæðu vel að vígi
í ákveðnum fögum gætu fengið að
sleppa þeim en í staðinn sótt fleiri
tíma i greinum sem þeir væm slakir í.
Þá tóku fundarmenn vel í þá hug-
mynd að sérstökum fréttatíma í sjón-
varpi yrði komið á fyrir nemendur,
þar sem skýrt væri frá gangi mála 1
á „þeirra máli“. Foreldrar voru einn- i
*E sammála um að nemendur væru
mjög eirðarlausir og eldri nemendur
fyndu fyrir miklu vonleysi.
Foreldrar nemenda í skólum lýsa áhyggjum vegna kennaraverkfalls
Ungmenni ör-
væntingarfull
FRETTIR
Litháískir listamenn í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
Tónleikar
Landsberg-
ishjónanna
í TILEFNI heimsóknar Vytautas
Landsbergis, eiginkonu hans
Grazinu og söngkonunnar Gint-
aré Skeryté til Islands verða
haldnir tónleikar í Listasafni Sig-
urjóns Ólafsson-
ar, í dag,
laugardaginn
25. mars kl. 17.
Landsbergis-
hjónin eru vel
þekktir píanó-
leikarar og tón-
listarmenn.
Landsbergis var
fyrsti forseti
Litháens eftir
gildistöku sjálf-
stæðisyflr-
lýsingarinnar 1990 en fer nú fyr-
ir stjómarandstöðunni á þingi.
Hann kemur hingað til lands til
tónleikahaldsins og til að halda
fyrirlestur á fundi Samtaka um
vestræna samvinnu og Varð-
bergs.
Ginataré Skeryté lauk píanó-
námi frá ríkistónlistarskóla Lit-
háens 1983 og söngnámi frá
sama skóla 1987. Hún tekur virk-
an þátt í tónlistarlífi í heimalandi
sínu en hefur auk þess komið
fram á tónleikum í Póllandi,
Bandaríkjunum, Hollandi og
Sviss. Hún starfar með hópi tón-
listarfólks sem nefnist Ex Temp-
Grazina
Landsbergis
VYTAUTAS Landsbergis við píanóið. Hann er ágætur píanóleikari og hámenntaður í tónlistarsögu.
ore.
Skeryté hefur útsett verk eftir
nokkur núlifandi tónskáld Lithá-
ens; O. Balakaskas, F. Bajoras
og V. Bartulis. Þá hefur Skeryté
komið fram með kammerhljóm-
sveitinni Saulius Sondeckis,
Kammerhljómsveit Riga, lithá-
ísku sinfóníuhljómsveitinni og
auk þess hljóðfæra- og söngsveit-
unum Arsenalas, Musica Humana
og Bechetto Musicale.
Dagskrá tónleikanna hefst á
píanóverki eftir M.K. Ciurlionis,
sem Vytautas Landsbergis leik-
ur. Þá syngur Skeryté við undir-
leik Grazina Landsbergiené ljóð
eftir Schubert, litháísk þjóðþjóð,
sönglög eftir Juozas Gruodis og
svítu eftir Feliksas Bajoras.
Að sögn Jóns Hákons Magnús-
sonar, formanns SVS, hefur ver-
ið reynt um allangan tíma að fá
Landsbergis til þess að koma til
íslands, en erfiðlega hefur geng-
ið að finna tíma, sem hentaði
báðum aðilum. Jón Hákon sagði
að þar sem Landsbergis væri
mikill í slandsvinur hafi verið
ákveðið að bjóða eiginkonu hans
líka og þegar slíkt boð var orðað
við hann bauðst hann til þess að
taka einnig með sér „unga og
fallega" söngkonu. Þar með gaf
augaleið að SVS héldi fyrstu tón-
leika á sínum vegum. Kvað Jón
Hákon þetta tímanna tákn í
breyttum heimi.
Nýir kjós-
endur hálft
sautjánda
þúsund
KJÓSENDUR á kjörskrá
vegna alþingiskosninganna
eru 192.058 og hefur fjölgað
um á 9.290 frá alþingiskosn-
ingunum 1991 er þeir voru
182.768, eða um 5,1%. Skipt-
ingin er nokkuð jöfn á milli
kynja, en konur eru 96.105
og karlar eru 95.953. Nýir
kjósendur eru 16.646 eða 8,7%
kjósenda.
í frétt frá Hagstofunni kem-
ur fram að kjósendur með lög-
heimili erlendis eru 6.331, eða
3,3% kjósenda og hefur þeim
fjölgað um 7,7% frá síðustu
alþingiskosningum. Flestir
eiga lögheimili í Svíþjóð,
1.772, 1.510 í Danmörku, 874
í Noregi og 706 í Bandaríkjun-
um.
Flestir eru á kjörskrá í
Reykjavík, 77.582, þá í
Reykjanesi, 48.560, Norður-
landi eystra, 18.983, Suður-
landi, 14.503, Vesturlandi,
9.852, Austurlandi, 9.042,
Norðurlandi vestra, 7.202 og
fæstir á Vestfjörðum, 6.334.