Morgunblaðið - 25.03.1995, Síða 12
12 LAUGARDAGUR 25. MARZ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
EFSTU menn á framboðslista Þjóðvaka í
Reykjavík spjölluðu í hádeginu í gær við sund-
laugargesti i heitu pottunum í Laugardalslaug
í hita baráttunnar
Morgunblaoio/Svemr
um málefni kosningabaráttunnar. Hér eru Jó-
hanna Sigurðardóttir, formaður Þjóðvaka, og
Hrannar B. Arnarsson, kosningastjóri.
Skattastefna flokkanna rædd á fundi hjá Bandalagi starfsmanna
Tekjutenging bóta
komin í óefni
Morgunblaðið/Árni Sæberg
JÓN Baldvin Hannibalsson, Jóhanna Sigurðardóttir, Geir H. Haarde og Kristin Ástgeirsdóttir voru
meðal frummælenda á fundi BSRB um skattamál.
FULLTRÚAR allra flokka
sem bjóða fram á landsvísu
í þingkosningum að þessu
sinni lýstu yfir áhyggjum
sínum vegna of mikillar tekjuteng-
ingar í skattkerfínu á fundi á vegum
BSRB á miðvikudag. Ekki var sam-
hugur um áherslur í því sambandi.
Fulltrúar flestra flokka lýstu jafn-
framt yfir stuðningi sínum við fjár-
magnstekjuskatt.
Kristín Ástgeirsdóttir þingmaður
Kvennalistans gagnrýndi skatta-
breytingar á kjörtímabilinu, svo sem
lækkun persónuafsláttar, hækkun
tekjuskattsprósentu, skerðingu
vaxta- og bamabóta, álagningu virð-
isaukaskatts á bækur, tímarit og
blöð, þjónustu- og skólagjöld o.fl.
Hún kvaðst vera þeirrar skoðunar
að skattlagning á fjölskyldur í land-
inu væri komin á ystu nöf. Hins veg-
ar yrði ekki horft fram hjá þeirri
staðreynd að staða ríkisfjármála
væri afar erfið.
Kristín sagði að leiðrétta þyrfti
kjör þeirra sem verst standa, m.a.
með því að hækka skattleysismörkin,
huga að upptöku sérstaks skattafrá-
dráttar fyrir börn og þá ekki síst á
framhaldsskólastigi, sem hætt er að
greiða barnabætur með. Slíkar breyt-
ingar væru hins vegar gríðarlega
dýrar. Komaþyrfti áfjármagnstekju-
skatti og raunverulegum hátekju-
skatti, þannig að skattbyrðin jafnað-
ist í samfélaginu.
Afkomubati fyrirtækja
Geir H. Haarde þingflokksformað-
ur Sjálfstæðisflokksins sagði rétt að
miklar breytingar hefðu orðið á
skattamálum á jrfírstandandi kjör-
tímabili, en útleggingar Kristínar um
þær fengju ekki allar staðist. Núver-
andi ríkisstjóm hefði beitt sér fyrir
tilfærslu í skattkerfinu og ákveðið
að auðvelda fyrirtækjum í landinu
starfsemi sína til að koma í veg fyr-
ir frekara atvinnuleysi, byggja upp
atvinnustarfsemi og hindra að fyrir-
tæki færu í þrot.
Til að fjármagna þann tekjumissi
sveitarfélaga sem hlaust af niðurfell-
ingn aðstöðugjalda, hefði verið óhjá-
kvæmilegt að hækka tekjuskatta ein-
staklinga. Á móti hefði virðisauka-
skattur af matvælum verið lækkaður
til hagsbóta fyrir almenning.
Geir kvaðst telja að þegar svigrúm
skapaðist ti! skattbreytinga þyrfti að
huga að endurskoðun tekjutengingar
í skattkerfinu sem væri orðin allt of
mikil, samsþili á milli skattkerfis,
almannatryggingakerfís og lífeyris-
tryggingakerfis. Skoða þyrfti skatt-
leysismörkin og athuga með millifær-
anlegan skattaafslátt.
Tekjuskattur á
fyrirtæki hækki
Steingrímur J. Sigfússon varafor-
maður Alþýðubandalagsins sagði að
afkomubati fyrirtækja hefði ekki
skilað sér til minnstu og mikilvæg-
ustu fyrirtækja samfélagsins, heimil-
anna. Leggja bæri áherslu á til-
færslu innan skattkerfisins til tekju-
jöfnunar til þess að gera tekjuöflun-
arkerfi ríkisins réttlátara, og nýja
tekjuöflun ríkissjóðs. Alþýðubanda-
lagið væri andvígt virðisaukaskatti á
menningu, þar á meðal á bækur.
Skattleggja bæri fjármagnstekjur
sem skilað geti 2-3 milljarða króna
tekjum, koma þyrfti á eiginlegum
hátekjuskatti, jafnvel í tveimur þrep-
um og hærra þrepið yrði minnst 8%.
Tekjur af því ættu að geta verið
a.m.k. 300-500 milljónir króna.
Hækka ætti tekjuskatt á fyrirtæki
að nýju og teidi hann að fyrirtæki
með góða afkomu gætu greitt sömu
skattprósentu og launamenn. Leggja
ætti sérstakt álag á stóreignir fólks
með góðar tekjur.
Hækka bæri skattleysismörk í að
minnsta kosti 62-63 þúsund krónur
í fyrsta áfanga, sem kostaði 1.200
milljónir til 3 milljarða króna. Setja
ætti þak á tekjutengingu bótaliða í
skattkerfinu, þannig að jaðarskatts-
prósentan yrði aldrei hærri en t.d.
55% Einhveijar mestu ógöngur
skattkerfisins væru tekjutenging
bótaliða.
Steingrimur sagði að skoða bæri
hvort fóreldrar, að minnsta kosti lág-
tekjufjölskyldur, gætu nýtt sér að
einhveiju leyti ónýttan persónufrá-
drátt unglinga á aldrinum 16-20 ára.
Jafnframt að ónýttur persónufrá-
dráttur undir skattleysismörkum yrði
endurgreiðanlegur að hluta.
Til að ívilna fyrirtækjum fengju
þau sérstaka frádrætti vegna ný-
sköpunar, þróunarverkefna og verk-
efna erlendis. Gjaldtaka í velferðar-
kerfinu væri dæmi um falda skatta
og rangláta.
Einstaklingar með hátt
hlutfall beinna skatta
Jóhanna Sigurðardóttir formaður
Þjóðvaka lagði áherslu á að megin-
stefna flokksins væri að skattleggja
samneyslu með beinum og óbeinum
sköttum, en ekki að beina þeim í
farveg þjónustugjalda. Skoða þyrfti
samhengi launa og skatta, og hvers
vegna — í alþjóðlegu samhengi —
íslendingar hefðu gengið mjög langt
í að nota skattkerfið til tekjujöfnun-
ar, af hveiju jaðarskattar hérlendis
væru mjög háir, og að skattleysis-
mörkin væru hærri hér en viða ann-
ars staðar.
Hún kvaðst telja að einstaklingar
greiddu mjög hátt hlutfall af beinum
sköttum en fyrirtækin lágt hlutfall.
I fyrra hefðu einstaklingar greitt
nettó í staðgreiðslu til hins opinbera
39 milljarða króna en fyrirtækin 3,4
milljarða.
Jóhanna sagði tómt mál að tala
um hækkun skattfrelsismarka upp í
gegnum allan launastigann, það
myndi kosta 12 milljarða að færa
mörkin upp í 72 þúsund krónur, og
lagði áherslu á tekjutengingu skatt-
frelsismarka sem myndi aðeins kosta
1,5 milljarða króna ef mörkin yrðu
færð upp í 67 þúsund krónur hjá
einstaklingum með 1 milljón króna
í árstekjur og undir. Lágtekjufjöl-
skyldur ættu að fá að nýta ónýttan
skattaafslátt bama sinna.
Lækka ætti skattbyrði fólks með
lágar tekjur og meðaltekjur, með því
að skattleggja stóreigna- og hátekju-
fólk og setja á fjármagnstekjuskatt
þar sem venjulegum sparnaði yrði
hlíft.
Breikka á eignaskattsstofninn
Guðmundur Bjarnason þingmaður
Framsóknarflokksins sagði að ekki
Flokka-
kynningar í
Kringlunni
VEGNA alþingiskosninganna 8.
aprfl verða um helgina og í næstu
viku kynningar á vegum stjórn-
málaflokkanna í Kringlunni. Hver
flokkur er með kynningarbás þar
sem veittar eru upplýsingar um
stefnumál og frambjóðendur verða
einnig til staðar hluta úr degi til
að ræða við kjósendur.
Þá hefur verið komið upp palli
undir kjörorðinu: Hér mæla lands-
feður. Viðskiptavinir geta átt von
á að frambjóðendur stígi á stokk
í Kringlunni til að viðra afstöðu
til málefna líðandi stundar og til
þjóðmálanna.
væri svigrúm til skattalækkana í
þjóðfélaginu en hægt væri að byggja
upp réttlátara skattkerfi með því að
dreifa skattbyrðinni með öðrum
hætti en nú er gert. Breikka ætti
eignaskattsstofninn, og ekki yrði
undan því vikist að greiða fjármagns-
tekjuskatt. Með tekjuauka af þessari
ráðstöfun ætti að hækka skattleysis-
mörkin, bama- og vaxtabætur til að
ná fram meiri jöfnuði.
Hátekjuskatturinn ætti að verða
við lýði, en óþarft væri að'breyta
honum mjög. Menn yrðu að gæta sín
á jaðarsköttum og ef rétt væri að
þeir nemi um 70% þegar tekjuteng-
ingin hefur virkað á viðkomandi
þætti skattkerfísins, væri komið
framyfír ystu mörk. Slík skattbyrði
væri vinnuletjandi.
Einfalt skattkerfí væri besta vörn-
in gegn skattsvikum. Útrýma ætti
þjónustugjöldum sem hann kallaði
feluskatta og mæta þeim útgjöldum,
sem nema nú um 1 milljarði-á ári
fyrir skattborgara, með öðrum hætti.
Fjármagnstekjuskattur
réttlætismál
Jón Baldvin Hannibalsson formað-
ur Alþýðuflokksins greindi frá því
að 79% af tekjum ríkissjóðs væru
neysluskattar en 21% tekju- og
eignaskattar. Jafnaðarmenn væru
þeirrar skoðunar að að skattstofninn
ætti að vera breiður og undanþágu-
laus, sem styddist við þau rök að
skattkerfið yrði að vera einfalt í
framkvæmd. Af 120 þúsund framt-
eljendum hérlendis greiddu 35 þús-
und hjón auk einstaklinga tekju-
skatt. 56% hjóna í lægri tekjubilum
greiddu 32% af þessum skatti, 44%
af hjónum í efri tekjubilum greiddu
68%.
Þegar tilfærsla í skattkerfinu væri
skoðuð, kæmi í ljós að 56% hjóna í
lægri tekjubilum fengju 80% af bóta-
greiðslum sem greiddar eru í gegnum
skattakerfið. Tekjujöfnunaráhrif
skattkerfis væru mikil. Tekjutenging
bótagreiðslna sem leiddi til jaðar-
skatta upp í 70-100% í einstökum
tilvikum væri komin í óefni.
Meginkrafan væri sú að koma á
fjármagnstekjuskatti. Gengið væri
út frá því að frumvarp þar að Iút-
andi yrði að lögum fyrir næstu ára-
mót. Fjármagnstekjuskattur yrði
stærsta leiðrétting á skattkerfinu,
enda um réttlætismál að ræða.
Framtíðarskattstofnar eru að mati
Jóns Baldvins umhverfisskattur og
veiðileyfagjald, jafnframt því sem að
jöfnunartollar verði tekjuþáttur hjá
ríkissjóði þegar innflutningur land-
búnaðarvara eykst.